Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 43 Afmæliskveðja: Olafur Frímann Signrðsson, Akranesi Einn þeirra manna, sem ég kynntist fyrst er ég kom til starfa á Akranesi, var Olafur Frímann Sigurðsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. Það var augljóst þegar við fyrstu sýn, að þar fór maður sérstakrar gerðar, maður, sem gæddur var meiri reisn og meiri mannlegri hlýju en venjulega finnst í fari þess fólks, sem við eig- um samleið með. Við nánari kynni af Ólafi varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Frá upp- hafi hefi ég reynt hann sem hjarta- hlýjan drengskaparmann, frábæran félagsbróður og hollvin, sem alltaf er hægt að treysta. Nú er hann orðinn 85 ára. En þrátt fyrir þann háa aldur er hann ótrúlega iítið farinn að gefa eftir. Þegar þú mætir honum á hans allt að því daglegu gönguferðum, þá gengur hann rösklega, kvikur á fæti, léttur í spori og beinn í baki eins og ungur maður. Þegar vinir eða kunningjar verða á vegi hans, heilsar hann með hlýju og ástúðlegu brosi og alltaf á hann einhver góð orð fram að færa við viðmælanda sinn, orð sem vekja hiýju og ylja að hjartarótum. Ólafur er innfæddur Akurnesing- ur, fæddur í Sýruparti hinn 23. mars árið 1903. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jóhannesson, formaður, og Guðrún Þórðardóttir. Hann var fjórði í aidursröð af sex bömum þeirra hjóna, sem öll kom- ust til fiillorðinsára. Er hann nú einn systkinanna enn á lífí. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum. Innan við tvítugt gerðist hann starfsmaður við verslun Lofts Loftssonar og Þórðar Asmundsson- ar í Sandgerði. Reyndist hann fram- úrskarandi traustur í starfi og vel fallinn til þess hlutverks, sem hon- um var ætlað að leysa af hendi. Og á grundvelli þeirrar jákvæðu starfs- reynslu, sem hann hlaut í Sand- gerði, var sú ákvörðun tekin að hefja nám í Verslunarskóla íslands. Þaðan lauk hann prófi vorið 1925. Eftir það var hann fulltrúi hjá Bjama Ólafssyni og Co. á Akranesi á árunum 1925—1930. Þá hóf hann verelunarrekstur í félagi við Jón Hallgrímsson. Stofnuðu þeir verel- unina Frón og ráku hana um 10 ára skeið. Þá gerðist Ólafur starfs- maður við fyrirtæki tengdafoður síns, Þórðar Ásmundssonar, og síðar við Sfldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness. Hjá Þórði Ás- mundssyni var hann skrifstofustjóri fyrirtækisins og einn af fram- kvæmdastjórum þess. í niðuijöfn- unamefnd var hann á ámnum 1955—1961. Þá var hann endur- skoðandi Sparisjóðs Akraness í nokkur ár og endurekoðandi bæjar- reikninga Akraness á ámnum 1942-1954. Eins og fram hefur komið var Ólafur tengdasonur Þórðar Ás- mundssonar á Gmnd. Kona hans er Ólína Ása Þórðardóttir og gengu þau í hjónaband hinn 8. ágúst 1931. Arið eftir fluttu þau í eigið hús á Vesturgötu 45. Þar hafa þau átt heimili sitt allt til þessa dags. Þau eignuðust 7 böm. Elsta barnið, drengur er Þórður hét, lést aðeins 6 ára gamall. Hin em öll á lífi. Elstur þeirra er Sigurður, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Akra- ness, kvæntur Margréti Ármanns- dóttur, Ragnheiður, húsmóðir á Akranesi, gift Baldri Ólafssyni, Þórður Helgi, starfsmaður á rann- sóknaretofu Sementsverksmiðju ríkisins, kvæntur Sonju Hansen, Ásmundur, foretöðumaður Dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi, kvæntur Jónínu Ingólfsdóttur, Gunnar, bókari í Reykjavík, kvænt- ur Ragnheiði Jónasdóttur, og yngst- ur er Ólafur Grétar, umboðsmaður á Akranesi, kvæntur Dóm Guð- mundsdóttur. Ólafur er mikill félagshyggju- maður og hefír komið víða við á vettvangi félagsmála. Á ámnum 1928-1934 og 1936-1939 var hann formaður Knattspymufélags Akraness og í dag er hann heiðurs- félagi þar. Þá starfaði hann í Karla- kómum Svönum frá 1934—1963 og var í stjóm hans um langt ára- bil. Hann hefir verið sæmdur gull- merki kóreins. Hann var einn af stofnendum Nemendafélags Verel- unarskóla íslands á Akranesi áríð 1948. í stjóm Sjálfstæðisfélags Akraness var hann um nokkurt skeið. Þá hefir hann verið mjög virkur í starfi Rótarýklúbbs Akra- ness og foreetastörfum gegndi hann þar árið 1968—1969. Hann er einn- ig heiðurefélagi Rótaiýklúbbsins. Og í sambandi við þátttöku Ólafs í félagsmálum og störf hans þar skal þess að lokum getið, að hann var safnaðarfulltrúi Akranessafn- aðar á ámnum 1970—1982. Ég veit, að hvar sem hann hefir komið við sögu á vettvangi félagsmála hefir hann látið til sín taka og lagt sig fram við að leysa hlutverk sín kostgæfilega af hendi hveiju sinni. Þó að hann