Morgunblaðið - 12.02.1988, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
Þannig var ástandið fyrir utan höfnina í Grísmey síðdegis í gær, þegar flugvél Landhelgisgæslunnar
flaug þar yfir í ískönnunarflugi.
Þrír Grímsejrjarbátar til Dalvíkur
Tónlistarfélag
Akureyrar:
Gísli Magnús-
son leikur
ápianóí
Borgarbíói
FJORÐU tónleikar Tónlistarfé-
lags Akureyrar verða haldnir i
Borgarbíói á morgun, laugardag,
og hefjast þeir kl. 16.00. Gísli
Magnússon píanóleikari leikur
verk eftir Bach, Beethoven og
Brahms.
Gísli stundaði nám í píanóleik við
Tónlistarskólann í Reykjavík og
síðan við Tónlistarháskólann í
Ziirich og lauk einleiksprófi árið
1953. Kennari hans í Zurich var
Walter Frey. Gísli hélt sína fyrstu
opinberu tónleika á vegum Tónlist-
arfélagsins árið 1951. Síðan hefur
hann ieikið á fjölda tónleika á Is-
iandi sem einleikari og þátttakandi
í kammermúsíkflutningi. Haustið
Gísli Magnússon
1974 fór Gísli í tónleikaferð ásamt
Gunnari Kvaran sellóleikara um
Norðurlöndin og árið 1977 lék hann
einleik í Píanókonsert Jóns Nordal
á opnunartónleikum Tónlistarhá-
tíðarinnar í Bergen.
Um nokkurt skeið hafa þeir Gísli
og Halldór Haraldsson píanóleikari
gert talsvert af því að leika saman
á tvö píanó, m.a. héldu þeir tónleika
á Listahátíð 1978.
ÞRÍR Grimseyjarbátar héldu úr
höfn i hádeginu i gær áleiðis til
Dalvíkur svo þeir festust ekki í
heimahöfn ef hafís legðist að
eynni.
Bátar þessir eru Þorleifur EA
88, 29 tonn að stærð, Magnús EA
25 og Sæbjörg EA 184, báðir milli
11 og 12 tonn að stærð. Ekkert var
flogið til Grímseyjar í gær vegna
veðurs og lélegs skyggnis. Þorlákur
Sigurðsson oddviti Grímseyinga
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að ísmagnið hefði aukist mikið
upp úr klukkan 14.00 í gær og í
stað stöku jaka, sem fram hjá eynni
hefðu farið síðustu tvo sólarhring-
ana, mjmduðu jakar nú sameigin-
lega heilu ísrastimar. Skyggni var
lítið í Grímsey í gær og það gekk
á með éljum. Best var skyggnið
þetta einn og upp í tvo km, en fór
allt niður í 50 metra á köflum.
Opinn fyrirlest-
ur um heimspeki
Björn Birnir
Björn Birnir
opnar sýningu
BJORN Bimir myndlistarmaður
opnar málverkasýningu sína í
Glugganum galleríi á morgun,
laugardag, kl. 14.00.
Bjöm fæddist 22. júlí árið 1932.
Hann lauk teiknikennaraprófi við
Handíða- og myndlistaskólann árið
1952. Síðar lá leið hans til Banda-
rílq'anna þar sem hann nam í nokkur
ár. Fyrstu einkasýningu sína hélt
hann í Norræna húsinu árið 1977.
Bjöm hefur síðan sýnt hér heima og
víða erlendis. Síðast sýndi hann á
Kjarvalsstöðum 1987.
Sýning Bjöms stendur til sunnu-
dagsins 21. febrúar. Glugginn er til
húsa á Glerárgötu 34 og er opinn
daglega frá kl. 14.00 til 18.00. Lok-
að er þó á mánudögum.
DR. PALL Skúlason, prófessor í
heimspeki við Háskóla íslands,
flytur fyrirlestur á Akureyri í
húsi Verkmenntaskólans á Eyrar-
landsholti á morgun, laugardag,
og hefst fyrirlesturinn kl. 14.00.
