Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 p/ V" SLYSA VARNAFELA GISLANDS 60ÁRA Klifuræfing á jökli. ingsnefnd undir formennsku Guðmundar Bjömssonar landlæknis og efndi hún til stofnfundarins 29. janúar 1928. Við undirbúning máls- ins hafði jafnan verið rætt um að félagið skyldi heita björgunarfélag, en við nánari athugun þótti nafnið slysavamafélag heppilegra, þar eð tilgangur félagsins skyldi vera tvíþættur, annars vegar að vama því, að slys verði, og hins vegar að sjá þeim fyrir hjálp, er í háska lenda. Sjóslysin — hörmulegt þjóðarmein í erindi, sem Guðmundur Bjöms- son landlæknir flutti á stofnfundin- um, sagði hann m.a.: Frá landnámstíð hefur sjórinn Innfellda myndin fyrir ofan. Hin síðari ár hefur SVFÍ, deildir þess og sveitir, kappkostað að efla búnað björgunarsveitanna með nýjum og fullkomnum hrað- skreiðum björgunarbátum. árlega slitið mörg ættarbönd, marg- an snaran þátt af þjóðinni. Við höfum of lítið um þetta hugsað, vafalaust af því, að hér er að ræða um ættarböl, sem hefur fylgt þjóð- inni frá upphafí íslandsbyggðar. Og þó má vafalaust ráða mikla bót á þessu hörmulega þjóðarmeini. En vitanlega hlýtur það að kosta mikið erfíði og mikið fé. Við stöndum enn að einu leyti langt að baki öðrum menningarþjóðum: Manndauði af slysförum er miklu meiri hér en í öðrum löndum. Það er sárasta og hörmulegasta banameinið, sem þjóð- in á við að stríða. Þar erum við lengst á eftir öðrum þjóðum. Þar eigum við lengst í land. Og allt er það sjóslysunum að kenna, því manndauði af öðrum slysförum er minni hér en ! öðrum löndum, hér eru engin jámbrautarslys eða námu- slys, og verksmiðjuslys mjög fátíð." í erindi Guðmundar kom fram, að manntjón á íslenskum fiskiskip- um á árunum 1901—1910 var að minnsta kosti tífalt meira hlutfalls- lega en á norskum fiskiskipum, en á þessu tímabili misstu fslendingar u.þ.b. 550 fískimenn f sjóinn eða til jafnaðar 12 af hveijum 1000 fiski- mönnum á ári. Guðmundur Bjömsson var kosinn forseti félagsins á stofnfundinum og gegndi hann því starfí til 1932. Auk hans hafa gegnt því starfí þessir menn: Þorsteinn Þorsteinsson, skip- Morgunblaðið/RAX Frá björgun áhnfnarinnnr af Skúmi GK 22 sem strandaði við Grindavík 3. febrúar 1986. Slysavarnasveit- inni Þorbimi hafði þá auðnast að bjarga 201 íslenskum og erlendum sjómanni með fluglfnutækjum. Hvað hefur áumiist Erennþörf? eftirHarald Henrysson í dag, 29. janúar, eru 60 ár liðin frá því er Slysavamafélag íslands var stofnað í Bárubúð í Reykjavík. Á þessum tímamótum langar mig að staldra við nokkur atriði varðandi sögu og starf félagsins. Aðdragandinn Aðdragandinn að stofnun Slysa- vamafélagsins var nokkuð langur. Flestum er kunnugt hið merka starf sr. Odds Gíslasonar að sjóslysavöm- um á 19. öidinni, sem fólst m.a. í stofnun bjargráðanefnda, útgáfu „Sæbjargar", fræðslufundum o.fl. Á fyrstu áratugum þessarar aldar kom öðru hveiju upp mikil umræða um þessi mál, einkum í kjölfar sjóslysa, sem tóku þungan skatt af þjóðinni. Þó leið langur tími áður en menn bundust í skipulögðum samtökum til átaka. Vestmanneyingar riðu á vaðið með stoftiun Björgunarfélags Vestmannaeyja 1918 og réðst félag- ið í það stórvirki að kaupa skip til ojörgunar- og gæslustarfa, Þór, sem ríkið eignaðist síðar og var fyrsta björgunar- og varðskip íslendinga. Allt frá stofnun Fiskifélags ís- lands 1911 voni sjóbjörgunar — og slysavamamái mjög til umræðu á þingum þess. Verulegur skriður komst þó ekki á þessi mál fyrr en eftir Halaveðrið mikla 1925, en þá var á vettvangi félagsins kosin nefnd til að §alla um þau og skyldi hún leggja ákveðnar tillögur fyrir næsta fískiþing. Lagði hún fram ítarlegar tillögur 1926 um margvíslegar að- gerðir til aukins öryggis á sjó og jafnframt var lagt til að ráðinn yrði sérstakur erindreki til félagsins í björgunarmálum. Var Jón E. Berg- sveinsson, yfírfiskmatsmaður, ráð- inn til starfsins og ferðaðist hann um ýmis lönd til að kynna sér, hvem- ig þessum málum væri þar háttað. A fískiþingi 1927 flutti hann tillögu um að unnið yrði að stofnun björgun- arfélags. Þessi tillaga var samþykkt og hófst Jón þegar handa. í desem- ber 1927 var haldinn almennur fundur, þar sem kosin var undirbún-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.