Morgunblaðið - 23.03.1988, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.03.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 19 ræða á þessu sviði en verið hefur undanfarin ár á Siglufirði." Mikil bjartsýni ríkti á Siglufírði um stofnun nýja fýrirtækisins og að það væri vel í stakk búið til að yfirtaka framleiðslu gaffalbita Si- gló hf. Lengi hafa bæjarbúar orðið að þola sveiflur í atvinnumálum. Aður fyrr var bærinn þungamiðja síldarsöltunar og þangað streymdu þúsundir manna á sumrin í at- vinnuleit. Síðan hvarf síldin af miðunum og vofa atvinnuleysis og vonleysis lagðist yfír staðinn. Margir fluttust á brott, en aðrir sneru vöm í sókn og leituðu nýrra tækifæra fyrir bæinn. Stofnun nýja fyrirtækisins í árslok var liður í þessari stöðugu baráttu. Viðbrögð ráðuneyta Bréfaskriftir fóhi fram milli iðn- aðarráðuneytis og fjármálaráðu- neytis vegna sölu á tækjunum til gaifalbitaframleiðslu frá Siglu- fírði. í bréfí fjármálaráðuneytis dags. 18. desember er eftirfarandi tekið fram: „1. Ráðuneytið telur óæskilegt, að atvinnutæki á þessu sviði verði flutt frá Siglufírði og telur að það sé ekki í anda kaupsamnings frá 17. desember 1983. 2. Fjármálaráðuneytið bendir á að nýstofnað er fyrirtæki á Siglu- fírði sem lýst hefur áhuga á að halda umræddum rekstri áfram þar í .bæ. 3. Ráðuneytið vill undirstrika að sala á þeim tækjum og búnaði sem hér um ræðir felur á engan hátt í sér sjálfkrafa yfirfærslu á framleiðslurétti á gaffalbitum sem Sigló hf. og fyrirrennari þess fyrir- tækis hefur haft á þriðja áratug." I lok bréfsins beinir ráðuneytið því til iðnaðarráðuneytisins að það kanni til hlítar alla möguleika á farsælli lausn málsins. Allt kom þetta heim og saman við sjónarmið Siglfírðinga í málinu nema bæjarfulltrúa Sjáifstæðis- flokksins, sem virtust gjörsamlega vera „úti að aka“, enda skilja fáir Siglfírðingar afstöðu þeirra eða aksturslag. í þessari stöðu hefði því verið eðlilegt, að iðnaðarráðuneytið hefði forgöngu um að framleiðsla gaffal- bita yrði endurskipulögð og yfir- tekin af Síld hf. Það eitt var í anda kaupsamningsins frá 1983. Þegar litið er á þetta mál í rök- réttu samhengi er ljóst að ástæða var til nokkurrar bjartsýni meðal bæjarbúa um að stjórn Sölustofn- unar lagmetis gæti ekki annað gert en að veita hinu nýja fyrir- tæki Síld hf. réttinn til framleiðslu gaffalbita. Þeir sem brugðust Samþykkt meirihluta stjórnar Sölustofnunar lagmetis frá 5. febr- úar sl. um að neita Síld hf. um framleiðsluréttinn var áfall fyrir atvinnulífíð á Siglufirði. Það var harla einkennileg ákvörðun og furðuleg, þegar staðreyndir máls- ins eru hafðar í huga. Meðal heimamanna er fyrst og fremst við bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksin að sakast. Þeir, ásamt flokksbræðrum sínum brugðust algjörlega málstað Siglfirðinga. Þessi atvinna hefði ekki flust úr bænum, ef þeir hefðu borið gæfu til að standa með bæjarbúum i málinu. Þá er aðeins eftir að leita svara hjá eigendum Sigló hf., bæjarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins á Si- glufírði, iðnaðarráðuneytinu og hjá meirihluta Sölustofnunar lagmetis við spurningunum: Hvers vegna vilduð þið heldur flutning þessarar framleiðslu til Hornafjarðar en að reksturinn yrði áfram á Siglufírði hjá Síld hf. sem var reiðubúið að yfirtaka hann? HVERS VEGNA GERÐUÐ ÞIÐ ÞETTA? Höfundur er verkstjóri lyá SR á Siglufirði ogfyrrv. forseti bæjar- stjómar Siglufjarðar. Hann hefur um áratuga skeið unnið að verka- lýðsmálum á Siglufirði. ÐNORÐAN Bragðbætt skagfirsk súrmjólk í handhægum hálfslítra fernum Dreifingaraðili ÍTÍ" Mjólkursamsalan TÁNINGAR! Draumurinn getur orðið að veruleika. Með Sjóðsbréfum VIB. Sjóðsbréf VIB eru verðbréf sem fást hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf. að Ármúla 7. Þú getur keypt þau fyrir hvaða fjárhæð sem þú vilt. Við sjáum um að pen- ingarnir ávaxtist sem best, svo þú getir lát- ið drauminn rætast. Hvers vegna Sjóðsbréf VIB? - Háir vextir: Sjóðsbréf VIB bera nú 11,5-12% vexti umfram verðbólgu. Háir vextir umfram verðbólgu eru mikilvægir til þess að þér gangi vel að safna fyrir því sem þú óskar þér. — Ávallt til reiðu: Því lengur sem þú lætur peningana ávaxtast því meiri verða vext- irnir. Þegar þú vilt nota peningana þína kemur þú bara til okkar með Sjóðsbréfið þitt og færð peningana aftur að viðbættum vöxtum og verðbótum. Innlausnargjaldið er aðeins 1%. — Örugg: Sjóðsbréf VIB eru ávöxtuð mcð íjárfestingu í öruggum verðbréfum. Með því að dreifa kaupunum á mörg verðbréf fáum við góða vexti og mikið öryggi þegar við ávöxtum peningana þína. Komdu við hjá okkur eða hringdu og við veitum fúslega allar upplýsingar. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Armula 7, 108 Reykjavík. Simi68 15 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.