Fyrirlesturinn nefnist „Hver er til-
gangur lífsins?" og mun Páll Qalla
um fjögur ólík viðhorf til spumingar-
innar um tilgang iífsins og hvemig
henni megi svara. Fyrirlestur þessi
er sá fyrsti af þremur í fyrirlestraröð
um „Siðferði og tilgang lífsins". í
mars mun dr. Vilhjálmur Amason
flytja fyrirlestur sem nefnist „Hvert
er erindi siðfræðinnar við nútímann?"
og í apríl fjallar dr. Eyjólfur Kjalar
Emilsson um fom-gríska lífsspeki og
lífsviðhorf nútímamanna. Fyrirlestr-
amir verða öllum opnir og em þeir
liður í að fjölga tækifærum almenn-
ings til að leita sér fræðslu og hugð-
arefna á sem flestum þekkingarsvið-
um.
Drögum eldiskvíarnar inn í
höfn ef ísinn nálgast frekar
— segir Þórólfur Antonsson framkvæmdastjóri Ölunnar hf. á Dalvík
„VIÐ ERUM við öllu búnir og
höfum hugsað okkur að draga
kvíarnar inn í höfnina ef isinn
ætlar að nálgast okkur enn frek-
ar,“ sagði Þórólfur Antonsson
framkvæmdasljóri fiskeldisfyr-
irtækisins Olunnar hf. á Dalvík,
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Dreifður ís er nú kominn inn í
Eyjafjörð þó aðalísröndin sé enn
úti fyrir Grímsey. Morgunblaðs-
menn flugu um miðjan dag í gær
út Eyjafjörð og sáust fyrst jakar á
stangli úti fyrir Ólafsfjarðarmúla.
Þórólfur sagðist ætla að bíða og sjá
hveiju fram vindur með veðurútlit.
Spáð er norðanátt fram yfír helgi,
en Þórólfur sagðist ekki fara í nein-
ar tilfæringar nema ástandið versni
enn frekar.
Ölunn hf. er með sex eldiskvíar
úti í sjó þar sem í eru um 25 tonn
af tveggja kg fiski og um 16.000
seiði. Fyrirtækið hóf starfsemi fyrir
um xjúi'uni áram og hefui eidið
gengið áfallalítið fyrir sig hingað
til að sögn Þórólfs. Fyrirtækið hef-
ur eldisstöð í landi einnig þar sem
í eru um 15.000 seiði, en á undan-
fömum árum hefur verið unnið að
aukningu sjóeldisins á vegum Ölun-
ar.
Þórólfur sagðist hafa tryggt fyr-
irtæki sitt hjá Samvinnutrygging-
um vegna utanaðkomandi óhappa
og tæki tryggingin bæði til óhappa
vegna hafíss og einnig vegna undir-
kælingar í sjó. Þórólfur sagði að
hingað til hefðu menn ekki þurft
að óttast undirkælingu í sjó í Eyja-
firði, en aðstæðum væri öðruvísi
háttað í Hvalfirði þar sem mönnum
hefði ekki tekist að fá tryggingu
gegn undirkælingu í sjó. Sjávar-
hitinn úti fyrir Dalvík er nú um ein
gráða sem er þokkalegt hitastig
miðað við þennan árstíma. Hinsveg-
ar sagði Þórólfur að hættumörkin
væru mínus hálf til ein gráða.
Morgunblaðið/GSV
Eldiskvíar Ölunnar hf. úti fyrir Dalvík eru í hættu ef ísinn nálgast
frekar. , • . . ; , ,■ ..... , . . f 11 i i i j {?;, i j-1 11 y; i
Fyrirlesturinn á morgun er skipu-
Iagður í samvinnu menningarmið-
stöðvarinnar Gamla Lunds og Há-
skólans á Akureyri.
Dansleikur
á laugardagskvöld.
Hljómsveitin Helena
fagra leikurfyrir
dansi.
HótelKEA.
„GAUKUR AKUREYRAR-
1. flokks matur
á teríuverði
EKTA PIZZUR
Opiö um helgar
frákl. 11.30-03.00
Virkadaga
frákl. 11.30-01.00
22. sýning föstudaginn
12. febrúar kl. 20.30.
23. sýning laugardaginn
13. febrúar kl. 20.30.
24. sýning sunnudaginn
14. febrúarkl. 16.00.
Siðasta sýningarhelgi.
MIÐASALA
iA
Aamm 96-24073
10KFÉLAG AKUREYRAR