Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 62

Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 KR-ingar unnu með yfirburðum YFIRBURÐIR KR í ödrum flokki karla í úrslitakeppni íslands- mótsins sem fram fór um síðustu helgi voru ótrúlega miklir. Liðunum í úrslitakeppni 1. deildar var skipt í tvo riðla og sigr- uðu KR-ingar alla andstæðinga sína í riðlinum með miklum mun. Vfkinga lögðu þeir með 29 mörkum gegn 16, HK 21:13, ÍBK 32:16 og Fram 27:13. Stjarnan vann hinn riðilinn en keppn in í honum var mjög skemmtileg því flestir leikirnir þar unn- ust á einu til tveimur mörkum. Almennt var talið að riðilinn sem Stjarnan lék í hefði verið erfiðari en sá sem KR lók í og því bjuggust menn við hörkuúrslitaleik milli þessara félaga. I leiknum um bronsverðlaunin vann HK lið Gróttu óvænt, 19:15. Kópavogskapparnir léku þennan leik með hjartanu og var unun að horfa á hve gleðin og baráttan f leik þeirra skil- aði góðum árangri. Urslitaleikurinn um sjálfan ís- landsmeistaratitilinn byijaði með hörkubaráttu, jafnt var á öll- um tölum og hvergi gefið eftir. Stjaman virtist Vilmar hafa frumkvæðið í Pétursson byijun. f liðinu eru skrifar stórir og sterkir strákar og voru þeir mjög hreyfanlegir í vöminni í upphafí leiksins. Um miðbik fyrri hálfleiks slaknaði á leikmönnum Stjömunnar og var engu líkara en þeir hefðu yfir- keyrt sig í upphafi leiksins. KR- ingar gengu á lagið og sigldu framúr andstæðingunum. Þor- steinn Guðjónsson var sérlega frískur í liði KR seinni hluta hálf- leiksins. Hann fiskaði boltann trekk í trekk óð upp og skoraði. Þessi kraftur hans átti ekki minnstan þátt í að KR var yfir 11:8 í leikhléi. í síðari hálfleik rúlluðu KR-ingar Garðbæingunum upp og unnu enn einn stórsigurinn í úrslitakeppn- inni því lokatölur leiksins urðu 27:16. Lið KR lék mjög vel í þess- um leik. í vöminni komu þeir vel á móti stórskyttum Stjömunnar sem fengu ekkert færi á að lyfta sér upp. Páll Ólafsson átti mjög góðan leik í vöm KR og batt hana saman eins og tonnatak. Annars átti allt KR-liðið góðan leik og er sannarlega vel að íslandsmeistar- atitlinum komið. Leikmenn Stjömunnar náðu sér ekki á strik í þessum leik ef frá er talinn upp- hafskafli hans, kerfín gengu ekki upp og vamarleikurinn varð þunglamalegur. Mörk KR: Þorsteinn Guðjónsson 7, Sig- urður Sveinsson 7, Guðmundur Pálmason 6, Páll Ólafsson 4 og Konráð Olavson 3. Mörk Stjörrnmnar: Sigurður Bjamason 6, Hilmar Hjaltason 4, Birgir Sigfússon 3, Heimir Erlingsson 2, Magnús Ellerts- son 1 og Bjami Benediktsson 1. Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson Lelfur Dagfinnsson, fyrirllAi 2. flokks KR, hampar íslands- moistarabikamum. Leifur Dagfinnsson: Núna tekur alvaran við „ÞETTA var nú léttara en ég bjóst við. Fyrir úrslitakeppn- ina bjóst ég viö að Gróttan yrði okkar höf uðandstæðing- ur því við höf um tapað tvisvar fyrir þeim í vetur. í þeim leikj- um hefur okkur að vísu vant- að mannskap. Þegar við erum með fullt lið höfum við ekki tapað leik," sagði Leifur Dagf- innsson fyrirliði KR. Leifur er ekki óvanur að taka á móti íslandsmeistarabikur- um því hans árgangur hefur verið sérlega góður í gegnum tíðina. „Fyrst urðum við Islandsmeistar- ar í 5. flokki. Á yngra árinu í fjórða urðum við í öðru sæti en unnum síðan á seinna árinu. í þriðja flokki kom los á mannskap- inn, sumir voru erlendis, og í þeim flokki vannst enginn titill. Núna erum við allir saman aftur og vinnum. Núna tekur alvaran við og við þurfum að fara að sanna okkur í meistaraflokki, hætta að vera efnilegir og verða góðir,“ sagði hann að lokum. BLAK / ÚRSLITAKEPPNIN 2. flokkur karla: KR-ingar íslands- meistarar íslandsmeistarar KR í 2. flokki karla. Frá vinstri efri röð: Kristj- án Öm Ingibergsson formaður handknattleiksdeildar, Láms Lámsson liðsstjóri, Guðmundur Pálmason, Konráð Olavson, Páll Ólafsson, Jóhann Lapas, Ingi Guðmundsson og Ólafur Jóns- son þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Guðjón Kristinsson, Sigurður