Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 45 kennarinn eigi að koma hinum „slæma“ til hjálpar — helst strax á námsárunum með lengri og fleiri kennsluæfingum. Þannig gefist þeim sem ekki finni sig í starfinu líka tóm til að hætta við í tíma. Kennarar fá sjaldan hrós ef vel er gert eða hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Eflaust myndu kennarar una sér betur í starfi sínu ef yfirmenn þeirra gerðu sér oftar grein fyrir gildi hvatningar í starfí sem oft felur í sér fleiri en eina lausn á sama vandamáli. Kennarar eru oft í vafa um hvort þeir eru að gera rétt og því þurfa þeir að finna að fylgst sé með því sem þeir eru að gera. Hrós og lifandi eftirtekt yfir- manns hvetur kennara til að leggja enn meira af mörkum. Hugsiim okkur að þúsundir glaðra og ánægðra kennara sem hafa gam- an af að halda bekkjarkvöld og stinga upp á helgarferðum með nem- endum og foreldrum bara af því að þá langar til þess. En hrósið eitt dygði ekki til. Kennari verður að geta lifað af launum sínum og búa við hæfilegt vinnuálag til að geta orðið glaði og ánægði kennarinn. Samkvæmt nýlegri skoðanakönn- un sem gerð var í Alaborg, þjáist þriðji hver kennari af einhvers konar taugaveiklun um lengri eða skemmri tíma. Það má m.a. sjá merki um þetta í því að æ fleiri eldri kennarar kanna möguleika á að komast fyrr en ella á skert eftirlaun (förtid- spension). Ole Wangel sálfræðingur gerir þessa skoðanakönnun frá Álaborg að umtalsefni í blaðagrein í Politiken 14.4. 1984. Hann lýsir þar aðstöðu kennara sem hafi eitt erfitt barn í bekknum. Togstreitan milli hans og erfiða bamsins gerir hin bömin hrædd og óömgg. Þau draga sig í hlé og eru hissa og ergileg yfir þeirri athygli sem erfíða bamið fær. Þau sjá líka erfiða bamið fara oft með sigur af hólmi í baráttunni við kenn- arann. Kennarinn verður miður sín í þessari daglegu valdabaráttu. Hann verður hræddur um að missa tökin á kennslunni og óttast við- brögð foreldranna og samkennar- anna. Slíka vinnuaðstöðu er ekki hægt að bjóða nokkrum manni segir Ole Wangel. Fjöldi kennara þekkir þessar að- stæður — sumir geta valdið þessu en ófáir gefast algerlega upp. Vandamálið er að kennarinn er einn á báti, einn með bömunum inni í bekknum og einn innan um sam- starfsfólkið með vandamál sín. í frímínútum hefur fólk nóg að gera við að ljósrita, koma skilaboðum á framfæri eða einfaldlega kærir sig ekki um að hlusta á vandamál ann- arra. Hvað gerist svo þegar skóladegin- um lýkur? Þeir kennarar sem hafa átt „góð- an dag“ hafa oft umfram orku til að setjast niður og skipuleggja næsta dag ásamt samkennurum sínum sem sömuleiðis eru ánægðir með daginn. Þeir kennarar sem tekist hefur misvel upp flýta sér hins vegar heim fullir vonbrigða og sjálfsásakana. Hvað hef ég gert rangt? Af hverju mistekst hver dagurinn á fætur öðr- um? Einn daginn springur svo blaðran. Kennarinn missir stjórn á sér og erfíða barnið hittir í mark. „Mamma segir líka að þú sért svo taugaveikl- aður að þú ráðir ekkert við okkur!" Samkvæmt könnun frá Social arbejdernes fællesudvalg um vinnu- aðstæður kennara kemur í ljós að um fertugt eru kennarar og uppeld- isfræðingar orðnir þreyttir og útkeyrðir og margir þeirra snúa sér að öðrum störfum á þeim aldri. Margir kennaranna segjast vera ánægðir með starf sitt en segja það jafnframt of erfitt og reikna ekki með að endast lengur i því en fram að fertugu. í bókinni „Udbrændthed" eftir Oskar Plougman o.fl. er ofþreytu kennara þannig lýst: Hann, þ.e. út- brunni kennarinn, veit aldrei hvar hann stendur. Stöðugt koma fram nýjar kröfur og væntingar frá um- hverfinu sem hann reynir að uppfylla en veit sjaldriast hvort hann er að gera rétt. Þessi stöðuga spenna veid- ur ótta, spennu og ofþreytu. Oft leiðir þetta spennuástand til þess að kennarinn verður smátt og smátt ófær um að valda starfi sínu. Þessir kennarar missa sjálfsvirð- ingu sína og fjölskylda og félagar líta á þá sem misheppnaða, en skilja ekki að ástand kennarans eru aðeins heilbrigð viðbrögð við óþolandi að- stæðum., Kennararnir gera sér ekki grein fyrir líðan sinni m.a. vegna þess að enn er aðeins lítill hluti kennara sem yfirgefur starfið af þessum ástæð- um. Samstarfsfólkið bregst við með athugasemdum eins og: Hvað sagði ég ekki? Hann hefði átt að vera hættur fyrir