Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 * Utflutningur á laxaseiðum til Noregs; Herða þarf eftir- lit og forvarnir - segir Paul Midtlyng hjá norska landbúnaðarráðuneytinu 3Ki**$i Útgefandi tnflilfifrife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. ^intakið. Mikið fylgi Kvennaiistans Fylgi sveiflast mjög milli flokka samkvæmt skoðana- könnunum. Nú hefur það gerst í fyrsta sinn í sögunni, að Sjálf- staeðisflokkurinn er ekki í fyrsta sæti sem stærsti flokkur lands- ins. Kemur þetta fram í niður- stöðum skoðanakönnunar, sem birtust í Dagblaðinu/Vísi (DV) á mánudag. Samkvæmt könn- uninni hefur Kvennalistinn tekið forystuna og nýtur mestra vin- sælda stjómmálaflokkanna. Álíka mikil sveifla upp á við hjá flokki sem að jafnaði nýtur fylgis á bilinu 10 til 20% hefur áður orðið í skoðanakönnunum, þótt ekki hafí áður gerst að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði í öðru sæti. Þessi nýja staða hlýt- ur að vera sjálfstæðismÖnnum mikið umhugsunarefni og raun- ar þjóðinni allri, því að hvað sem öðru líður hefur Sjálfstæðis- flokkurinn verið kjölfesta í stjómmálalífínu. Hefðir hans, saga og stefna hafa höfðað til fjölmennasta hóps kjósenda. Kvennalistinn er allt annars konar samtök og í raun ekki flokkur, þar er skipulag ekki með þeim hætti að auðvelt sé að átta sig á hvemig ákvarðan- ir em teknar, enginn formaður er lgörinn hjá Kvennalistanum og karlmenn hafa ekki verið valdir til framboðs á vegum hans. Þegar DV leitaði álits Ólafs G. Einarssonar, formanns þing- flokks sjálfstæðismanna, á nið- urstöðum skoðanakönnunarinn- ar sagði hann: „Ég get ekki annað sagt en að mér þykir það með ólíkindum hvað Kvennalist- inn rýkur upp. Ég hef svo sem mínar skoðanir á ástæðunni fyr- ir því. Þær hafa það fram yfír aðra flokka að þær sýna sam- stöðu í málum, tjá sig ekki um efnisatriði í málum í þinginu fyrr en þær hafa komið sér sam- an um sameiginlega afstöðu og ég efast ekkert um að kjósendur vilja að flokkar sýni slíka sam- stöðu. Auk þess tala þær eink- um um mjúku málin og slíkt fellur vel í kjósendur. Ég er mjög óánægður með útkomu Sjálfstæðisflokksins, afar ósátt- ur.“ Er unnt að skilja þessi orð formanns þingflokks sjálfstæð- ismanna á annan veg en áminn- ingu til hans manna og ann- arra, að þeir þurfí að haga málflutningi sínum á annan veg á Alþingi? Standa þannig að málatilbúnaði, að alþjóð sann- færist um samhug og einarða afstöðu samstarfsmanna svo að ekki sé talað um flokksbræður? í framhaldi af þessum réttmætu ummælum formanns þingflokks sjálfstæðismanna má rifja upp, að forvígismenn Kvennalistans hafa látið orð falla á þann veg, að þær leitist ávallt við að svara og skýra mál sitt, ef þær telja á sig hallað. Samkvæmt könnun DV nýtur Kvennalistinn stuðnings 29,7% þeirra sem afstöðu tóku og Sjálfstæðisflokkurinn 28,4%. Af þingflokkunum er fylgi Borg- araflokksins minnst, aðeins 4,7%, og Alþýðubandalagið er næst minnst með 7,8%, þá er Alþýðuflokkurinn með 9,3% og Framsóknarflokkurinn með 17,6%. Ef þessar tölur eru lagð- ar saman má til dæmis komast að þeirri niðurstöðu, að Kvenna- listi, Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag njóti samtals stuðnings 55,1% kjósenda. Á að líta á þetta sem ósk um vinstri stjórn? Áður en þeirri spumingu er svarað, þurfa fyrst að liggja fyrir óyggjandi svör um það, að Kvennalistinn sé vinstra megin við miðju í stjómmálun- um. Það er eitt af einkennum þesSara vinsælu samtaka að erfítt er að fá skýr svör við spumingum sem þessum. Þegar á átti að herða í stjómarmynd- unarviðræðum á síðasta ári gættu kvennalistakonur þess einnig að sýna aldrei öll spilin, sem þær höfðu á hendi. Yfír samtökum þeirra hvílir ákveðin dulúð. í Þjóðviljanum í gær em menn þó ekki í vafa um að markmið Kvennalistans séu vinstrisinnum að skapi; í for- ystugrein viðrar blaðið sig