Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
11
Blóði drifin matinúð
BókmenntSr
Jóhann Hjálmarsson
Niccolo Machiaveili: FURSTINN.
Ásgrímur Albertsson þýddi og
samdi skýringar og eftirmála.
Mál og menning 1987.
Endurreisnartímabil Ítalíu hefur
löngum vakið áhuga, enda gerðist
þá margt sem átti eftir að marka
. spor og hafa áhrif á síðari tíma.
Þetta átti ekki síst við um vísindi,
, Hstir og bókmenntir, en vissulega
stjómmál líka. Á þessu tímabili eða
i byrjun sextándu aldar samdi Nic-
colo Machiavelli Furstann. Um
þetta einkennilega rit hafa menn
ekki alltaf verið sammála, en fáum
blandast hugur um sérstöðu þess.
Tilgangur ritsins er að leiðbeina
valdhöfum, það er í senn hvatning
og viðvömn.
Mönnum hefur orðið tíðrætt um
húmanisma endurreisnarinnar og
þátt Flórensborgar í _því að setja
manninn í öndvegi. Ásgrímur Al-
bertsson hefur sína skýringu á þess-
um húmanisma og verður hún að
teijast málsvöm fyrir Machiavelli.
Að mati Ásgríms átti húmanismi
endurreisnarinnar „ekkert skylt við
mannúðarstefnu í nútíma skilningi.
Þama réð stefna skeijalausrar ein-
staklingshyggju. Þrátt fyrir alla þá
fegurð, sem sköpuð var á þessum
tíma og verk sem bera háleitri hugs-
un vitni, þá var þetta grimmt þjóð-
félag. Þar ríkti andi blóðhefnda og
miskunnarlausrar valdasóknar og
auðhyggju."
Furstinn er vissulega bam síns
tíma. Áður höfðu verið skrifaðar
bækur í líku formi og hann eins og
Ásgrímur Albertsson minnir á. En
hann segir líka um Machiavelli: „En
það sem markar bók hans sérstöðu
er að hann kemur þar fram með
ákveðnar pólitískar skoðanir, sem
hann setur fram af hispursleysi og
óft á ögrandi hátt. Umræða hans
var nýjung er átti eftir að reynast
upphaf nýs tímabils pólitískrar
hugsunar".
Þótt Machiavelli hafí í raun plægt
akurinn fyrir einvaldsstefnu og ein-
ræðisherra framtíðarinnar er ekki
ólíklegt að markmið hans hafí m.a.
verið að hvetja til sameiningar ít-
alíu, að minnsta kosti vissra ríkja,
og efla menn til þess að veijast
erlendum innrásarsveitum. Um
■ þetta og margt fleira fjallar Ás-
grímur Albertsson í viðamiklum
eftirmála sínum.
Margt mætti tína til úr Furstan-
um sem er líkt og sniðið fyrir ein-
ræðisherra, enda gamalkunnugt
bragð þeirra. Sautjándi kafli nefn-
Niccolo Machiavelli
ist: Um harðýðgi og miskunn —
hvort betra sé að fursti sé elskaður
eða að menn óttist hann. Machia-
velli telur að fursti eigi ekki að
hafa af því áhyggjur „þótt hann
verði sakaður um harðýðgi á meðan
eining og drottinhollusta ríkir með-
al þegna hans. Með því að sýna
örfá dæmi til viðvörunar kemur
hann fram af meiri miskunn en
þeir sem eru of góðhjartaðir og líða
stjórnleysi, sem hefur morð og rán
í för með sér. Þeir sem það líða,
skaða næstum alltaf samfélagið í
heild, þar sem aftur á móti aftökur
og skipun furstans snerta aðeins
fáa einstaklinga." Það kemur dálí-
tið flatt upp á nútímalesanda að
lesa í framhaldi að aðgerðir furst-
ans eigi að vera yfírvegaðar og
vitna um vitsmuni og mannúð. Að
mati Machiavellis er æskilegt að
fólkið elski og óttist í senn fursta
sinn. Og hvernig lýsir Machiavelli
fólkinu: „Um mennina má yfirleitt
segja, að þeir séu vanþakklátir,
hvikulir, lygnir og hræsnisfullir.
