Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 18

Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Dapiir dagar í atvinmi- sögu Siglufjarðar eftirJóhann G. Möller Þriðjudagurinn 16. febrúar sl. var dapur dagur í atvinnusögu Siglufjarðar. Þá var hætt fram- leiðslu á gaffalbitum í Sigló hf. og framleiðslutækin tekin upp til flutnings til Homafjarðar. Um leið misstu 20—25 manns atvinnu sína á Siglufirði. Lagmetisframleiðsla Síldamið- ursuðuverksmiðju ríkisins — Si- glósíld, Lagmetisiðjunnar Sigló hf. og nú síðast Sigló hf. á gaffalbitum og síldarflökum hefur í rúmlega aldarfjórðung verið veigamikill þáttur í atvinnulífí Siglfírðinga eft- ir að síldin hvarf af miðunum fyrir Norðurlandi. Árið 1971 unnu um 70 manns hjá Siglósíld við lagmet- isframleiðslu, það árið annaði verk- smiðjan ekki eftirspum á gaffalbit- um og kryddsíldarflökum. Gerðir voru sölusamningar fyrir um 770 þúsund dollara. Þó að heldur hafí hallað undan fæti undanfarin ár var þessi vinnsla enn snar þáttur í afkomu bæjarbúa. Það er ljóst, að forráðamenn ríkissjóðs gerðu sér ljósa grein fyr- ir þessari staðreynd, er þeir seldu núverandi eigendum Sigló hf. verk- smiðjuna þann 17. des. 1983 á vildarkjörum. Nýjum kaupendum voru því sett eftirfarandi skilyrði, sem þeir undirrituðu: „Kaupandi lofar að starfrækja rækjuvinnslu og síldamiðurlagn- ingu áfram í hinum keyptu eignum. Hann lofar einnig að skapa eins mikla vinnu og honum er frekast unnt á Siglufírði bæði við fryst- ingu, niðursuðu og niðurlagningu. Kaupanda er ljóst tilgangur selj- anda að tryggja atvinnuástandið á Siglufirði sem allra best og lofar að vinna i þeim anda.“ (Leturbr. JGM.) Framieiðslurétturinn seldur úr bænum Sala núverandi eigenda Sigló hf. á gaffalbitalínu fyrirtækisins í annan landsfjórðung nú í nóvemb- er kom verkafólki á Siglufirði, at- vinnumálanefnd bæjarins og verkalýðsfélaginu algjörlega að óvörum. Það var ekki fyrr en á fundi atvinnumálanefndar 24. nóv- ember sl. að framkvæmdastjóri Sigló hf. greindi frá þessu og það var gert með starfsfólkinu sama dag. Þá vom þeir Sigló-menn raun- vemlega búnir að ganga frá söl- unni við Homnfírðinga. Um þetta segir í samþykkt stjómar Verka- lýðsfélagsins Vöku litlu síðar: „Fundur í stjóm Verkalýðsfé- lagsins Vöku, haldinn 27/11 1987 mótmælir harðlega sölu stjórnar Sigló hf. á gaffalbitaframleiðslu fyrirtækisins til Hornafjarðar. Gaffalbitaframleiðsla hefur verið snar þáttur í atvinnulífí Sigluíjarð- ar um áratugaskeið, en hefur nú verið seld í annan landsfjórðung fyrir alla framtíð. Fundurinn mótmælir alveg sérstaklega þeim vinnubrögðum stjórnar Sigló hf. að halda fyrirætlunum sinum um þessa sölu á 25 árs- verkum frá Siglufirði leyndum, þannig að Verkalýðsfélaginu Vöku og atvinnumálanefnd Si- glufjarðar var ekki skýrt frá fyrirhugaðri sölu fyrr en þriðju- daginn 24. þ.m., en samningur- inn síðan undirritaður degi síðar.