Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
Persaflói:
• •
Onnur
árásin
ásama
skipið
Dubai, Bagdad. Reuter.
ÍTÖLSK herskip fóru í gær
norsku olíuflutningaskipi til
hjálpar eftir að Iranir höfðu
ráðist á það í annað sinn á
tveimur mánuðum. Mikill
eldur kom upp í skipinu.
Barist við eldana í Happy Kari.
Norrænu gíslarnir í Líbanon:
Sairniingaviðræð-
ur hefjast að nýju
Stokkhólmi, frá Enk Liden, fréttaritara Morgtinblaðsins.
NORRÆNUM sendimönnum tókst að koma á samningavið-
ræðum að nýju til að reyna að frelsa norræna starfsmenn
Sameinuðu þjóðanna, sem var rænt fyrir viku.
Haft er eftir sænskum sendi-
manni að samningaviðræður hafi
hafist að nýju við palestínska
embættismenn í Sídon, en þær
gangi þó miklu hægar en fyrstu
dagana eftir mannránið. Að sögn
talsmanns Hjálparstofnunar
Sameinuðu þjóðanna til handa
Palestínumönnum, UNRWA, hef-
ur Yasser Arafat einnig beitt sér
fyrir því að gíslunum verði sleppt.
A þriðjudag höfðu mannræn-
ingjarnir lofað að norrænu mönn-
unum yrði sleppt, en það loforð
var ekki efnt. Talið er að mannrá-
nið sé byggt á misskilningi og sé
jafnframt hefndaraðgerð vegna
rannsóknar sem fram hefur farið
á stuldi á matar- og vörusending-
um Hjálparstofnunar Sameinuðu
þjóðanna til flóttamannabúða í
Líbanon og ísrael. Norrænu
mennimir rannsökuðu stuldinn.
Aðstandendur mannanna í
Svíþjóð og Noregi bíða í ofvæni
eftir fréttum frá Líbanon, og líðan
þeirra batnaði ekki þegar sænsk
og norsk síðdegisblöð skýrðu frá
því á dögunum að mönnunum
hefði verið sleppt.
Leiðtogafundur EB:
Lokasamkomulag ríkj-
annaenn ekki í sjónmáli
Fjármálin vefjast enn fyrir bandalaginu
BrUsscl. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins.
Helmut
Kohl, kansl-
ari Vestur-
Þýskalands,
kemur til
fundarins.
Enn er mik-
ill ágrein-
ingur meðal
aðildarríkja
EB um fjár-
lögin og
ekki víst, að
hann verði
leystur að
þessu sinni.
Reuter
Það tók áhafnir þriggja drátt-
ar- og slökkvibáta sex klukku-
stundir að slökkva eldana í Happy
Kari, norska olíuflutningaskipinu,
sem er 290.762 tonn að stærð,
og var því síðan stefnt til hafnar
í Sameinuðu arabísku furstadæ-
munum. Aðrar fréttir hermdu þó,
að það væri á siglingu út úr Pers-
aflóa fyrir eigin vélarafli. Skipið
var að flytja olíu frá Kuwait til
Rotterdam í Hollandi.
íraska herstjómin skýrði frá
því í gær, að gerðar hefðu verið
miklar loftárásir á mannvirki
langt inni í íran. Hefði fjöldi flug-
véla ráðist á rafvélaverksmiðju í
Shiraz, 650 km fyrir sunnan Te-
heran, og á eldsneytisgeyma í
Imam Hasan í Suðvestur-Iran.
LEIÐTOGAR Evrópubanda-
lasríkjanna komu saman til fundar
í Briissel í gær til að gera þriðju
tilraunina til samkomulags um
aðgerðir til að draga úr útgjöldum
til landbúnaðar og tryggja fjárhag
bandalagsins. Leiðtogarnir þrett-
án, Frakkar senda tvo menn á
fundinn, hafa á tæplega átta mán-
uðum haldið tvo árangurslausa
fundi um þessi efni. Fyrri fundur-
inn var í Brttssel í fyrravor en sá
seinni í Kaupmannahöfn í byijun
desember sl. en þeim fundi var
formlega frestað þar til nú.
Það eykur llkumar á einhverjum
árangri nú að um þessar mundir sitja
V-Þjóðveijar í forsæti í ráðherra-
nefndum bandalagsins, en áhrif
þeirra á afstöðu Breta og sérstaklega
Frakka eru mun meiri en smáþjóða
á borð við Dani og Belga, sem stýrðu
fundunum á síðasta ári. Helmut
Kohl, kanslari V-hýskalands, sem er
í forsæti á þessum fundi, hefur lagt
fram drög að samkomulagi sem að
margra mati er svo opið að það er
miklu fremur umræðugrundvöllur og
því eins líklegt til að draga þrefíð á
langinn eins og að stuðla að sam-
komulagi.
Ljóst er, að á þessum fundi er
ábyrgð leiðtoganna meiri en oft áð-
ur. Takist þeim ekki að ná samkomu-
lagi um efnahag bandalagsins blasir
greiðsluþrot við því í júní eða júlí í
sumar. Sömuleiðis yrði þriðji mis-
heppnaði leiðtogafundurinn mjög al-
varlegt áfall fyrir bandalagið og evr-
ópska samvinnu.