Sveins- son, Leifur Dagfinnsson fyrir- liði, Sigurður Hrafnsson og Þor- steinn Guðjónsson. Morgunblaðið/Bjarn' Eiríksson ÍSLANDSMEISTARAR í l-iANDKNATTLEIK 1988 Hverjir verða meistarar? EINS og við höfum skýrt frá eru þrjú lið efst og jöfn i úrslita- keppni karla í blaki og hjá konunum urðu tvö lið jöf n í efsta sæti. Til að fá fram úrslit þarf því að leika aukaleiki og hefst baráttan í kvöld með leik IS og Þróttar í Hagaskólanum klukkan 20. Það er ekki auðvelt að spá um hvaða lið nær íslandsmeistara- titlinum -öll liðin em álíka að getu þegar þau ná að sýna góða leiki ■■^■■1 þannig að úrslitin Skúli Unnar ráðast á því hversu Sveinsson upplagðir leikmenn skrifar eru hvetju sinni. Það er trú mín að deildarmeistarar ÍS standi uppi sem sigurvegarar í lokin. Þeir hafa leik- ið vel í vetur og síðasti leikur þeirra gegn Þrótti sýndi að þeir em á uppleið eftir frekar slaka leiki í úrslitakeppninni. Ef Sigfínnur Viggósson og Þorvarður Sigfússon, þeirra sterkustu kantsmassarar, leika af eðlilegri getu ættu þeir ekki að vera í miklum vandræðum með að krækja sér í íslandsmeist- aratitilinn. Aðrir leikmenn ÍS hafa verið jafnir í vetur og því skiptir mestu að þessir tveir nái sér vel á strik í leikjunum við Þrótt og HK. Þróttarar hafa ekki leikið eins vel í vetur og undanfarin ár. Það sem hefur fyrst og fremst vantað hjá þeim er framspilið en það hefur verið aðall liðsins undanfarin ár. Þegar framspilið er slakt er lítið um sóknir og án sóknar getur Iið ekki unnið leik. Ef þeim tekst að laga framspilið þá stendur ömgg- lega ekki á Leifi Harðarsyni fyrir- liða þeirra að spila vel upp og sókn- ir Þróttara geta verið hvassar þegar sá er gállinn á þeim. Hávöm Þrótt- ara er sú sterkasta í íslensku blaki þegar þeim tekst vel upp en það hefur að vísu verið lítið um það í vetur. Lið HK er ungt og mjög efnilegt. Ekki hef ég trú á að þeim takist að sigra í þessum leikjum og byggi ég þá skoðun mína fyrst og fremst á reynsluleysi. Lið IS og Þróttar em leikreynd og á þeirri reynslu munu þau komast langt gegn HK. Strákamir úr Kópavogi hafa þó sýnt að þeir em til alls líklegir og ef ungu strákunum tekst vel skyldi enginn afskrifa þá. Broiðabllk vinnur í kvennablakinu eigast Víkingur og Breiðablik við á morgun í Digra- nesi. Bæði þessi lið hafa leikið vel í vetur og ef allt hefði verið eðlilegt hefði leikurinn orðið skemmtilegur. En nú er ekki allt eins og skyldi því Særún Jóhannsdóttir, fyrirliði Víkings, var lögð inn á sjúkrahús í síðustu viku og leikur ekki meira með liðinu í vetur. Særún er sterkur leikmaður og það munar geysilega miklu fyrir Víkinga að missa hana og sérstak- lega þegar haft er í huga að Víking- ar hafa ekki haft varamann í allan vetur. Það er því spá mín að Breiðablik vinni frekar auðveldan sigur á Víkingum í þessum úrslitaleik. í bikarkeppni kvenna eiga Víkingur og Þróttur að leika og þar gæti orðið um skemmtilegan leik að ræða. Víkingar verða án Særúnar og Jóhanna Kristjánsdóttir leikur ekki heldur með þar sem hún verð- ur komin á skíði í Austurríki. í lið Þróttar vantar einnig Björg uppspilara en hún slasaðist skömmu áður en úrslitakeppnin hófst. Þrótt- arar léku illa fyrst eftir að Björg meiddist en Snjólaug Bjamadóttir hefur nú náð ágætum tökum á uppspilinu þannig að það gæti orðið skemmtilegur leikur á laugardag- inn. Hefst í kvöld Keppnin hefst í kvöld klukkan 20 í Hagaskóla með leik ÍS og Þrótt- ar. A morgun leika síðan HK og ÍS í Digranesi klukkan _ 20 og gætu úrslitin ráðist þar. Á undan leik þeirra, eða klukkan 18.45, leika UBK og Víkingur til úrslita í kvennaflokki og verður verðlauna- afhending strax að þeim leik lokn- um. Á laugardaginn verða síðan bikar- úrslitaleikimir f Digranesi. ÍS og Þróttur he§a leik klukkan 15.30 og strax að þeim leik loknum leika yíkingur og Þróttur. Á mánudaginn verður síðasti leikur úrslitakeppninnar en þá leika Þrótt- ur og HK í Hagaskóla og hefst leik- urinn klukkan 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.