Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 7

Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Háskólabíó: Bassasöngvarinn Burchuladze syngur Rússneski söngvarinn Paata Burchuladze heldur tónleika ásamt píanóleikaranum Ludmilla Ivanova á vegum Tónlistarfé- lagsins í Háskólabíói á morgun, miðvikudaginn 17. febrúar. A efnisskrá eru lög eftir Rach- maninov og Mussorsky, en tón- leikarnir hefjast klukkan 19.15. Tónleikunum varð að fresta í síðustu viku vegna veikinda söngvarans. Paata Burchuladze fæddist í Tbílisí í Grúsíu. Hann lagði stund á píanóleik og söng í æsku sam- hliða námi í byggingafræði. Tónlist- aráhuginn náði þó brátt yfírhönd- inni og árið 1972 hóf hann nám við Tónlistarháskóla ríkisins í Tbílisí. Burchuladze stundaði frek- ara nám við La Scala í Mflanó frá árinu 1976. Hann hlaut önnur verð- laun í alþjóðlegu Verdi-söngkeppn- inni 1981, en þá voru engin fyrstu verðlaun veitt. Þau hlaut hann hins vegar í alþjóðlegu Tchaikovsky- keppninni í Moskvu ári síðar. Nú er Burchuladze einn eftirsótt- asti bassasöngvari heims og kemur fram í stærstu óperuhúsunum, að því er segir í fréttatilkynningu Tón- listarfélagsins. Hann þykir hafa óvenju mikla en jafnframt mjúka rödd, og hefur oft verið talinn arf- taki Sjalapins. Flutningur Burchuladze á róm- önsum Rachmaninovs og lögum eftir Mussorsky hefur vakið mikla hrifningu á tónleikum. Sérstaklega hefur túlkun hans á „Söngvum og dönsum dauðans" eftir Mussorsky þótt sérstaklega áhrifamikil, eins og segir í fréttatilkynningu Tónlist- arfélagsins. Tónleikagestir á morg- un fá að hlýða á söngvarann flytja lög eftir þessi tónskáld, en miða- sala er í Gimli við Lækjargötu og við innganginn. Fundur hjá samtökum krahbameinssjúklinga Hin nýju samtök krabbaméins- sjúklinga og aðstandenda þeirra halda fund þriðjudaginn 16. febrúar í Brautarholti 26, sal Kiwanis- hreyfíngarinnar, og hefst fundurinn kl. 20.30. Þuríður Hermannsdóttir flytur erindi um sérstakt mataræði (macrobiotic). Á fundinum verða lögð fram drög að lögum samtakanna, kosið í stjóm þeirra og kynntar hugmyndir um nafn á samtökum. Kiwanis-klúbburinn Esja sér um kaffíveitingar. Félagsmenn samtakanna eru á þriðja hundrað. Krabbameinssjúkl- ingar, aðstandendur þeirra og aðrir sem áhuga hafa á málefnum sam- takanna, eru hvattir til að koma á fundinn. Hlemmur ekkert vandamál lengur „ÞAÐ virðist sem ólæti þarna hafi fjarað út og Hlemmur er ekkert vandamál lengur fyrir lögregluna," sagði Bjarki Elías- son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, er hann var inntur eftir því hvemig ástandið væri nú í biðstöð' strætisvagna við Hlemm. Fyrir um það bil ári var oft greint frá því í fjölmiðlum að lög- reglan þyrfti að hafa afskipti af fólki í biðstöðinni, sem olli öðrum ónæði og ótta. „Þetta er liðin tíð,“ sagði Bjarki. „í>að má vera að vand- inn hafi að hluta færst út á götur borgarinnar og þá helst í miðbæinn. Þessir hópar, sem héldu til á Hlemmi, eru mun dreifðari núna og það auðveldar lögreglunni mjög störf. Við fögnum því hversu vel hefur tekist að skapa gott ástand á Hlemmi." Rekstraraðili Skemmtigarðsins í Hveragerði: Skuldar 20 starfs- mönnum laun Hefur ekki greitt í lífeyrissjóð, sjúkra - og orlofssjóð eða félagsgjöld REKSTRARAÐILI Skemmti- garðsins í Hveragerði hefur ekki gert upp laun um tuttugu starfs- manna sinna frá því í október og nóvember á síðasta ári, en um miðjan nóvember var Skemmti- garðinum lokað 'vegna sölu- skattsvanskila. Samtals nemur upphæðin um 1.200 þúsund krón- um og hefur skuldin verið falin lögfræðingi til innheimtu, að sögn Þórðar Ólafssonar, form- anns verkalýðsfélagsins Boðans. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands samþykkti einróma ályktun á síðasta fundi sínum þar sem þess er krafíst að rekstraraðili Skemmti- garðsins geri að fullu upp reikninga við það launafólk sem á inni vinnu- laun frá fyrri tíð. Þá lýsti miðstjóm- in einróma stuðningi við aðgerðir verkalýðsfélagsins Boðans og hvet- ur fólk til þess að taka ekki störf hjá fyrirtækinu á meðan launa- greiðslur eru óuppgerðar. Þórður sagði að Skemmtigarður- inn hefði starfað í þijú ár og til viðbótar ógreiddum launum hefðu ekki verið gerð upp félagsgjöld og greiðslur í sjúkra- og orlofssjóð, né greiðslur 5 lífeyrissjóð, hvorki lífeyr- isgreiðslur, sem teknar væru af launþega, né það framlag sem á að koma frá vinnuveitanda. Hinn eini og sanni stórútsölumarkaður er á FOSSHÁLSI 13-15 SDAfiAR NYJAR VÖRUR DAGLEGA Dæmi: Þar er fjöldi fyrirtækja og stórkostlegt vöruúrval. Heildverslunin Blik Treflarfrá kr............lOO Vettlingar frá kr........190 Sokkabuxurfrá kr..........55 Eyrnalokkarfrá kr.........50 Festar frá kr.............90 ft'" = Karnabær Peysur í úrvali frá kr. 990 Buxur í úrvali kr .1.690 Vetrarfrakkar kr 6.500 Þunnirfrakkar kr 2.900 Jakkaföt kr Allt nýlegar vörur. 7.900 ^ Gefjun Jakkaföt frá kr 2.800 Stakirjakkarfrá kr 1.500 Stakarbuxurfrá kr 790 Skyrturfrá kr ... 290 Barnagallar og úlpur frá kr 990 v^ - ú/ Axel Ó ^ Kuldaskórfrá kr.... 1.490 Hælaskórfrá kr 390 Herraskórfrá kr.... .1.490 Kínaskórá kr 290 J/ ^ Anar Jogginggallarfrá kr.... 894 Peysur frá kr 894 Gallabuxurfrá kr 998 ^ ——4 Steinar 1 íslenskar plötur og kassetturá kr. . 299 Erlendar plötur kr 49 Allar 12" plöturá kr.... 49 Óáteknar kassetturá kr....300 ^ 4 v— ^ Radiobær Vasaútvörp frá kr ... 695 Ferðatæki frá kr 1.500 Bíltæki frá kr 3.990 Hljómflutnings- samstæðurfrá kr 12.950 ^ L Y~": — Skoglugginn Barnaskór frá kr ... 100 Dömuskórfrá kr 500 Kuldaskórfrá kr 500 Leðurfatnaður dömu og herra 5-70% afsl. — JJ f Mæra * Treflarfrá kr .... 300 Vettlingar frá kr .... 160 ■ Sokkarfrá kr 90 Sokkabuxur frá kr.... ... 75 Skartgripir á mjög lágu verði. V^ J Kári Handklæöi 50x100 kr. .200 Baðhandklæði kr.......350 Ýmis efni á mjög góðu verði. Yrsa Snyrtivörur og tiskuskartgrip ir á mjög göðu veröi. Bylgjubúðin Allar peysur á kr.....750 Allar buxur á kr......950 Bamajogginggallar á kr.550 ^ Theodóra Blússur frá kri 400 Buxur frá kr 1.000 Dragtirfrá kr 2.500 V^ - 4 * Hummelbúðin Dúnúlpurfrá kr 990 Jogginggallar frá kr.. 690 íþróttaskórfrá kr 450 Skiðagallarfrá kr .1.990 Leikfirniskórá kr 290 IL -1 Nafnlausabúðin Fataefni í miklu úrvali frá kr.lOO pr. metra Sængurveraefni sömuleiði's. Sokkabuxurkr.......... 50 Toppleður Leðurjakkar frá kr.5.900 Leðurpils frá kr...3.900 Pelsar á kr........5.500 NYTT kreditkortatímabil er hafið hjá okkur Opnunartími: Föstud. 13*19 Laugard. 10-16 Aðra daga 13-18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.