Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Háskólabíó: Bassasöngvarinn Burchuladze syngur Rússneski söngvarinn Paata Burchuladze heldur tónleika ásamt píanóleikaranum Ludmilla Ivanova á vegum Tónlistarfé- lagsins í Háskólabíói á morgun, miðvikudaginn 17. febrúar. A efnisskrá eru lög eftir Rach- maninov og Mussorsky, en tón- leikarnir hefjast klukkan 19.15. Tónleikunum varð að fresta í síðustu viku vegna veikinda söngvarans. Paata Burchuladze fæddist í Tbílisí í Grúsíu. Hann lagði stund á píanóleik og söng í æsku sam- hliða námi í byggingafræði. Tónlist- aráhuginn náði þó brátt yfírhönd- inni og árið 1972 hóf hann nám við Tónlistarháskóla ríkisins í Tbílisí. Burchuladze stundaði frek- ara nám við La Scala í Mflanó frá árinu 1976. Hann hlaut önnur verð- laun í alþjóðlegu Verdi-söngkeppn- inni 1981, en þá voru engin fyrstu verðlaun veitt. Þau hlaut hann hins vegar í alþjóðlegu Tchaikovsky- keppninni í Moskvu ári síðar. Nú er Burchuladze einn eftirsótt- asti bassasöngvari heims og kemur fram í stærstu óperuhúsunum, að því er segir í fréttatilkynningu Tón- listarfélagsins. Hann þykir hafa óvenju mikla en jafnframt mjúka rödd, og hefur oft verið talinn arf- taki Sjalapins. Flutningur Burchuladze á róm- önsum Rachmaninovs og lögum eftir Mussorsky hefur vakið mikla hrifningu á tónleikum. Sérstaklega hefur túlkun hans á „Söngvum og dönsum dauðans" eftir Mussorsky þótt sérstaklega áhrifamikil, eins og segir í fréttatilkynningu Tónlist- arfélagsins. Tónleikagestir á morg- un fá að hlýða á söngvarann flytja lög eftir þessi tónskáld, en miða- sala er í Gimli við Lækjargötu og við innganginn. Fundur hjá samtökum krahbameinssjúklinga Hin nýju samtök krabbaméins- sjúklinga og aðstandenda þeirra halda fund þriðjudaginn 16. febrúar í Brautarholti 26, sal Kiwanis- hreyfíngarinnar, og hefst fundurinn kl. 20.30. Þuríður Hermannsdóttir flytur erindi um sérstakt mataræði (macrobiotic). Á fundinum verða lögð fram drög að lögum samtakanna, kosið í stjóm þeirra og kynntar hugmyndir um nafn á samtökum. Kiwanis-klúbburinn Esja sér um kaffíveitingar. Félagsmenn samtakanna eru á þriðja hundrað. Krabbameinssjúkl- ingar, aðstandendur þeirra og aðrir sem áhuga hafa á málefnum sam- takanna, eru hvattir til að koma á fundinn. Hlemmur ekkert vandamál lengur „ÞAÐ virðist sem ólæti þarna hafi fjarað út og Hlemmur er ekkert vandamál lengur fyrir lögregluna," sagði Bjarki Elías- son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, er hann var inntur eftir því hvemig ástandið væri nú í biðstöð' strætisvagna við Hlemm. Fyrir um það bil ári var oft greint frá því í fjölmiðlum að lög- reglan þyrfti að hafa afskipti af fólki í biðstöðinni, sem olli öðrum ónæði og ótta. „Þetta er liðin tíð,“ sagði Bjarki. „í>að má vera að vand- inn hafi að hluta færst út á götur borgarinnar og þá helst í miðbæinn. Þessir hópar, sem héldu til á Hlemmi, eru mun dreifðari núna og það auðveldar lögreglunni mjög störf. Við fögnum því hversu vel hefur tekist að skapa gott ástand á Hlemmi." Rekstraraðili Skemmtigarðsins í Hveragerði: Skuldar 20 starfs- mönnum laun Hefur ekki greitt í lífeyrissjóð, sjúkra - og orlofssjóð eða félagsgjöld REKSTRARAÐILI Skemmti- garðsins í Hveragerði hefur ekki gert upp laun um tuttugu starfs- manna sinna frá því í október og nóvember á síðasta ári, en um miðjan nóvember var Skemmti- garðinum lokað 'vegna sölu- skattsvanskila. Samtals nemur upphæðin um 1.200 þúsund krón- um og hefur skuldin verið falin lögfræðingi til innheimtu, að sögn Þórðar Ólafssonar, form- anns verkalýðsfélagsins Boðans. