Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 Eru dómstólar fyrir lög- menn eða almenning? eftir Jón ísberg Á árunum 1920 til 1930 og að- eins gott betur, var Bogi Brynjólfs- son sýslumaður Húnvetninga. Um menn sem skipa æðstu stöður myndast oft sögur, eins var með hann. Einu sinni á maður að hafa komið til hans og spurt um eitt- hvert lagaatriði og sýslumaður svaraði: „Ég veit það ekki, þetta var ekki í lögum þegar ég var að læra.“ Þessi orð fýrirrennara míns komu mér í hug, þegar ég sá „frum- drög“ að tillögum til breyttrar dómaskipunar í landinu. Byijað var á að telja upp alla hreppa í landinu og sagt til hvaða dómstóls þeir heyrðu. Höfundurinn eða höfund- amir hafa ekki vitað að þessu var breytt með lögum nr. 28. 26/5 1981. Nú mynda hreppar ekki vam- arþmg, heldur eru það lögsagna- rumdæmi í höfuðatriðum. Sýslur má auðvitað ekki nefna, það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi. Þetta var sem sé svona í lög- um, þegar þessir ágætu höfundar vom að læra og þeir bara vissu ekki betur. Því er nú ver að tillög- umar, a.m.k. þær, sem ég hefí und- ir höndum, endurspegla, eigum við ekki að segja fullmikinn þekking- arskort á aðstæðum og framkvæmd réttarfarslaganna. Nú er rétt að geta þess að fyrir um 20—25 áram gerði ég tillögur til ráðuneytis um breytta dómskip- un ekki ósvipaða þeim, sem nú era til umræðu. Þá vora bara allt aðrar aðstæður fyrir hendi. Við sýslu- menn fengum alls ekki að ráða okkur fulltrúa og og málafjöldinn allur annar. Hjá mér komu svona tvær-þrjár uppboðsbeiðnir á ári, fyrir utan veðdeildarbeiðnimar, sem nánast aldrei verða raunhæfar. Einkamál vora svona eitt til fjögur og þau mál, sem raunhæfust vora, landamerkjamálin, vora þá rekin fyrir sérdómstóli. Alltaf vora nokk- ur sakamál, en flestum lyktaði með réttarsáttum. Nú era breyttir tímar, bæði er málafjöldinn miklu meiri og nú hafa verið skipaðir héraðsdómarar við stærri embættin og ekkert því til fyrirstöðu, að þar sem fulltrúar era fleiri en einn verði annar eða einn * héraðsdómari eða með breyttri skip- an gæti verið sjálfstæður dómari. Eg held að allir geti verið sam- mála um, að sjálfstæðir óháðir dóm- stólar séu grandvöllur fijáls rétt- arríkis, en dómstólamir eiga að vera fyrir fólkið, skera úr deilum þess og reyna að komast 'að sem réttastri niðurstöðu, en ekki staður- þar sem bara lögmenn iðka ræðu- list sína. Dómþing á að halda í heyranda hljóði og því aðeins verður það gert að vel sé að dómstólunum búið með þingsal, þar sem almenn- ingur, „fólkið í landinu", getur fylgst með málflutningi. Áður fyrr voru flest mál flutt skriflega. í raun vora þau auðveld- ari fyrir dómara. Þá gat hann lesið aftur og aftur rök lögmanna, en þurfti ekki að hlusta alltof mikið á allskonar útlistanir þeirra og mis- jafnlega framsettar skoðanir. Munnlegur málflutningur var gerð- ur að aðalreglu með einkamálalög- unum frá 1936 einmitt til þess að almenningur gæti fylgst með gangi mála. Þá áttu dómþingin sem aðal- regla að vera opin og menn jafnvel vonuðu að þingsalimir fylltust af fólki, sem veitti dómuram og lög- mönnum aðhald. En reynsla hefír orðið önnur, m.a. vegna þess að dómhús hefur vantað. Sennilega á að