Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 31 Reuter Sprenging í Tókíó LögTegluþjónar rannsaka hér verksummerki eftir að sprengja hafði sprungið fyrir framan skrif- stofu saudi arabisks flugfélags í Tókíó í gær. Ekkert manntjón varð, en gluggar skrifstofunnar brotnuðu og nálægir bílar skemmdust. Önnur sprengja sprakk nálægt ísraelska sendiráðinu i Tókíó í gær. Sviss: Kjósendur eru beðnir leyfis um fjárveitingar Ziirich, frá Önnu BjamadAttur, fréttaritara Morgunblaðsins. VARLA líður sá mánuður að ekki sé kosið einhvers staðar í Sviss. Um síðustu helgi voru íbúar kantónunnar Graubunden til dæmis spurðir álits á ýmsum ráðagerðum sveitarfélaga og stjórnar kantón- unnar. Mesta athygli vakti að íbúar St. Moritz, sem er heims- frægur fjallabær, samþykktu með 739 atkvæðum gegn 608 að leyfa uppsetningu tækja sem búa til gervisnjó. Slík tæki eru að verða æ algengari á skíðasvæðum. Þau lengja skíðatímabilið og koma í veg fyrir snjóleysí á hlýjum, þurrum vetrum. íbúar St. Moritz sam- þykktu einnig að greiða 2,66 milljónir sv. franka (74,5 miUj. ísl. kr.) fyrir uppsetningu tækjanna úr bæjarsjóði. Aðeins 710 kjósenda voru þó hlynntir því og 645 á móti. Svisslendingar geta í almennum atkvæðagreiðslum haft bein áhrif á stjóm og stærri fjárútlát kantóna og sveitarfélaga sinna ef þeir kæra sig um. Fæstir þeirra hafa þó fyr- ir að greiða atkvæði nema eitthvað sérstakt liggi við. Aðeins 17% kjós- enda í Graubunden greiddu at- kvæði um málefni kantónunnar en 47,8% kjósenda í St. Moritz létu í ljós álit sitt á gervisnjóvélunum. Svissnesku kantónumar njóta sjálffæðis og erfítt er að alhæfa um þær en alls em þær 26 tals- ins. Sveitarfélögin, sem em yfír 3.000, njóta einnig þó nokkurs sjálfræðis. íbúamir stjóma mörg- um þeirra sjálfír og kjósa ekki full- trúa í sveitarstjóm. Pjármál ríkísins Sambandsstjómin í Bem sér um málefni sem snerta íbúa landsins alls, eins og utanríkismál, tolla, myntslátt, póst og síma- og vamar- mál. Sambandsþingið, sem kemur saman fjómm sinnum á ári í þijár vikur í senn, fylgist með íjármálum ríkisins og kjósendur hafa ekki bein afskipti af þeim. Það setur alríkislög, eins og umferðarlög, hegningarlög og lög um ellilífeyri, en kantónumar sjá um fram- kvæmd þeirra. Sambandsstjómin og kantónumar skipta með sér verkum á öðmm sviðum eins og í skattamálum, vegaframkvæmd- um, menntunar- og menningar- málum. Leyfi frá kjósendum Kantónur og sveitarfélög biðja kjósendur leyfís áður en lagt _er út í fjárfrekar framkvæmdir. íbúar verða til dæmis að gefa samþykki sitt áður en kantóna ræðst í bygg- ingu eða endumýjun sjúkrahúss. Kjósendur í stærri sveitarfélögum greiða atkvæði þegar háar fjár- hæðir em í húfí en íbúar smærri staða em iðulega spurðir álits um tiltölulega lágar upphæðir. íbúar Ziirich greiddu atkvæði um stækk- un borgarbókasafnsins í fyrra og nýlega vom þeir spurðir álits á stækkun tveggja elliheimila í borg- inni. Eitt sveitarfélag, þar sem íbú- amir taka ákvarðanir á opnum fundum í samkomuhúsinu, er klof- ið milli þeirra, sem vilja veita pen- ingum í gerð almannavamabyrgja og þeirra sem vilja byggja hátíð- arsal við skólahúsið. Og á minni stöðum er deilt um hvort það eigi að kaupa nýja