Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 37 Tveir framsóknarmenn lýsa yfir andstöðu við sljómarfrumvarp TVEIR þingmeim Framsóknar- flokksins, þeir Páll Pétursson og Ólafur Þ. Þórðarson lýstu í neðri deild í gær yfir andstöðu við stjórnarfrumvarp um breytingu á iðnaðarlögunum þegar það kom til annarrar umræðu. Frum- varpið er flutt til að veita heim- ild til að veita iðnaðarráðherra heimild til að veita undanþágu frá skilyrðum 4. greinar iðnað- arlaga um að meira en helming- ur hlutafjár í iðnfyrirtækjum hér á landi skuli vera í eign manna búsettra á íslandi. Orða- lagið sem lagt er til i frum- varpinu er samhljóða undan- þáguákvæði því er var í iðnaðar- lögum allt frá árinu 1927 þar til ákvæðið féll úr iðnaðarlögum 1978. Undir álit meirihluta iðn- aðarnefndar neðri deildar, sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt, skrifuðu Kjartan Jó- hannsson (A/Rn), Geir H. Ha- arde (S/Rvk), Albert Guðmunds- son (B/Rvk) og Sverrir Her- mannsson (S/Al). Atkvæða- greiðslu um málið var frestað og verður hún á fundi deildar- innar í dag. Vil ekki valdaafsal Páll Pétursson (F/Nv) sagði að með samþykkt frumvarpsins væri Alþingi að afsala sér valdi, sem það hefði nú, í hendur. iðnaðar- ráðherra en það teldi hann vera óskynsamlegt. Réttara væri að það yrði ákvörðun Alþingis hvetju sinni hvort útlendingum væri heimilað að eiga meirihluta í fyrirtækjum á íslandi en ekki láta það vera geð- þóttaákvörðun iðnaðarráðherra. Páll sagði að í umfjöllun í nefnd- inni hefði komið fram að ástæðan fyrir flutningi frumvarpsins nú væri sú að erlent efnaiðnaðarfyrir- tæki hefði áhuga á að setja hér upp efnaiðnað með þátttöku íslensks fyrirtækis. Ekki hefði fengist upplýst nákvæmlega um hvers konar efnaiðnað væri að ræða. Þingmaðurinn sagði að hann teldi það vera eðlilega meðferð að leggja fram frumvarp um það sam- starfsverkefni en hann treysti sér ekki til að standa að því valdaaf- sali sem hér væri um að ræða og legði því til að frumvarpið yrði fellt. Slæm reynsla af erlendum fyrirtækjum Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) sagði þetta frumvarp vera í fram- haldi af því sem áður hefði verið að gerast hér á landi. Sagði hann fijálshyggjuna vaða uppi. Hann sagðist ekki skilja menn sem stæðu svona að málum. Heildarstjórn efnahags mála ekki í lagi Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf) varaði einnig við hættunni sem fylgdi erlendum fyrirtækjum. Hann sagði að sannleikurinn væri sá að heildarstjóm efnahagsmála væri ekki í lagi. Þess vegna væri kolvit- laust að ætla nú að slaka á og opna allar gáttir í þessum efnum. Kjartan Jóhannsson (A/Rn) sagði það ekki vera rétt hjá Páli Péturssyni að ekki hefðu fengist upplýsingar um það hvers konar efnaiðnaðarfyrirtæki væri að setja hér upp efnaiðnað með íslensku fyrirtæki. Það hefði komið fram í bréfi frá iðnaðarráðuneytinu að um lyfjaframleiðslu væri að ræða. Hann sagði að vissulega væri með þessu frumvarpi verið að greiða fyrir einu ákveðnu máli en það opnaði líka fyrir því að hægt væri að grípa tækifærin þegarþau gæf- ust. Kjartan sagði bera á því að menn töluðu fallega um iðnað skömmu fyrir kosningar en minna bæri á þvi í byijun kjörtímabils. Albert Guðmundsson (B/Rvk) lýsti yfír stuðningi við frumvarpið en sagði þingmenn Borgaraflokks- ins hafa frjálsar hendur í þessu máli og myndu þeir fylgja samvisku sinni. Albert sagði ríkisstjómina vera klofna í þessu máli sem öðm og taldi hann ekki vera meirihluta með frumvarpinu meðal stjómarsinna. Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sagði að með fmm- varpinu væri verið að færa þessi mál í svipað horf og væri á öðrum Norðurlöndum. Hann tók fram að þó að erlendir aðilar ættu meiri- hluta í fyrirtækjum þá væri íslensk lögsaga }rfir þeim og næði það m.a. til þess hveijir ættu sæti í stjóm fyrirtækjanna, en um það giltu strangar reglur. Nauðsynlegt að afgreiða frumvarpið nú Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, sagði að þetta væri stjómarfrumvarp, það breytti engu þó að tveir framsóknarmenn væri ekki reiðubúnir að ganga með for- ystu síns flokks í þessu máli. Varðandi fyrirspum Guðrúnar Helgadóttur um hvemig liði endur- skoðun á samræmdum reglum um aðild útlendinga í íslenskum at- vinnufyrirtækjum þá væri það að segja að nefnd sem unnið hefði að KJARTAN Jóhannsson (A/Rn) lagði í gær fram tillögu til þings- ályktunar um stefnu íslands gagnvart Evrópubandalaginu. Kjartan leggur til að skipuð verði sjö manna þingmannanefnd til þess að kanna áhrif