Morgunblaðið - 12.02.1988, Page 52
| 'ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
1 GuðjónOlhf.
91-2 7233 I
L
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
Þannig blasti landsins forni fjándi við augum manna í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar siðdegis i gær. Sums staðar var isinn mjög þéttur.
Hafísinn hefur lokað sigl-
ingaleið við Melrakkasléttu
Siglingaleiðir undan Norðurlandi varasamar - Almannavarnir í viðbragðsstöðu
FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar TF-SÝN kannaði hafís í gær út af
Vestfjörðum og Norðurlandi allt austur að Langanesi. Skilyrði voru
góð norður af Vestfjörðum, en versnuðu verulega þegar austar dróg
og voru afleit á svæðinu norður af Skaga og austur að Langanesi.
Var lögð aðaláhersla að kanna ísröndina, en ekki farið aiveg að
landi. Hafís er nú kominn að Grímsey og Melrakkasléttu og seint í
gær var siglingaleiðin þar að lokast. Er siglingaleiðin út af Norður-
Snjóflóða-
hættaá
Siglufirði
NOKKUR hætta var talin á
snjóflóðum fyrir ofan Siglu-
fjarðarbæ i gær og var þeim
tilmælum beint til íbúa
nokkurra húsa að yfirgefa þau
á meðan hættuástand ríkir.
Miklum snjó hefur kynngt niður
á Siglufirði að undanfömu og í
gærmorgun bættist við 20 sm
jafhfallinn snjór. Kom í ljós við
mælingar í gær að hætta var á
snjóflóðum.
Vakt var í áhaldahús bæjarins
í nótt ef grípa þyrfti til snjómokst-
urstækja og lögreglan bað fólk í
þremur húsum við Suðurgötu, sem
talin eru í mestri hættu, að yfír-
gefa þau.
Stjómir BSRB og VR;
Heimild til
að semja
við Lion Air
STJÓRNIR Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur og Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja
samþykktu báðar á fundum
sínum í gær heimildir til að
ganga til samninga við Lion
Air í Luxembourg um orlofs-
ferðir fyrir félaga sína á
grundvelli tilboðs, sem flugfé-
lagið gerði á dögunum.
Kristján Thorlacius formaður
BSRB sagði í samtali við Morgun-
blaðið að orlofsnefnd BSRB hefði
nú heimild til að semja við Lion
Air. Hins vegar er gert ráð fyrir
því að áfram verði leitað samninga
við íslensk fyrirtæki.
Magnús L. Sveinsson formaður
VR sagði að ekkert nýtt tilboð
hafí enn borist frá Flugleiðum
þrátt fyrir að leitað hefði verið
eftir því. VR væri hins vegar til-
búið til að taka við tilboði frá Flug-
leiðum ef það verður hagstæðara
en fyrra tilboð. „Við höfum lagt
áherslu á að semja við innlenda
aðila og það hefur ekki breyst,"
sagði hann.
landi öli talin varasöm.
Norðvestur af Rit kom TF-SÝN
að mjórri og gisinni ísræmu og var
henni fylgt þar til komið var að þétt-
um meginís rúmlega 50 sjómílur
norðnorðvestur af Straumnesi. fs-
brúninni var fylgt austureftir. Um
20 sjómílur norður af Kolbeinsey var
samfelldur ís og sunnan við meginís-
inn voru þéttir ísflákar. Reyndist
erfitt að kanna umfang þeirra vegna
lélegs skyggnis. Austan við Kol-
beinsey sást illa í ísinn vegna snjó-
komu, en 30—40 sjómílur, norður
og austnorðaustur af Kolbeinsey
sást sums staðar niður á samfelldan
ís. Þétt ísbrún sást 45 sjómílur
norðnorðaustur af Hraunhafnar-
tanga og víða voru ísrastir sunnan
við hana. Þéttar ísrastir voru 60
sjómílur norðaustur af Langanesi.
Á siglingaleiðinni frá Langanesi
að Rauðanúp voru víða stakir jakar
og þéttar ísrastir, sérstaklega út af
Melrakkasléttu. Þétt ísspöng var 20
sjómílur norður af Melrakkasléttu. Á
leiðinni frá Rauðanúp að Grímsey
og umhverfis eyna voru víða þéttar
ísrastir og stakir jakar. Einnig voru
víða stakir jakar og fáeinar ísrastir
á svæðinu vestan Eyjafjarðar og á
Homi og sérstaklega norður af
Skaga. Frá Homi að Straumnesi
sáust fáeinir jakar og um 12 sjómíl-
ur norður af Homi og 15 sjómílur
norður af Kögri sáust nokkrar
dreifðar ísrastir.
