Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 30

Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Reuter Pólitísk spilaf lík Tízkufrömuðurinn Karl Lagerfeld hefur kynnt nýjan fatnað, sem hann telur að verði í tízku i Paris næsta haust og vetur. Segja má að síðermakjóll stúlkunnar á myndinni sé pólitískur þvi hann skreyta spil, sem á eru myndir af (að ofan) Laurent Fabius og Raymond Barre, fyrrum forsætisráðherrum Frakldands, Jacques Chirac, forsætisráðherra, Francois Mitterrand, forseta, og Gis- card d’Estaing, fyrrum forseta. Horfur á klofning’i í alþýðusambandinu Bretland: St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. MIKIL átök hafa verið innan breska alþýðusambandsins (TUC) að undanf örnu. Ágreiningurinn stendur um, hvort sambandið eigi að banna samninga milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga, sem útiloka fleiri en eitt félag á hverjum vinnustað. Ford-bílafyrirtækið hefur hætt við að reisa rafeindaverksmiðju í Dundee i Skotlandi vegna þessa ágrein- ings. Allt frá því að samband rafvirkja skrifaði undir slíkan samning við Times Intemational, útgáfufélag 7Vie Times, The Sunday Times, The Sun og News of the World og eftir átök- in, sem fylgdu því að prentunin og vinnslan á öllum blöðum fyrirtækis- ins fluttist úr Fleet Street til Wapp- ing í London árið 1986, hefur verið djúpstæður ágreiningur innan verka- lýðshreyfingarinnar um slíka samn- inga. Á miðvikudag verður tekin fyr- ir tillaga í miðstjóm alþýðusam- bandsins um að víkja sambandi raf- virkja um stundarsakir úr alþýðu- sambandinu vegna samninganna við Times Intemational. Fyrirfram er talið líklegt, að tillagan verði sam- þykkt. Fari svo, mun að líkindum fara fram atkvæðagreiðsla innan raf- virkjasambandsins um úrsögn úr al- þýðusambandinu. Eric Hammond, leiðtogi rafvirkja, hefur verið fylgj- andi því að vera áfram í alþýðusam- bandinu, en vitað er, að fjölmargir í forystusveit rafvirkjasambandsins eru því. mótfallnir. Ef af þessu verð- ur, yrði það í fyrsta skipti, sem breska alþýðusambandið klofnaði í 120 ára, sögu sinni. Að úndanfömu hafa staðið yfir viðræður milli rafvirkjasambandsins og sambands vélvirkja um samein- ingu. Leiðtogar vélvirkja eru mót- fallnir tillögunni um brottvikningu rafvirkja. Þeir eru reiðubúnir að segja sig úr alþýðusambandinu. A síðasta ári lýsti Ford-bílafyrir- tækið því yfir, að það hygðist reisa rafeindaverksmiðju í Dundee í Skotl- andi, sem mundi skapa yfir 1000 ný störf í borginni, þar sem atvinnu- leysi er tilfinnanlegt, eða um 15% af heildarvinnuaflinu. Ford hafði komist að samkomulagi um vinnu- staðasamning við samband vélvirkja. Þegar í stað kom upp ágreiningur milli vélvirkjanna og annarra verka- lýðsfélaga, sem eru fulltrúar starfs- manna við aðrar verksmiðjur Ford í Bretlandi. Þau hótuðu aðgerðum, ef af byggingu þessarar verksmiðju yrði á grundvelli slíks samnings. Breska alþýðusambandið hefur reynt að leysa þennan ágreining inn- an sinna raða, en ekki tekist það. Stjómvöld eru gröm alþýðusamband- inu út af þessu máli. Almenningur í Dundee er æfur, og hótanir bárust á skrifstofur sumra þeirra verkalýðs- félaga í borginni, sem harðast höfðu beitt sér gegn samningnum við Ford. Talsmenn Ford segja, að ákvörðun þeirra sé endanleg. Vitað er, að opin- berir aðilar í Austurríki, írlandi og Portúgal eru reiðubúnir að gera Ford tilboð um þessar verksmiðjur. Tals- menn vélvirkja segjast enn halda í vonina um, að ágreiningurinn leysist. Norðmenn fyrir- huga hrefnuveiðar í vísindaskyni w i VORFERÐ 13.apríl Fyrsta ferd Klúbbs-60 veröur farin 13. apríl og stendur í 28 daga. Atlantik býöur sérstaklega velkomna þá sem