Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 41 „Gilda skal meira Drottins boð“ eftir Gunnar Þorsteinsson Sjá til, mín sál, að siðvaninn síst megi villa huga þinn, forðast honum að fylgja hér framar en Guðs orð leyfir þér. Góð minning enga gerir stoð, gilda skal meira Drottins boð. (Hallgtfmur Pétursson.) Sálmar Hallgríms Péturssonar eru með dýrustu perlum þeirrar arf- leifðar er íslensk kristni ber okkur. Það fer saman boðun sem er hrein, einlæg og ómenguð og listrænt inn- sæi sem á sér vart hliðstæðu. Ég get með heilum huga tekið undir þær hendingar úr sálmum Hallgríms er hér eru tilfærðar, sem og annað er segir í sálmum Hallgríms. En ekki eru allir á sama máli. Illt er að byggja líf sitt á bók sem hefur ekki sterkari rök um tilveruna en þau sem eru „ævinlega í besta falli mikið álitamál". Þessi tilvitnun er einkunn sem sr. Heimir Steinsson gefur ritningunni í grein í Lesbók Morgunblaðsins þann tólfta marz sl. Ég hlýt að andmæla þessum málflutningþ, þó ég ætli mér ekki þá dul að hjálpa Guði að veija orð sín og helga bók, en ég get ekki orða bundist þegar vegið er að grunni kristninnar með slíkum hætti. Orðið eða arfleifðin Sr. Heimir Steinsson etur saman í grein sinni kenningum ritningar- innar og arfleifð okkar og dregur þar taum arfleifðarinnar. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að velja á milli erfikenningar manna og orðs Guðs. Fyrir mörgum er hér mikill vandi á ferðum, en ég tel að menn eigi hiklaust að velja það er sannara reynist. Erfikenningar manna geta ógilt ráð Guðs. í fimmtánda kaflanum í Matteusi er Jesú á tali við fræði- menn og farisea og er umræðuefnið einmitt þetta. Þar tekur Drottinn afar hart á þeirri áherslu að velja erfíkenningarnar framar orðinu. Hann gengur svo langt að segja þeim að dýrkun þeirra sé til einskis vegna þessa. U ngbar naskí r n Enn er það ungbarnaskírnin sem er í brennidepli og til vamar henni hrapa menn að því að álykta að fremur beri að hafa í heiðri erfíkenn- ingar fyrri tíðar manna, en sjálft orð Guðs. í stað þess að taka rökum hverfa menn til óheillaráða. í öðru orðinu fagna menn yfír breyttum viðhorf- um og að áherslur og efnistök hafí tekið hamskiptum, en í hinu orðinu vilja menn læsa skímarskilningnum við_ þekkingarstig miðalda. íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum stakkaskiptum á þessari öld og margt er það í arfí aldanna, sem menn fagna yfír á tyllidögum, að liðið er undir lok. Hugsunarháttur, þekking og almennur skilningur er ekki hinn sami og var og hafa flest- ir tekið því með hinni mestu karl- mennsku, en skímarskilningurinn situr eftir. Það má til sanns vegar færa að deila um skímarskilning sé tilgangs- lítil, sér í lagi ef við höfum ekkert til að festa hendur á annað en það sem er. Hér eru menn fremur að þræta en deila. Frelsi eða fordómar Opinská umræða um trúmál hlýt- ur að vera af hinu góða. í slfkri umræðu er þess vænst að menn leggi spilin á borðið og málin séu skoðuð með opnum huga. Sú af- staða að hrópa að það sé vitlaust gefið og ekki sé hægt að byggja nema á hefðinni einni saman er til óþurftar. „í öllum tilvikum sker arfleifð hlutaðeigandi kirkju úr um niður- stöðu ritningarlestursins — hvort heldur rætt er um skímina eða önn- ur efni.“ Þessi klausa er fengin úr grein sr. Heimis. Svo mörg voru þau orð. Ef menn lesa ritningarnar með arfleifð sína eina í huga hlýtur það að bera með sér mikinn skort á ein- lægni og leiða til stöðnunar. Eg fæ ekki séð annað en að mönnum beri að nálgast ritningarn- ar með opnum huga og fofdóma- „Það má til sanns vegar færa að deila um skírnarskilning’ sé til- gangslítil, sér í lagi ef við höfum ekkert til að festa hendur á annað en það sem er. Hér eru menn fremur að þræta en deila.“ Gunnar Þorsteinsson leysi. Við megum ekki láta siðvan- ann blinda hugi okkar og valda því að við höndlum ekki meir af borði Drottins. Vitnisburður Páls Mig langar til að Páll postuli ljúki þessu fyrir mína hönd, en hann seg- ir: „Ég fór lengra í gyðingdóminum en margir jafnaldrar mínir meðal þjóðar minnar og var miklu vand- lætingasamari um erfikenningu for- feðra minna. En þegar Guð, sem hafði útvalið mig frá móðurlífi og af náð sinni kallað, þóknaðist að opinbera mér son sinn til þess að ég boðaði fagnaðarerindið um hann meðal heiðingjanna, þá ráðgaðist ég ekki við neinn mann, ekki fór ég heldur upp til Jerúsalem til þeirra sem voru postular á undan mér.“ Páll yfirsté alla fordóma og erfi- kenningar. og hélt óbundinn á vit fyrirheita Guðs. Það er ætlan mín að hans traust á bjargi aldanna geti verið okkur til eftirbreytni í dag. Höfundur er forstöðumaður Krossins í Kópavogi. ad imm mmim úmu v?sa I mUHBHUU Opid frá ki12m18 Laugardaga tré kl.10 tit16 IÐNADARMANNAHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.