Morgunblaðið - 12.02.1988, Page 2

Morgunblaðið - 12.02.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 Mjög mikil vonbrígði — segir Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins ÞETTA eru okkur Sambands- mönnum mjög mikil vonbrigði. Við höfum verið að gera allt, sem i okkar valdi hefur staðið til að teygja okkur til móts við óskir Kópavogsmanna. Okkur er ljóst að þeir vildu að landið yrði byggt upp sem hraðast. Við höfum talað varfæmislega, en reynt að mæta óskiun þeirra. Við vorum búnir að semja um það við Hagvirki að þeir kæmu með okkur inn í þessa mynd,“ sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins í samtali við Morgunblaðið. „Á miðvikudag afhentum við bæj- arráði Kópavogs bréf, þar sem við lýstum okkur tilbúna til að byggja landið upp, jafnvel hraðar en gert hafði verið í samningi Kópavogs- kaupstaðar við fyrrverandi eigendur. Þetta nægði nú ekki og skýring þeirra er sú að þeir hafí verið að leita aðila, sem væru tilbúnir til að byggja landið hraðar upp en við. Við litum þannig á málið, að það væri á viðræðustigi með fullum trúnaði og bróðemi við Kópavogskaupstað. Okkur koma þessi vinnubrögð mjög á óvart og þau valda okkur mjög miklum vonbrigðum," sagði Guðjón B. Ólafsson. í frétt frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga kemur fram að þrátt fyrir að Sambandið hafí viljað koma til móts við Kópavogsbæ, hafí bæjar- yfírvöld ákveðið að nýta forkaups- réttinn og selja landið í hendur nok- kurra helstu samkeppnisaðila sam- vinnuhreyfingarinnar í verslunar- rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Þá segjr enn fremur: „Sambandið bendir á að það þjónar tæplega hags- munum Kópavogskaupstaðar að fara þessa leið, því eitt af þeim fyrirtækj- um (BYKO) sem ætlunin er að selja landið, er þegar með atvinnurekstur í Kópavogi og hitt (IKEA) hafði þeg- ar fengið úthlutað lóð eða vilyrði fyrir lóð annars staðar í Kópavogi. Forráðamenn Sambandsins gera sér enn vonir um að þessum áformum verði breytt og að við endanlega af- stöðu bæjaryfírvalda í Kópavogi verði tekið fullt tillit til kaupa Sam- bandsins á Smárahvammslandi." Morgunblaðið/Sverrir Frá vinstri Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason sem undirrituðu kaupsamninginn að Smára- hvammslandi fyrir hönd Ikea og Hagkaups hf., Magnús Hreggviðsson fyrir Fijálst framtak, Kristján Guðmundsson bæjarstjóri, Jón Guðmundsson og Jón Hjaltason fyrir Byggingarvöruverslun Kópavogs. Fimm aðilar kaupa Smára- hvammsland á 117 milljónir UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Kópavogsbæjar, Byggingarvöruveslunnar Kópa- vogs, Hagkaups hf., Ikea-Miklat- orgs sf. og Fijáls framtaks hf. um kaup á 33 hekturum af landi Smárahvamms í Kópavogi fyrir 117 milljónir króna. Áður hafði Samband íslenskra samvinnufé- Benedikt Blöndal skipaður dómari við Hæstarétt FORSETI íslands skipaði í gær að tillögu dómsmálaráðherra Benedikt Blöndal, hæstaréttar- lögmann, dómara við Hæstarétt íslands frá og með 11. febrúar að telja. Benedikt Blöndal er 53 ára gam- all, fæddur 11. janúar 1935 í Reykjavík. Hann lauk prófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1954 og frá lagadeild Háskóla ís- iands árið 1960. Á_ námsárunum var hann ritstjóri