Morgunblaðið - 24.01.1988, Qupperneq 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
■
Nokkrar hugleiðingar
urn orðlist og myndlist
A morgnn 25. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu
Kristínar Jónsdóttur listmálara. í tilefni þess birtir
Morgunblaðið eftirfarandi erindi hennar, sem hún
nefndi „Nokkrar hugleiðingar um orðlist og myndlist“.
Kristín Jónsdóttir.
Islensk málaralist — í þeim
venjuleg-a skilningi, sem lagt
er í orðið — getur naumast
talist eldri en rúmrar hálfrar
aldar gömul. — En það var
gæfa þjóðarinnar, að þá þegar á
fyrstu árum aldarinnar, þegar and-
leg og efnahagsleg skilyrði voru
fyrir hendi til að veita þessum nýja
menningargróðri viðtöku — skuli
koma fram svo gáfaðir og þroskað-
ir listamenn, að á fáum árum skapa
þeir sér sess meðal bestu lista-
manna Norðurlanda og þótt víðar
væri leitað. — Að vísu komu þeir
ekki tómhentir fram á sjónarsviðið,
þar sem ætíð hafði lifað með þjóð-
inni skreytilist í tréskurði, vefnaði,
saumi og silfursmíði — að ógleymd-
um handritaskreytingum, sem
sannarlega voru ekki hugmyndas-
nauðar í uppruna sínum. — Allt
sýndi þetta mikla hugkvæmni og
ríka listhneigð, og bar hinn feg-
ursta vott um okkar rótgrónu
alþýðumenningu. Má af þessu sjá
að sú rhyndlistargerð, sem fékk byr
undir báða vængi í byijun aldarinn-
ar, átti sína margþættu forsögu. —
En diýgstan þáttinn mun þó bók-
mentaarfur okkar eiga í þeim fijóva
jarðvegi er bar svo bráðþroska
ávexti.
Það getur einnig glatt alla góða
Isiendinga, að þetta varð ekki að-
eins stundarfyrirbrigði, heldur hefir
yngri kynslóðin tekið þannig við af
okkar ágætu brautryðjendum, að
verk þeirra eru sambærileg við það
besta á listaþingum álfunnar. —
íslensk málaralist á sér þannig á
þessari hálfu öld þróunarsögu í fullu
samræmi við það, sem gerst hefír
á sama tíma hjá menningarþjóðum
álfunnar. — Hún er rík og marg-
breytileg í uppruna sínum, og þrátt
fyrir hinar ólíku persónugerðir lista-
mannanna — í sínu innsta eðli
rammíslensk.
Það verður ekki dregið í efa, að
bestu myndlistarmenn okkar hafa
— þó ef til vill óafvitandi — ausið
af þeim ótæmandi brunni „listræns
mannvits", er sagnaritun okkar
hefír að geyma, og óslitinni ljóða-
gerð, sem lifað hefír gegnum
hörmungasögu aldanna, sögu ísa
og eldgosa, pesta og andlegrar og
líkamlegrar þrúgunar, þegar sultur-
inn svarf að beini, strax og sól eða
sigling brást eitt sumar. — Svo
lífseigur eðlisþáttur hlaut að bera
dýra ávexti, þegar jökulfargi fá-
tæktar og einangrunar létti af
þjóðinni og skilyrði sköpuðust til
starfs á þessu sviði.
Starfskjör skálda og myndlistar-
manna eru ærið ólík, þar sem hinn
orðhagi ljóðasmiður gat látið hug-
ann reika við orfið og árina, og
mörg konan hefir auðgað íslenskar
bókmentir, meðan hún vann að
eldamensku eða stagaði í sokk, og
notaði síðan afskamtaðan
hvíldartíma sinn til að færa í letur.
Ég minnist frá bemskuheimili
mínu, að oft þegar fjármaðurinn
kom inn frá gegningum á kvöldin,
setti hann lítið púlt á hné sér og
skrifaði kvæði, viðstöðulaust, langt
fram á nótt.