nota þetta sem rök fyrir því að almenning varði bara ekkert um dómsmálin. Þau séu einkamál dóm- ara og lögmanna. Sem betur fer era íslenskir dóm- arar mjög vel færir og láta ekki Jón ísberg „ Við eignm ekki að ganga aftur á bak í átt- ina til fámennisvalds og gerræðis með því að láta dómsvaldið og framkvæmd þess vera einskonar pukur- mennsku lögmanna og dómara án aðhalds al- mennings. Verður þá ekki næsta skref ið að loka dómþingunum? Nærvera almennings gæti truflað djúpt hugs- andi lögmenn.“ múta sér og við eigum mjög marga góða lögmenn, þótt þar sé misjafn sauður eins og vill verða í mörgu fé. Nú á sem sé að breyta til og hafa bara 7 dómstóla í landinu, að vísu á að þinga víðar, þ.e. taka málin fyrir í fyrsta sinn og ef til vill, ef leiða þarf mörg vitni. En hvað segir reynslan okkur. Fyrir nokkram áram þurfti lögmaður að mæta á dómþing norður í Húna- vatnssýslu í byijun september. Hann hringdi til þess að kanna all- ar aðstæður og m.a. spurði hann hvort heiðin, Holtavörðuheiði, væri ekki orðin ófær. Hann var að reyna að fá mig til þess að úrskurða mig úr málinu til þess að þurfa ekki að koma norður. Þetta kemur að vísu væntanlega ekki fyrir nú, því engir dómstólar verða út um landsbyggð- ina, en vitnin eða aðilar verða kvaddir til Akureyrar frá okkur til þess að hlusta á lögmenn, sem ekki nenna að sinna þeirri framskyldu sinni að koma og flytja mál sitt á vamarþingi aðila. Þetta era stór orð og lögmenn sem lesa þetta roðna af reiði yfír illyrðunum. En hver er reynslan? Ég mæli bara fyrir mig. Á árinu 1986 kom upp mikið deilu- mál í Húnaþingi milli sýslunefndar og sveitarstjómarmanna o.fl. í ein- um hreppnum. Ég úrskurðaði mig eðlilega úr málinu og setudómari var settur til að dæma það. Þetta mál vakti mikla athygli heima fyr- ir, enda gátu úrslit þess haft mikil áhrif. Auðvitað töldu allir sjálfsagt að hafa vitnaleiðslur og aðilaskýrsl- ur heima í héraði að ekki sé minnst á málflutning. Ónei, mér var stefnt suður til Reykjavíkur. Ég mótmælti við dómsmálaráðuneyti. Talsmaður þess kveðst ekkert geta gert. Það væri dómarans að ákveða þetta. Ég mótmælti við dómarann. Hann sagði þetta vera ósk stefnenda. Þá talaði ég við forsvarsmann stefn- enda. Hann sagði þetta vera að kröfu lögmannsins. Þeir vildu hafa þetta fyrir norðan, svo menn gætu heyrt rök með og móti og gætu þá betur gert sér grein fyrir niðurstöðu dómsins, en munnlegur opinber málflutningur á einmitt að stuðla að betri réttarvitund almennings. En það varð svona að vera. Lög- maðurinn hafði, við skulum vera hógvær í dómum, ekki ástæður til þess að koma norður og upp undir tugur manna, vitni og aðilar, urðu að koma suður og mæta, vegna þess að lögmaðurinn vildi ráða. Og þetta er einmitt það sem skiptir máli. Hætt er við að fleiri lögmenn hafi ekki „ástæður" til þess að fylgja dómuram eftir og ólíkt þægi- legra að skreppa bara nokkrar hús- lengdir í dómshúsið, en vera að flækjast í bfl, kannski í vondu veðri í fjarlægu héraði, að ekki sé talað um á heiðum uppi. Og svo til að kóróna allt saman, þá ætti bara að taka fyrir eitt mál svo ekki væri hægt að gera ferðakostnaðarreikn- ing með öllu sem honum fylgir nema fyrir þetta eina mál. Ég