Úlfljóts 1956- 1957 og formaður Stúdentafélags Háskólans. Að loknu lögfræðiprófi var hann um tíma við nám í sjórétti í London. Hann réðst sem lögfræð- ingur til Bæjarútgerðar Reykjavík- ur í febrúar 1960 og starfaði þar til ársloka 1965. Þá hefur hann jafnframt rekið lögmannsskrifstofu {Reykjavík ásamt fleirum frá 1961. Hann kenndi um tíma sjórétt við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lagadeild Háskóla íslands og hefur setið í Kjaradómi fá 1971, þar af sem formaður frá 1978. Þá varð hann formaður landskjörstjómar árið 1983. Benedikt sat í stjóm Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar 1964-1966 og í stjóm Stúd- entafélags Reykjavíkur um tíma, þar af sem formaður 1970-1971. Þá sat hann í stjóm Lögmannafé- lags íslands í nokkur ár og var laga fest kaup á landinu en bæj- arstjórn Kópavogs ákvað að neyta forkaupsréttar síns -og ganga inn i kaupin. Byggingar- vöruverslun Kópavogs og Ikea- Miklatorg hyggjast reisa stórt verslunarhús á sínum hluta, Hag- kaup mun flytja skrifstofur sínar í Kópavog og Fijálst framtak hyggst byggja og selja verslunar og iðnaðarhúsnæði og að auki flytja þangað skrifstofur sínar. „Ein megin ástæðan fyrir að við ákváðum að ganga inn í kaupsamn- ingin er að aldrei lá fyrir hvað Sam- bandið ætlaði að byggja á þessu landi,“ sagði Kristján Guðmundsson bæjarstjóri. „Það varð ekki ljóst fyrr en síðastliðinn þriðjudag að þama ætti að rísa stórmarkaður og bensínstöð en allt annað var óljóst. Áður hafði þeim verið tilkynnt að samningaviðræður væru hafnar við aðra aðila. Þær viðræður höfðum við dregið eins lengi og unnt var þrátt fyrir að margir aðilar hafí sýnt áhuga. Sambandsmenn lögðu til að þeir héldu um helming lands- ins eða jafnvel einum þriðja en það dæmi gekk ekki upp. Við vildum gjaman sjá þá héma en það gekk ekki upp í þessari hörku samkeppni sem ríkir nema þá með einhverjum aðilum sem við treystum ekki fyrir landinu." í hlut Kópavogskaupstaðar koma 5 hektara, Byggingavöruverslun Kópavogs, Hagkaup og Ikea fá 12 hektara til ráðstöfunar og um leið er fyrri lóðaúthlutun Ikea afturköll- uð. Fijálst framtak mun skipu- leggja og byggja iðnaðar og versl- unarhúsnæði á 16 hekturum. Nú þegar verður hafíst handa við skipu- lagningu á svæðinu og eiga bygg- - ingaframkvæmdir að geta hafíst á næsta ári að sögn Kristjáns. Standa vonir til að fyrstu fyrirtækin hefíi rekstur árið 1990. í samningum við Sambandið var miðað við að rekstur hæfíst árið 1993. „Það væri hreint ábyrgðarleysi af bæjarfulltrúum með hag bæjar- ins í huga, ef þeir hugsuðu ekki til þess að koma sem fyrst upp at- vinnustarfsemi á þessu landi," sagði Kristján. „í viðræðum við Sam- bandið skömmu eftir að kaupin á Kirkjusandi voru gerð, kom fram að þeir mundu hugsanlega láta sér nægja 5 hektara. Það stendur þeim enn þá til boða. Hliðarspor þeirra er þegar kaupin á Kirkjusandi eru gerð. Eftir það eru þeir í raun og veru ekki tilbúnir til að fara inn á þetta svæði að svo stöddu þegar öll þeirra fjárfestingaáform breytt- ust. En við höfum sagt þeim að þeir geti átt kost á landi austan brautarinnar síðar.