Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 51

Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 51 HANDBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Niðurstaðan særir mig - segir ívarWebster ítilefni keppnisbannsins Kristján Arason „Er ekki tilbúinn að víkja fyrir Kristjáni“ Erik Veje Rasmussen sagði í blaðaviðtali í V-Þýskalandi í gær, að hann hafi hug á að leika með v-þýsku liði næstu tvö ár. „Ég er þó ekki tilbúinn að leika með Gummersbach, því að þeir eru með útlending í fastasæti - íslendinginn Kristján Arason. Nei, ég er ekki tilbúinn að að víkja fyrir Kristjáni þegar hann kemur aftur frá Seoul," sagði Erik Veje, sem er 28 ára, þegar hann var spurður um hvort það kæmi til greina að hann léki með Gummersbach á meðan Kristján væri með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum.. „MÉR finnst þetta mjög ósanngjart. íslenskir leikmann hafa lent í vandræðum og þá verið dæmdir í eins leiks bann. Ég hef verið hér í níu ár — þetta er mitt fyrsta brot og ég er dæmdur í eins og Hálfs mán- aðar bann,“ sagði Ivar Webster í samtali við Morgunblaðið í tiiefni af því að dómstóll KKÍ dæmdi hann í bann í fyrradag. Eg veit að það sem ég gerði var rangt, en mér fínnst farið með mig eins og ókunnugan mann. Mér finnst ástæðan fyrir þessu langa banni sú að það er verið að gera mig að einhvers konar sýnishomi — öðrum til aðvörunar," sagði Webst- er. Hann sagði niðurstöðu dómsins ennfremur koma sér mjög á óvart vegna þess að „ég hef unnið að því að reyna að auka gæði körfuknatt- leiksins og einnig að auka vinsæld- ir íþróttarinnar fyrir KKÍ. Gæði körfuboltans hér hafa aukist mikið á undanförnum árum. Þegar ég kom fyrst voru hér bandarískir leik- menn í sumum liðum sem skoruðu um 50 stig í hverjum leik og íslensku strákamir höfðu ekki nægilegt sjálfstraust. Nú er þetta breytt og íslendingar eiga marga mjög efnilega leikmenn. Ég og Pálmar, þjálfari minn hjá Haukum, fómm í alla skóla á Reykjavíkursvæðinu í haust til að sýna krökkum körfuknattleik. Við vorum í þessu í tvo og hálfan mán- uð, í 6-7 klukkutíma á dag. Ég hef verið að reyna að gera körfuknatt- leiknum gagn og því kom niður- staða dómsins mér á óvart. Niður- staðan særir mig. En Haukar em með gott lið og ég vona að þeir komist í úrslitakeppnina því ef svo fer get ég leikið með liðinu. Ég ætla að æfa með strákunum á hverj- um degi og svo æfi ég aukalega sjálfur — hleyp úti. Ef Haukar kom- ast f úrslitakeppnina verðum við íslandsmeistarar!" KNATTSPYRNA Kólumbíumenn vildu mæta íslendingum KNATTSPYRNUSAMBAND Kólumbíu bauðst á dögunum til að sendá landslið sitt hing- að til lands til að leika við íslendinga 20. eða 21. maí í vor. KSÍ afþakkaði boðið þar sem leikur á þessum tíma passaði ekkí inn í áætlun landsliðsins. Kólumbíumenn leika gegn Skotum á Hampden Park í Glasgow 17. maí og síðan gegn Englendingum á Wembley 24. maí. Þeir vildu því nýta tímann þama á milli. Islenska Ólympíulandsliðið leikur gegn Portúgölum 24. maf og síðan gegn ítölum 29. maí. Báðir leik- imir era hér heima. Heil umferð verður væntanlega í 1. deildar- keppninni 20. maí, og forráða- mönnum KSÍ fannst ekki tfmi til að bæta landsleik inn í dagskrána á þessum tíma. Þá þóttu Kól- umbíumenn fara fram á helst til mikla fjárhæð fyrir heimsóknina — en með öllu hefði hún líklega kostað Knattspymusamband Is- Iand á Qórðu milljón króna. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALDSDEILD J6n Kr. Qfslason skoraði þriggja stiga körfu sem tryggði Keflvíkingum fram- lengingu og sigur. KNATTSPYRNA / SJÓNVARP Bikarveislan áfram hjá Stöð 2 Um aðra helgi heldur bikarveislan áfram hjá Stöð 2. Þá er fyrir- hugað að sýna tvo leiki beint frá ensku bikarkeppninni - bæði laugardag og sunnudag. Hér er um að ræða tvo stórleiki. Arsenal og Manchester United á Highbury í London og Mersey-risanna Liverpool og Everton, sem fer franvá Goodison Park ( Liverpool. Jón Kr. hetja Keflvflcinga Skoraði þriggja stiga körfu sem tryggði Keflvíkingum framlengingu og sigur í Grindavík JÓN Kr. Gíslason var svo sann- arlega hetja Keflvfkinga þegar þeir lögðu Grindvfkinga að velli, 73:69, eftirframlengingu í gærkvöldi í Grindavík. Þegar nokkrar sek. voru eftir að venjulegum leiktíma, skoraði Jón Kr. þriggja stiga körfu og jafnaði, 66:66, við geysilegan fögnuð leikmanna Keflavfkur- liðsins, sem stigu strfðsdans. Þeir voru svo sterkari i fram- lengingunni og tryggðu sér sig- ur. UMFG-ÍBK 69 - 73 Iþróttahúsið 1 Grindavfk. Úrvalsdeildin i körfuknattleik, fimmtudagur 11. fe- brúar 1988. Gangur leiksins: 4:2, 6:14, 16:22, 22:24, 82:80. 