Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 21

Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 21 Samningarnir samþykktir á Suðureyri: Fiskvinnslufólk bindur vonir við þetta nýja kerfi - segir Sveinbjörn Jónsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Súganda. Herraleikfími HEILSURÆKTIN SÓLSKIN, SÍM146055 „ÞAÐ eru ekki endilega launa- hækkanirnar sem valda þvi að fólk vill samþykkja þessa samn- inga heldur miklu fremur þær vonir sem fiskvinnslufólk bindur við þetta nýja kerfi, sem verið er að taka upp,“ sagði Sveinbjörn Jónsson, formaður Verkalýðs- félagsins Súganda á Suðureyri, eftir að félagsmenn höfðu á ein- ‘róma samþykkt Vestfjarðasamn- ingana á þriðjudagskvöld. Hann sagði að reynslan i samningum á undanfömum árum hefði sýnt að hinir lægstlaunuðu, þar á meðal fiskvinnslufólk, hefðu bor- ið skarðan hlut frá borði og því vildu menn nú reyna nýjar leiðir. „En þetta verður erfiður tími fram- undan, “ sagði Sveinbjöm ennfrem- ur. „Það vita það allir að breytingar eins og eru að eiga sér stað vegna þessa kerfis munu reyna mjög á félagslegan þroska fískvinnslufólks og sjálfsagt fleiri í þjóðfélaginu og við vonum bara að sú tilraun sem hér er verið að gera verði þjóðinni til blessunar. Það er út á vonina sem menn vilja fara þessa leið að þessu sinni og í trausti þess að þjóð- félagið og stjómvöld bregðist rétt við því auðvitað fá stjómvöld þama tækifæri og við treystum því að þau muni gera allt sem þau geta til að halda niðri verðlagi. Annars væmm við ekki að semja svona, “ sagði Sveinbjöm. Ekið á nýjan bíl: Sökudólgurinn ók á brott EKIÐ var á nýja bifreið fyrir utan Hótel Óðinsvé að Þórsgötu 2 á sunnudagskvöld, 24. janúar. Sá sein það gerði ók hins vegar af vettvangi og óskar slysarannsókn- ardeild lögreglunnar eftir áð hafa tal af honum. Bifreiðin sem skemmdist er af gerðinni Mitsubishi Lancer og er öll hægri hlið hennar illa farin eftir ákeyrsluna. Tjón eigendanna er til- finnanlegt, enda stutt síðan þeir festu kaup á bifreiðinni. Bifreiðin, sem ók á, er blá að lit og telja sjónarvottar að hún sé með Ö-númeri. Ökumaður- inn er beðinn um að hafa samband við lögregluna hið fyrsta, eða hver sá annar sem kann að hafa upplýsing- ar um atburðinn. Gufa, Ijós, nudd, Hressirtímar. Byrjendatímar. - Púltímar. Kennarí: ÓmarSamir, íþróttafræðingur Úr bifvélavirkjadeild Iðnskólans i Reykjavík. Nemandi les i við- gerðarbók. Iðnskólinn fær gjafir VELTIR hf. gaf fyrir skömmu Iðnskólanum í Reykjavík búnað til kennslu í undirstöðuatriðum raf- eindatækni í bifreiðum. Með þessari gjöf hefur Veltir hf. bætt aðstöðu skólans til að mæta aukn- um kröfum um kunnáttu bifvéla- virkja á þessu sviði. Frá árinu 1970, þegar bifvéla- virkjadeild Jðnskólans í Reykjavík var stofnuð, hefur Veltir hf. gefið skólanum margvíslegan búnað til deildarinnar. Má þar nefna vélar, gírkassa, lofthemlabúnað, sérverk- færi og margvíslegar handbækur. sperra okkur í skóla og safna stór- um skuldum ef réttindalausir menn geta gengið í okkar störf fyrir- hafnarlaust. Ef þetta er sýnishorn af afgreiðslu undanþágubeiðna þá er mér spum: Til hvers var allt bramboltið og englasöngurinn? Má ekki allt eins halda útsölu á undan- þágum og spara stórt í skólahaldi? Þá yrði Jón matarskattur kátur. Að lokum Skipstjóri fór út með mannskap- inn ótryggðan og engar heimildir fyrir hvetjir vom um borð. Hann hefur ekki réttindi né stýrimaður né annar vélstjóri. Þar brýtur hann tvenn ef ekki þrenn lög á einu bretti. Hann játar brotið og fær 90.000 kr. sekt. Til samanburðar er skipstjórakauptrygging um 70.000 kr. á mánuði. Svo fær hann klapp á kollinn og lofar sjálfsagt að gera þetta aldrei aftur. Að endingu kórónar svo und- anþágunefnd allt saman með því að verðlauna báða skipstjórnar- menn með undanþágu. Sennilega hafa þeir þurft að skjóta á skyndi- fundi til þess. Ekki er sama Jón og síra Jón. Já, á íslandi komast menn stund- um upp með ótrúlegustu hluti. Höfuodur er nemandi Á öðru stigi Stýrimannasíálans á Dalvík. ^ * V&Af bongsi BILLIARD STORKOsHífi VBIBUEKKIW - PILUKAST 15-40% verðlækkun Dartpílur QUALITY BRASS. Verð áður kr. 528,- nú kr. 350,- DartpílurTUNGSTEN. Verð áður kr. 1.990,- nú kr. 1.290,- Dartspjöld 44 cm. Verð áður kr. 675,- nú kr. 436,- Dartspjöld Keppnis-BRISTLE. Verð áður kr. 3.700,- nú kr. 2.150,- r >> ' O >C,A‘ ^9 WB ' ^ Billiardborð2fet, 63cm. Verðáðurkr. 3.100,- núkr. 1.910,- Billiardborð 3 fet, 92 cm. Verðáðurkr. 4.000,- núkr. 2.450,- Billiardborð 4 fet, 122cm. Verðáðurkr. 5.950,- núkr. 3.850,- Billiardborð 5 fet, 153cm. Verð áður kr. 14.900,- núkr. 9.670,- Billiardborð 6 fet, 183 cm. Verð áður kr. 17.700,- nú kr. 12.550,- Sendum ípóstkröfu Kreditkortaþjónusta Armúla 40, sími 35320 /M4RKID

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.