“ INNLENT Benedikt Blöndal formaður félagsins 1971-1973. Hann sat í stjóm Rauða kross ís- lands frá 1973-1986, þar af sem formaður frá 1982. Hann hefur setið í stjóm íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna frá 1973 og var safnáðarfulltrúi Dómkirkju- safnaðarins 1975-1981. Eiginkona Benedikts er Guðrún Karlsdóttir og eiga þau hjón þijú böm. Auk Benediktssóttu um embætt- ið þeir Gísli G. ísleifsson, yfírlög- fræðingur, Hjörtur Torfason, hæstaréttarlögmaður, Jóhann H. Nielsson, hrl., Jóhannes L. L. Helgason, hrl., Jón Oddsson, hrl., Sigurður Helgason, sýslumaður, Skúli Jón Pálmason, hrl., og Sveinn Snorrason, hrl. í umsögn Hæsta- réttar um umsækjendur mælti rétt- urinn sérstaklega með þremur, þeim Benedikt, Hírtí og Sveini. Teningakastið í tannlæknadeildinni: Ógeðfelld aðferð til að gera upp á milli nemenda - segir Jónatan Þórmundsson varaháskólarektor ÞRÍR nemendur voru í 6., 7. og 8. sæti með meðaleinkunn- ina 6,25 i haustprófum á fyrsta ári í tannlæknadeild Háskóla íslands, en einungis sjö fá að halda áfram og samkvæmt reglugerð Háskólans þurftu þeir að kasta upp teningi um það hver þeirra kæmist ekki áfram. Jónatan Þórmundsson, vararektor og forseti laga- deildar, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að honum fyndist teningakastið ógeðfelld aðferð til að gera upp á milli nemenda. Háskólarektor réði þvi hvort þetta mál yrði tekið fyrir í háskólaráði og hugsan- lega legði hann það fyrst fyrir lögskýringarnefnd. Sigmundur Guðbjarnason, háskólarektor, er erlendis og kemur heim i næstu viku. Guðjón Axelsson, forseti tann- læknadeildar, sagði að honum fyndist þetta mál ekkert merki- legt. „Fjölmiðlamir eru að reyna að gera mál úr þessu," sagði Guðjón. Jónatan Þórmundsson, vara- rektor, varaforseti háskólaráðs og forseti lagadeildar, sagðist aldrei hafa farið leynt með þá skoðun sína að honum fyndist teninga- kast ógeðfelld aðferð til að gera upp á milli nemenda. „Háskóla- rektor ákveður hvort hann tekur þetta mál fyrir í háskólaráði og hugsanlega leggur hann það fyrst fyrir lögskýringamefnd," sagði Jónatan. Þórir Einarsson, forseti við- skiptadeildar, sagði að í raun og veru væri teningakast ekki fram- bærileg aðferð til að gera upp á milli nemenda. „Þetta er mjög óskynsamleg aðferð sem getur valdið mannlegum harmleik," sagði Þórir. „Ég hef lagt fram tillögu um,“ sagði Þórir, „að þeir nemendur sem em með níu bestu meðaleinkunnimar á fyrsta ári í tannlæknadeild fái að halda áfram, í stað sjö eins og nú er. Deildin er afspymudýr; bæði er rekstrarkostnaður hennar mikill og einnig hefur verið fjárfest þar mikið í tælq'um. Ég tel að þar hafí ekki verið gætt fyllstu hag- ræðingar. Það þarf að nýta deild- ina betur með því t.d. að fjölga nemendum í henni og lengja kennslutímann á hveiju ári. Fjöldi tannlæknastóla í deildinni er viss flöskuháls, en hins vegar ekki eins mikill og menn vilja vera láta. Ég álít að það sé hægt að fjölga nemendunum þar eitthvað án þess að bæta við tannlæknastólum," sagði Þórir. Sveinbjöm Rafnsson, forseti heimspekideildar, sagðist ekki hafa heyrt um þetta mál. „Ég get því ekkert um það sagt,“ sagði Sveinbjöm. Þórólfur Þórlindsson, forseti félagsvísindadeildar, sagðist ekki hafa séð nein gögn um þetta mál. „Ég vil því ekkert um það segja á þessu stigi," sagði Þórólf- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.