36:32, 42:34, 49:45, 62:47, 61:63,66:68,66:66. Framleng- inr. 69:73(7:3). Stig UMFG: Guðmundur Bragason 14, Jón Páll Haraldsson 14,'E>jólfur Guð- laugsson 11, Rúnar Ámason 11, Hjálmar Hallgrimsson 10, Steinþór Helgason 6, Sveinbjöm Sigurðsson 4. Stig ÍBK: Axel Nikulásson 17, Sigurö- ur Ingimundarson 12, Jón Kr. Gfslason 11, Guðjón Skúlason 10, Ólafur Gott- skálksson 7, Falur Harðarson 6, Hreinn Þorkelsson 6, Magnús Guðfinnsson 4. Dómarar: Ómar Scheving og Kristinn Albertsson. Þeir dœmdu nyög vel. Áhorfcndur: 434. Leikmenn Grindavíkurliðsins vora miklir klaufar að tapa. Þeir vora með átta stiga forskot, 61:53, rétt fyrir leikslok og, 66:58, þegar aðeins ein Frá mín. var til leiks- Kristni loka. Þá léku Benediktssyni Keflvíkingar sterka pressuvöm og settu Grindvíkinga, sem komust ekki fram yfír miðju, út af laginu. Keflvíkingar bytjuðu á miklum krafti og léku pressuvöm með þá Jón Kr. og Guðjón Skúlason sem fremstu leikmenn. Ákafur og grófur leikur þeirra var nokkuð sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Svo grófur var leiku þeirra, að Gunnar Þorvarðarson, þjálfari Keflvíkinga, varð að taka leikmenn byijunarliðs síns af leikvelli - til hvíldar. Leik- mennimir vora með 2-3 villur. Grindvíkingar náðu þá tökum á leiknum og komust yfír, 32:30, fyr- ir leikshlé. Þeir höfðu síðan undir- tökin fram að lökamínútunum. Þá datt botninn úr leik þeirra og Keflvíkingar fögnuðu jöfnunar- körfu, 66:66, Jóns Kr. og síðan sigri, 73:69. Það var hreint ótrúlegt hvemig leik- menn Grindavíkurliðsins misstu trúnna á því að þeir gætu lagt Keflavíkurliðið að velli. Þegar leik- menn Keflavfkurliðsins léku grimmt pressuvöm undir lokin, gáfust þeir hreinlega upp. Leikmenn Keflavík- urliðsins léku vel og gáfu Grindvík- ingum aldrei tækifæri að komast fram yfír miðju. ívar Wabestar ■ ALFREÐ Gíslason skoraði ekki mark fyrir Essen, þegar félag- ið lagði Dormagen að velli, 17:13. Þess má geta að Alfreð skoraði tíu mörk í fyrri leik liðanna. Dortmund tapaði, 23:27, fyrir Hofweier. ■ BRIAN Clough, fram- kvæmdastjóri Nottingham Forest, verður ekki landsliðsþjálfari Wales. Sjö af átta stjómarmönnum For- est, sem komu saman í gærmorg- un, töldu það útilokað að Clough myndi stjóma landsliði Waies á sama tíma og hann væri fram- kvæmdastjóri Forets. Clough var ekki ánægður með þessa ákvörðun. Hann taldi það ekkert mál að vera með landslið Wales í hlutastarfí í undankeppni HM, á sama tíma og hann stjómaði Forest. ■ JOHAN Cruyff, sagði í við- tali við útvarpsstöð í Hollandi í gær, að frásögn blaðs á Spáni, um að hann væri að taka við Barce- lona væri ekki rétt. „Ég veit ekki hvaðan þessi frétt kemur," sagði Cruyff. ■ MIKLAR líkur em á að Aad de Mos, þjálfari belgíska félagsins Mechelen gerist næsti þjálfari Ajax í Hollandi. Mos mun taka ákvörðun um það í næstu viku, hvort hann taki boði Ajax. ■ PÉTUR Guðmundsson og félagar hans hjá San Antonio Spurs máttu þola tap, 120:136, fyrir Celtic. Larry Bird skoraði 39 stig fyrir Celtic í leiknum, en Pétur skoraði átta stig. ■ ANDERLECHT vann í fyrra kvöld Mechelen, 2:0, í seinni leik liðanna í belgísku meistarakeppn- inni. Liðin skildu jöfn í fyrri leikn- um, 1:1, sem fram fór í Brassel. Arnór Guðjohnsen lék með And- erlecht og átti ágætan leik. Það vora De Grote og Grun sem skor- uðu mörk Anderlecht. ■ SAID Aouita, heimsmethafi í 1.500 og 5.000 m hlauþi frá Ma- rakkó, tábrotnaði á æfíngu í gær. Hann mun því ekki sjást á hlaupa- brautinni næstu sex vikumar. Aouita hefur ákveðið að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana i Seoul. ■ ÞAÐ verður lið UMFS sem tekur sæti HSÞ c í B-riðli 3. deildar- innar í knattspymu næsta sumar. HSÞ c hætti við þátttöku og stjóm KSÍ samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að Ungmennafélag Svarfdæla frá Dalvík kæmi í þeirra stað. UMFS varð í öðru sæti á eftir Hvöt í E-riðli 4. deildar í sumar, var með jafn mörg stig en lakari markatölu. Hvöt sigraði svo í 4. deild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.