Morgunblaðið - 29.01.1988, Side 54
54
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
y
v ég er ekiki vi55 um ai> pol) Le-kann
i krananum ieid húsinq naesfcu 7ánn-''
*
Ast er...
... nytsöm gjöf.
TM Reg. U.S. Pat Otf. — all righta rasarved
• 1987 Los AogalM Timea Syndicata
^7
vcg’gimir í einhverri íbúð-
anna sem selja á séu ekki
svona þykkir?
HÖGNI HREKKVÍSI
//ÖðNiMIG FÓe. þ'A LlM „ KOMOU EIM5
06 f>ö EKT KU/CPPUR" PAR.TiiE>.'/
Þ»essir hringdu ..
Verum á verði gagn-
vart verðhækkunum
Ásta hringdi:
„Það er fýllsta ástæða til að
vera vel á verði gagnvart verð-
hækkunum þessa dagana. Nýlega
keypti ég niðursuðudós sem kost-
aði 238 krónur. Skömmu síðar sá
ég þessa sömu vöru í annarri
verslun á 175 krónur. Þarna höfðu
að minnsta kosti 36 prósent verið
lögð ofaná fyrir utan matarskatt-
inn. Það er alveg furðulegt
hvemig íslendingar láta leika með
sig, þrátt fyrir sífeldar hækkanir
á matvöm virðist fólk alveg sinnu-
laust og hirðir ekki um að
mótmæla."
Sjónvarpsdagskráin
að mörgu leyti góð
3970-9457 hringdi:
„Annað slagið verið að kvarta
yfír ríkisfjölmiðlunum og þá
sérstaklega sjónvarpsdagskránni.
Ég er mjög ánægður með Ríkisút-
varpið, rás eitt, og tel dagskrá
þess til fyrirmyndar. Það er margt
frambærilegt í sjónvarpinu. Frétt-
imar þar eru vel unnar og svo
hefur sjónvarpið sýnt góðar
fræðslumyndir t.d. dýralífsmynd-
ina frá Galapagoseyjum. Þá hafa
verið góðir þættir um listir og
menningarmál í sjónvarpinu að
undanfömu."
Góð grein um endur-
vinnslu
H.Þ. hringdi:
„Ég vil þakka fyrir góða og
tímabæra grein um endurvinnslu,
sem birtist í Mogrunblaðinu hinn
27. janúar, en greinin er eftir
Friðrík R. Jónsson, verkfræðing.
Þar er vikið að málefni sem við
íslendingar höfum lengi látið reka
á reiðunum okkur sjálfum til
stórskaða. Alltof Iítið er gert af
því að endurvinna það sem til fell-
ur hér á landi en þess í stað er
flutt inn alveg gengdarlaust. Mik-
il verðmæti fara í súginn vegna
þessa. Mikil þörf er á að íjalla
meira um þessi mál og vekja
þannig áhuga á endurvinnslu.“
Kvenúr
Kvenúr fannst við Síðumúla á
hinn 23. desember. Eigandi-þess
getur hringt í síma 687215.
Barnagleraugu
Ljósblá bamagleraugu fundust
við Suðurhóla sunnudaginn 24.
janúar. Upplýsingar í síma 77175.
Slæm umgengni sorp-
hreinsunarmanna
Cecil Jensen hringdi:
„Ég er ekki ánægur með um-
gengni sorphreinsunarmanna því
þeir ganga hrikalega illa um, að
minnsta kosti heima hjá mér.
Þetta er sennilega vegna þess að
sorphreinunarmenn vinna í akk-
orði og em þess vegna að flýta
sér. Við emm með tvær tunnur
ef þær em háifar af sorpi hella
sorphreinsunarmennimir því
gjaman á milli til að flýta fyrir
sér. Það er í sjálfu sér allt í lagi
ef flýtirinn væri ekki svo mikill
að hluti af sorpinu fer út um allt
gólf og svo lendir það á mér að
þrífa upp eftir þá. Við sem greið-
um fyrir þessa þjónustu hljótum
að eiga heimtingu á að sorphreins-
unarmenn gangi vel um hvort sem
þeir vinna verk sitt í akkorði eða
ekki.“
Skjalataska
Rústrauð skjalataska tapáðist
á homi Vitastígs og Skúlagötu
fyrir nokkm. í henni vom verslun-
arskjöl og fleira. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 78240.