Þeir eru hræddir við hættur og fé-
gjamir."
Ekki er tónninn alltaf þannig hjá
Machiavelli. Hann leggur líka
áherslu á að furstinn eigi að varast
að baka sér hatur fólksins. Besta
vamarvirkið sé að eiga vináttu þess.
Furstinn er með ýmsum hætti sið-
ferðilegt og heimspekilegt umræðu-
rit. Gildi bókarinnar er þvi ekki
aðeins stjómmáialegs eðlis heldur
er j>að maðurinn í styrkleika sínum
og veikleika sem fjallað er um. Oft
reynist erfitt að koma auga á
„mannúð" Machiavellis, en lærdóm-
ur hans og ritleikni vekja á köflum
aðdáun. Blóðþef fortíðar leggur að
vitum og við þekkjum betur en áður
jarðveg þeirra menningarverðmæta
sem Vesturlönd hafa gert að lifandi
arfleifð sinni.
Ásgrími Albertssyni ber að þakka
fyrir þýðingu sína á Furstanum.
NY
FRÍHÖFN
VIÐ EIÐISTORG?
TOLLALÆKKUN OG ALLT AÐ 40%
AFSLÁTTUR AÐ AUKI
Um síðustu áramót féllu niður tollar á rafmagnsvörum
og hljómplötum. Þegar hressilegur afsláttur
Sljömubœjar kemur til viðbótar fara verðin að minna á
Fríhöfnina í Keflavík.
VERÐDÆMI:
Hljómtœkjasamstœða
m/geislaspllara
kr. 29.900
Litasjónvörp 14"
kr. 17.SOO
Gelslaspllarar
kr. 10.900
20" litsjónvarp
(áður kr. 32.500)
Hltabrúsar
kr. 1.250
Sfmar
kr. 1.999
Brauðristar
kr. 1.490
Sœlkeraofn
kr. 4.995
(áður kr. 6.390)
Expresso kafflvélar
kr. 2.795
Electrolux fsskápar
WHH'l'
Ignls fsskápar
rWm p"Ir-Tsf í
Rowenta handryksugur
kr. 1.990
Rowenta gufustraujám
kr. 2.590
Tvófalt kassetluferðatœki
kr. 4.900
Ullarmottur 60x120 sm
kr. 1.790
Gólfteppi 2x3 m
kr. 14.900
Vatnsrum m/öllu
kr. 62.900
1000 W ryksuga frá AEG
kr. 6.690
(áður kr. 8.215)
hWÆMMMÆÆMM
Ofangreind verðtilboð standa aðeins f
nokkra daga. Sendum í póstkrðfu.
Stjörnubær
EIÐISTORGI SÍMI 611120
Sigrún Davíðsdóttir
Pottarlm eftir
Sigrúnu
Davíðsdóttur
MÁL og menning hefur sent frá
sér bókina Pottarím eftir Sigrúnu
Daviðsdóttur. í þessari bók er
úrval matreiðsluþátta, en Sigrún
birti lengi þætti um það efni í
Morgunblaðinu.
í kynningu útgéfanda segir að
bókin sé ekki aðeins matreiðslubók,
því auk þess að birta fjölda matar-
uppskrifta flalli Sigrún um mat-
reiðslu fyrr á tímum, matarsiði í
ýmsum löndum, hollustu í mat og
margt fleira sem snertir matargerð.
í bókinni er fjallað um þjóðlegan
mat og alþjóðlegan, og er efninu
raðað eftir árstíðum. Sigrún hefur
áður sent frá sér tvær bækur um
matreiðslu.
Pottarím er 235 bls. að stærð.
Kápu hannaði Teikn, myndskreyting-
ar eru eftir Sigrúnu Eldjám. Bókin
er prentuð hjá Prentstofíi G. Bene-
diktssonar og bundin hjá Hólum hf.