Skáldgáfan, hin ftjóva sköpunar-
gáfa, sem er undanfari allrar list-
sköþunar, fékk í myndlistinni nýtt
tjáningarform, sem krafðist ann-
arra skilyrða en orðlistin, til að
formbúa hugmyndir sínar. Og feg-
urðarþrá mannsins heimtaði meira
en það, sem orðlistin ein gat veitt.
— Bláfátækir unglingar stóðust
ekki lokkandi kall þessa glæsilega
listforms. Og ekki þurfti mikið til
að örva hugmyndaflug og vekja
starfsþrá. Og þrátt fyrir erfíðar
aðstæður voru allir möguleikar not-
aðir til hins ýtrasta.
Ég minnist þess, er ég var bam,
að mér barst í hendur bók með lit-
myndum frá Danmörku. Varð hún
mér sá dýrgripur, er varla mátti
snerta nema á sunnudögum, eins
og myndabiblía hins franska Dorés.
Ef til vill voru þessar dönsku mynd-
ir bara túristaauglýsingar þeirra
tíma, því þar var tínt til allt það
sem mest gekk í augu þar í landi.
— Stórfenglegar hallir, tumflúruð
slot og listilega tilkliptur trágróður
og hreinlega sagt: lýgilegt blóma-
skrúð. Þar voru stoltir svanir á
sefgrænum tjömum, skrautlegir
dátar gengu þar um götur, þeyttu
básúnur og báru á höfði ferlegar
loðhúfur á stærð við meðalstóra
hvolpa. — Kurrandi dúfur á húsa-
þökum og eitt mjög rómantískt fjós.
— En minnisstæðast er mér þó frá
þessum gömlu blöðum það dýrðlega
landslag, er dönsk húsdýr lifðu í —
svona dagsdaglega. — Já, þegar
slíkt og annað álíka listrænt og
gijámyndir á umbúðapappír bárust
að ströndum þessa lands, sem var
þá — eins og segir í kvæði þjóð-
skáldsins Matthíasar — „fyrir löngu
lítils virt, langt frá öðrum þjóðum",
þá varð það þó ef til vill nóg til að
vekja löngun til starfs á þessu sviði
og glæða lítinn neista af sköpunar-
þrá, því hinn listræni skapandi andi
sagna og söngva lifði. Seiðmögnuð
hrynjandi ljóðsins hafði kveðið sig
inn í vitund þjóðarinnar og glætt
þar — vakið þar hverskyns listræna
hæfíleika. Og þannig lifði — öldum
saman — í ljósþræði skáldlistarinn-
ar hin skapandi myndræna gáfa.
En ár og aldir líða og kynslóðir
hverfa án þess að láta neitt eftir
sig á sviði myndlistarinnar, svo telj-
andi sé, annað en fölleitan góugróð-
ur. — En eins og fræið í moldinni
bíður vorsins, eins beið þessi menn-
ingargróður eftir vori eftiahagslegr-
ar viðreisnar þjóðarinnar og
vaxandi skilnings á listrænum verð-
mætum, beið þess að þjóðin hefði
lífsskilyrði og þroska til að meta
hann og skipa honum þann sess,
sem hann með réttu á í menningar-
sögu framtíðarinnar.
Njála er fræg fyrir Iifandi list-
ræna frásögn, en ekki sannleiks-
gildi viðburðanna. — Málverk á
ekki sitt listræna gildi í sögulegu
fyalli, jafnvel þó það hafí gosið
hundrað sinnum, heldur í því lífi
sem listamaðurinn skynjaði í mótív-
inu, hvaða kendir það snart í sál
hans, ljóðræna hrifningu eða
dramatíska, allt eftir skapgerð
hans. Hvort heldur hann kaus að
yfirfæra þá andlegu snertingu í
form þess sama landslags eða hrein-
lega nota til þess þau tæki, sem
hann hefir á valdi sínu, liti, línur
og form, eins og hljómlistarmaður-
inn notar tónsvið hljómborðsins til
að tjá tilfínningar sínar. — Ef til
vill leysti þessi sýn úr læðingi dul-
inn hugmyndaforða, skapandi öfl,
og listamaðurinn hverfur frá því,
sem hratt verkinu af stað, eða hinu
ytra formi þess, en skynjar nú í
algleymi innri og sannari tilveru
hlutanna, skynjar þá lifandi upp-
sprettu óijúfandi samræmis — þann
dularfulla skyldleika sem er á milli
hans og als þess sem lifir — og
verkið verður persónuleg listræn
sköpun — líf — endurfætt í nýju
formi, í stað eftirlíkingarinnar.
