Morgunblaðið - 23.03.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.03.1988, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Aukin samkeppni í sölu notaðra bíla: Prúttmarkaður hjá Bílaborg Önnur umboð með útsölur SVO virðist, sem harðnandi sam- keppni á bílamarkaði sé nú að skila sér, með verðlækkunum á eldri notuðum bUum. Sum umboð eru farin að grípa til sérstakra ráðstafana til að selja bUa, t.d. hafa bílasölur umboðanna aug- lýst sérstaka afslætti og um siðustu helgi var Bílaborg með prúttmarkað, þar sem lögmál markaðarins voru í algleymingi. Bjöm Amar, markaðsfulltrúi hjá Bílaborg, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að ákveðið hefði verið að grípa til þessa ráðs til þess að auka veltuhraða í bílasölunni. „Það er gífurleg ásókn í að bílar séu teknir upp í nýja,“ sagði hann og kvað Bílaborg vilja heldur selja eldri bílana á eitthvað lægra verði, ef þeir seldust fljótt, heldur en að liggja með þá í óvissan tíma. Hann sagði þama vera um að ræða bfla, sem teknir em upp í aðra, aðallega af öðmm gerðum en Bflaborg hefur VEÐUR umboð fyrir. Viss fyöldi bfla er sett- ur á prúttmarkaðinn í viku hverri og hafa sölumenn fullt vald til að semja við viðskiptavini um verð og greiðslukjör. Bjöm sagði bæði verð og kjör ráðast í prúttinu, sett er viðmiðunarverð á bflinn og síðan reynir viðskiptavinurinn fyrir sér, hve langt hann kemst með sölu- manninn. Prúttmarkaðurinn hjá Bflaborg var í fyrsta sinn um síðustu helgi, og vom viðtökur góðar að sögn Bjöms Amar og mun áfram verða boðið upp á prútt með ákveðinn fjölda bfla. Hjá Aðalbílasölunni fékk blaðið þær upplýsingar, að þar búist menn ekki við að þessar aðgerðir umboð- anna hafi teljandi áhrif á sjálfstæð- ar bflasölur. Umboðin hafa verið með útsölur, t.d. hafa bflasölumar Bjallan (Hekla hf) og Bflakjör (Sveinn Egilsson hf) boðið sérstök afsláttarkjör. Mjög mikið framboð er nú af notuðum bflum, svo mikið, að t.d. á Aðalbflasölunni þarf að takmarka aðgang að sýningarsvæði bflasölunnar við nýrri og seljanlegri bfla, „við höfum einfaldlega ekki pláss fyrir aðra bfla,“ sagði sölu- maður þar við Morgunblaðið. Hann sagði þó, að álíka mikið væri selt af notuðum bflum nú og fyrri ár á sama árstíma, en framboðið hefði stóraukist. Steingrímur Hermannsson heilsar sænska utanrikisráðherranum, Sten Anderson, við upphaf viðræðna þeirra i Stokkhólmi í gær. Utanríkisráðherrar Islands og Svíþjóðar; Skiptust á skoðunum um frí- verslun með sjávarafurðir „í VIÐRÆÐUM mínum við And- erson hef ég lagt áherslu á það að fríverslun er tilgangslaus fyr- IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 233.88 YFIRLIT í gaar: Um 300 km suð-suðaustur af hvarfi er 970 mb. víöáttumikil lægð sem hreyfist litið og frá henni lægðardrag austur undir Bretlandseyjar. Áfram veröur 3ja til 4ra stiga hiti við suður- ströndina en nálægt frostmarki ( öðrum landshlutum. SPÁ: Á morgun verður austangola eða kaldi víðast hvar á landinu. Á Austfjörðum verður dálítil slydda og rigningarvottur á Suð- Austurlandi og vestur með suöurströndinni en bjart veður að mestu noröanlands og vestan. Hiti 2—5 stig að deginum en víða nætur- frost norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORPUR Á FIMMTUDAQ: Austlæg og síðar norðaustlæg étt með slyddu eða snjókomu víða um norðan- og austanvert landið. Hiti um frostmark norðanlands en 2ja—4ra stlga hlti á Suöur- og Aust- urlandi. HORFUR A FÖSTUDAG: Norðanátt og kólnandi verður. Él um norðanvert landiö en léttir til sunnanlands. TÁKN: Heiðskírt •á Léttskýjað •á Hátfskýjað Skýjað Alskyjað / Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # # * » * * * Snjókoma # # * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Y Skúrir * , V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [7 Þrumuveður ir okkur ef sala á sjávarafurðum er ekki fijáls og ég gerði grein fyrir þeirri skoðun að taka beri fiskinn með, bæði í hugmyndum um Norðurlöndin sem heima- markað og innan EFTA,“ sagði Steingrimur Hermannsson ut- anríkisráðherra er rætt var við hann i Stokkhólmi í gær. „Ég lagði áherslu á þá skoðun okkar að þetta væri mikilvægur áfangi að fullkomnu frelsi með sjáv- arafurðir á stærri markaði, það er að segja innan Evrópubandalagsins. Við ræddum þetta fram og aftur Svíar bera því mjög við að þeir geti ekki samþykkt fullt fijálsræði með norskan físk vegna þess að þar séu svo miklir ríkisstyrkir," sagði utanríkisráðherra. „Ég benti honum á það að ef fískurinn er gefinn