Morgunblaðið - 20.01.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 20.01.1988, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 Áskriftarsíminn er 83033 í hátíðarúgáfu merkisins, sem mynd er af, eru tunga, klær og skjöldur á bringu fuglsins í rauðum lit en goggur, fætur og kornknippi í gulum lit. Skjaldarmerki Akureyrar AKUREYRI hefur eignast nýtt skjaldarmerki. Reyndar er nýja merkið náskylt því eldra, þar sem það er ný útfærsla Guðmund- ar Armanns á skjaldarmerki því, sem Tryggvi Magnússon teiknaði fyrir Akureyri fyrir Alþingishátíðina 1930. Skjaldarmerki Akureyrar er bauð flölkunnugum manni að fara Eorum til Isl blár skjöldur með hvítum fugli. Á bringu fuglsins er skjöldur mark- aður með komknippi. Blái liturinn er litur himinsins og fjarlægra fjalla, komknippið tákn nafnsins Akureyri, en fuglinn tengdur frá- sögn Heimskringlu um landvætt- ir. Haraldur Gormsson konungur hamfömm til íslands. Sá fór í hvalslíki. Er hann fór inn eftir Eyjafírði kom á móti honum fugl svo mikill, að vængimir tóku út qöllin tveggja vegna, og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Nýtt útgerðarfélag kaupi Súluna EA SVERRIR Leósson útgerðar- stjóri Súlna hf. á Akureyri og þrír af yfirmönnum loðnu- skipsins Súlunnar EÁ 300 vinna nú að þvi að kaupa skip- ið af Súlum hf. Aðaleigandi fyrirtækisins er Leó Sigurðs- son og hefur hann haft í hyggju að selja skipið allt frá þvi síðla síðasta árs. Þá hafði verið gerður kaup- samningur Krossanesverksmiðj- unnar og Leós Sigurðssonar um kaup verksmiðjunnar á skipinu og kaupverð ákveðið 160 milljónir króna með veiðarfærum. Kaup- samningurinn var þó undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjar- stjómar og síðan var ákveðið á fundi hennar að fresta kaupum á skipinu. Sverrir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að nú lægi fyrir stofnun /íýs útgerðarfélags um kaup á skipinu og auk hans stæðu að því þeir Bjami Bjamason skip- stjóri, Finnur Kjartansson vélstjóri og Hermann Haraldsson stýrimað- ur. Þá er hugsanlegt að Krossa- nesverksmiðjan komi inn í nýja fyrirtækið sem fimmti aðili og eigi smáhluta í því. Sverrir sagði óvíst hvemig samningum yrði háttað ef úr kaupunum yrði. Viðræður stæðu ennþá yfir og gengju heldur seint fyrir sig þar sem þrír af fyrir- huguðum hluthöfum væra á loðnumiðunum. Morgunblaðið/GSV Þorrahlaðborð Bautans og Bautabúrsins. Bautinn og Bautabúrið: Soðinn, súr, kæstur og reyktur þorramatur ÞORRINN nálgast nú óðum, en hann hefst með bóndadegi þann 22. janúar. Að vanda keppast menn nú við að skipuleggja góðu, gömlu þorrablótin með tilheyr- andi alíslenskum þorramat. Bautinn á Akureyri tók forskot á sæluna fyrir' skömmu þó svo að þorrinn sjálfur væri ekki genginn formlega í garð og bauð nokkrum mektarmönnum upp á þorramat. Bautinn og Bautabúrið bjóða upp á 20 til 22 tegundir af soðnum, súram, kæstum og reyktum mat ásamt brauði. smjöri, rófustöppu og stúfuðum kartöflum. í þorra- bakka Bautabúrsins má fmna hangikjöt, saltkjöt, nýtt kjöt, sviða- sultu, hrútspunga, súrar og reyktar bringukollur, magál, lundabagga, reykt hrossabjúgu, grísasultu, pressað kjöt, hval, hákarl, slátur, harðfisk, rúgbrauð, flatbrauð, laufabrauð og annað viðeigandi meðlæti. Verð fyrir hvem einstakling er 980 krónur sé pantað fyrir allt að níu manna hóp. Sé pantað fyrir 10 til 50 manna hóp er vetðið 940 krónur fyrir manninn og sé um 50 eða fleiri að ræða lækkar verðið niður í 900 krónur. Hátt á þriðja hundrað manns heimsótti RÚVAK Morgunblaðið/GSV Útvarpshúsið á Akureyri er til húsa að Fjölnisgötu 3. ÓHÆTT er að segja að ríkisút- varpið á Akureyri hafi verið fótum troðið á siðasta sunnudag þegar þar var opið hús í tilefni norræns tækniárs. Opið var hjá RÚVAK frá 13 til 17 og komu hátt á þriðja hundrað manns. „Þetta var sérstaklega skemmti- legt. Við skiptum öllum þessum fjölda upp í nokkra hópa og slógum upp hópferðum undir fararstjórn leiðsögumanna sem hagvanir era héma innandyra. Við leyfðum fólki, aðallega krökkum, að komast í hljóðver og kynna lög. Til dæmis settum við púða undir eina sex ára svo hún rétt náði upp á borðið til þess að stauta sig fram úr kynning- artextanum. „Ema sagði að yngsti gesturinn hefði verið rúmlega fjög- urra mánaða og sá elsti hátt í 70 ára. Þá var gestum RÚVAK boðið í kaffi og meðlæti að hópferðinni lok- inni og krökkum jafnframt boðið upp á Svala og súkkulaði á meðan birgðir entust, en eins og Erna sagði fór aðsókn fram úr björtustu vonum manna. PÁLL Svavarsson formaður reið sem þau hlutu út á miða í Styrktarfélags lamaðra og fatl- happdrætti Styrktarfélags lam- aðra afhendir þeim hjónum aðra og fatlaðra. Óskari Pálmasyni og Guðnýju Bifreiðin er af gerðinni Nissan Helgu Bjarnadóttur á Dalvík bif- Sunny Sedan og kostar 524.000 krónur. Afhendingin fór fram á Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdi- marssonar á Akureyri sl. laugar- dag. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: Hjón á Dalvík fengn bílinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.