Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 Sjálfsmyndir Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er áhugaverð sýning sem sett hefur verið upp að Kjarvalsstöð- um á sjálfsmyndum íslenzkra mynd- listarmanna og lýkur nú um helgina. Sýningin er á vegum myndlistar- hússins sjálfs og hefur listráðunaut- ur hússins, Gunnar Kvaran, haft veg og vanda af framkvæmd hennar. Mér hafði skilist að sýningin ætti að standa mun lengur yfír og því er þessi listdómur seinna á ferðinni en æskilegt væri. — Sá þáttur er lýtur að sjálfs- myndum listamanna er ákaflega merkilegur til rannsókna, alveg frá fyrstu tíð og fram á daginn í dag því að listamenn hafa í tímans rás verið uppteknir af eigin sjálfi og krufningu þess. Þannig eru lista- verkabækur er taka fyrir þennan þátt listasögunnar meðal þeirra mest lifandi bóka er maður flettir upp í. Sýningin á Kjarvalsstöðum er og með skemmtilegri sýningum. er inn í húsakynnin hafa ratað, — uppsetn- ing °g lýsing er með ágætum. Hún er þó ekki sett upp til að vera ein- hver allsheijar úttekt á þessum þætti íslenzkrar listar heldur frekar til að lífga upp á staðinn í skamm- deginu. ,Síður kiðlinggpels. / \ Mjög gott snið- Allar gerðir. , 4_éttur og þægilegur. 'Verðkr.^.OOO,-^ 1 v rr:' v- Breiðamörk 2 - Hveragerði Höfum i einkasölu gott 1763ja fm steinhús með 4ra metra lofthæð. Húsið hefur mjög fjölbreytta möguleika varðandi nýtingu. Staðsetning er við aðalgötu bæjarins og blasir við þegar ekið er inn í bæinn. Ca 4500 fm lóð með möguleika á fjölda bílastæða. Afhending eftir nán- ara samkomulagi. Verð pr. fm kr. 15.000,- Mjög góð greiðslukjör bjóðast fyrir traustan aðila. Gerðhamrar - sjávarlóð Vorum að fá í sölu 123ja fm glæsilega staðsett einbýlis- hús á einni hæð með frábæru útsýni. 39 fm bílskúr. Skipti möguleg á minni eign. Ákveðin sala. Húsafell FASTEIGNASALA Langhoftsvegi 115 (Bæjariei&ahúsinu) Simi:6S1066 * Þorlákur Einarsson Bergur Guðnason Við skoðun sýningarinnar má vera ljóst, að þetta svið hefur hvergi nægilega verið kannað og vafalítið kæmi margt fleira skemmtilegt í ljós en sér stað á sýningunni ef hnitmiðaðar hefði verið gengið til verks og undirbúningstíminn verið lengri. En vonandi vekur sýningin athygli á því hve margt skemmtilegt og athyglisvert liggur eftir íslenzka myndlistarmenn á þessum vettvangi sem ærin ástæða er til að rannsaka nánar. — Það sem er mest hrífandi við sýninguna er íjölbreytni hennar, enda um ákaflega ólíkar persónu- gerðir að ræða sem hér hafa hand- leikið pentskúfinn. Á sýningunni eru 70 myndverk eftir 56 listamenn og nær þver- skurðurinn frá hinum elstu til hinna yngstu, sem sumir hveijir eru enn við nám eða vinna sjálfstætt erlend- is. Eiga sumir hinna eldri 2-3 mynd- ir en flestir eru einungis með eina og það misstórar. Rúrí er með röð ljósmynda hugmyndafræðilegs eðlis og Þór Elías Pálsson kynnir sjálfan sig á myndbandi. Það er ákaflega erfitt að fara út í annað hér en hugleiðingar um þessa tegund myndlistar og það hrátt yfír sögu því að listamennimir eru margir og ólíkir og mörg verkanna- athyglis- verð. Við sjáum hér athyglisverða hluti eftir elztu þátttakenduma sem eru þeir Amgrímur Gíslason og Sig- urður Guðmundsson, og það er mik- il og sígild reisn yfír myndum þeirra Þórarins B. Þorlákssonar og Jóns Stefánssonar. Arfurinn frá impres- sjónistum og innsæisstefnunni er prýðilega ræktaður í myndum Ásgríms, Kjarvals, Gunnlaugs Sche- vings, Júlíönu og Jóhanns Briem, sem hér á myndir sem ég hef ekki séð áður, en flestu á sýningunni er ég annars mjög vel kunnugur. Þeir félagar Snorri Arinbjamar, Þorvald- ur Skúlason og Jón Engilberts stað- festa í myndum sínum þá ágætu skólun er þeir fengu í Osló. Brynjólf- ur Þórðarson telst nokkur einfari í íslenzkri myndlist en Sigurður Sig- urðsson, Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir em alþjóða- borgarar danskrar skólunar. Mynd Jóhannesar Jóhannessonar gefur til- efni til ýmissa skondinna hugleið- inga en er ákaflega sterk og sér- kennileg mynd, jafnframt því að vera mjög nútímaleg þótt hún sé máluð 1943. Hringur Jóhannesson er mættur með eina af sínum at- hyglisverðustu myndum og Gunnar Öm á eina stóra og mjög íjörlega málaða mynd þar sem mætast ýms- ir straumar úr list sjötta og áttunda áratugarins. Þannig væri hægt að halda lengi áfram því að enn mun helmingur listamannanna óupptalinn. En ég læt hér staðar numið en vil vekja athygli á áhugaverðri og lifandi sýningu. ÞITT MÁL ER ! HVERNIG ÞÚ VILT LÍTA ÚT OKKAR ER AÐ GERA ÞAÐ MÖGULEGT NYKOMINN HERRAFATNAÐUR MIKLU URVALI Góð snið Laugardaga opið til kl. 16.00 Qóð weSS þjónuS,a' KARAKTE v/Bankastræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.