Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 53
/ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 53 Jens Winther og stemmningin varð til þess að ég helgaði mig jassinum. Ég bjó þá í Esbjerg óg þar þekkti ég engan sem mig langaði að spila með, en í Brandbjerg kynntist ég ótal snöllum hljóð- færaleikurum. Það varð til þess að ég ákvað að flytjast til Kaup- mannahafnar. Þar var meira að gera þó það hafí farið rólega af stað. Ég spiláði með hljómsveit Erling Kroner, Almost Big Band Emie Wilkins, salsasveitinni Salsa Na’más, ég lék inn á mína fyrstu plötu með Kim Kristensen og fleir- um og með ótal tríóum, kvartettum og stærri sveitum. Það má því segja að þá hafi ég farið að lifa á tónlistinni. Ég spilaði allskyns tónlist á þessum tíma, uppúr 1980, fönk, jass, rokk, soul og salsa. Ég stefndi að því að ná tökum á öllum tegund' um tónlistar og það finnst mér hafa gengið eftir. Segðu mér eitthvað af stöðu jasstónlistar i Skandinavíu í dag. Ég þekki vitanlega danska jass- heiminn best og þar er góður andi og mikil gróska. Alltaf fjölgar nemendum í Rytmisk Konservator- ium og það er mikið af ungu fólki sem leikur jass í Danmörku í dag. Þá hljóðfæraleikara sem okkur vantar í Danmörku fáum við síðan frá Svíþjóð. Eftir því sem ég þekki til í Skandinavíu þá er hvað mest að gerast í Kaupmannahöfn og í dag má segja að jassinn standi traust- ari fótum í Danmörku en í öðrum Skandinavíulöndum. I því hefur sitt að segja að það hafa svo marg- ir bandarískir tónlistarmenn verið búsettir í Danmörku; menn eins og Stan Getz, Dexter Gordon, Ric- hard Boone, Kenny Drew, Horace Parlan o.fl. Má ekki segja að megin- munurinn á dönskum jassleikur- um og t.d. norskum eins og Jan Garbarek, sé að þeir norsku séu að leika þróaðri jass, en þeir dönsku séu fastir í gámla tíman- um? Ekki tek ég undir það. Að mínu mati eru danskir jasstónlistarmenn að leika alþjóðlegri jass en aðrir Skandinavar, það er meira gegn- umstreymi í dönskum jass, það er meiri gróska. Finnst þér þá ekki sem jass á Norðurlöndum sé eftirmynd af þeim jass sem leikin í Banda- rikjunum fyrir tíu til fimmtán árum; að Norðurlandabúar séu alltaf að herma eftir því sem var að gerast í Bandaríkjunum og eigi ekki sinn sérstaka stíl? Nei, ég tel að það sé til jasshefð á Norðurlöndunum þó það sé nokk- uð um að menn séu að taka upp gamla strauma að vestan. Það verða þó alltaf fleiri og fleiri sem leika norrænan jass. Þú lékst inn á plötuna Hinseg- in blús með íslenskum jasslei- kurum. Hvernig var sú sam- vinna? Það var góður andi yfir allri plötugerðinni. Það gerist eitthvað þegar maður fer af sínum heimaslóðum til að gera plötu í öðru landi og það skil- ar sér. Ég heyri að ég leik oðruv- ísi á plötunni en endranær en það kemur frá hjartanu og ég er án- ægður með það. Hafðir þú gert þér einhveijar væntingar um það hvernig út- koman yrði áður en farið var af stað? Ég get ekki sagt að ég hafi búist við neinu sérstöku, en eg er ánægður með_ niðurstöðuna. Texti: Arni Matthíasson Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Börnin fara í ýmsa skemmtilega leiki í leikskóíanum. 20 ár frá stofnun fyrsta leikskólans á Selfossi Dagvistarstof nanir verða kynntar 8. — 17. apríl Selfossi. FYRSTA apríl verða liðin 20 ár frá því fyrst var stofnaður leik- skóli á Selfossi. í tilefni af því efnir starfsfólk dagvistarstofn- ana á Selfossi til dagskrár 8. til 17. apríl þar sem starfsemin verður kynnt og haldnar sýning- ar á verkum barnanna og sögu- legu yfirliti. Það var Kvenfélag Selfoss sem fyrst sá um rekstur Leikskóla Sel- foss með aðstoð sveitarfélagsins frá 1. apríl 1968 fram til ársins 1978 er sveitarfélagið tók við. A þessum tíma átti kvenfélagið 15% í leikskól- anum. Nú eru starfræktir á Selfossi þrír leikskólar með rúm fyrir 135 böm á aldrinum 2ja til 6 ára. Mik- il aðsókn er að leikskólunum og eins árs bið eftir plássi. Dagheimili fyrir 15 böm er starf- rækt og skóladagheimili fyrir 12. í byggingu er ný dagvistárstofnun, tveir áfangar af þremur, með skóla- dagheimilisdeild fyrir 20 börn og dagheimilisdeild fyrir 20. Nýja skóladagheimilið mun ■ leysa af hólmi það sem nú er starfrækt. í tilefni af 20 ára afmælinu verð- ur sett upp myndlistarsýning 2ja til 9 ára bama af dagvistarstofnun- unum sem standa mun yfir í sýning- arsal safnahúsanna 8,—17. apríl. Þar verður einnig sýnt sögulegt yfirlit og myndir frá starfseminni og víst er að þar bregður fyrir myndum af fólki sem nú á börn á leikskóla eða dagheimili. Þann 9. apríl verða öll heimilin opin og til sýnis klukkan 13—17. Þá er fyrir- hugað að halda fund fyrir alla for- eldra á Selfossi þar sem Hrafn- hildur Ragnarsdóttir þróunarsál- fræðingur heldur fyrirlestur um það hvemig foreldrar geta stuðlað að málþroska bama sinna. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Það er í ýmsu að snúast í leikskólanum. Hér eru nokkrir krakkar að spila myndaspil. ...opmimvið betri byggingingavöru verslun Vestur á Hringbraut 120 hafa völundar á tré og jám og aðrir góðir byggingamenn unnið gott starf að undanfömu. Þeirhafa byltöllu um og útkoman er stórglæsileg alhliða byggingavörúverslun. Þarfcest allt sem parf til húsbygginga og endurbóta, allt frá smœstu skrúfum til glœsilegra uno form innréttinga. JLVölundur betri byggingavörur Hringhraut 120, sími 28600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.