aldrei áöur hafa fariö í sólarlanda- ferö, því þeir veröa í góöum höndum þaulreyndra fararstjóra, þeirra Önnu Þuríöar Þorkelsdóttur og Þóris S. Guöbergssonar. Veljiö örugga og ánægjulega ferö — feröist meö Klúbb-60 til Mallorka. póf'1 , FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SlMAR 28388 - 28580 Ósl6, frá Rune Timberlid. BJARNE Mark Eidem, sjávarút- vegsráðherra Noregs, kynnti á mánudag áætlun um hvalarann- sóknir sem Norðmenn fyrirhuga á næstu fimm árum. Norðmenn Matvæla- og land- búnaðarstofnun SÞ: Danir hætta að styðja FAO Kaupmannahöfn, Reuter. DANSKA stjórnin tilkynnti á mánudag að fjárstuðningi við matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hafi verið hætt. „Við lítum svo á að stofnunin sé illa rekin, stjóm hennar einkennist af skrifræði, miðstýringu og einræði líbanska framkvæmdastjórans, Edouards Saoumos. Því höfum við ákveðið að hætta að veita fé til stofn- unarinnar," er haft eftir talsmanni DANIDA, þróunarhjálpar dönsku stjómarinnar. Danir hafa ekki í hyggju að hætta þátttöku í FAO, en munu ekki halda áfram að styrkja ný verkefni á vegum stofnunarinnar meðan stjóm hennar helst óbreytt. ætla samkvæmt þessari áætlun að veiða 35 hrefnur á þessu ári, aðal- Iega til þess að safna upplýsingum um stofnstærð og þróa rannsókn- araðferðir. Kynna á áætlunina á fundum Al- þjóða hvalveiðiráðsins í San Diego 5. maí og í Auckland 29. maí. „Eg geri ráð fyrir því að hvalveiðiráðið samþykki áætlunina, sem ráðgert er að kosti okkur 2,5 milljónir norskra króna (15 milljónir íslenskra króna) á þessu ári,“ sagði Bjame Merk Ei- dem á mánudag. Rannsóknimar verða framlag Norðmanna til útreikninga hvalveið- iráðsins á fjölda hvala, sem ráðgert er að leggja fram árið 1990. Áætlað er að rannsaka hvort fleiri einangrað- ir hvalastofnar séu í Noregshafi og Barentshafi, kanna ferðir hrefna, fæðu þeirra og sess í lífkeðjunni. Einnig er fyrirhugað að hanna tæki sem gæti tekið við hljóðmerkj- um frá sendum sem komið verður fyrir í hvölum, og hljóðum frá hvölun- um sjálfum. Tækið verður hannað í samvinnu við norska herinn. Þá er ráðgert að sjávarlíffræðing- ar úr háskólum í Björgvinjum, Tromse, Ósló og Þrándheimi taki þátt í rannsóknunum. Nota á átta skip, þar af sex til að telja hvali, en tvö á að nota við veiðar. EB-markaðurinn: Meira en fimm þúsund milljarða sparnaður Brussel. Frá Krutófer M& Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT skýrslu sem fram- kvæmdastjórn Evrópubandalags- ins (EB) hefur látið vinna og birt verður í vor er kostnaður fólks og fyrirtækja vegna alls konar formsatriða við landamæri innan bandalagsins 5.400 mil(jarðar islenskra króna á ári. Gert er ráð fyrir að niðurfelling þessara formsatriða 1993 muni draga mjög úr þessum útgjöldum. í skýrslunni kemur fram að fram- leiðsluiðnaður innan bandalagsins spari 2.200 milljarða kr. með tilkomu EB-markaðarins 1992. En það eru ekki einungis formsatriði s.s. skriff- innska, mismunandi staðlar og gæð- akröfur sem kosta peninga. Ef þjóð- ir Evrópubandalagsins tækju upp sameiginlegan gjaldmiðil, t.d. Evr- ópuskildinginn (Ecu), myndu árlega sparast 1.300 milljarðar króna í við- skiptum. I skoðanakönnun sem nýlega var gerð á meðal forstöðumanna fyrir- tækja innan EB töldu 78% aðspurðra EB-markaðinn árið 1992 raunsætt markmið og 73% vildu sameiginlegan gjaldmiðil innan EB. Rúmlega 60% framkvæmdastjóranna styðja hug- myndina um „Bandaríki Evrópu". Og í framhaldi af því kvaðst yfir- gnæfandi meirihluti myndu kjósa Margréti Thatcher forsætisráðherra Bretlands „forseta" hins evrópska sambandsríkis ef kosningar færu fram nú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.