Morgunblaðið - 12.02.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 12.02.1988, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 fclk í fréttum VÖÐVAFJÖLL Schwarzenegger brýtur 1 ög í Sovét VERÐLAUNAVEITINGAR Poppgoðin sæmd viðurkenningnm „Dásamlegt," hrópaði George Michael þegar honum voru veitt verðlaunin. Þeim þykir Terence efnilegur, Bretunum. Breskir plötuútgefendur sæmdu nokkra valinkunna tónlistarmenn titlum á mánudags- kvöld og kennir nokkuð margra grasa í hópi útvaldra. Michael Jackson fékk viður- kenningu sem besti tónlistarmað- urinn hvaðanæva að fyrir plötu sína „Bad“. Nafni hans George fyrrum söngvari Wham! var valinn besti breski söngvarinn og Alison Moyet sú hin besta söngkona. Verðlaunin hafa vonandi verið Alison huggun harmni gegn þar sem Mikki refur komst í hæsnahú- sið á býlinu hennar. Er Alison sté inn í hæsnahúsið morguninn eftir verðlaunaveitinguna til að ná sér í nýorpin egg, var ekkert eftir í hænsnahúsinu nema fáeinar §aðrir og bein. U2 var valin besta hljómsveit veraldar og Pet Shop Boys besta hljómsveit Bretlands. Rick Astley, sem starfaði sem þjónn fram á mitt síðasta ár, fékk verðlaun fyr- ir lagið sitt „Never Gonna Give You Up“, sem þótti besta lag árs- ins í Bretlandi. Og Terence Trent D’Arby var valinn efnilegastur allra nýliða um víða yeröld. Á meðan Alison tók við verð- laununum, gæddi Mikki refur sér á hænunum hennar. Michael var rétt enn einu sinni valinn bestur. Rick hefur glatað þjónslund- inni. Hálfur gæludýrabúðardreng- ur, Neil Tennant. Ásamt félaga sinum myndar hann bestu hljómsveit Bretlands. U2 létu sér fátt um finnast. Kraftajötuninn, leikarinn og við- skiptajöfurinn Arnold Schwarzenegger hefur verið á ferð um Moskvuborg þar sem fara fram tökur á nokkrum atriðum í nýjustu mynd hans, „Rauðum hita“. Hún Qallar um sovéskan lögregluþjón sem sendur er til Chicago á hæla stórhættulegs eiturlyfjahrings. Sá er að sjálfsögðu leikinn af Schwarz- enegger, sem gerði sér lítið fyrir og kveikti sér í vindli þar sem hann stóð á miðju Rauða torgi. En reykingar á Rauða torginu voru, eins og kunnugt er, stranglega bannaðar fyrir skömmu. Reuter Arnold fær sér smók þar sem ekki má reykja. JESSICA HAHN Gróin sára sinna Þungu fargi er nú létt af öllum þeim sem af áhuga hafa fylgst með framvindu mála Je'ssicu Hahn. Hún dvaldi sem kunnugt er á heimili Hughs Hefners, Pla- yboykóngs, á meðan hún var að jafna sig af langvarandi streitu. Og á meðan hún beið þess að taugar hennar kæ- must í samt lag, lét hún krukka ofurlítið í andlitið og sagði það myndi hjálpa henni að yfirstíga erfiðleikana. Svo mun nú vera, því fyrir skömmu sneri Gamli leikfélaginn hennar Jessicu, Missy, tók á móti henni glaðhlakkaleg á svip. hún til heimilis síns, endumærð á sál og líkama, reiðubúin að takast á við ný og spennandi ritarastörf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.