Morgunblaðið - 29.01.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 29.01.1988, Síða 1
88 SIÐUR B/C JNtfgmifclafeife 23. tbl. 76. árg. STOFNAÐ 1913 FOSTUDAGUR 29. JANUAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Samein- ast gegn alnæmi Fyrstu alþjóða- ráðstefnunni um alnæmi lauk i gær í London með þvi að fulltrúar 149 ríkja stigu á stokk og strengdu þess heit að taka httnd- um saman i barátt- unni við þennan hættulega sjúk- dóm. Haifdan Mahler, forstöðu- maður Alþjóða- heilbrigðisstofn- unarinnar, heldur hér á loft bæklingi þar sem ferða- menn eru hvattir að fara varlega. Reuter Beirát: Sýrlendingar leita að þýska gíslinum Viðræður sandinista og skæruliða: Ovænar horfur á samkomulagí San Jose, Róm. Reuter. FULLTRÚAR skæruliða og sijórnar sandinista í Nicaragua héldu í gær sinn fyrsta fund í San Jose, höfuðborg Costa Rica, en ekki var búist við, að greiðlega gengi að semja um vopnahlé í stríðinu, sem nú hefur staðið í sex ár. Mikið ber á milli í viðræðunum. í yfírlýsingu frá skæruliðum sagði, að af vopnahléi gæti orðið innan mánaðar ef sandinistar samþykktu víðtækar, lýðræðislegar umbætur og endurskipulagningu stjómar- hersins en sandinistar hafa vísað því að bug að tengja vopnahléið auknu lýðræði í landinu. Oscar Tellez, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneyti Nicaragua, sagði í gær, að þessi krafa skæru- liða væri „óaðgengileg". Væm stjómmálalegar umbætur í landinu háðar því, að skæruliðar legðu fyrst niður vopn. Fyrirhugað var, að við- ræðumar staeðu aðeins í einn dag en það fer eftir framvindunni hvort þeim verður haldið áfram í dag. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, er nú á ferð um Evrópulönd og átti í gær viðræður við Bettino Craxi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, og aðra ráðamenn þar. Fór hann fram á það við ítölsku stjómina, að hún hefði beint eftirlit með framkvæmd áætlunarinnar um frið í Mið- Ameríku. Beirút. Reuter. Sýrlenskir hermenn í Beirút réðust í gær inn í stöðvar Hizb- ollah-hreyfingarinnar, öfga- samtaka, sem styðja írani, í leit sinni að Vestur-Þjóðveij- anum Ralph Schray en honum var rænt á miðvikudag. Talið er fuUvíst, að ránið á honum tengist réttarhöldum yfir tveimur líbönskum bræðrum í Vestur-Þýskalandi. Nokkur hundruð sýrlenskra her- manna leituðu í húsum í tveimur hverfum þar sem stuðningsmenn Hizbollah-samtakanna em fjöl- mennir, stöðvuðu bfla og handtóku nokkra menn en vitni segjast hafa séð mannræningjana með Schray á þessum slóðum. Haft er eftir sýr- lenskum embættismanni í Damask- us, að einskis verði látið ófreistað til að finna Schray. „Við lítum þenn- an atburð mjög alvarlegum augum og munum refsa mannræningjun- um harðlega," sagði hann. Fjölskyldu Schrays hefur verið tjáð, að Abdel Hadi Hamadi, bróðir þeirra tveggja manna, sem nú em í fangelsi í Vestur-Þýskalandi, hafí rænt honum og gert það til að þvinga stjómina í Bonn til að leysa þá úr haldi. Fyrir nokkm fóm bandarísk stjómvöld fram á að fá annan þeirra framseldan en þeirri beiðni var hafnað. Hefur nú verið upplýst í Vestur-Þýskalandi, að því hafí ráðið ótti við örlög tveggja vestur-þýskra gísla. Vestur-þýskir embættismenn, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu í gær, að það hafí verið misráðið að skýra frá þessu og augljóst, að nú verði að Þingsályktunartillaga á