upp við Kvennalistann meðal annars með þessum orðum: „Við þær aðstæður sem DV-könnunin sýnir hlýtur það að verða hlut- verk vinstrimanna að vinna með þessari hreyfíngu sem nú heimt- ar öðmvísi vinnubrögð og betra samfélag." Iiklega til að draga athyglina frá þeirri staðreynd, að Þjóðviljinn er málgagn flokks með 7,8% fylgi, segir blaðið í lok forystugreinarinnar um mikfð fylgi Kvennalistans: „Þegar skyggnst er undir yfír- borðið leynast flokknum [Al- þýðubandalaginu] hér óvæntir möguleikar, öflugri hljóm- gmnnur, nýir liðsmenn á leið til nýrrar framtíðar." Af þessu tilefni er ástæða til að spyija: Em talsmenn Kvennalista sam- mála því að fylgi samtakanna sé stuðningur við sjónarmið Þjóðviljans og Alþýðubanda- lagsins? TÖLUVERT hefur verið rætt undanfarið um útflutning laxa- seiða til Noregs. Þar er um mikil- vægt mál að ræða fyrir íslenskar fiskeldisstöðvar, nefndar hafa verið tölur á borð við 4-5 milljón- ir seiða og að söluverðmæti þeirra gæti orðið um 300 mil(jón- ir króna. Norðmenn hafa veitt sérstaka undanþágu fyrir inn- flutningi .seiðanna, en annars er bannað að flytja lifandi fisk til Noregs vegna sjúkdómahættu. Hvort af innflutningnum verður, veltur þess vegna á því að ekki verði vart sjúkdóma í íslensku seiðunum. Um síðustu helgi var haldin í Reykjavík ráðstefna um fisksjúkdóma á Norðurlöndum og hana sat maður að nafni Paul Midtlyng, sem hefur mikið að segja um innflutning fiskseiða til Noregs. Morgunblaðið hafði tal af Midtlyng og spurði hann stutt- lega um ýmis atriði þessa máls. Midtlyng er yfírdýralæknir við físksjúkdómadeild norska land- búnaðarráðuneytisins og hefur á hendi yfírstjóm eftirlits með heil- brigði eldisfískstofna. Hann er einn- ig verkefnisstjóri í norrænu heil- brigðisátaki í fískeldi, sem styrkt er af norrænu ráðherranefndinni. Ráðstefnan, sem fulltrúar frá dýra- læknadeildum norrænu landbúnað- arráðuneytanna og fisksjúkdóma- rannsóknastofum í öllum löndunum sóttu, er hluti af þessu átaki. „Þetta heilbrigðisátak hefur ekki einungis mikla þýðingu fyrir við- skipti með eldisfisk milli Norður- landanna, heldur einnig fyrir físk- eldið í hveiju landi fyrir sig,“ sagði Midtlyng. „Fisksjúkdómar hafa valdið fískeldi á Norðurlöndum miklum erfíðleikum. Ein niðurstað- an af ráðstefnu okkar hér er sú, að menn eru mjög tortryggnir á að flytja lifandi fisk og hrogn milli landa. Við sérfræðingar gerum okk- í vísindaritinu Nature birtist þann 10. mars síðastliðinn grein sem ber heitið „A method for prediction of volcanic eruptions" - Aðferð til að segja fyrir um eldgos. Þar setur jarðfræðingur- inn Barry Voight fram nýjar til- lögur um hvemig spá megi eld- gosum og notar hann til þess formúlu úr aflfræði bergs og jarðvegs, sem á við um þegar berg eða jarðvegur brestur. „Þetta er tilraun tíl að gera þess- ar spáaðferðir stærðfræðilegar en á ekki við hér,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er Morgunblaðið innti hann álits á greininni. „Þessi aðferð kemur ekki til með að breyta neinu hér,“ sagði Páll og í sama streng tóku Axel Bjömsson jarðeðlisfræðingur og Ágúst Guð- mundsson, jarðfræðingur við Norr- ænu eldfjallastöðina. „Formúlan gerir lítið annað en að lýsa því sem reyndur eldfíallasérfræðingur sér í ur vel ljósa hættuna, sem slíkum flutningum er samfara, og ég veit að þið Islendingar þekkið vel hætt- una af físk- og dýrasjúkdómum, sem borist gætu til landsins. Þess vegna er mjög líklegt að yfírvöld í öllum löndunum athugi gaumgæfí- lega, hvort leyfa eigi slíkan inn- flutning eður ei. Að minnsta kosti verður að herða allar reglur og eftir- lit þar að lútandi til þess að draga út áhættunni." Midtlyng sagði að á ráðstefnunni hefðu komið fram greinileg merki þess, að öll löndin hygðust grípa til hertra ráðstafana til þess að hindra smit. „Þess vegna reynum við nú að ná samkomulagi á