Jacques -Delors, forseti fram-
kvæmdastjómar bandalagsins, hefur
varað leiðtogana við þvi að líta á
hvort heldur er evrópskan landbúnað
eða efnahag sem eina samlita heild.
Hann lagði áherslu á að leiðtogamir
yrðu að viðurkenna rétt aðildarríkj-
anna til mismunandi áherslna í land-
búnaði og efnahag og ljóst væri að
virtu þeir ekki sérstöðu hvers og eins
í þessum efnum væm líkumar á sam-
komulagi á þessum fundi nánast
engar.
Deilt um peninga
Sú kenning hefur verið sett fram
að það sem helst geti bjargað Evr-
ópubandalaginu nú og komið undir-
búningi innri markaðarins svo-
nefnda, sem koma á til framkvæmda
1992, á skrið, sé að leiðtogafundur-
inn sem nú stendur yfír fari rækilega
út um þúfur. Bandalagið þarfnist
alvarlegrar kreppu til að rísa upp
úr, öflugra og samstæðara en áður.
Sennilega em þeir fáir sem em til-
búnir til að láta reyna á þessa kenn-
ingu.
Deilumar innan bandalagsins em
á engan hátt sérstakar, þær snúast
fyrst og fremst um peninga. Annars
vegar hversu há framlög aðildarríkj-
anna eigi að vera og hins vegar hve
mikið hvert þeirra eigi að fá til baka
í styrkjum og bótum af ýmsu tagi.
Tekjustofnar bandalagsins em tveir,
annars vegar tollar og aðflutnings-
gjöld af innflutningi til aðildarríkj-
anna og hins vegar hlutfall af virðis-
aukaskattsinnheimtu innan þeirra.
Fyrri telq'ustofninn er kallaður eigin-
tekjur vegna þess að innheimtan fer
fram í nafni bandalagsins, hinn telst
framlög aðildarríkjanna. Fram-
kvæmdastjómin hefur lagt til að í
stað virðisaukaskatts, sem gefl ranga
mynd af auðlegð þjóðanna, verði
miðað við þjóðarframleiðslu. tillaga
framkvæmdastjómarinnar gerir ráð
fyrir því að hlutfallið verði óbreytt,
þ.e. 1,4%, en það jafngildir 2,2% af
virðisaukaskatti. V-Þjóðveijar hafa
lagt til að hlutfallið verði 1,25% af
þjóðarframleiðslu en ljóst er að Bret-
ar telja það óþarflega hátt. Sömuleið-
is hefur framkvæmdastjómin lagt til
að 1% af virðisaukaskatti verði talinn
eigintekjustofn bandalagsins og að
sú upphæð verði dregin frá framlög-
um aðildarríkjanna. Líklegasta skýr-
ingin á þessari kröfu er sú að eigin-
tekjustofnar veiti framkvæmda-
stjóminni aukna tilfínningu fyrir
sjálfstæðri tilveru.
Á fundinum þurfa leiðtogamir
jafnframt að taka afstöðu til fram-
leiðslutakmarkana í landbúnaði,
sérstaklega hvað snertir kom- og
olíufræsframleiðslu, og eins að
ákveða verðskerðingar á umfram-
framleiðsluna. í þessu efni takast á
annars vegar þær þjóðir sem hafa
öflugan, tæknivæddan landbúnað
með mikilli framleiðni, t.d. Bretar
og Hollendingar, og hins vegar þjóð-
ir eins og Frakkar og V-Þjóðveijar,
hverra landbúnaður byggir mjög á
smáum fjölskyldubýlum og sérlega
óhagstæðum útflutningi. Eins liggur
fyrir fundinum að ákveða heildarþak
á útgjöld til landbúnaðar.
Leiðtogamir verða og að fínna
leiðir til að jafna hið efnahagslega
misvægi sem er á milli norðurs og
suðurs innan bandalagsins. Fram-
kvæmdastjómin hefur lagt til að
innri þróunarsjóður þess verði tvö-
faldaður fyrir árið 1992, V-Þjóðveij-
ar hafa lagt til helmings hækkun á
sjóðnum en Bretar telja þessar hækk-
anir ástæðulausar. í rauninni hefur
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, hótað að setja fundarmönnum
stólinn fyrir dymar í öllum efnum
ef ekki næst samkomulag um að
koma böndum á landbúnaðarófreskj-
una sem tekur til sín sjö af hveijum
tíu krónum sem bandalagið ráð-
stafar.
^ v \ x-N- /\ <,1 L A- / y N
I dag og næstu daga
bjóðum við ótrúleg
tilboð á Ijósmynda-
vörum t.d. DIA STONE
10x21 SJÓNAUKA
verð 6.495
eftir tollalækkun
4.490
verð nú-
3.990
TILBOÐSVERÐ
CANON SNAPPY S
verð 5.910
4.790
TILBOÐSVERÐ
►
DIA STONE
20x50 SJÓNAUKA
verð 5.945
eftir tollalækkun
3.950
verð nú
3.390
► TILBOÐSVERÐ
DIA STONE
12x50 SJÓNAUKA.
verð 4.875
eftir tollalækkun
3.590
verð nú
2.990
LIÓSMYNDABÚÐIN
Laugavegi 118
(við Hlemm)
s. 27744
15% AFSLAIIUR
AF FRAMKÖLLUN