endurtek að lögmenn era yfírleitt sómakærir heiðursmenn, þeim mun frekar er tekið eftir svörtu sauðunum og öll stéttin dæmd eftir fáum, sem ekki ættu að vera þar. En þeir era þjón- ar almennings en ekki herrar. Þeir eiga að kunna og segja sína skoðun á hvað séu lög og hvað ekki. Dómar- inn á svo að dæma. Þetta á að gera í heyranda hljóði í lýðræðisríki, þar sem aðilar geta heyrt rök og gagn- rök og svo rætt um niðurstöðu. Við eigum ekki að ganga aftur á bak í áttina tii fámennisvalds og ger- ræðis með því að láta dómsvaldið og framkvæmd þess vera einskonar pukurmennsku lögmanna og dóm- ara án aðhalds almennings. Verður þá ekki næsta skrefíð að loka dóm- þingunum? Nærvera almennings gæti traflað djúpt hugsandi lög- menn. Það er nauðsynlegt að breyta ýmsu hjá okkur. Þá á að hafa í huga að breytingamar verði til hagsbóta fyrir almenning og leiða til hagkvæmari reksturs eða m.ö.o. era ódýrari í framkvæmd. Það á ekki að breyta vegna hugsjóna nok- kurra spekinga, sem telja sig fædda til þess að leiðbeina fáfróðum al- menningi. Hugsjónamenn geta lyft Grettistökum, en þá vita þeir um hvað þeir tala og þekking þeirra og eldmóður hrífur aðra með og lætur hugmyndir verða að vera- leika. Tilgangi breytinga er náð ef þær gefa okkur betra skipulag og era ódýrari í framkvæmd eða m.ö.o. styrkja lýðræðisstjómskipun okkar og era ekki ofviða fjárhagsgetu þjóðarinnar. Höfundur er aýslumaður í Húna- vatnsaýalu. Stjarnan á Norðurlandi með vorinu HÆTT hefur verið við aðra rás hjá útvarpsstöðinni Stjöm- iinni að sögn Olafs Haukssonar útvarpsstjóra, en Stjarnan festi kaup á aukasendi síðasta haust í því skyni að hefja útsendingar á annarri rás. „Við þurfum að þróa dreifíkerfí okkar áfram og stefnum að því að ná til allra landsmanna. Hægt verð- ur að setja upp sendinn með vorinu á hentugum stað, líklega verður það fyrir norðan," sagði Olafur. Utvarpssendirinn sem setja á upp á Norðurlandi er tvö og hálft kfló- vött að styrkleika, eða jafn stór sendunum í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. Oláfur Hauksson sagði að Stjaman mjmdi he§a út- sendingar á Akureyri innan tíðar með bráðabirgðasendi sem útvarps- stöðin tekur á leigu. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Tumi Magnússon við eitt verka sinna. Sýningu Tumaaðljúka SÝNINGU á verkum Tuma Magnússonar i kjallara Norræna hússins lýkur nú um helgina. Verkin á sýningunni era málverk máluð á síðustu 18 mánuðum. Sýn- ingin er opin kl. 14-19 og lýkur sunnudaginn 14. febrúar. Stöð 2: Uppstokkun hjá inn- lendri dagskrárdeild STARFSLIÐI í innlendri dag- skrárdeild hjá Stöð 2 hefur fækk- að um fjóra og tveir, sem áður voru fastráðnir, hafa verið laus- ráðnir, að sögn Björns Bjömsson- ar, yfirmanns deildarinnar. „Við erum að breyta ráðningu nok- kurra manna úr fastráðningu í laus- ráðningu en það er tímabundið," sagði Bjöm. „Verið er að endurskipu- leggja deildina en það mun ekki hafa áhrif á innlenda dagskrárgerð. Siður en svo.