fijáls innan EFTA þá verður Norð- mönnum óheimilt að veita slíka styrki, það mundi skapa okkur að- stöðu til að stöðva það. Hins vegar virðist þetta vera pólitfskt erfítt mál hér í Svfþjóð og ég hef ekki trú á að það leysist fyrir kosning- amar héma í haust. Ég tel hins vegar að það hafí verið gagnlegt að ræða þessi mál,“ sagði utanríkis- ráðherra. „Við ræddum einnig um hvala- málin, við höfum ekki verið ánægð- ir með þeirra skilning á okkar af- stöðu í því máli,“ sagði Steingrím- ur. Hann sagði að meðal annarra mála sem borið hefði á góma væri Múrmanskræða Gorbatsjovs og ástandið f Mið-Austurlöndum. Sænski utanríkisráðherrann er ný- kominn úr ferð um Mið-Austurlönd þar sem hann ræddi við fulltrúa deiluaðila. Steingrímur Hermannsson mun dveljast í Noregi í boði Thorvalds Stoltenbergs utanríkisráðherra dagana 24. og 25. mars. Auk gest- gjafans mun hann eiga viðræður við við fulltrúa í utanríkismála- og stjórnarskrámefnd stórþingsins og ganga á fund Ólafs 5. Noregskon- ungs. Hann kvaðst ekki eiga von á að ræða ríkisstyrki til sjávarútvegs við Stoltenberg. „Aðrir ráðherrar, einkum sjávarútvegsráðherra hafa unnið að þessu máli og staðreyndin er sú að mjög hefur dregið úr rfkis- styrkjum til sjávarútvegsins í Nor- egi undanfarin tvö ár,“ sagði Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra. Siðanefnd B.Í.: VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma httl veftur Akureyri #2 skýjað Reykjavík 4 skýjaft Bergen S skýjaft Helainkl 2 skýjaft Jan Mayen +6 alskýjafi Kaupmannah. 2 skýjaft Narssarssuaq 6 skýjaft Nuuk var.tar Oalft 3 skýjaft Stokkhólmur 1 þokumóða Þftrshöfn 7 Algarve 18 skýjaft Amsterdam 10 léttskýjað Aþena vantar Barcelona 16 léttskýjað Berifn 4 mlstur Chícago +1 skýjaft Feneyjar B rigning Frankfurt 11 skýjaft Glasgow 10 skýjað Hamborg 2 mistur Las Palmas 20 láttskýjaft London 12 skýjað Los Angeles 12 þokumftfia Lúxemborg 7 skúr Madrid 12 skýjað Malaga 18 skýjað Mallorca 16 skýjað Montreal +13 helðskfrt New York +6 heiðskfrt Parfs 10 alskýjaft Rftm 16 alskýjaft Vfn 11 alskýjað Washington +2 léttskýjað Winnipeg +3 skýjað Valoncia 21 skýjað Frétt Þjóðviljans brýtur ekki í bága við siðareglur B.Í. SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur úrskurðað að frétt f Þjóð- viljanum, þar sem vitnað var f ónafngreindan heimildarmann f félags- málaráðuneytinu, bijóti ekki f bága við siðareglur BÍ. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra kærði fréttina til siðanefndarinnar. Umrædd frétt birtist á forsíðu Þjóðviljans 25. febrúar undir fyrir- sögninni: Skrfpaleikur hjá Jóhönnu, en f henni er fjallað um ákvörðun félagsmálaráðherra um staðfestingu á Kvosarskipulagi. í kærubréfi ráðherra sagði: „í greininni segir m.a.: „Heimildir tjóð- viljans í félagsmálaráðuneytinu stað- festa þetta. Sagði heimildarmaðurinn að Jóhanna hefði upphaflega ætlað að neita að staðfesta skipulag ráð- húsreitsins og þvf hafí sér komið mjög á óvart þegar hún hélt því fram að afskipti forsætisráðherra hefði ekki haft nein áhrif á afstöðu henn- ar.“ Blaðamaður ber hér fyrir sig heimildarmann f félagsmálaráðuneyt- inu, bæði hvað varðar ákveðnar upp- lýsingar og eins á heimildammaður biaðsins f ráðuneytingu að hafa sett fram sfna skoðun á niðurstöðu máls- ins... Óviðunandi er gagnvart starfsfólki ráðuneytisins, sem engan hlut á að máli, að geta um heimildarmann inn- an ráðuneytisins án þess að skýra nánar frá því fréttinni hver hann er. Hefur framsetning biaðamannsins á heimildarmanni í fréttinni vakið mikla reiði meðal starfsfólks..." í kærubréfinu er talið að fréttin brióti í bága við 3. grein siðaregina Bl: „Blaðamaður vandar upplýsinga- öflun sfna svo sem kostur er og sýn- ir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða fólki, sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka og vanvirðu." í úrskurði siðanefndarinnar segir að í þessu tilviki séu málavextir ekki hliðstæðir því sem 3. greinin vísar til. Nefndin telur ekki að hér sé í húfí sú friðhelgi einstakiingsins sem greinin á að vemda og gerir því ekki athugasemdir við upplýsingaöflun blaðamannsins. Einnig er tekið fram að í 2. grein siðareglnanna segi: „Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sfna.“ Seg- ir í úrskuröinum að f samræmi við þessa reglu séu heimildarmenn oft ekki nafngreindir í fréttum, en tekið fram að þeir séu fyrir hendi, gjaman með hliðstæðu orðalagi og í hinni kærðu frétt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.