vísinda- legum grunni um aukið og árang- ursríkara eftirlit með fískeldisstöðv- um, en áður hefur verið, og þess vegna var þessi ráðstefna haldin hér,“ sagði Midtlyng og bætti við að hún væri sú stærsta sem haldin hefði verið um þessi efni á Norður- löndunum. Midtlyng sagði að undanfarið hefðu Norðmenn unnið að því að koma á virkri yfírstjóm á þessu sviði og hefðu í því skyni hrundið af stað svokallaðri „Fiskheilbrigð- isáætlun", sem líffræðingar, dýra- læknar og fískeldismenn ynnu að saman, og Svíar hefðu svipaða áætlun á pijónunum. Öll löndin hefðu tekið undir hugmyndir þess- ar. „Við stefnum að því að herða eftirlit og forvamir til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómsfaraldur skjóti óvænt upp kollinum," sagði Midtlyng. „Við höfum velt því fyrir okkur, hvort betra sé að vitja fískeldisstöðvanna oft til rannsókna eða gera mikinn fjölda prófana á rannsóknarstofum," sagði Midt- lyng. „Við þurfum líka að meta, hvort betra sé að gera prófanir á vetri eða sumri, hvenær sé líklegast að sjúkdómseinkenni komi fram hjá fiskinum, hversu marga físka við hendi sér. Hún er ekki viðbót við þær upplýsingar sem fyrir eru hér og á ekki við um neinar íslenskar eldstöðvar, nema hugsanlega Snæ- fellsjökul og Öræfajökul," sagði Páll. „Voight notar gögn frá eldgosinu í St. Helens 1982 og í því tilfelli á aðferðin ágætlega við. Aðferðin hefur ekki verið notuð við eldgosa- spár hingað til en ég tel hana vel þess virði að setjast niður og prófa," sagði Axel. „Það er alltaf verið að reyna að sjá eldgos fyrir og almennt er viður- kennt að það er ekki hægt nema með mælingum. Voight vantar þau gögn sem þyrfti, aðferðin er of einhlít. En hún er alls ekki alvond, fremur heiðarleg tilraun. Það sem Voight tekur ekki með í reikninginn er að þótt kvikuhólf bresti og kvik- an myndi gang þá nær sá gangur ekki nema stundum til yfírborðs þannig að í mörgum tilfellum verð- ur ekki eldgos heldur myndast ein- ungis innskot. Það er enginn vafí þurfum að prófa til þess að forðast tölfræðilegar skekkjur og svo fram- vegis. Auk þess að velta fyrir okkur þessum skipulagsatriðum, höfum við gert mikið af tilraunum á rann- sóknastofum, en við þurfum sér- staklega á því að halda að þróa gerlarannsóknir okkar frekar. Við erum betur staddir hvað varðar veiru- og sýklarannsóknir." Tíðara eftirlit Yfírdýralæknirinn sagði að nið- urstaðan af umræðum um yfírstjórn eftirlitsins væri brýn nauðsyn á að oft væri fylgst með fískeldisstöðv- um, jafnvel á þriggja vikna fresti, og að eftirlitsmenn gætu valið úr þá físka, sem þeim þættu athyglis- verðastir til rannsókna, allt upp í 500-1000 físka á ári frá hverri stöð. Einnig væri nauðsynlegt að fylgjast vel með til dæmis dánartíðni físka til þess að gera sér betur ljóst, hven-i ær um sjúkdóma geti verið að ræða. „Þetta leggur auðvitað einnig aukna ábyrgð á herðar fískirækt- endum, sem verða að fylgjast vel með fiskstofnum sínum," sagði Midtlyng. Áhyggjiir íslendinga — Nú þegar Norðmenn eru að grípa til herts eftirlits, hvernig tel- urðu íslensku fiskeldisstöðvamar í stakk búnar til að mæta kröfum ykkar? „Frá og með 1. maí næstkom- andi verður bannað í Noregi að flytja lifandi físk milli sýslna án heilbrigðisvottorðs, þannig að það er kannski von að íslendingar hafi áhyggjur af sínum innflutningi," sagði Midtlyng. „Við setjum þau skilyrði að fiskiræktendur, sem vilja flytja inn seiði til Noregs sýni mikla varkámi í kaupum á hrognum, og kaupi helst engan lifandi físk að. Þeir verða einnig að gangast undir Aðferðir Voights eru ekki taldar i á að í framtíðinni munu eldgosa- spár að verulegu leyti byggjast á líkanreikningum, en þeir byggjast á eðlisfræðijöfnum. En hvort aðferð Grein í Nature um eldgosaspár: Heiðarleg tilraun en á ekki við hér - segja íslenskir sérfræðingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.