Bandaríkjaþingi: Önnur ríki beiti Japan og ísland refsiaðgerðum LÖGÐ hefur verið fram í fulltrúadeild Bandaríkj aþings tillaga til þingsályktunar þar sem rikisstjómin er hvött til að leggja að öllum ríkjum, sem aðUd eiga að Alþjóðasamþykktinni um stjómun hvalveiða, að beita refsiaðgerðum gegn þeim þjóðum, sem brjóta í bága við hana. Flutningsmaður tiUögunnar er Don Bonker, demókrati frá Washington-ríki, og nefnir hann sérstak- lega íslendinga og Japani í þessu sambandi. Bonker segir í tillögunni, að það sé stefna Bandaríkjastjómar og Alþjóðahvalveiðiráðsins að banna allar hvalveiðar um ótiltekinn tíma og því ætti hún að hvetja aðildarþjóðir ráðsins til að beita brotlegar þjóðir refsiaðgerðum, sambærilegum þeim, sem kveðið sé á um í Packwood-Magnuson- lögunum. í þeim segir, að veiðik- vótar hvalveiðiríkja skuli skomir niður. í rökstuðningi með tillögunni segir Bonker, að Bandaríkjastjóm hafi frá árinu 1972 beitt sér fyrir ótímabundnu banni við hvalveið- um og hafí Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkt árið 1982, að slíkt bann tæki gildi árið 1986. Þá segir hann, að á fundi ráðsins á síðasta sumri hafí verið samþykkt að skora á Suður-Kóreumenn, ís- lendinga og Japani að hætta við áætlaðar vísindaveiðar. Við þessari samþykkt hafi ís- lendingar og Japanir skellt skolla- eyrum og einnig niðurstöðu vísindanefndarinnar frá í desem- ber síðastliðnum þar sem ný áætlun Japana um hvalveiðar í vísindaskyni var felld með miklum meirihluta. Þingsályktunartillaga bindur ekki hendur stjómvalda en ef hún er samþykkt með miklum meiri- hluta er erfitt að hundsa hana. Búist er við, að tillaga Bonkers komi til afgreiðslu í mars næst- komandi. Þess má geta, að Suður-Kóreumenn eru hættir hvalveiðum og því tekur tillaga Bonkers fyrst og fremst til Japana og íslendinga. koma til uppgjörs með stjómvöldum og mannræningjunum. „Nú dugir engin undanlátssemi," þeirra. sagði einn Bandaríkin: Spá áframhaldandi hagvexti á þessu ári Washington. Reuter. Bandarísk stjórnvöld búast við, að mikil fjárfesting og aukinn útflutningur muni stuðla að áframhaldandi hagvexti á nýbyijuðu ári en hann var 3,8% fram til síðasta ársfjórðungs 1987 og 4,2% síðustu þijá mánuðina. Hagvaxtarskeiðið í Bandaríkjunum hefur staðið samfleytt í fimm ár og er það lengsta í sögunni. Þegar skýrt hafði verið frá hag- vaxtartölunum fyrir siðastliðið ár sagði Robert Ortner aðstoðarvið- skiptaráðherra, að vöxturinn yrði áfram góður á þessu ári en þó nokkru hægari. Stafar það m.a. af því, að á síðasta fjórðungi liðins árs söfnuðu framleiðendur birgðum vegna minni eftirspumar. Sam- kvæmt tölum, sem birtar vom í gær, jókst hún hins vegar um 0,5% í desember og almennar launatekjur jukust um 0,7% í þeim mánuði. Þær minnkuðu aftur á móti um 0,5% í nóvember. Slæmu fréttimar eru þær, að spamaður sem hlutfall af ráðstöf- unartekjum var ekki nema 3,8% á síðasta ári og hefur ekki verið minni síðan 1947 þegar hann var 3,1%. Reuter Klakahöllin í borginni Harbin í Kína fer nú fram árleg tshátíð og skemmta gestimir sér vel að venju, til dæmis þessir, sem hafa fengið sér eina salíbunu frá átta metra háum ískastala. Fyrr í mánuðinum horfði heldur illa fyrir hátíðinni því að þá gerði þeyviðri en sem betur fer náði elrishundur aftur yfirhöndinni með frosti og fannkomu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.