Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 __> /A Langar þig til Ástralíu eða Nýja Sjálands? Ef þú ert fædd/ur 1971 eða 1972 getur þú sótt um að kom- ast þangað sem skiptinemi með ASSE á íslandi. ASSE (American Scandinavian Students Exchange) eru skipti- nemasamtök sem starfa í Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi og hafa þaö að markmiði að auðvelda ungu fólki að kynnast öðrum þjóðum og menning- arsvæðum. Farið verður til Ástralíu og Nýja Sjálands í janúar 1989 og dvalið þar til í desember eða í 11 mánuði. Nánari upplýsingar á skrifstofu ASSE í Nóatúni 17, sfmi 91-621455 ki. 13-17 virka daga. Blaðberar Simar 35408 og 83033 SKERJAFJ. Einarsnes SELTJNES Látraströnd Hrólfsskálavör MIÐBÆR Tjarnargata 3-40 Tjarnargata 39- Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laugavegur 1 -33 o.fl. UTHVERFI Sogavegur101-156 Sogavegur 158-210 Sæviðarsund hærri tölur Efstasund 2-59 Kambsvegur KOPAVOGUR Sunnubraut Kársnesbraut 77-139 VESTURBÆR Hringbraut 37-77 JBórgMnM*í»ií> Morgunblaðið/Kr.Ben Um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni III á strandstað virða þeir Kjartan Ragnarsson útgerðarstjóri og Skúli Óskarsson vélstjóri fyrir sér hrikalegar aðstæður. Hrafn Sveinbjarnarson III: Ekki tókst að losa bátiiui af strandstað Reynt að auka flot bátsins með 400 belgjum Grindavík. VARÐSKIPIÐ Óðinn og dráttar- báturinn Goði reyndu án árang- urs að draga Hrafn Sveinbjarnar- son III af strandstað í Hópsnesi i Grindavík í fyrrinótt. Háflóð var kl. 4 um nóttina og var reiknað með að flóðið yrði 50 sentimetrum hærra en síðast þegar reynt var að draga bátinn út. Straumur er einnig stœkkandi. Báturinn valt mikið í brimrótinu en náði ekki að velta yfir á bakborðshlið þrátt fyrir að bæði skipin toguðu þann- ig. í hann. Slysavamasveitarmenn og starfs- menn Þorbjamarins hf., eiganda Hrafn Sveinbjamarsonar III, unnu alla helgina við að koma belgjum út í bátinn í þeirri von að auka mætti flotið í bátnum ef hann næðist af strandstað. Rúmlega 400 belgjum var safnað saman í Grindavík á laug- ardaginn frá öllum útgerðarfyrir- tækjum. Slysavamasveitarmenn reyndu að komast um borð í Hrafn á gúmmíbát frá varðskipinu Óðni. Þeir urðu frá að hverfa þar sem kvika og sog við bátinn í grýttri fjör- unni kom í veg fyrir að þeir kæmust um borð. Litlu munaði að illa færi þegar gúmmíbáturinn fylltist af sjó í einni kvikunni og drapst á vélinni. Tókst mönnunum í bátunum að draga sig út 'á liflínu sem lá í akkeri skammt frá landi og forðast þannig að jenda í stórgrýtinu. Óskað var eftir að þyrla Land- helgisgæslunnar aðstoðaði við að koma mönnunum um borð svo hægt væri að taka á móti fluglínu í landi og flytja þannig belgina um borð. Upp úr hádegi gerði éljagang svo ekkert varð úr að þyrlan kæmist. Snemma á sunnudagsmorgun tókst einum slysavamamanni að komast um borð og taka á móti fluglínu. Fjórir menn úr áhöfn bátsins ásamt Kjartani Ragnarssyni útgerðars- stjóra voru síðan hífðir í björgunar- stól um borð. Unnu þeir allan daginn við að taka á móti belgjunum og koma þeim fyrir í lest bátsins. Drátt- arbáturinn Goði kom síðan á strand- stað um eftirmiðdaginn og var unnið við það fram í myrkur að koma taug á milli sem fest var fremst í bátinn en freista átti að feila hann á bak- borðshlið í þeirri von að hann losn- aði auðveldar af strandstað. Fréttaritari Morgunblaðsins fór út í Hrafn Sveinbjamarson III í björg- unarstól og fylgdist með aðgerðum um borð. Skúli óskarsson vélstjóri Morgunblaðið/Kr.Ben. Skúli Óskarsson vélstjóri kemur belgjunum fyrir í lestinni. var heldur svartsýnn á að ná bátnum heilum af strandstað. „Hann er þeg- ar farinn að liðast mikið. Styttumar í lestinni ganga upp í millidekkið við hreyfingu bátsins. Steypan í lestar- gólfínu er farin að molna upp bak- borðsmegin í miðri lestinni gegnt rif- unni á stjómborða svo ljóst er að báturinn situr á klöpp sem myndar kílfar upp í kjöl bátsins," sagði hann. „Smámunir miðað við högg- in þegar við strönduðum“ Báturinn hristist og skókst til þeg- ar brimrótið skall á bakborðshliðinni og urðu menn að halda sér til að missa ekki fótanna þegar mestu ólögin gengu á bátinn. „Þetta eru smámunir samanborðið við höggin þegar við strönduðum," sagði Hall- dór Björgvinsson skipveiji þar sem hann hélt sér við handriðið bak- borðsmegin og horfði út yfir skerin í fjörunni sem ýmist færðust í kaf í briminu eða blöstu við svört og ægi- leg. „Fyrst kom heljarhögg þegar báturinn fór á fullri ferð yfír fyrsta skerið og köstuðumst við allir til þar sem við vorum að vinna á millidekk- inu. Við urðum að ríghalda okkur til að kastast ekki fram og aftur meðan báturinn skrönglaðist með miklum hávaða og braki yfir klappimar. Þeg- ar hann stöðvaðist með miklum rykk fórum við upp í brú en þá kom eitt högg til viðbótar og báturinn kastað- ist á þann stað sem hann situr nú. Við höggið kastaðist kallinn út í hom á brúnni en meiddist þó ekki. Á meðan við biðum eftir björgun buldu höggin á bátnum er brimið skall á honum og kastaði honum til. Já, þetta eru hreinir smámunir miðað við það,“ sagði Halldór. — Kr.Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.