Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLASIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
eg: ELKE Kr. 23.980.-
IANDSINS MESTA ÚRVAL AFSVEFNSÓFUM
E) GREIÐSLUKJÖR
httsgafliKtitðllin
REYKJAVlK
PAÐEKMAIffi!
Eigum til svefnsófa fyrir alla, hjónafólk,
einstaklinga, börn, unglingaogallahina.
Teg: FRAUKE Kr. 18.260.-
Teg: PAX
Kr. 32^420.-
Teg: HELSINKI
Teg: AFRODITE
Kr. 31.280.-
Kr. 27.680.-
Vörum dreift milli manna i Niassa i Mósambík.
Hjálparstofnun kirkjunnar:
Akveðið hvernig ráðstafa
eigi hluta söfnunarfjár
I JÓLASÖFNUN Hjálparstofnunar kirkjunnar hafa nú borist tæp- m
lega 17 milljónir króna. Stjórn Stofnunarinnar hefur þegar ákveðið #J1 -
hvernig hluta þessa fjár verður ráðstafað:
1. Til heimilis fyrir munaðarlaus
böm í Eþíópíu voru sendar 1,5
milljónir króna í desember sl.,
en nokkru áður hafði jafnhá fjár-
hæð verið send, eða samtals 3
milljónir króna. Smíði heimilisins
hefur nú verið boðin út, og mun
það rísa á skömmum tíma í vor
eða snemma í sumar. Þar verður
rými fyrir 150 böm, en flest
þeirra nutu umönnunar íslenskra
hjúkrunarfræðinga í hungurs-
neyðinni 1985.
2. Stjóm Hjálparstofnunar hefur
ákveðið, að taka þátt í verkefni
í Niassa í Mósambík, sem er
áætlað að kosti alls um 1,9 millj-
ónir dollara. Stofnunin tekur
þátt í þessu verkefni ásamt
hjálparstofnunum hinna Norður-
landanna. í Niassa em nú um
11.000 manns, sem flúið hafa
hungursneyð og stríðsátök. Fólk
þetta býr gjörsamlega einangr-
að, án matar og hjálpargagna.
Til fólksins er ekki hægt að kom-'
ast nema með flugvélum. Að-
stoðin felst í matvælaflutningum
og hjálp til sjálfshjálpar. Fyrsta
fjárframlag Hjálparstofnunar
kirkjunnar verður sent innan
fárra daga.
3. Þá hefur stjóm Hjálparstofnun-.
ar kirkjunnar ákveðið að ræða
við Lúthetska heimssambandið
í Genf um aðild að fiskveiðiverk-
efni í Massawa í Eþíópíu, en þar
hafa íslendingar talsvert komið
við sögu. Þar hafa íslenskir sjó-
menn starfað og kennt og mikið
magn íslenskra veiðarfæra og
ýmissa tækja hefur verið sent
þangað. Hjálparstofnunin vill
fylgja starfi sínu í Massawa eft-
ir með því að taka þátt í físk-
veiðiverkefninu á nýjan leik, en
nokkurt hlé hefur orðið á starf-
seminni, m.a. vegna skorts á
kennurum úr sjómannastétt.
(F réttatilkynning)
Eitt af þeim verkefnum sem
Hjálparstofnun kirkjunnar tekur
þátt í er i Niassa í Mósambík þar
sem búa um 11.000 manns sem
flúið hafa hungursneyð og
stríðsátök. Fólkið býr þar ein-
angrað, án matar og hjálpar-
gagna og er einungis hægt að
komast til fólksins með flugvél-
um.
ísafjörður:
Deilt um öldrunarmál
ísafirði.
