Morgunblaðið - 17.01.1988, Qupperneq 64
SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Iðnaðarráðherra
í Bretlandi:
Friðrik ræð-
irviðCecil
Parkinson
FREDRIK Sophusson iðnaðarráð-
herra mun hitta Cecil Parkinson
orkumálaráðherra Bretlands á
fundi nk. þriðjudag. Munu þeir
ræða almennt um orkumál og
stöðu þeirra í Bretlandi, en einn-
ig er gert ráð fyrir að þeir ræði
þær hugmyndir sem verið hafa
uppi um hugsanlega raforkusölu
um streng frá íslandi til Bret-
lands.
Friðrik er í Bretlandi í kynnis-
heimsókn í boði þarlendra aðila og
mun hitta ýmsa forvígismenn orku-
mála, þar á meðal Parkinson. Þessi
^*heimsókn var ákveðin áður en hugr
myndir um raforkusöluna frá
íslandi komu fram og tengist því
ekki beint því máli.
Tekiimáll6
km hraða
ÖKUMAÐUR BMW-bifreiðar var
■PWtekinn á 116 kílómetra hraða á
EUiðavogi laust fyrir klukkan 11
á föstudagskvöldið. Hann missti
ökuréttindin á staðnum.
Alls kærði lögreglan í Reykjavík
31 ökumann fyrir hraðakstur á
föstudag, 6 ökumenn voru grunaðir
um ölvun og 4 reyndust hafa verið
sviptir ökuréttindum. 12 voru kærð-
ir fyrir að 'aka yfir gatnamót á
móti rauðu ljósi.
Morgunblaöið/Snorri Snorrason
Lognkyrr vetrardagurá Þingvöllum
í logninu og heiðríkjunni á Suð-Vesturlandi í vikunni sem leið skörtuðu Þingvellir sínu fegursta. Snorri Snorrason, sem festi þessa fegurð á
filmu, sagði að fegurðin og kyrrðin á þessum sögufræga stað hefði verið ólýsanleg. Snorri sagði að skammdegisbirtan væri einstök. Vegurinn
til Þingvalla er eins og að sumarlagi en á honum voru hálkublettir. Nú hefur hlýnað en ef frystir og birtir á ný er tilvalið að skjótast á Þingvelli
og njóta vetrarfegurðarinnar, sem að mati Snorra tekur jafnvel fram fegurð staðarins að sumri til.
Morgunblaðið/Sverrir
Matreiðslumeistarar Múlakaffis að skera hákarl. Talið frá vinstri:
Ingvi Jónsson, Stefán Stefánsson, Þórður Þorkelsson og Ragnar
Sveinsson.
Þorrinn nálgast
BÓNDADAGUR er á föstudag-
inn kemur og þá hefst þorrinn.
Ef að líkum lætur múnu lands-
menn blóta þorra af miklum
ákafa næstu vikurnar. Að sögn
Ingvars Stefánssonar, fram-
kvæmdastjóra Múlakaffis,
kostar 1,2 kg þorrabakki fyrir
tvo 950 krónur en kostaði 800
krónur í fyrra.
„í bakkanum eru 14 tegundir,
þ.e.a.s. lundabaggar, bringukoll-
ar, sviðasulta, hrútspungar, lifrar-
pylsa, blóðmör, súr hvalur, hákarl,
hangikjöt, harðfískur, rófur, salat,
flatkökur og smjör. Selshreifar
hafa hins vegar ekki gengið í fólk-
ið,“ sagði Ingvar.
Innbrot í Akraborg
BROTIST var inn í Akraborgina,
þar sem hún var bundin við
bryggju á Akranesi, aðfararnótt
laugardagsins.
Talsverðar skemmdir voru unnar
um borð í skipinu og einhverju stol-
ið, aðallega skiptimynt, að sögn
lögreglu. Ekki er enn vitað hver var
að verki en lögreglan á Akranesi
vinnur að rannsókn málsins.
