Morgunblaðið - 20.01.1988, Side 21

Morgunblaðið - 20.01.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 21 Helgi Hálfdanarson: KERLIN GU GREYIÐ FÓR í JARÐGÖNGUR Föstudaginn 15. þ.m. gerðist það sem oftar, að ég hlustaði á fréttir sjónvarpsins kl. 8 um kvöldið. Oft hefur verið að Ríkisút- varpinu vegið fyrir málfar, og hafa starfsmenn þeirrar stofn- unar þá einatt verið sakaðir um hreinar og beinar málvillur og hirðuleysi um að bæta ráð sitt. Nú þóttist ég verða þess var, að þar hefði orðið breyting til batnaðar. Farið var rétt með orð og orðasambönd, sem áður höfðu sætt sorglegum misþyrm- ingum, og eiga fréttamenn og þulir skilið lof og þakkir fyrir þann myndarskap. Samt þótti mér enn vanta herzlumuninn að þarna væri komin sú fyrirmynd um málfar, sem til er ætlazt í lögum og sanngjarnt verður að telja. Því til staðfestingar skulu nefnd dæmi, sem heyra mátti í þessum eina fréttaþætti. í fyrsta lagi var sagt vegna breytingu í stað vegna breyting- ar, og veit ég nú ekki hve oft ég hef heyrt umsjónarmenn þáttarins um daglegt mál leið- rétta sams konar villur og benda á þá einföldu reglu, að kven- kynsorð, sem enda á -ing, enda í eignarfalli á -ar en ekki -u. Þessi villa hefur sem sé gert vart við sig að undanfömu víðar en í útvarpi; og má nú spyija, hversu langt muni í það, að sagt verði: Grímur fékk rigninguveð- ur á giftingudaginn. En þegar svo er komið, er hætt við að fleira fari að riðlast. í öðru lagi var sagt: grunur Svía bar á góma í stað: grun Svía bar á góma. Þætti ýmsum fróðlegt að heyra hvers konar koppafeiti það var, sem grunur- inn bar á gómana. En hér er dæmi þess, að ópersónuleg notk- un sagnorða á í vök að veijast nú á dögum vegna þess að kenn- arar vanrækja að skýra fyrir krökkum nauðsynlegustu atriði í beygingarfræði. Raunar á það við um bæði dæmin, sem nefnd hafa verið, og eins þau sem á eftir fylgja. í þriðja lagi var fleirtöluorðið jarðgöng haft í eignarfalli jarð- gangna í stað jarðganga. Vonandi verður þess þó langt að bíða, að gangnamenn fari í jarðgöngur; nóg er nú mæða bændanna samt. I fjórða lagi var eignarfall fleirtölu af hvorugkynsorðinu prósent haft prósentna í stað prósenta. Að réttu lagi er pró- sentna eignarfall fleirtölu af kvenkynsorðinu prósenta, sem merkir annað. Og fyrir kom, að orðið prósent fékk áherzlu á síðara atkvæði, sem er ekki íslenzka. Þéss er að geta, að í þætti þessum bar þulum ekki saman um tvö síðar töldu atrið- in; þar heyrðist líka greinilega farið rétt með þau bæði, og ber að lofa það. Fyrir skömmu var undirritað- ur, aldrei þessu vant, að skammast út af málfari útvarps- manna, og var þá svo frekur að ráðleggja þeim að eyða hálftíma í að renna augum yfir örlítinn pésa, sem nefnist Gætum tung- unnar. Svei mér ef mig langar ekki til að klykkja út með sömu tilmælum einnig í þetta sinn, því ef farið hefði verið að þeim ráð- um, hefði engin málvilla komið fyrir í fréttaþætti þeim sem hér var á minnzt. Þessi glæsilegi, nýtískulegi Plymouth Voyager, árg. 1986, frá Chrysler-USA, er til sölu. Bíllinn er með sjálfskiptingu, vökvastýri og aflbremsum ásamt öðrum aukabúnaði. í bílnum eru 3 bekkjaraðir fyrir 7 manns í sæti. I • ||» I. ■ Ford Econoline Van 250 Extra long Til sölu árgerð 1982. Sjálfskiptur, vökvastýri, 6 strokka mótor. Framdrif fylgir. Liturgrár. Toyota Tercel 4WD árgerð 1984. Amerísk útgáfa. Vökvastýri, aflbremsur o.fl. Fallegurbíll. Upplýsingarhjá BÍLASÖLUNNI START, sími 687848

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.