Strandferðaskipið Esja var á leið
inn Skagafjörð um kl. 17.30 í gær
og tilkynnti þá um talsvert íshrafl
og jaka alveg inn að Drangey. Sást
ismn illa í radar og var talinn hættu-
legur skipum. Að sögn Guðmundur
Einarssonar forstjóra Skipaútgerðar
ríkisins hefur hafís enn ekki tafið
siglingar meðfram landinu, en fólk
á afskekktum stöðum er farið að
hafa nokkrar áhyggjur ef svo færi
að siglingaleiðir tepptust. Esjan er
væntanleg til Akureyrar í dag og
síðan til Húsavíkur og á samkvæmt
áætlun að halda aftur vestur eftir
Norðurlandi á laugardag.
FVá Miðtúni á Melrakkarsléttu
sást eftir hádegi í gær all stór
ísspöng sem rak hratt til suðurs.
Víkur austan og vestan Hraunhafn-
artanga voru fullar af ís og rekís
sást þar úti fyrir og út af Ásmundar-
stöðum. Var skyggni slæmt á þess-
um slóðum.
Þór Jakobsson hjá hafísrannsókn-
ardeild Veðurstofu íslands sagði í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöld
að seint í gær hefði siglingaleiðin
við Melrakkarsléttu verið að lokast.
Sagði hann að siglingaleiðin úti fyr-
ir Norðurlandi væri alls staðar vara-
söm.
Þór vildi taka það fram að Veður-
stofan tæki feginshendi öllum upp-
lýsingum sem fólk getur gefíð um
hafís.
í gær var norðan- og norðvestan-
átt á Norðurlandi og 4—6 vindstig.
Samkvæmt upplýsingum frá Veður-
stofunni eru horfur á að veður verði
svipað fram á sunnudag og meðan
svo er nálgast hafís landið. Líkur
eru á að veður breytist upp úr helg-
inni og að vindátt verði þá suðlæg
eða suðaustlæg.
Almannavamir ríkisins hafa að-
varað almannavamanefndir í þeim
byggðum sem geta teppst vegna
hafíss að þær verði viðbúnar því að
loka höfnum með vír og minnka
þannig hættu á skemmdum á bátum
og mannvirkjum ef hafís leggst að.
Einnig er verið að kanna birgðir,
sérstaklega á þeim stöðum sem háð-
ir em flutningum á sjó.
Könnunar-
viðræður um
nýtt álver
TVÖ fyrirtæki á mcginlandi Evr-
ópu hafa sýnt áhuga á nýju álveri
í Straumsvík. Gerðir hafa verið
hagkvæmnisútreikningar fyrir
180 þúsund tonna álver þar og
þeir sendir til ýmissa erlendra
stórfyrirtælqa.
Tvö fyrirtæki hafa sýnt áhuga og
fara fulltrúar starfshóps um stækkun
álvers til könnunarviðræðna við þau
í byrjun mars.
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri,
sem er formaður starfshópsins, sagð-
ist ekki geta gefið upp hvaða fyrir-
tæki þetta væm.
Lax farinn að drep-
ast í Grundarfirði
Frostið fór í 1,6 stig í Hvalfirði í gær
FROSTIÐ við sjókvíar Fiskeld-
isfélagsins Strandar hf. í Hval-
firði fór niður í 1,6 stig í gær
og eru nú laxaseiði farin að
drepast í stórum stíl vegna
kuidans til viðbótar matfiskin-
um sem þar hefur verið að
drepast að undanförnu. Sjórinn
í kvíum Snælax hf. í Grundar-
firði hefur snöggkólnað undan-
farna daga og hefur lax í einni
kví fyrirtækisins drepist.
Starfsmenn Strandar luku í
gær við að flytja á land allan lax-
inn úr kvínni sem þeir byijuðu
að háfa úr á fimmtudag. Finnur
Garðarsson stöðvarstjóri segir að
meirihluti físksins úr kvínni hefði
drepist úr kulda og stressi og
væri því óblóðgaður. Hefur þó
tekist að selja hann til Frakk-
lands. Unnið er að athugun á-að
koma seiðunum í verð, til dæmis
að sjóða þau niðúr.
Starfsmenn Strandar hyggjast
ganga í að slátra laxinum upp úr
kvíunum þegar veðrið batnar, en
í gær var rok í Hvalfirði. Það
ætlar Vífill Búason bóndi á Fer-
stiklu einnig að gera. Laxalóns-
menn hafa hins vegar ákveðið að
hreyfa ekki við þeim laxi og regn-
bogasilungi sem þeir eiga í sjókv-
íum í Hvammsvík.
Sjá fréttir á bls. 20.