“ Tveir þeirra Qögurra sem hætt hafa störfum, fóru í skóla en hinum var sagt upp. „í 130 manna fyrir- tæki er hér einungis um eðlilega hreyfíngu á starfsmönnum að ræða," sagði Bjöm. Bandalag íslenskra listamanna: Vill afnema söluskatt af íslenskum kvikmyndum NÝKJÖRIN stjóm Bandalags íslenskra listamanna (BÍ L) kom saman til fundar þann 23. janúar síðastliðinn. Á fundinum var sam- þykkt ályktun um málefni íslenskrar kvikmyndagerðar, þar sem gagnrýnt er, að Kvikmyndasjóður Islands fær ekki framlög úr Rikis- sjóði í samræmi við lög og að söluskattur skuli aftur innheimtur af íslenskum kvikmyndum. í ályktun fundarins segir m.a.: „Á flárlögum þessa árs var sam- þyklrt 60 milljón króna framlag til Kvikmyndasjóðs Islands. Þrátt fyrir þennan mikilsverða stuðning er íslensk kvikmyndagerð í mikilli hættu stödd..." Síðan segir, að enn vanti um 5 milljónir króna upp á, að farið sé að lögum um framlög til Kvikmyndasjóðs Islands, sem hafí aðeins einu sinni fengið óskert framlag úr Ríkissjóði. Leiði það til óvissu og erfiðleika við alla áætla- nagerð í sambandi við kvikmynda- framleiðslu. Þá er í ályktuninni mótmælt þeim fyrirætlunum, sem samþykktar vora á Álþingi, að inn- heimta á ný söluskatt af íslenskum kvikmyndum. Orðrétt segir í álykt- uninni: „Gagnvart kvikmyndagerð- armönnum samsvarar þetta tiltæki því, að aðsókn að fslenskum kvik- myndum hafí verið skorin niður um allt að helming". Stjórn BÍL bendir á, að þetta rýri mjög samkeppnisað- stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar, þar sem nú þegar þarf að selja aðgöngumiða á helmingi hærra verði en á erlendar myndir til þess að hafa upp í kostnað. „Frekari hækkun á verði aðgöngumiða að fslenskum myndum mun gera það að verkum, að allur almenningur mun tæplega telja sig hafa efni á að sækja þær“, segir í ályktuninni. Sljórn BÍL mótmælir ennfremur því, að ekki skuli farið að lögum um fjárframlög til Listskreytinga- . sjóðs ríkisins, sem nú fær 5 milljón- ir króna og vantar þá 14 milljónir á, að sjóðurinn fái lögbundið fram- lag. í ályktun sinni bendir stjómin á þær leiðir til úrbóta, að Alþingi fari að eigin lögum og að sýningar á íslenskum kvikmyndum verði ekki söluskattsskyldar, fremur en leik- sýningar, myndlistarsýningar og skyld menningarstarfsemi. Að lok- um segir: „Stjóm BÍL lýsir enn- fremur furðu sinni á því vanmati á störfum listamanna og mikilvægi þeirra fyrir þjóðarhag, sem speglast í fjárlögum hveiju sinni". Nýkjöma stjóm BÍL skipa Amór Benónýsson, forseti; Rúrí, varafor- seti; Þorsteinn Hauksson, ritari og Þráinn Bertelsson, gjaldkeri. Með- stjómendur eru Ami Ibsen, Guð- laugur Gauti Jónsson, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Ólafur Vignir Al- bertsson og Pétur Gunnarsson. Aðildarfélög að BÍL era Arki- tektafélag Islands, Félag íslenskra leikara, Félag íslenskra listdansara, Félag íslenskra tónlistarmanna, Félag kvikmyndagerðarmanna, Fé- lag leikstjóra á íslandi, Rithöfunda- samband Islands, Samband fslenskra myndlistarmanna og Tón- skáldafélag Islands. Kópavogur: Skóla- og menningar fulltrúi ráðinn SIGURÐUR Hafsteinn Benj- amínsson hefur verið ráðinn til að gegna störfum skóla- og menningarfulltrúi í Kópavogi. Aðrir umsælqendur um stöðuna voru Ólafur Guðmundsson, Helga Siguijónsdóttir, Eyjólfur Pétur Haf- stein og Ingibjörg Símonardóttir. Einn umsækjenda óskaði nafn- Ieyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.