Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 45 og notalega íbúð og fluttist þá á ný til Reykjavíkur. Síðustu þijá mánuðina stundaði hann sjó og önnuðust þá foreldrar okkar ýmsar útréttingar fyrir hann, og mikið var hann þakklátur fyrir það. Hann hringdi jafnvel erlendis frá, heim til okkar, bara til þess að segja þeim hvað honum þætti vænt um þau, og hversu þakklátur hann væri fyrir það sem þau önnuðust fyrir hann. Svona var Gunnar, einlægur og blíður með stórt hjarta. Hann hafði mikið samband við Þórey systur sína og þótti þeim innilega vænt hvoru um annað. Elsku Hreiðar, Þórey og Gógó, guð gefi ykkur og öllum sem eiga um sárt að binda styrk til að sigr- ast á söknuði og sorg. Sigga Bylgja og Guðbjörg Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér. (Efesusbréfíð.) Brostinn er hlekkur í fjölskyldu minni, skarð erfyrir skildi. Á öldum ljósvakans þann 14. mars barst mér sú harmafregn að Gunnar Þorkell systursonur minn hafi látist af slys- förum. Alltaf stendur maður jafn berskjaldaður fyrir dauðanum, þeg- ar maðurinn með ljáinn er á ferð óvæginn og miskunnarlaus og gerir ei boð á undan sér eins og í þetta sinn. Á einu andartaki var klippt á lífsþráð míns hjartkæra systursonar sem okkur þótti svo innilega vænt um. Það er ekki spurt um stað né stund og tímaglasið útrunnið sem engan óraði fyrir. Daginn áður hafði hann hringt til mín þaðan sem hann var staddur í Rotterdam í Hollandi. Hann var glaður og reifur, langaði að heyra raddjr okkar og talaði við okkur öll. Ákveðið var að hann heimsækti okkur næst þegar hann kæmi í land. Við kvöddumst létt í lund með þakk- læti í hjarta eftir ánægjulegt sam- tal. Þama kom það berlega í ljós að mennimir ákvarða en Drottinn ræður. „Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf sé hún ætíð í þinni hlíf.“ (H.P.) Gunnar Þorkell fæddist í Reykjavík þann 25. október 1964. Hann var elsta bam foreldra sinna, Sigurlaugar R. Guðmundsdóttur (Gógó) og Jóns Hreiðars Hansson- ar, og fyrsti drengurinn sem bama- bam foreldra okkar, Þóreyjar Þor- kelsdóttur og Guðmundar Kr. Hall- dórssonar, húsgagnasmíðameist- ara, Þórsgötu 10. Hann var sann- kallaður sólargeisli, ljóshærður, knár og fallegur drengur, skír og skemmtilegur og hvers manns hug- ljúfi. Tveimur árum síðar fæddist bróðir hans sem skírður var Þórður Guðni, en hann lést í frumbemsku. Árið 1969 í febrúar fluttist fjöl- skyldan til ÁstraJíu og bjó þar í þijú og hálft ár. Á þeim tíma fædd- ist þriðja bamið og var það telpa sem skírð var Þórey eftir móður okkar sem lést árið 1968. Pjölskyld- an undi hag sínum vel á fjarlægum slóðum og allt virtist bjart framund- an, en á einu augabragði varð um- ferðarslys og Gunnar Þorkell lenti fyrir bifreið. Hann slasaðist alvar- lega og setti þetta slys sitt mark á litla drenginn og tók langan tíma Blóma- og skreytingaþjónusta hvert sem tilefniö er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBAJ, Álfhcimum 74. sími 84200 að hann jafnaði sig. Þau fluttust síðan heim til íslands í október 1972. „Þú Guð sem stýrir stjama her og stjómar veröldinni, í straumi lífsins stýrð þú mér með sterkri hendi þinni.“ (Vald. Briem.) Ári síðar slitu foreldrar hans samvistum. Þórey litla var hjá móð- ur sinni en Gunnar Þorkell hjá föð- ur sínum, einnig var hann mikið á heimili Margrétar föðurömmu sinnar og manns hennar, Jóns Guð- mundssonar, en hann lést á sl. ári. Hann gekk í skóla og fermdist frá Margréti ömmu sinni og Jóni sem reyndust honum vel alla tíð. Eftir að faðir hans kvæntist aftur var heimili hans hjá honum og konu hans, Kristbjörgu Jónsdóttur að Sléttahrauni 28, Hafnarfírði. Krist- björg á tvær dætur frá fyrra hjóna- bandi og ríkti gott samkomulag á milli ungmennanna. Mikið og náið samband var á milli Gógó, systur minnar, og Gunnars Þorkels, og einnig á milli systkinanna Þóreyjar og Gunnars Þorkels og litlu systra hans, Guðrúnar og Sigrúnar, sem- allar syrgja nú sinn ástríka bróður. Gunnar Þorkell var glæsilegur ungur maður, bjartur yfírlitum, hár vexti og samsvaraði sér vel. Hann var dagfarsprúður og með eindæm- um bamgóður. Sonur minn, Magn- ús, syrgir frænda sinn mikið því náið samband var á milli þeirra þó árin væru tíu. Það sýnir að Gunnar Þorkell hafði lag á bömum, hann var ætíð aufúsugestur á heimili okkar í gegnum árin. I lok síðasta árs festi hann kaup á lítilli íbúð sem hann Iagfærði sjálf- ur á smekklegan máta enda hand- laginn vel. Þar var hann búinn að koma sér fyrir og var allt snyrtilegt og fágað um að lítast. Þetta var hans eigið heimili og er gleðilegt til þess að vita að draumur hans varð að veruleika um að eignast sína eigin íbúð. Gunnar Þorkell lagði stund á húsasmíði og vann við smíðar, en langaði síðan að breyta til og fara á sjóinn enda engum háður, en þar voru örlög hans ráðin í erlendri höfíi. Gunnar Þorkell bar nöfn móður- foreldra minna og var yfirleitt nefndur báðum nöfnunum að minnsta kosti af sínu móðurfólki. Það er sárt til þess að vita að tutt- ugu og þriggja ára gamall maður í blóma lífsins sem á lífið framund- an skuli ljúka hinu jarðneska lífi svona skyndilega: Hann er harm- dauði öllum sem þekktu þennan ljúfa dreng. Guð styrki ástvini hans í þeirra miklu sorg. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýiðar hnoss þú hljóta skalt.“ (Vald. Briem.) Blessuð sé minning míns hjart- kæra systursonar. Sigrún Guðmundsdóttir t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Torfalœk, sem lést sunnudaginn 13. mars sl., verður jarðsungin frá Blöndu- óskirkju föstudaginn 25. mars kl. 14.00. Torfi Jónsson. Jóhannes Torfason, JónTorfason, Elín Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigriður Kristinsdóttir og barnabörn. t Sonur okkar og bróðir, GUNNAR ÞORKELL JÓNSSON, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaöakirkju í dag, miövikudaginn 23. mars, kl. 15.00. Sigurlaug R. Guðmundsdóttir og fjölskylda. Jón (Iroiðar Hansson og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóöur og ömmu, HELGU EINARSDÓTTUR, Barónsstíg 30, Reykjavik. Guð blessi ykkur öll. Elsa E. Drageiðe, Halldór Ö. Svansson, Sigrún Guðmundsdóttir, Stefán Aðalbjörnsson, Ingimundur Guðmundsson, Kristrún Danfelsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Lokað vegna jarðarfarar GUNNARS ÞORKELS JÓNSSONAR eftir hádegi miðvikudaginn 23. mars. Marinó Pétursson hf., Skútuvogi12A. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Marmm/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður SVAR MITT eftir Billy (*raham Er Kristur að koma? Eg á nokkra vini sem segja að Jesús Kristur komi aftur og meira að segja alveg á næstunni. Hafa þeir á réttu að standa? Það er rétt sem þeir segja að Jesús Kristur kemur aftur til þess að setja á stofn eilíft ríki sitt í heiminum. Jesús kenndi þetta sjálfur og þegar hann steig upp til himna eftir uppris- una kunngjörði engill lærisveinunum: „Þessi Jesús sem var upp numinn frá yður til himins mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ (Post. 1,11.) Á hinn bóginn hefur Jesús varað lærisveina sína við því að segja til um hvenær hann muni koma því að endurkoma hans mun verða óvænt og skyndileg. Hann sagði: „Um þann dag og þá stund veit enginn, ekki einu sinni englar himnanna né sonurinn heldur aðeins faðirinn einn. — Fyrir því skuluð og þér vera viðbúnir því að mannssonurinn kemur á þeirri stundu sem þér ætlið eigi.“ (Matt. 24,36,44.) Enginn getur sagt upp á hár að Jesús komi í nánustu framtíð — þó að svo kynni að fara. Jafnframt segir Biblían frá ýmsum táknum sem benda til endurkomu Jesú, margs konar viðburðum sem hljóta að eiga sér stað áður en hann kemur. Jesús talaði ekki um þetta til þess að við gætum sagt nákvæmlega hvenær hans væri von, heldur til að uppörva okkur með því að leiða okkur fyrir sjónir að Guð væri að verki og að hann væri að láta áform sín ræt- ast. Jafnframt eru þau vísbending um komu hans. Jesús sagði t.d. við lærisveina sína: „Þessi fagnaðarboðskap- ur um ríkið mun predikaður verða um alla heimsbyggðina til vitnisburðar öllum þjóðum og þá mun endirinn koma.“ (Matt. 24,14.) Vissulega er þetta að verða að veruleika á okkar tímum og sýnir að endurkoma Krists nálgast óðum. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvenær Kristur muni koma og nauðsynlegt að hyggja að því hvað Biblían segir um spádóma. En meira máli skiptir að gera sér ljóst að Kristur getur komið á hverri stundu. Ertu viðbúinn komu hans? Þú getur orðið það með því að ganga Jesú Kristi á hönd tafarlaust. Þökkum innilega samúð og okkar, tengdafööur og afa, t vinarhug við andlát og útför föður ÁRNA S. GUÐMUNDSSONAR frá Hofsósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Hafnarfirði. Brynja Árnadóttir, Sverrir Júlfusson, Reynir Árnason, Jakobfna Þorgeirsdóttir, Guðmundur Árnason, Regfna Guðlaugsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda vinsemd og samúö við andlát og útför ÞÓRÐAR LOFTSSONAR frá Bakka. Aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu við andlát og jarðar- för systur okkar, FÍDESAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hamrahlíð 17. Elísabet Þóröardóttir, Viktor Þórðarson, Karl Þórðarson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.