Yíkverji
Sonur góðvinar Víkveija varð
fyrir því á dögunum að vönduðu
reiðhjóli hans var stolið úr hjóla-
geymslu þar sem hann á heima.
Hjólsins var leitað í hverfínu í kring,
en án árangurs. Eftir nokkra daga
vom feðgamir orðnir svartsýnir á
að hjólið kæmi í leitimar.
Faðirinn sagði Víkveija frá þessu
og fannst með ólíkindum að farið
væri inn í hús og hjól tekið þar
traustataki. Hann hafði talað við
lögreglu og fannst sem þar litu
menn á hlutverk sitt sem þeir væm
fulltrúar tryggingafélags og væm
nánast sannfærðir um að hjólið
skilaði sér ekki. Þeir sögðust tilbún-
ir að skrifa skýrslu til tryggingafé-
lags um hvarf hjólsins, en bezt
væri að bíða með það um sinn ef
svo ólíklega vildi til að hjólið kæmi
í leitimar, tvíverknaður við skrif-
fínnskuna væri óþarfur. Þeir sáu
enga ástæðu til að gera neitt í
málinu sjálfír.
Víkveiji vildi ekki sætta sig við
að hjólið fyndist ekki án þess að
eitthvað frekar væri gert. Hann
benti fjölskylduföðumum á félaga
Velvakanda og barin var saman
stutt klausa um hjólhvarfíð og lýs-
ing á gripnum látin fylgja með.
Viti menn, að kvöldi birtingardags-
ins hringdi kona nokkur í manninn
og sagði honum að hjólið hefði hún
fundið fyrir utan hús sitt fyrir
skrifar
nokkmm dögum. Það var með öllu
óskemmt, en hafði verið hent hirðu-
leysislega við húsgaflinn.
Fjölskylduföðumum fannst mátt-
ur Velvakanda með ólíkindum.
Víkveija kom þetta hins vegar ekk-
ert á óvart. Máttur þessa lesenda-
og þjónustudálks Morgunblaðsins
er ótrúlega mikill.
XXX
A
Ivikunni barst Víkveija eftirfar-
andi bréf frá veitingamanni:
„Sá margskipti persónuleiki,
Víkveiji, hneykslast á því í dag,
fimmtudag (14. janúar) að þijár
stúlkur, 15, 16 og 17 ára gamlar,
hefðu haldið upp á afmæli einnar
þeirra með því að fara út á veitinga-
hús, fá sér austurlenskan mat og
skipta með sér einni hvítvínsflösku.
Umkvörtunarefni Víkveija er að
þama skorti allt eftirlit. Kannski
er Víkveiji forræðishyggjumaður
og óskar þess að lagabókstafurinn
blífi í stað þess að lög og reglur
lagi sig að þróun samfélagsins. Sé
svo, þá getur Víkveiji haft af því
þungar áhyggjur að ungt fólk kunni
í dag að umgangast vín á þann
hátt sem alltof sjaldgæft var hér á
landi til skamms tíma. Hann þarf
minni áhyggjur að hafa af því að
aðrar þijár ungar stúlkur hafi þetta
sama kvöld sennilega haldið sig á
Hlemmtorgi eða öðram útivistar-
stað með sterkari vímugjafa. Því
þannig hafa hlutimir gengið fyrir
sig langa lengi. Það verður því að-
eins hægt að óska Víkveija til
hamingju með það ef hann með
skrifum sínum getur komið lögum
yfír það unga fólk, sem kann að
meta menningarlega umgengni við
vín á huggulegum veitingastað —
í stað þess að pukrast í skúma-
skoti. Og laganna verðir geta þá
beint sjónum sínum frá hlemmtorg-
um samfélagsins en farið að ganga
um á veitingastöðum og krefja fólk
um persónuskilríki.
V eitingamaður“
xxx
Haldi veitingamaðurinn að ungl-
ingar eigi ekki aðra valkosti
en að vera á „hlemmtorgum sam-
tímans" eða austurlenzkum mat-
sölustöðum þá er það rangt. Móðir
15 ára stúlkunnar í fyrmefndum
hópi hefði gjaman gefíð dóttu sinni
og vinkonum hvítvínstár ef því hefði
verið að skipta. Henni og Víkveija
var ofar í huga hvort veitingamenn
þurfa ekki að fara eftir lögum og
reglum í þessu landi eins og aðrir.
■ - ■