Það virðist ef til vill í fljótu bragði
mótsögn í því að skynja eitthvað í
algleymis ástandi og samtímis
vinna markvisst að sannfærandi
búningi hugmyndarinnar í persónu-
legu tjáningarformi. En það er
samruni snildarinnar og hins list-
ræna innblásturs, sem lyftir verkinu
yfír það hversdagslega, inn á svið
skáldlegs innsæis og skapar það
fagra samræmi sem við nefnum list.
Á síðustu áratugum hefír öll list-
sköpun beinst meir og meir inn á
við að því hugræna, leitað hinna
innri verðmæta — burt frá „hermi-
listinni", sem svo er nefnd í hljóm-
listinni. Hinn leitandi skapandi andi
listamannsins þráir stöðugt nýjar
leiðir, ný viðhorf, ný form. — Með
því er ekki sagt að verk hinna eldri
á nokkum hátt missi sitt listræna
gildi. (Standist þau ekki tímans
tönn hafa þau aldrei verið lista-
verk.) Hin bestu verk þeirra em og
verða alltaf sú undirstaða sem
framtíð íslenskrar myndlistar bygg-
ir á. — En hver vill sjá á framtíðar-
heimilum þjóðarinnar andlausar
eftirlíkingar af verkum Ásgríms
Jónssonar, þess manns, sem fyrstur
málaði íslenskt landslag með slíkri
ást og hrifningu, að mest líkist
guðsmóðurtilbeiðslu ítölsku renes-
ansmálaranna. — Eða getur nokkur
glaðst yfír því að sjá lágkúrulegar
eftirapanir á dýrum hugmyndum
Jóns Stefánssonar, sem best hefír
sýnt — á þessu sviði — að enn lifír
S íslenskri list hinn stórbrotni andi
norrænnar listsköpunar. — Og hin-
ar saltdrifnu sjóhetjur Gunnlaugs
Schevings eru þegar orðnar svo
klassiskar, að nú leggur enginn út
í það að mála skútu, sjó eða sjávar-
þorp án þess að koma við í smiðju
Schevings.
Mér dettur oft í hug þessi al-
kunna setning úr auglýsingamáli:
„Varið yður á eftirlíkingum", því
hvers virði er mynd af Heklu, Baulu
eða sjálfum Öræfajökli, eða hvað
þau nú heita öll þessi á léreftum
svo margnotuðu fjöll, — ef sál lista-
mannsins, lostin hrifningu hefði
ekki hafið þau upp í æðra veldi list-
arinnar? — Jafnvel dauðan kolgráan
klettinn er hægt að umskapa í ann-
arlega æfíntýraveröld. — Það gerir
Kjarval!
Hinif ungú listamenn okkar njóta
vissulega ávaxtanna af lífsbaráttu
brautryðjendanna, og sú andlega
reynsla, sem þeir hafa öðlast gegn-
um eldskím efasemda og von-
þj-igða, verður traust undirstaða
íslenskrar listmenningar. - En
mesta tryggðin við menningu okkar
— er að ávaxta þann arf sem hún
hefir fengið okkur í hendur, rækta
hann og auðga í samræmi við heil-
brigða þróun listarinnar í nútíman-
um, með vakandi auga á
menningarstraumum samtíðarinn-
ar. — Það má aldrei láta aðdáun á
því, sem vel er gert, verða fjötra,
sem vængstýfa hveija fijálsboma
hugmynd, sem fer út fyrir troðnar
slóðir hins þekta og viðurkenda —
að standa í stað — á því sviði, sem
öðru — ér afturför. Þvi eins og orða-
forði tungunnar vex með nýjum
hugtökum, eins er í myndlistinni
þörf fyrir ný form tilhæfð nýjum
hugmyndum. Og hin knýjandi þörf
mannsandans til að kanna nýja
stigu, til að bijóta til mergjar hvetja
fmmlega hugmynd, er beinlínis
lífsskilyrði fyrir framvindu allrar
menningar. — Og ennþá hefir eng-
inn stigið á efsta þrepið í Jakobs-
stiga fullkomnunarinnar.
