Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 Noregur: Þekktur lyftinga- maður handtekinn fyrir lyfjasmygl Osló, Reuter. LÖGREGLUYFIR V ÖLD í Noregi gerðu heyrinkunnugt i gær að belgiskur lyftingamaður, Eric Coppin að nafni, hefði verið handtekinn við landamæri Svíþjóðar og Noregs vegna þess að 28.000 skammtar af steróíða- lyfjum, sem vitað er að sumir íþróttamenn nota til að bæta árangur sinn í keppnisgreinum, hefðu fundist í bifreið hans. Að sögn Ann Kristin Olsen, lög- reglustjóra í bænum Halden í' Suður-Noregi, var lyftingamað- urinn handtekinn ásamt unnustu sinni á miðvikudag og sagði lög- reglustjórinn að lyfin sem fundust væru sovésk. Ann Kristin Olsen sagði lyfin hafa fundist við venjulega leit á landamærunum og hefðu þau verið í papppakassa f baksæti bifreiðar- innar. Sagði hún lyftingamanninn hafa skýrt frá því að hann hefði keypt lyfín í Gautaborg í Svíþjóð og hefði hann ætlað að neyta þeirra sjálfur. „Hann þarf að vera óvenju- lega fíkinn f steróíða hafí hann ætlað sér að neyta 28.000 skammta," bætti hún við. Hugsan- legt er talið að Coppin hafí ætlað sér að selja lyijaskammtana í Nor- egi. Alþjóðleg samtök íþróttamanna hafa öll lagt bann við notkun lyfja til að efla þrek og þor. Undanfarin ár hefur Coppin búið í Noregi og setti heimsmet í nóvem- ber á síðasta ári er hann lyfti samtals 940 kílóum á móti í Fred- rikstad. Verði Coppin og unnusta hans fundin sek um smygl eiga þau yfír höfði sér tveggja ára fangelsisdóm. Sala og notkun slíkra lyfja er ekki bönnuð í Noregi en innflutningur sovéskra lyfja er bannaður. Að sögn talsmanns lögreglunnar virðist svo sem ólöglegur innflutningur á ster- ófðum fari vaxandi í Noregi. Nýverið var sovéskur keppnismaður í skautahlaupi handtekinn vegna grunsemda um að hann hafí selt norska skautahlauparanum Stein Krosby steróíða og hefur það mál vakið mikla athygli f Noregi. ERLENT Mótmæli er Strauss kemur til Namibíu Namibíu. Reuter. FRANZ Jósef Strauss Iauk í gær heimsókn sinni til Suður-Afríku og hélt til Namibíu. Þar biðu hans hundruð svartra þjóðemis- sinna sem mótmæltu komu bæverska stjómmálaleiðtogans. Mennimir mótmæltu vinsamleg- um samskiptum Strauss og stjómarinnar i Pretóríu og kröfðust sjálfstæðis undan Suð- ur-Afríku í samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1978. biskupar kaþólsku kirkjunnar í Suð- ur-Afríku né Cyril Ramaphosa leiðtogi blakkra námumanna vildu hitta Strauss. Astæðuna sögðu þeir vera þá að hann væri allt of ná- tengdur stjóm hvíta minnihlutans. Austur-Þýskaland: -'Nf' f flL # ym• ■; ; iL WBt- - ...*'*•** j * *»* Sextán áríísnum U.S.IJL Fyrir sextán árum, var þessi bandaríska Hercules LC-130 flutningavél, sem hrapaði á Antarktíku, skilin eftir enda talin gjörónýt. Nú hefur björgunarleiðangur veríð sendur á vettvang til að grafa vélina upp, gera við hana og fjjúga henni til Bandarikjanna. Aðeins stél vélarinnar var sjáanlegt þegar verkið hófst. Efri myndin er tekin skömmu eftir að björgunin hófst, um það bil helmingur vélarinnar er sjáanlegur. Neðrí myndin sýnir þegar veríð er að draga vélina upp úr snjónum. Reist verður skýli yfir vélina meðan viðgerð stendur yfir. Andófsmaður dæmdur til Undir lok tíundu heimsóknar sinnar til Suður-Afríu lofaði Strauss Pieter Willem Botha forseta fyrir „varlegar breytingar" á kynþátta- aðskilnaðarstefnunni. Hann vísaði frá sér gagnrýni leiðtoga svertingja og stjómmálamanna í Bonn og sagði að menn skyldu viðurkenna það sem þegar hefði unnist. Ekki hefur verið gestkvæmt hjá Botha undanfarin ár. Fyrir tveimur ámm kom Willy Brandt fyrrum kanslari til Suður-Afríku en mátti hlusta á reiðilestur vegna „afskipta af innanríkismálum landsins". Síðan hefur að sögn vikuritsins Der Spiegel enginn vestrænn leiðtogi