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands samþykkti einróma ályktun á síðasta fundi sínum þar sem þess er krafíst að rekstraraðili Skemmti- garðsins geri að fullu upp reikninga við það launafólk sem á inni vinnu- laun frá fyrri tíð. Þá lýsti miðstjóm- in einróma stuðningi við aðgerðir verkalýðsfélagsins Boðans og hvet- ur fólk til þess að taka ekki störf hjá fyrirtækinu á meðan launa- greiðslur eru óuppgerðar. Þórður sagði að Skemmtigarður- inn hefði starfað í þijú ár og til viðbótar ógreiddum launum hefðu ekki verið gerð upp félagsgjöld og greiðslur í sjúkra- og orlofssjóð, né greiðslur 5 lífeyrissjóð, hvorki lífeyr- isgreiðslur, sem teknar væru af launþega, né það framlag sem á að koma frá vinnuveitanda. Hinn eini og sanni stórútsölumarkaður er á FOSSHÁLSI 13-15 SDAfiAR NYJAR VÖRUR DAGLEGA Dæmi: Þar er fjöldi fyrirtækja og stórkostlegt vöruúrval. Heildverslunin Blik Treflarfrá kr............lOO Vettlingar frá kr........190 Sokkabuxurfrá kr..........55 Eyrnalokkarfrá kr.........50 Festar frá kr.............90 ft'" = Karnabær Peysur í úrvali frá kr. 990 Buxur í úrvali kr .1.690 Vetrarfrakkar kr 6.500 Þunnirfrakkar kr 2.900 Jakkaföt kr Allt nýlegar vörur. 7.900 ^ Gefjun Jakkaföt frá kr 2.800 Stakirjakkarfrá kr 1.500 Stakarbuxurfrá kr 790 Skyrturfrá kr ... 290 Barnagallar og úlpur frá kr 990 v^ - ú/ Axel Ó ^ Kuldaskórfrá kr.... 1.490 Hælaskórfrá kr 390 Herraskórfrá kr.... .1.490 Kínaskórá kr 290 J/ ^ Anar Jogginggallarfrá kr.... 894 Peysur frá kr 894 Gallabuxurfrá kr 998 ^ ——4 Steinar 1 íslenskar plötur og kassetturá kr. . 299 Erlendar plötur kr 49 Allar 12" plöturá kr.... 49 Óáteknar kassetturá kr....300 ^ 4 v— ^ Radiobær Vasaútvörp frá kr ... 695 Ferðatæki frá kr 1.500 Bíltæki frá kr 3.990 Hljómflutnings- samstæðurfrá kr 12.950 ^ L Y~": — Skoglugginn Barnaskór frá kr ... 100 Dömuskórfrá kr 500 Kuldaskórfrá kr 500 Leðurfatnaður dömu og herra 5-70% afsl. — JJ f Mæra * Treflarfrá kr .... 300 Vettlingar frá kr .... 160 ■ Sokkarfrá kr 90 Sokkabuxur frá kr.... ... 75 Skartgripir á mjög lágu verði. V^ J Kári Handklæöi 50x100 kr. .200 Baðhandklæði kr.......350 Ýmis efni á mjög góðu verði. Yrsa Snyrtivörur og tiskuskartgrip ir á mjög göðu veröi. Bylgjubúðin Allar peysur á kr.....750 Allar buxur á kr......950 Bamajogginggallar á kr.550 ^ Theodóra Blússur frá kri 400 Buxur frá kr 1.000 Dragtirfrá kr 2.500 V^ - 4 * Hummelbúðin Dúnúlpurfrá kr 990 Jogginggallar frá kr.. 690 íþróttaskórfrá kr 450 Skiðagallarfrá kr .1.990 Leikfirniskórá kr 290 IL -1 Nafnlausabúðin Fataefni í miklu úrvali frá kr.lOO pr. metra Sængurveraefni sömuleiði's. Sokkabuxurkr.......... 50 Toppleður Leðurjakkar frá kr.5.900 Leðurpils frá kr...3.900 Pelsar á kr........5.500 NYTT kreditkortatímabil er hafið hjá okkur Opnunartími: Föstud. 13*19 Laugard. 10-16 Aðra daga 13-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.