sé orðsnjall maður í ræðustóli á mannafundum, þá hefír hann aldrei látið orðin ein nægja. Hjá honum urðu verkin einnig að tala. Og fyret og fremst vom það þau mál, sem miðuðu að hans mati til góðs fyrir samtfð og framtíð, sem hann lagði megináherelu á að fylgja fram til sigure. Mest og nánust hafa kynni okkar Ólafs eðiilega orðið á vettvangi hins kirkjulega starfs. Sem safnaðarfull- trúi rækti hann hlutverk sitt af ein- lægri ást til málefnisins, eðlislægri skyldurækni og óbrigðulli reisn. Og hann lét sér ekki nægja að vera á sínum stað þegar kallað var til hér- aðsfunda. FVam til þessa dags hefir hann rækt kirkjuna sfna og tekið þátt í helgihaldi hennar af meiri árvekni og kostgæfni en flestir aðr- ir. Ég þekki fáa, sem fremur en hann gætu gert þessi fomhelgu orð að sínum eigin: „Ég varð glaður er menn sögðu við mig: Göngum í hús Drottins." (Sálm. 122.1.) Það er meiri gæfa en orðum verði að komið og margföld blessun fyrir hvem söfnuð og hvert byggðarlag að eiga slíka menn sem Olafur Sig- urðsson er. En allra dýrmætast er þó að eiga vináttu hans. Á þessum merku tímamótum á ævi míns kæra vinar vil ég svo að lokum þakka honum fyrir góð kynni og trausta vináttu, um leið og við hjónin ámum honum, eiginkonu hans og ástvinum heillá, giftu og Guðs blessunar á þeim vegi, sem framundan er. Björn Jónsson Fyrirlestur um kvenuasögii NÚ ER stödd hér á landi Christl Wickert sagnfræðingur við Freie Universitet í Berlín. Hún hefur á undanfömum árum lagt stund á kvennarannsóknir og hefur skrifað greinar um stöðu kvenna i Þýska- landi á 19. og 20. öld. Sérgrein hennar er þó konur í hreyfingu sósialdemókrata á dögum Weimar-lýðveldisins. Christl Wickert flytur fyrirlestur um konurnar í sósíaldemókrata- hreyfingunni miðvikudaginn 23. mare ki. 17.00 í Kvennaskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 9 (bak- dyramegin). Fyrirlesturinn heldur hún f boði kvennasöguhópsins en hann er hluti af Áhugahópi um kvennarannsóknir. Til að skýra efni fyrirlestureins aðeins betur, má geta þess að Weimar-lýðveldið var stofnað árið 1918 og var við lýði þar til Hitler tók völdin árið 1933. Tíminn milli styijaldanna var mikið umbrota- skeið. Árið 1919 gerðu kommúnist- ar byltingartilraun í Þýskalandi sem endaði með hörmungum og dauða byltingarleiðtoganna. Sósíaldemó- kratar voru við stjóm lengst af þennan tíma og áttu í stöðugum illdeilum við kommúnista annare vegar og hægri öfgaflokka hins vegar. í listum og menningu voru mikil umbrot. Þetta er tími Brechts, Hesse, Bláa engilsins og söngva Kurts Weils. En hvað gerðu konum- ar á þessum tíma? Voru þær virkar f stjómmálum? Reyndu þær að beita sér innan verkalýðshreyfíngarinnar og Sósíaldemókrataflokksins? Við þessum spumingum fáum við vænt- anlega svör hjá Christl Wickert á miðvikudag. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, er öllum opinn. (Fréttatilkynning) Innilegar þakkir til allra, vina og vanda- manna, fyrir heimsóknir, gjafir, blóm og heilla- skeyti á níutiu ára afinœli mínu þann ll.febrú- ar sl. GuÖ blessi ykkur öll. Björn Erlendsson. Égþakka, öllum sem heimsóttu mig á áttrœÖis- afmœlinu og færöu mér gjafir, blóm og skeyti. Innilegar þakkir til þeirra, sem stóÖu fyrir veit- ingunum. GuÖ blessi ykkur öll. Ásdís M. Þórðardóttir. I\l u d d Einkatimar i samræmisnuddi (rebalancing). Nuddkennsla hefst 16.-17. apríl. Hringið og fáið upplýsingar í sima 17923 virka daga frá kl. 16.30-18.30. Lone Svargo Riget, rebalancer. Loksins — Loksins Einstakt tækifæri Nú er til sölu ein af perlum Breiðafjaröar Eyja sem liggur skammt undan Stykkishólmi (tíu til fimmtán mínútna ferð með bát). Henni fylgja 10 smáeyjar, ásamt einstökum hlunhindum, svo sem æðarvarpi, góðum grásleppumiðum, þangskurði og lundatekju. í eynni er uppsprettulind, tvílyft timburhús og stór útihús. Eyjan gæti m.a. hentaö félagasamtökum, sem eru að leita að friði og einskærri náttúrufegurð sem hvergi finnst annars staðar. Við leitum að verðtilboðum og áskiljum okkur rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist í póst- hólf 123, Akranesi, merkt: „Perla“ fyrir 6. apríl. Upplýsingar veittar í síma 91-53045 og 93-11828. Eigum til allar tegundir af hinum þekktu Fiskarsskærum Stór sníðaskæri, heimilisskæri, hægri og« vinstri handa, eldhússkæri, takkaskæri og saumaskæri, Fiskars-eldhúshnífar í miklu úr- vali. Svissneskir vasahnífar. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skólann. Naglaskæri og hárskæri. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.