komið í opinbera heimsókn að breska utanríkisráðherranum, Geoffrey Howe, undanskildum. Strauss, einn síðasti stuðningsmað- ur stjómarinnar í Pretóríu á Vesturlöndum, fékk enda herlegar móttökur. En meðal andstæðinga kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar bæði í Vestur-Þýskalandi og í Suð- ur-Afríku vakti heimsóknin mikla reiði. Heimsóknin til Namibíu er í hróplegu ósamræmi við stefnu Hans-Dietrichs Genschers utanrík- isráðherra sem ekki viðurkennir leppstjóm Pretóríu í Namibíu. Amm saman hefur Genscher for- dæmt mannréttindabrot í Suður- Afríku en Strauss hefur gengið svo langt að gagnrýna hið formlega jafnrétti kynþáttanna í Mozambique og segir það ekki þjóna réttlætinu heldur „ryðja öngþveiti braut". Til stóð að Strauss miðlaði mál- um í suðurhluta Afríku en sú viðleitni dó í fæðingu því hvorki sex mánaða fangavistar Dagblöð birta neikvæðar fréttir um Vestur-Þýskaland AuBtur-Berlín, Reuter. FYRRUM félagi í austur-þýska kommúnistaflokknum var í gær dæmdur tíl sex mánaða fangels- isvistar fyrir að hafa staðið fyrir ólöglegrí fjöldasamkomu. Dag- blöð f Austur-Þýskalandi birtu áfram að birta neikvæðar fréttir nm Vestur-Þýskaland en ráða- menn þar hafa gagnrýnt harð- lega fangelsanir andófsmanna eystra. Wolfgang Schnur, lögfræðingur mótmælendakirkjunnar í Austur- Þýskalandi, sagði fréttamönnum Botha forseti S-Afríku og Strauss kampakátir. að Vera Wollenberg hefði verið dæmd til sex mánaða vistar innan fangelsismúra samkvæmt þeirri grein hegningarlaga sem fjallar um ólöglegar fjöldasamkundur. Kvað hann ríkissaksóknara hafa farið fram á átta mánaða fangelsisvist. Schnur krafðist þess á hinn bóginn að skjólstæðingur hans yrði lýstur saklaus og kvaðst hann hafa í hyggju að áfrýja dómnum. Oryggislögreglumenn handtóku rúmlega 200 andófsmenn þann 17. þessa mánaðar er þeir hugðust fara í mótmælagöngu í minningu þýsku kommúnistaleiðtoganna Karls Li- ebknechts og Rósu Luxemburg en þau voru myrt árið 1919. Flestum þeirra hefur nú verið sleppt og 60 hafa fengið leyfí til að flytjast til Vestur-Þýskalands. Talið er að tíu séu enn í haldi og einhveijir þeirra eiga yfír höfði sér ákæru fyrir land- ráð. f forystugrein Neues Deutsch- land, málgagns austur-þýska kommúnistaflokksins, í gær sagði að andófsmennimir hefðu ekki ætl-* að sér að heiðra minningu kommúnistaleiðtoganna heldur hefðu þeir eingöngu viljað vekja athygli á sjálfum sér. Var þetta athæfi andófsmannanna lagt að jöfnu við guðlast en þau Rósa Lux- emburg og Karl Liebknechet stofnuðu hinn upprunalega komm- únistaflokk Austur-Þýskalands. Hálf forsíða blaðsins var á hinn bóginn lögð undir frétt þess efnis að stjómvöld í Vestur-Þýskalandi meinuðu vinstri mönnum að vinna störf innan ríkisgeirans. Sagði í fyrirsögn fréttarinnar að almenn- ingsálitið í heiminum krefðist þess að látið yrði af þessari stefnu. Með fréttinni fylgdi mynd af fólki sem neitað hafði verið um vinnu sökum stjómmálaskoðana sinna. Önnur blöð birtu sambærilegar fréttir en á miðvikudag snerust flestar aðal- fréttir austur-þýskra dagblaða um eiturlyfjavandamálið í Vestur- Þýskalandi. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu að fréttir þessar væru greini- lega hugsaðar til mótvægis við gagnrýni háttsettra embættis- manna í Vestur-Þýskalandi. Sagði einn þeirra að með þessu væri ver- ið að aðvara stjómvöld í Bonn við þvi að ganga of langt í gagnrýn- inni því Austur-ÞJóðveijar teldu sig geta svarað slíkri gagnrýni fullum hálsi. Nokkrir bættu við að frétta- flutningnum væri einnig ætlað að ná til almennings í Austur-Þýska- landi til að vekja athygli á að stjómvöld vestan Berlínarmúrsins ættu einnig við vanda að etja ekki síður en austur-þýskir ráðamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.