HARÐAR deilur hafa staðið undanfarið á ísafirði milli bæjarstjórnar-
meirihlutans, sem samanstendur af þrem fulltrúum Alþýðuflokksins
ásamt fulltrúa frá Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki, og minni-
hluta fjögurra sjálfstæðismanna,
í Vesturlandi, málgagni sjálf-
stæðismanna, sem út kom 3. febrú-
ar er veist að ákvörðun meirihlutans
og Halldóri Guðmundssyni
formanni bæjarráðs og bæjarfull-
trúa Alþýðuflokksins, en hann er
jafnframt forstöðumaður dvalar-
heimilisins Hlífar, fyrir að taka
fram fyrir hendumir á öldrunarráði
og taka upp viðræður við Halldór
um störf nýs öldrunarfulltrúa áður
en ráðið hefur flallað um málið.
Þær sögusagnir hafa gengið hér
á ísafirði að vegna ummæla blaðs-
ins hafi Halldór Guðmundsson
ákveðið að láta af störfum bæjar-
fulltrúa og snúa sér að öðrum störf-
um. Fréttaritari Morgunblaðsins
bar þessar sögusagnir undir hann.
Sagðist Halldór ekki kannast við
að hann hyggðist láta af störfum
bæjarfulltrúa og þó að hann hefði
ekki setið fundi í bæjarráði síðan á
föstudag þá væri það ekki mál sem
þyrfti sérstakrar umræðu við. Hann
sagði hinsvegar að því væri ekki
að leyna að hann hefði tekið mjög
nærri sér skrif Vesturlands sem
um skipun öldrunarmála.
hann sagði vera langt fyrir neðan,
virðingu þeirra manna sem þar
ættu hlut að máli. Málin snérust
fyrst og fremst um það að öldrunar-
mál á Isafírði væru í samræmi við
það besta sem þekktist í landinu
og að því væri hann að vinna. Hann
vildi ekki tjá sig frekar um þessi
mál að sinni.
í frétt Vesturlands segir orðrétt:
Kristján K. Jónasson kratahöfðingi
á ísafírði bar fram eftirfarandi til-
lögu á síðasta bæjarstjómarfundi:
„Bæjarstjóm ísafjarðar samþykkir
að 'fela bæjarstjóra og formanni
öldrunarráðs að taka upp viðræður
við Halldór Sig. Guðmundsson for-
stöðumann Hlífar og félagsstarfs
aldraðra um áframhaldandi starf
að öldrunarmálum, ásamt því að
hann taki að sér þau verkefni sem
forstöðumanni öldrunarráðs eru
ætluð.“ Ef þessum texta er snúið á
skiljanlegt mál og síðan athugað
hvað tillagan merkir í raun þá kem-
ur í ljós að ætlunin er að ráða
Halldór í hina nýju stöðu áður en
gengið hefur verið frá starfslýsingu
og án þess að staðan sé auglýst.
Síðar í fréttinni segir um hinn
nýja forstöðumann að hann gæti
tekið að sér að endurskoða húsa-
leigu forstöðumanns Hlífar sem er
sögð í fréttinni 4.000 krónur á
mánuði með ljósi og hita og hafí
verið óbreytt í krónutölu frá því að
Halldór hóf þama störf fyrir. 6
árum. Á sama tíma hafí gamla fólk-
ið þurft að hlíta stighækkandi húsa-
leigu sem nú sé 10.400 krónur á
mánuði fyrir helmingi minni íbúð
en forstöðumaðurinn hafí.
Hlynur Þór Magnússon ritstjóri
Vesturlands og höfundur fréttar-
innar sagði í viðtali við fréttaritara
að það hefði komið sér á óvart hvað
viðbrögð manna hefðu orðið hörð.
Nokkrir menn hefðu strax dagana
á eftir tilkynnt um harðorðar mót-
mælagreinar sem þeir ætluðu að fá
blaðinu til birtingar. Hins vegar
væri það þó staðreyndin að þegar
blaðið var að fara í prentun höfðu
viðkomandi tilkynnt að þeir mundu
ekki senda blaðinu nein ummæli.
Hann sagðist að sjálfsögðu standa
við hvert orð sem í greininni stæði,
hins vegar yrðu stjómmálamenn að
gera sér grein fyrir því að störf
þeirra væru gagnrýnd og því yrðu
þeir að taka.
- Úlfar