löngu. En einmitt slíkar og þvílíkar athugasemdir lýsa vel andrúmslofti vinnustaðarins sem á stóran þátt í líðan kennarans. Samkvæmt bókinni eru hættu- merkin mörg og margvísleg. Útbrunni kennarinn hefur enga löngun til að mæta í vinnu á morgn- ana. — Hann hefur það á tilfinning- unni að hann sé algerlega misheppn- aður og hagar sér samkvæmt því. — Fólk á vinnustað fer að um- gangast hann sem slíkan. — Hann sér engan tilgang með starfí sínu. — Hann er stöðugt þreyttur. — Hann hættir að umgangast nemendur sína sem einstaklinga með mismunandi þarfir. — Hann forðast að lenda í um- ræðum um kennslufræðileg málefni. — Hann á við erfiðleika að stríða í hjónabandi. — Hann finnur til vaxandi kjark- leysis. Fleiri skólamenn benda á ein- manakenndina sem stóran þátt í erfiðleikum kennara í starfi. Kerinar- inn vinnur einn fyrir framan hóp bama fyrir luktum dymm. Henning Ask kennari sagði í blaðagrein að þetta fyrirkomulag hlyti að vera að ganga sér til húðar með tilkomu sveigjanlegri kennsluhátta. Hann benti líka á að á sínum tíu ára kennsluferli hefði hann aðeins einu sinni fundið til vemlegrar gleði og ánægju í starfi. Það var þegar hann vann í hópi kennara aö útfærslu sameiginlegs verkefnis. Það hefði að vísu verið bæði tímafrekt og krefjandi en um leið afar spennandi og þroskandi — öfugt við það sem hann hefði átt að venjast í stressuðu, einmanalegu andrúmslofti skólastofunnar. Ole Wangel sálfræðingur benti líka á • einmanakenndina sem mikilvægan þátt og að önnur meginorsök vax- andi erfiðleika kennara væri sú að óömggum og órólegum börnum hefði fjölgað mjög í skólanum á undanfömum ámm. „Vinna kennarans einkennist af óljósum, síbreytilegum kröfum. Henni er í raun aldrei lokið og erfitt að koma auga á sýnilegan árangur. Kennarinn er eina fullorðna mann- eskjan inni í bekknum og er því einn með ábyrgðina og lausn vandamála sem upp kunna að koma.“ . Samkvæmt Nordstress-könnun- inni telja kennarar eftirfarandi þætti einkenna starf sitt: Svigrúm — frelsi. Engin skylda að vinna með öðmm fullorðnum. Einangmn. Litlir möguleikar á að- stoð við erfiðar aðstæður. Að vera bundinn vinnustaðnum. Kennari get- ur ekki leyft sér að yfirgefa bekkinn. Takmarkaðir möguleikar á að meta starfið með öðmm kennurum. Kenn- ari verður einn að dæma um árangur starfs síns. Það er deginum ljósara af hverju kennumm er legið á hálsi fyrir víl og væl í fjölmiðlum. Það er líka er- fitt fyrir þá að setja aðra plötu á fóninn og nær væri fyrir yfirvöld að fá sér nýtt plötusafn til ágóða fyrir komandi kynslóð sem aldrei hefur verið afskiptari en einmitt nú. Það er líka ljóst að enn er í þessari stétt fullt af ungu fólki sem er enn ekki búið að missa móðinn og hefur yndi af starfi sínu. Og þá ætti að vera verkefni yfirvalda og stjóm- • málamanna að sjá til þess að við horfum ekki á eftur þessu fólki á flótta úr stéttinni fyrir aldur fram þjáð af þreytu og vantrú á starfi sínu. Eða hver getur ímyndað sér þá tilfinningu nema sá sem hefur < reynt hvemig það er að horfa á eft- ir hópi tuttugu krakka sem þakka fyrir daginn brosandi út að eyrum, ánægð með afköst dagsins? Heimildir Skolelærer, hvad nu? Mogens Warborg. Politiken. Útvarpsþáttur í Danmarks Radio. Udbrændthed, Oskar Plougman o.fl. Höfundur er kennari. Whonda WHORTDA ÍwobllO' 5 Caiwn Æ Æf JmSSr Honda á íslandi, Vatnagörðum 24 s. 689900. Leiðandi í hönnun og tækninýjungum. HONDAPRELUDE 2.0i DOHC 16v Bjóðum örfáa PRELUDE2.0EXSÍ - 16várgerð 1987. Vél: 137 hestöfl, bein innspýting (PGMFI) Viðbragð: O-100 km/k: 7,9 sek. Vökvastýri - rafdrifin sóllúga - rafdrifnar rúður — rafdrifið loftnet — álfelgur — útvarp/segulband — 4 hátalarar -ALB bremsukerfi (ANTI-LOCK-BRAKE) tölvustýrt ásamt mörgu öðru. VERÐ AÐEINS KR. 915.000.- HONDA GÆÐI - HONDA KJÖR - AÐEINS 25% ÚT HONDAACCORD Aerodeck 1988 EXS-i Enn einn einstakur frá HONDA. Bjóðum þennan frábæra bíl með öllum fáanlegum aukahlutum. Vél: 122 hestöfl m/beinni innspýtingu (PGMFI) Viðbragð: O-100 km./k: 8,9 sek. ALB bremsukerfi (ANTILOCK BRAKE) tölvustýrt. Rafdrifnar rúður - rafdrifin sóllúga - rafstýrðir spegl- ar - rafdrifið loftnet - útvarp/segulband, 4 hátalarar - vökvastýri ásamt mörau öðru. VERÐ AÐEINS KR. 870.000.- HONDA GÆÐI - HONDA KJÖR - AÐEINS 25% ÚT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.