Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 33 Stjömubíó: Fundur um bóka- vertíð liðins árs FÉLAG áhugamanna um bók- menntir gengst fyrir fundi í Norræna húsinu laugardaginn 30. janúar kl. 14.00. Yfirskrift fund- arins er „Eftir flóðið“ og verður eins konar uppgjör við bókavertíð liðins árs. Á fundinum verða flutt flögur framsöguerindi: Friðrika Benónýs- dóttir gagnrýnandi flytur erindi sem hún nefnir „Draumleikar", Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur talar um „Fjölmiðla og bókamark- að“, Þórarinn Eldjám skáld flytur erindi sem hann kallar „Gunnlöð Linker" og Þórður Helgason bók- menntafræðingur talar „Vítt og breitt um flóðið". Að framsöguerindum loknum verða almennar umræður um fund- arefnið. Fundarstjóri er Torfí Tuli- nius. Sýningar á „Nadine“ STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á gaman- og spennumynd- inni „Nadine“ þar sem Jeff Bridges og Kim Basinger fara með aðalhlutverk. Leikstjóri og höfundur handrits er Robert Ben- ton. Myndin hefst í Austin í Texas árið 1954. Nadine Highthower (Kim Basinger) dreymir um betri daga og Vemon Higthower (Jeff Bridges) er eigandi hallærisstaðar sem enginn sækir. Það sem þessi tvö eiga sam- eiginlegt er eftimafnið og misheppn- að hjónaband. En ýmislegt undarlegt gerist áður en hjónaskilnaðurinn verður fullgildur. Nadine brýst inn á ljósmyndastofu til að endurheimta ósiðlegar myndir og verður þar vitni að morði. Hún biður Vemon um aðstoð. Löggan er á hælum hennar, morðingjar á hælum hans og saman Kim Basinger og Jeff Bridges reyna mikið til að flýja undan morðingjum í myndinni „Nadine" em þau á flótta, segir í fréttatilkynn- ingu. HofsjökuU í höfninni í Stykkishólmi. Flóabáturinn Baldur er við hliðina. Morgunbiaðia/Ámi Heigason Hofsjökull: Nær í skelfisk í Stykkishólmi Stykkishólmi. HOFSJÖKULL var hér fyrir skömmu að taka skelfisk til að koma honum á markað í Ameriku. Þetta er fyrsti farmur af sjávar- afurðum sem héðan fer á árinu á erlendan markað. Það er alltaf við- burður þegar þessi stóm skip koma hér að bryggju því yfírleitt þykir hentugra að senda bifreiðar eftir afurðunum heldur en að láta stór skip og dýr í rekstri sleikja hveija höfn. — Arni Úr umferðinni í Reykjavík 27. janúar 1988 Árekstrar bifreiða urðu samtals 22. Kl. 16.23 varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið í Armúla. Hann var fluttur með sjúkrabifreið í slysadeild. Kl. 18.02 varð tveggja bíla árekstur á mótum Langholtsvegar og Kleppsvegar. Farþegi var fluttur í sjúkrabifreið í slysadeild og krana- bifi*eið fjarlægði bæði ökutæki af vettvangi vegna skemmda. Radarmæling: 9 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur.' Á Reykjanesbraut mældist hraði kærðra 105—122 km/klst og 90 km/klst í Ártúnsbrekku. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka mót rauðu ljósi á götuvita og einn kærður fyrir stöðvunarskyldubrot. í miðvikudagsumferðinni fundust tveir réttindalausir ökumenn og einn var gmnaður um ölvun við akstur. Kranabifreið fjarlægði 11 ökutæki vegna slæmrar stöðu. Samtals 30 kærar fyrir umferðarlagabrot. (Frétt frá lögreglunni í Reykjavík) Úr umferðinni í Reykjavík 26. janúar 1988 Árekstrar: 27. Kl. 16.18 varð bam fyrir bfl á Rangárseli. Það var flutt með sjúkrabfl á Slysadeild. Radarmæling leiddi til þess að 6 ökumenn vom kærðir fyrir of hrað- an akstur á Sætúni, Kleppsvegi og Kringlumýrarbraut. Mestur hraði mældist 101 km/klst. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 3 ökumenn kærðir. Kranabifreið flarlægði 6 bifreiðir fyrir slæma stöðu. Kært var fyrir vanrækslu á að fara til skoðunar, tilkjmna eigenda- skipti og fyrir ólöglegar bifreiðastöður. « í þriðjudagsumferðinni varð einn ökumaður að gangast undir blóðrann- sókn vegna gmns um ölvun við akstur. Samtals 30 kærar fyrir umferðarlagabrot. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.