“ (Leturbr. JGM) Einn er sá aðili, sem mun hafa vitað um þetta vel varðveitta leynd- armál stjómar Sigló hf., en það er iðnaðarráðuneytið. Það og fjár- málaráðuneytið vom þau ráðuneyti er seldu fyrirtækið 1983 með hin- um skýru ofangreindu skilmálum. í niðurlagi samþykktar Vöku segir: „Fundurinn telur, að með sölu á gaffalbitaframleiðslunni til Homafjarðar hafí kvaðir kaup- samningsins verið þverbrotnar og hafí stjómvöld heimilað fyrirtæk- inu söluna þrátt fyrir kvaðir og án alls samráðs við bæjaryfirvöld og Verkalýðsfélagið Vöku, sé um að ræða grófa móðgun við Siglu- fjörð og Siglfírðinga." Siglfírðingar vom heldur ekki sáttir við slík vinnubrögð og fram- komu við fólkið, sem þar hafði unnið — aðallega konur. Þótt eigendur Sigló hf. hafi tap- að á gaffalbitaframleiðslunni og því ekkert óeðlilegt, að þeir hættu þeim rekstri, er ekki þar með sagt, Jóhann G. Möller „Þegar litið er á þetta mál í rökréttu sam- hengi er ljóst að ástæða var til nokkurrar bjart- sýni meðal bæjarbúa um að stjórn Sölustofn- unar lagmetis gæti ekki annað gert en að veita hinu nýja fyrirtæki Síld hf. réttinn til fram- leiðslu gaffalbita.“ að aðrir hafí ekki getað gert bet- ur. Eigendur Sigló hf. hafa aldrei haft þá þekkingu og útsjónarsemi né öðlast þá reynslu, sem er undir- staða og forsenda fyrir slíkum rekstri. Eftir fundi í atvinnumálanefnd, bæjarráði og stjóm Verkalýðsfé- lagsins fóra fulltrúar bæjarstjóm- arinnar til Reykjavíkur á fund fjár- málaráðherra, iðnaðarráðherra og stjómar Sölustofnunar lagmetis o.fl. en síðan til Akureyrar til við- ræðna við Niðursuðuverksmiðju Kristjáns Jónssonar og Co. Ákveðið var 16. desember sl. að stofna fyrirtækið Sfld hf. er hefði það að meginmarkmiði að yfirtaka gaffalbitaframleiðslu Si- gló hf. Hluthafar em K. Jónsson & Co, Verkalýðsfélagið Vaka, Si- glufjarðarbær og einstaklingamir Margrét Ámadóttir verkakona og Bjami Sigurðsson verkamaður. Sótt var um aðild að Sölustofnun lagmetis og um framleiðsluréttinn á gaffalbitum, sem Sigló hf. hafði haft. Einhveijir aðilar hafa reynt að gera meirihlutaaðild K. Jóns- sonar & Co tortryggilega. Þeir sem að þessu máli unnu á Siglufirði vísa þessu algjörlega á bug. Það var aldrei sérstakt mál í þeirra augum heldur var mikilvægust sú þekking og útsjónarsemi, sem hann hafði aflað sér í þessu verk- efni í áraraðir, enda hefur gaffal- bitaframleiðslan til Sovétríkjanna skipst á milli Akureyrar og Siglu- fjarðar. Af þessu tilefni vísast til yfírlýsingar sem fulltrúi K. Jóns- sonar & Co gaf á fundi í Bæjar- ráði Siglufjarðar 22. desember 1987 svohljóðandi: „Á fundinn mætti Ólafur H. Marteinsson frá K. Jónssyni & Co og svaraði hann fyrirspumum bæjarráðsmanna sbr. 8. lið fund- arg. 2025 fundar 17/12 ’87. í framhaldi af umræðum á fundinum lýsti Ólafur H. Marteinsson f.h. K. Jónssonar & Co því yfír, að K. Jónsson & Co hafí tekið þátt í stofnun Sfldar hf. að fullum heil- indum og með það fyrir augum, að stofnsetja og starfrækja á Si- glufirði verksmiðrju til niðurlagn- ingar á sfld með tilheyrandi húsa- kosti og vélbúnaði og að ekki verði um umfangsminni ffamleiðslu að NIKLAS hillur kr. 10.140 BODÖ blómasúla kr. 1.260 ÁLMHULT stóll kr. 8.850 LACK borð kr. 1.890 YKSI lampi kr. 4.600 KORREKT klukka kr. 5.490 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, Sími 686650

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.