Skólasjónvarp að
hefjast hér á landi
VONIR standa til að hægt verði
að hefja skólasjónvarp hér á
landi á þessu ári, gera fyrstu til-
raunir í vor, skipuleggja frani-
haldið í sumar til að geta farið
af stað fyrir alvöru næsta haust.
Hefur dr. Sigrúnu Stefánsdóttur
verið falið að hefja undirbúning,
að hluta á vegum menntamála-
ráðuneytisins gegnum Háskóla
íslands, þar sem hún kennir fjöl-
miðlafræði, og að hluta hjá
sjónvarpinu þar sem hún mun
hafa starfsaðstöðu. En Sigrún
hefur nýlega varið doktorsrit-
gerð sína, sem fjallar um rekstur
og uppbyggingu skólasjónvarps.
Þetta kemur fram í viðtali við
dr. Sigrúnu Stefánsdóttur í blaðinu
í dag, þar sem hún segir frá rann-
sóknum sínum og niðurstöðum í
doktorsritgerðinni. Telur hún mjög
mikilvægt að tengja þessa tvo að-
ila, menntakerfið og sjónvarpið, á
þennan hátt frá upphafí, þar sem
skólakerfið móti efnið en sjónvarpið
sé tæknilegur ráðunautur. Bendir á
að við séum orðin eina þjóðin í
Evrópu, auk Lúxemborgara, sem
ekki hafi skólasjónvarp. En sé þess
einhvers staðar þörf, þá sé það í
svo dreifbýlu landi þar sem skortur
er á kennurum. Fáanlegir kennarar
muni nýtast mun betur, enda sé
skólasjónvarp ekkert annað en þjón-
ustutæki fyrir kennara og nemend-
ur, án þess að geta leyst kennarann I geti þannig fylgst með námi bam-
af hólmi. Auk þess sem mikið sé anna og stjómmálamenn geti ekki
hér af hlustendum sem hafi áhuga látið fræðsluna fara fram hjá sér.
á fræðslu og vilji læra, foreldrar | Sjá nánar á bls. 28-29.
Ung hjón unnu 500 þúsund:
Konuna dreymdi
fyrir vinningnum
UNG hjón á Bakkafirði, Yngvi Kjartansson og Svanhvít Þórhalls-
dóttir, unnu 500 þúsund krónur í Happaþrennu Háskóla íslands fyrir
jólin. Vinningurinn kom sér vel, því Yngvi hafði misst tvo báta í
ofsaveðri á árinu og verið atvinnulaus um tima. Svanhvíti hafði
dreymt fyrir vinningnum nokkru
„I mars missti Yngvi atvinnutæk-
ið, 5 tonna bát, í veðurofsa og
báturinn sem hann keypti í staðinn
fór sömu leið í október," sagði
Svanhvít. „Þegar leið að jólum vor-
um við nokkuð uggandi, því horfur
voru ekki góðar. Við ákváðum
sunnudaginn 6. desember að
skreppa í bíltúr til Þórshafnar og
Yngvi var ákveðinn í að freista
gæfunnar og kaupa Happaþrennu.
Við keyptum 40 miða fýrir 2000
krónur, ókum heim og svo settist
Yngvi við að skafa af miðunum.
Ég tók sex miða sjálf og þegar ég
skóf af þeim fyrsta kom í ljós að
við höfðum unnið 500 þúsund krón-
áður.
ur. Við skoðuðum miðann vandlega,
töldum núllin og þrennuna, en þetta
reyndist rétt. Svo fengum við líka
fimm litla vinninga, 250, 100 og
50 króna."
Þegar þau hjón fengu vinninginn
riíjaðist upp draumur, sem Svan-
hvíti hafði dreymt nokkru áður.
Þótti henni draumurinn vera fyrir-
boði þess að systur hennar áskotn-
aðist fé þar sem Svanhvíti dreymdi
hana. „Þessi draumur var heldur
ógeðfelldur, svo ég vil ekki rifja
hann upp, en svo mikið er víst að
vinningurinn kom sér ákaflega vel
fyrir jólin," sagði Svanhvít.