saumavél fyrir handavinnukennslu eða ekki. Fjármál í góðu lagi Sviss er eitt af örfáum löndum þar sem ríkisfjármálin em í góðu lagi. Sjóðir sambandsstjórnarinn- ar, kantónanna og sveitarfélag- anna vom allir reknir með gróða 1986, en þó nokkur halli var á samanlögðum fjárlögum kantón- anna og sveitarfélaganna í fyrra. Reiknað er með að þessi halli minnki í ár og heildarhallinn verði ekki nema 581 milljón sv. franka (rúmir 16 milljarðar ísl. kr.). Heild- arvelta þjóðarbúskapsins alls er rúmlega 72 milljarðar sv. franka (um 2.016 milljarðar ísl. kr.) Eritrea: Þrír Sovét- menntílfanga Moskvu. Reuter. ÞRÍR sovéskir hernaðarráð- gjafar hafa fallið í hendur upp- reisnarmanna i Eritreu i Eþiópiu og þess fjórða er sakn- að. Gennadíj Gerasímov, tals- maður sovéska utanríkisráðu- neytisins, skýrði svo frá i gær. Gerasímov sagði, að 13 sové- skra sérfræðinga, sem verið hefðu eþíópska hemum til aðstoðar, hefði verið saknað eftir að upp- reisnarmenn náðu á sitt vald hluta umdeilds héraðs. „Níu skiluðu sér og uppreisnarmenn segjast hafa þijá á valdi sínu en ekkert er vitað um einn mann,“ sagði Gerasímöv. í útvarpsstöð, sem Frelsisfylk- ing Eritreu rekur, sagði, að þrír Sovétmenn hefðu fallið í hendur skæruliðum í Norður-Eþíópíu, þeir fyrstu síðan Sovétstjómin tók upp beina hemaðaraðstoð við marx- istastjómina í Addis Abeba árið 1977. Norður-Kóreustjóm segir hættu á stríði Tókíó, Reuter. SEX bandarísk herskip komu tíl Suður-Kóreu á mánudag til að taka þátt í sameiginlegum heræf- ingum Bandaríkjamanna og Suð- ur-Kóreumanna. Á sama tíma gerði Norður-Kóreustjóm öllum hersveitum sínum viðvart um að til bardaga kynni að koma og fordæmdi heræfingarnar í Suð- ur-Kóreu sem „afar hættulegar æfingar fyrir kjaraorkustríð." Um 140 þúsund suður-kóreskir og 60 þúsund bandarískir hermenn eiga að taka þátt í heræfmgunum, sem hefjast'seinna í þessum mán- uði og lýkur um miðjan apríl. Tals- maður Sameinuðu þjóðanna sagði að Norður-Kóreumönnum hefði ver- ið boðið að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með æfingunum, en þeir hefðu ekki tekið boðinu. I yfírlýsingu Norður-Kóreu6 stjómar segir að heræfingamar skapi afar alvarlegt ástand í Kóreu- -skaga og að stríð gæti brotist þar út hvenær sem væri. Stjómin hafí gert öllum hersveitum sínum að- vart, og það sé aðeins gert til að Norður-Kóreumenn geti „varið sig fyrir bandarískum heimsvaldasinn- um og suður-kóresku herklíkunni." Suður-kóresku og bandarísku hersveitimar, sem veija hlutlaust svæði við landamæri Norður- og Suður-Kóreu, lúta stjóm UNC, frið- argæslustofnunnar Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn hennar segja að Norður-Kóréustjóm hafí for- dæmt fyrri æfingar Bandaríkja- manna og Suður-Kóreumanna á svæðinu, og að í raun sé ekkert nýtt í yfírlýsingu hennar nú. Sendi- menn í Seoul segja hins vegar að ekki megi vanmeta reiði Norður- Kóreustjómar, því þótt orðalagið kunni að virðast klisjukennt sé sam- skipti Norður- og Suður-Kóreu á sérlega hættulegu stigi nú. ERLENT FERMINGARTILBOÐ 4 BUZZAHD Skíði Stærðir: 160-180 cm með GEZE skíðabindingum kr. 5.800.- NA hr 'Jfr jt jA <\ 1. útiUf Glæsibæ, sími 82922.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.