I þeirri miklu grósku, sem verið
hefur í mjmdlistinni síðustu ára-
tugi, hafa vaxið margir kynlegir
kvistir, og eðlilegt að fólk eigi
stundum erfítt með að átta sig á
því hvert stefnir. Gjillinn er sá, að
oftast er spurt: Af hveiju er þessi
mynd? — Menn eru orðnir svo van-
ir ffamleiðslu ljósmyndavélarinnar,
að það gleymist, að frumskilyrði
allrar listsköpunar er hugmynda-
auðgi. Merkur skólamaður orðaði
mismun á skáldlegu innsæi og and-
lausri kunnáttu á þennan hátt:
„Skáld er sá, sem yrkir af skapandi
ímyndunarafli, hagyrðingur sá sem
getur rímað orð en er snauður af
hugmyndum.“ — „Hagyrðingar“
málaralistarinnar eru margir, því á
starfsviði málaranna eins og víðast-
hvar annarstaðar, eru margir
kallaðir en fáir útvaldir. En verst
er þó, þegar þeir í hugmyndafátækt
sinni dylja sig undir svikinni yfir-
borðsfegurð. Og þeir sem láta
blekkjast af slíkri gljámyndafram-
leiðslu eru alltaf fyrstir til að gera
hróp að þeim, sem fara út fyrir
alfaraleiðir, hafa brotið af sér bönd
hefðbundinna forma, en feta ein-
stigi persónulegrar frumlegrar
listtjáningar, hafa komið auga á
ótæmandi möguleika nýrra land-
vinninga á sviði listarinnar og fylgja
afsláttarlaust köllun sinni og sann-
færingu. En oft virðist þó enn, sem
miklir hæfíleikar beijist vonlausri
baráttu við andúð og áhugaleysi,
sem þó ekki getur átt sér aðra or-
sök en þá, að menn vantar fullari
skilning á hinum ýmsu tjáningar-
formum, og þá eru dæmi þess —
því miður — að stundum er gripið
til ókvæðisorða eða persónulegra
árása. — Það verður aldrei talinn
löstur á neinum, né bera vott um
takmarkaða vitsmuni, þó menn
bresti skilning á nýjum fyrirbærum
í listum og vísindum, sérstaklega
ekki á sviði listarinnar, þar sem svo
mjög er leikið á strengi tilfínning-
anna og verður því ekki útskýrt sem
vélræn eða lógisk sannindi. — En
það hefír alltaf þótt lofsverð hátt-
vísi að hafa hljótt um sig, þegar
maður ekki skilur.
Enginn hugsandi maður mun líta
svo á, að þau lífsform sem við nú
lifum við, séu hinn endanlegi vaxt-
arbroddur menningarinnar. Um
listform nútímans er hið sama að
segja, þau eru aðeins einn hlekkur
í þroskakeðju þeirri, sem liggur til
fullkomnari myndsköpunar. Hið
abstrakta frásagnarform, sem er
jafngamalt orðlistinni, er einnig
tungutak málaralistarinnar, óháð
sýnilegum fyrirmyndum og má af
því skiljast, að á þeirri braut er
engum stætt nema þeim, sem hafa
ríka sköpunargáfu og sækja verk-
efni sín í auðlegð andans. Á öllum
sviðum lífsins fer fram endurmat á
gömlum verðmætum, menn leita
nýrra ve§a inn í hugmyndaheim
sinn, leita uppi ný tjáningarform,