Morgunblaðið - 12.02.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
35
< Íllll§|li M
Starfsmenn við vöruþjónustu í nýja vöruhúsi íslenskra aðalverktaka
við nýja lyftarann.<ep>
íslenskir aðaiverktakar:
Hagræðing í
vöruþjónustu
Vogum.
ÍSLENSKIR aðalverktakar hafa tek-
ið í notkun nýtt vöruhús á athafna-
svæði fyrirtækisins á Keflavíkurflug-
velli. Nýja húsið er um 1500 fermetr-
ar að stærð, og fara um 1000 fer-
metrar undir vörur. Jafnframt þessu
hefur verið keyptur nýr vörulyftari
sem er að nokkru leyti sjálfvirkur.
Hjörtur Benediktsson, innkaupa-
stjóri íslenskra aðalverktaka, segir
að með þessu sé verið að auka hag-
ræðingu og að forsenda þess að
tölvuvæðast sé að flytja saman. Nýja
vöruhúsið er hluti af stærra dæmi
þar sem stefnt er að því að byggja
við það í framtíðinni og færa starf-
semi sem hefur verið í 12—15 vöru-
húsum undir eitt þak. Gömlu vöru-
húsin voru flest byggð á Hamilton-
tímanum og eru þau yngstu um 30
ára gömul, en þá voru aðrar kröfur
gerðar til vöruhúsa undir eitt þak.
Gömlu vöruhúsin voru flest byggð á
Hamilton-tímanum og eru þau
yngstu um 30 ára gömul en þá voru
aðrar kröfur gerðar til vöruhúsa en
eru gerðar í dag. í nýja húsinu er
vörurými upp í rúmlega 6 metra hæð
og pláss fyrir 1712 pallettur af evr-
ópskri gerð.
Þá hefur nýr vörulyftari verið tek-
inn í notkun í vöruhúsinu, og er hann
að nokkru leyti sjálfvirkur. Sjálf-
virknin felst í því að lyftarinn fer
eftir stýringu eftir göngum og er
mataður í tölvu á hæð hillanna.
Kostnaður við lyftarann er svipaður
og kostnaður við venjulegan raf-
magnslyftara, en nýting á gólfplássi
er um 35% meiri.
- EG
Amnesty Intematioiial:
BURMA
Noor Jahan var fangelsuð eins
árs gömul, þegar hún og móðir
hennar voru handteknar, að því
er virðist vegna þess að þær voru
grunaðar um að vera ólöglegir
innflytjendur. Stjómvöld í Burma
hafa aldrei gefið opinbera skýr-
ingu á handtöku þeirra, og þær
hafa aldrei verið ákærðar eða
dregnar fyrir rétt. Noor Jahan er
nú 31 árs gömul og móðir hennar
62 ára. Þær hafa setið í fangelsi
í þijá áratugi.
Noor Jahan og Azima Khatun
móðir hennar voru handteknar í
Sittwe, höfuðborg Rakhine-fylkis
á vesturströnd Burma, árið 1957
og grunaðar um að hafa komið
þangað ólöglega frá Austur-
Pakistan (nú Bangladesj). Stað-
hæft er að þær mæðgur hafi báð-
ar fæðst í Sittwe, eri fæðingar-
vottorð þeirra verið eyðilögð þeg-
ar þær voru teknar höndum.
Stjómvöld hafa aldrei fengið stað-
fest fyrir dómstólum að þær hafi
komið til landsins með ólögmæt-
um hætti.
Á árunum eftir 1956 vom
margir aðrir múslímar af beng-
ölskum uppmna handteknir, þeg-
ar stjómvöld vora að reyna að
hefta stórfelldan ólöglegan inn-
flutning farandverkamanna frá
Austur-Pakistan. Að minnsta
kosti sumir fangan'na höfðu
pappíra sem sönnuðu ríkisfang
þeirra, en allmargir þeirra vom
settir í gæsluvarðhald, meðal
þeirra Noor Jahan og móðir henn-
ar, sem að sögn vom dæmdar í
eins dags varðhald. Þær og fjöl-
margir aðrir fangar fengu ekki
frelsi þegar varðhaldstímanum
lauk, heldur vom fluttir frá Sittwe
til Insein-fangelsis fyrir norðan
Rangoon. Á áranum 1984—85 var
104 þessara fanga loks sleppt úr
haldi og þeir sendir til Bangla-
desj, en um 20 þeirra em enn í
haldi án ákæm eða réttarhalda,
þeirra á meðal Noor Jahan og
móðir hennar.
Amnesty Intemational telur að
Noor, Jahan og Azima Khatun
kunni að vera samviskufangar
vegna þjóðemislegs uppmna síns
og trúarbragða. Síðustu fréttir
sem af þeim mæðgum bárast em
frá 1984, ogþess vegna fara sam-
tökin þess á leit við stjómvöld í
Burma, að þau skýri ástæðumar
fyrir áframhaldandi fangelsun
þeirra, og hvetja þau til að láta
þær lausar hið bráðasta, verði þær
ekki sannar að sök fyrir óvilhöll-
um dómstóli.
Áskorunum skal beint til:
U san Yu
Chairman of the Council of State
Office of the Council of State
15—16 Windermere Park
Rangoon, BURMA.
(Fréttatilkynning)
Háir vextír
Grunnvextir á Kjörbók
eru nú 34% á ári og leggjast þeir við
höfuðstól tvisvar á ári.
Ef innstæða eða hluti hennar,
hefur legið óhreyfð í 16 mánuði
hækka vextir í 35,4%
og í 36% eftir 24 mánuði.
Þrepahækkun þessi er afturvirk,
hámarks ársávöxtun er því allt að
40,2% án verðtryggingar.
Verðtrygging
Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun
Kjörbókarinnar borin saman við
ávöxtun 6 mánaða bundinna
verðtryggðra reikninga.
Reynist ávöxtun verðtryggðu
reikninganna hærri ergreidd uppbót
á Kjörbókina sem því nemur.
Örugg
og óbundin
Þrátt fyrirháa vexti og verðtryggingu
er innstæða Kjörbókar alltaf laus.
Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,85%,
en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja
síðustu vaxtatímabila.
Kjörbókin er'bæði einfalt og öruggt
sparnaðarform.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna