Morgunblaðið - 31.01.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.01.1988, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 Bókfranska ferðamannsinsfrá 1922 endurútgefin á frönsku og íslensku. eftír Elínu Pálmadóttur Hvernig verða menn það sem við gjarnan köllum íslandsvinir? Það er þetta makalausa fólk sem kemur til Is- lands, oft fyrir hreina tilviljun, og ber þess ekki bætur. Eyðir upp frá því orku og ómæld- um tíma æfilangt í að tala og skrifa um Island. Þessi saga er um það hvernig slíkt getur haf- ist, hvað leitt af öðru, eftir furðulegustu leið- um og orðið að vel þeginni Islandskynn- ingu. Á árinu 1922 ferðaðist Frakkinn Lou- is-Frédéric Rouquette um Island og skrifaði bók, sem hann nefndi L’Ile d’Infer eða Vítis- eyjan og kom út í París 1924. Árið 1976 kom ungur Frakki, Martial Acquarone, í túristaferð til Islands, með þeim afleiðingum að hann nokkrum árum síðar hélt í fótspor Rouquett- es og tók ljósmyndir af leiðinni, kom upp ljós- myndasýningu suður í Frakklandi, sem forseti Islands kom og opnaði í fyrra. Og myndir hans eiga að prýða nýja útg- áfu af bók Roquettes. Er ætlunin að bókin komi út í vetur í Frakkl- andi og á íslandi, í þýðingu Jóns Óskars. Martial Acquarone og kona hans, Pacale De- lande, sem stofnuðu og eru í rauninni Miðjarð- arhafsdeild félagsins Islande- France, búa í borginni Montpellier, og þar sagði hann blaða- manni Morgunblaðsins alla söguna. En þar suð- ur frá hefur hann orðið til þess að stofnað hefur verið Vinafélag Louis Frederics Roquettes til að styðja að minningu þessa gleymda rithöf- undar. Martial Acquarone ferðaðist sömu leið um ísland og landi hans 1922 og tók myndir, sem notaðar verða í endurútgáfu Vítiseyjarinnar. Martial Acquarone og kona hans Pascale Delande í ferðaskrifstofunni þar sem hún vinnur og þar sem boðið er upp á íslensku á málanámskeiði - þótt engir nemendur hafi enn gefið sig fram. verða honum innblástur til að skrifa bækur, m.a. „ Le Grand Silence Blanc“, sem í Frakklandi gæti minnt á frásagnir Jacks London. Þetta er reyndar eina bók hans sem enn er að hafa í Frakklandi, nú 60 árum eftir lát hans. Áður en hann lagði leið sína til íslands hafði hann víða farið. Á vegum utanríkisþjón- ustunnar var hann m.a. ritari frönsku sendinefndarinnar á heims- sýninguna í San Francisco 1915-16 og í New Orleans á hálfrar aldar afmælinu, fulltrúi á fransk-pólsku sýningunni 1917 og hann hafði ferðast um Síberíu. Hann hafði frá 14 ára aldri verið sískrifandi og með starfi skrifaði hann ávallt ljóð, skáldsögur, leikrit, blaðagreinar, þingfréttir, tækifærisgreinar og greinar um ijármál. Hinn 29. júní 1922 heldur svo Louis Frederic Rouquette frá Bordeaux áleiðis til íslands með skipinu Yport og stígur á land á Seyðisfirði 10. júní. Heim kom hann í ágústlok um haustið og hafði þá ferðast á hestum norður fýrir og til Reykjavíkur. Er farið var fyrir fáum árum að leita upplýsinga um hann, var fjölskylda hans öll látin, en grafnar voru upp myndir, teikn- ingar og bréf til systur hans Gabrielu. Rithöfundurinn Madame Saint-Ange mundi þó vel eftir Freddý og bréfasafn Pauls Vigne d’Octon í Herault geymir bréf sem þeim fóru á milli. Frá Islandsferð- inni fundust bréf til systurinnnar, annað frá Seyðisfirði hitt frá Reykjavík. Segist hann ætla til Grænlands, sem ekki hefur þó orðið af því þaðan hélt hann heim til Skotlands í ágústmánuði. Hann skrifaði: Nú er vika síðan ég steig á þetta gamla land ísland. Það er í senn skelfílegt og stórkostlegt. Líkist mest óslitinni myndaröð úr Víti. Dygði ekkert minna en tréskurðar- myndir Gustavs Dorés við Divina Commedia eftir Dante til að lýsa þessu villta landi. Hér skynjar mað- ur að náttúran var og er svona. Það er að segja nákvæmlega eins og daginn sem hún gubbaðist úr iðrum jarðar. Þetta er þó ekki hin friðhelga Pélionhæð við Ossa í Grikklandi heldur jötnabjörg úr basalti, hrauni og jöklum. Hamingj- an góða, ég stendst ekki freisting- una! Ég ætla að ferðast þvert yfir eyjuna frá austri til vesturs, þ.e. frá Seyðisfírði til Reykjavíkur. Ef mér tekst það, þá verð ég fyrsti Frakk- inn sem það geri." Og í bréfi frá Rithöfundurinn og ferðamaðurinn Louis- Frederick Rouquette, sem ferðaðist um ís- land 1922 oggaf út bók um ferðina í París. m ------ Þar sem frásögnin teygir rætur sínar aftur til 1922, þegar Roquette kom með skipi til Austfjarða, er að íslenskum sið rétt að byija á að gera grein fyrir þessum æfintýra- og ferðamanni. Louis-Frederic Roquette fæddist í Montpellier 1884, þar sem fjöl- skyldan var í senn í vínrækt og hafði afskipti af vísindum, bók- menntum og stjómmálum. Afinn var læknir og faðirinn, sem var Bonapartisti, átti sæti í bæjarstjóm og héraðsstjóminni. Hann skrifaði 3 skáldsögur um 1880. Sonurinn átti því ekki langt að sækja flöl- breyttan áhuga. Hann innritaðist í Listaakademíuna í Monpellier með- an hann var í menntaskóla. Tvítug- ur gerðist hann blaðamaður, kvæntist Helene Goumelle og eign- aðist dótturina Celie. Virtist semsagt ætla að lifa hefðbundnu lífi á heimaslóðum. En 1907 hélt hann til Parísar, þar sem hann tók upp nýtt og strembið líf. Vann það sem til féll, á opinberum skrifstof- um, við blaðamennsku, varð þing- ritari, nam málaralist o. fl. Þegar fyrri heimstyijöldin skall á var Lou- is-Frederic Roquette kallaður til þjónustu og sendur í erindum þjóð- ar sinnar til útlanda. Ferðalögin Island líkist mest myndaröð úrVíti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.