Morgunblaðið - 29.01.1988, Side 29

Morgunblaðið - 29.01.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 29 Rannsókn á miðaldra læknum: Aspirín minnk- ar líkur á hjarta- áfalli um helming Boston. Reuter. VÍÐTÆK læknisfræðíleg rann- sókn í Bandarflqunum hefur leitt í Ijóa að líkur á því að heilbrigðir karlar fái þjartaá- fall minnka um helming ef þeir taka aspirin annan hvern dag. Þeir sem tóku þátt í tilrauninni voru miðaldra læknar. Þó vara heilbrigðisyfirvöld fólk við þvi að hefja aspirinkúr án þess að ráðfæra sig við lækni fyrst. Langvarandi neyslu þess getur meðal annars fylgt hætta á magablæðingu. Ekki er heldur vitað hvort lyfið hrin á öðrum hópum en miðaldra körlum. Niðurstöður rannsóknarinnar sem birtar voru í New England Joumal of Medicine leiða í ljós að vegna þess að aspirfn þynnir blóðið þá getur það dregið stór- lega úr hættunni á því að heilbrigt fólk fái hjartasjúkdóma. Rúmlega tuttugu þúsund læknar á aldrin- um 40-84 ára tóku þátt í rann- sókninni. Helmingur hópsins fékk aspiríntöflu annan hvem dag en hinn helmingurinn lyfleysu (óvirkt efni notað við samanburðarrann- sóknir á virkni lyfs). Á fímm árum kom í ljós að tíðni hjartasjúkdóma var 47% minni hjá þeim sem fengu aspirínið en hinum sem gefin var lyfleysan. Talið er að aspirínið dragi úr storknun blóðsins en hjartaáfall á sér þá skýringu að blóðflögur og fíta safnast saman f æðum og stífla þær. Heilbrigðisrannsóknahópi lækna, sem stóð að rannsókninni og er tengdur læknaskóla Har- vardháskóla, fannst niðurstöðum- ar svo afdráttarlausar að ákveðið var að hætta tilraunum þremur ámm fyrr en áætlað hafði verið og gera niðurstöðumar hejrrin- kunnar. Amold Relman ritstjóri tíma- ritsins sem birti niðurstöðumar segir í leiðara að ekki sé samt kominn grundvöllur fyrir almennri notkun aspiríns til að hindra hjartasjúkdóma. Tilraunahópur- inn hafí verið n\jög afmarkaður, heilbrigðir karlar sem ekki höfðu ofnæmi fyrir aspiríni. Niðurstöð- umar benda til þess að menn sem uppfylla þessi skilyrði geti vænst góðs af töku aspiríns en enn er eftir að sýna fram á gildi þess fyrir allan almenning. INNRrTUNTIL ALVÍS VÖRUKERFI 8.2. VELTUHRAÐI ER EINN MEGINÞÁTTUR TEKJUMYNDUNAR í VERSLUNARFYRIRMKJUM Alvís vörubirgðakerfi er hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að halda birgðum í lágmarki og veltuhraða í hámarki án þess að til vöruskorts komi. SÍMI: 621066 Kennd er notkun eftirfarandi eininga: • Birgðabókhalds • Sölukerfis • Sölugreiningar og • Pantana LEIÐBEINANDI: Sigríður Olgeirsdóttir, kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 8.-11. feb. kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: Einkatölvur 1.-4. feb., Displaywrite 1.-4. feb. og Orðsnilld (Word Perfecf), framhald 1.-3. feb. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA __________TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. Stjórnunarfélag islands TÖLVUSKÓU "■ Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 Eittumslag.. ..enginbið! Starfsfólk Útvegsbankans segir biðrööum stríð á hendur! Þú færð þér umslag og lætur reikningana þína í það. Rú skilar umslaginu í næstu afgreiðslu bankans. Við greiðum og millifærum samdægurs. Þú færð síðan kvittanirnar sendar heim í pósti. Komdu og kynntu þér málið. Sóaðu ekki lengur tíma þínum í biðraðir. Þú getur gengið frá umslaginu heima. Það borgar sig að skipta við Útvegsbankann! RÍKISU tf*TALer. ies

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.