Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 37 Ljósmynd/BS Sykurmolarnir, sem nú eru rétt við það að ná plötusamning í Banda- rfkjunum og hafa þegar treyst sig í sessi á Bretlandi, virðast við það að festa sig í sessi á íslandi. Á skemmtikvöldi Smekkleysu s/m f Hótel ísiandi á fimmtudagskvöld, þar sem um sex hundruð manns hlýddu á leik hljómsveitarinnar, mátti sjá 14 til 17 Ijósmyndara, en fyrir 7 mánuðum hélt hljómsveitin tónieika á Hótel Borg og þar var Ijósmyndarinn aðeins einn. Ljósmynd/BS sveit landsins. Tónleikarnir hófust á því aö tvíeykið Einar og Björk seig upp á hluta gólfsins, sem hafði sigið niður stuttu áöur, með gyllta styttu á milli sín sem kalla mætti táknræna fyrir félagsskap- inn sem tónleikana, eða skemmti- kvöldið, hélt. Ekki er að merkja neinar grund- vallar tónlistarbreytingar þó bæst hafi ( sveitina hljómborðsleikari, eina er að undiraldan er eilítið þyngri, sem gefur góða raun. Það var helst í nýju lögunum sem hljómborðið var áberandi. Sem fyrr eru það taktgrunnur Sigtryggs og söngur Bjarkar sem einkenna sveitina en Einar, Þór og Bragi bæta því við sem á vantar og úr verðurtónlist sem erfitt er að lýsa. Ekki get ég sagt þetta bestu tónleika sem ég hef séð með Syk- urmolunum, til þess er minningin um tvenna framúrskarandi tón- leika í október sl. of sterk, en það er víst að þetta er með bestu tón- leikum sem ég hef séð með nokk- urri íslenskri rokksveit og eini mínusinn er sá að það eiga eftir að líða nokkrir mánuðir þar til það gefst kostur á að sjá Molana aftur hér á landi. Meðal tónleikagesta var blaða- maður bandaríska tónlistarblaðs- ins Rolling Stone, David Fricke. Hann hefur verið hér ( viku til að fylgjast með Sykurmolunum og undirbúa grein í Rolling Stone um Molana og íslenskt tónlistarlíf. Að tónleikunum loknum lýsti hann hrifningu sinni á þeim hljómsveit- um sem á undan Sykúrmolunum höfðu leikið en sagði að Sykurmol- amir hefðu verið betri en hann hefði þorað að gera sér vonir um; Bleiku bastarnir hefðu verið skemmtilegir, Sogblettir hefðu ver- ið kraftmiklir, en Sykurmolarnir hefðu verið framúrskarandi og þetta væri á meöal bestu tónlelka sem hann hefði séð. Textl: Áml Matthfasson Á tónleikunum á fimmtudag sýndi hljómsveitin þó að hún er enn aö leika sömu tónlistina og þá, það eina sem hefur breyst er háralitur Einars og Þórs og nýr maður hefur slegist í hópinn, Einar Melax hljómborösleikari. Fyrsta hljómsveit kvöldsins var Bleiku bastarnir og Sogblettir fylgdu á eftir. Á undan tónleikunum og á milli atriða var það sem að- standendur kölluðu dragt, á ensku „drag show“, en þá komu fram karlmenn í kvenklæðnaði, þeirra á meðal Sigtryggur trommuleikari Molanna. Dagskrá Sykurmolanna var byggð á framúrskarandi eldri lög- um eins og Mamma, Heitt kjöt, Ámmæli og Guð og gaman var að heyra Tekið í takt og trega, eitt besta lag íslenskrar rokksveitar frá upphafi, en það hafa Molarnir ekki flutt hér á landi í langan tíma. ( bland voru svo nýrri lög, sem hljómuöu vel og lofa góðu. Eins og áður sagði voru um 600 manns í Hótel (slandi sem vel voru með á nótunum, enda eru Sykur- molamir orðin besta atvinnurokk- Ljósmynd/BS < I il I I < ÞAÐ BÝR MARGT í SKEIFUNNI Ég ætla aö segja ykkur frá nýju bílasölunni sem í Skeifunni býr. Hún nefnist TOYOTA BÍLASALAN og þar er gott val notaðra bíla af öllum tegundum. Langi ykkur til aö skoöa gripina, takiö þá eftir stóra nýja húsinu sem stendur austan við Hagkaup... eða: vinstra megin viö aðalinngang Hagkaups. Þar gangið þið inn í nýtt fyrirtæki, TOYOTA BÍLASÖLUNA sem byggir þó á langri reynslu og öruggri þjónustu Toyota. Verið velkomin alla virka daga milli kl. 9:00 og 19:00 og laugardaga milli kl.10:00 og 17:00. TOYOTA BÍLASALAN \ I SKEIFUNNI 15, SÍMI 687120 11 I) V * Jj 8 3 • i 11 II A | t . i >. i 8 i i * &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.