þróunarinn- ar innan EB og meta þær leiðir sem álitlegastar séu fyrir íslenskt efnahagslíf. Fram undan sé að taka ákvarðanir um með hvaða hætti ísland eigi að laga sig að þessum nýju aðstæðum og mikilvægt sé að almenn umræða fari fram um þessa þróun og stöðu íslands i þvi sambandi. Umræðan þurfi að vera á traust- um grunni og sé þessari nefnd ætlað að stuðla að þvi. Þingsályktunartillaga Kjartans er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að skipa nefnd sjö alþingismanna eftir til- nefningu þingflokka til þess að taka til sérstakrar athugunar þá þróun sem fyrir dyrum stendur í Evrópu, einkanlega með tilliti til ákvörðunar Evrópubandalagsins um sameigin- legan innri markað. Nefndin skal kanna áhrif þessara ákvarðana og líklegrar þróunar í Evrópu á íslenskt efnahagslíf og meta þær leiðir sem álitlegastar eru til þess að laga íslenskt efnahags- og atvinnulíf að þeim breytingum sem fram undan eru. í starfi sínu þeim málum hefði lokið störfum og lagt fram frumvarp um þessi mál. Ríkisstjómin hefði samþykkt það fyrir sitt leyti og væri það nú til umræðu í þingflokkum stjómar- flokkanna. Forsætisráðherra sagði að hann teldi það ekki nauðsynlegt að þetta þing samþykkti heildarlög- gjöf um þessi mál. Það væri því nauðsynlegt að afgreiða það fmm- varp sem nú væri til umræðu. skal nefndin hafa samráð við sam- tök atvinnulífsins. Nefndin skili skýrslu um athuganir sínar fyrir árslok 1988.“ Ákvarðanataka framundan í greinargerð með tillögunni seg- ir að sú þróun sem nú eigi sér stað innan EB varði mjög hagsmuni ís- lands. Fram undan sé að taka ákvarðanir um með hvaða hætti ísland eigi að laga sig að þessum nýju aðstæðum. Mikilvægt sé að almenn umræða fari fram um þessa þróun og stöðu íslands í því sam- bandi og þurfi hún að vera á traust- um grunni. Þessari nefnd sé ætlað að stuðla að því. Almenn samstaða sé um það að aðild íslands að EB sé ekki á dag- skrá að sinni en á hinn bóginn sé nauðsynlegt að tryggja hagsmuni íslands gagnvart bandalaginu sem best. í því sambandi sé vert að hafa eftirfarandi atriði í huga: 1. Kappkostað verði að fylgjast vel með þeim ákvörðunum sem fram undan séu hjá Evrópubandalaginu og að koma jafnharðan sjónarmið- um Islands á framfæri. Því verði að halda áfram viðræðum við bandalagið um samskipti og sam- starf þar sem sérstaða íslands sé kynnt jafnframt því sem leitað verði eftir samstarfi á völdum sviðum. 2. Aðild íslands að EFTA verði Kjartan Jóhannsson nýtt til hins ýtrasta til þess að tryggja hagsmuni íslands í samn- ingaumleitunum og viðræðum milli EFTA og EB um afnám viðskipta- ► hindrana. ísland þurfi að hvetja til þess að EFTA verði eflt og stutt til þess að sinna þessum verkefnum. 3. Aukið verði samstarf ráðu- neyta til þess að tryggja örugga miðlun upplýsinga og samræmi í ákvörðunum um Evrópumálin. Jafnframt verði komið á reglulegu samráði við samtök atvinnulífsins um þessi málefni. 4. Gerð verði sérstök athugun á því hvemig íslensk hagstjóm verði löguð að hinum nýju aðstæðúm og færð til betra samræmis við það sem gerist í helstu samskipta- og viðskiptalöndum íslendinga með það að markmiði að auka hagvöxt og stuðla að auknum stöðugleika í íslensku eftiahagslífí. Skýrslur skýra málið Að lokum segir í greinargerðinni að aðrar EFTA-þjóðir eins og Nor- egur, Svíþjóð og Sviss hafi látið vinna skýrslur um þróun Evrópú- bandalagsins, viðhorf sín og stefnu- mörkun í því sambandi. Slíkar skýrslur skýri málin og séu undir- staða frekari umfjöllunar um málið. Eðlilegt væri að Alþingi íslendinga hafi fmmkvæði að sams konar álits- gerð að því er varði stöðu íslands. Þingsályktunartillaga frá Kjartani Jóhannssyni: Sjö mamia nefnd athugi þróunina innan EB Anna Ólafsdóttir Björnsson (Kvl/Rn) mælti fyrir áliti annars minnihluta iðnaðamefndar. Hún sagði að í litlu þjóðfélagi sem okk- ar væm fyrirtæki smá og bæm svipmót þess samfélags sem þau væm sprottin úr. Heill og gengi þeirra væri samofíð þjóðarhag þó að ágóði þeirra væri höfuðmark- miðið. Um erlend fyrirtæki gegndi öðm máli. Mörg þeirra tengdust fjölþjóðahringum og um þá giltu enn harðari reglur og lögmál. Heill einnar smáþjóðar skipti þá litlu. Anna sagði Islendinga hafa margra alda reynslu af erlendum fyrirtækj- um sem náð hefðu fótfestu í lengri eða skemmri tíma hér á landi og hana yfirleitt mjög slæma. Þetta frumvarp gæfi iðnaðarráð- herra skýlausan og nær ótakmark- aðan rétt til að veita erlendum fyr- irtækjum heimild til að eiga meiri- hluta í íslenskum fyrirtækjum og raunar opnaði það leið til þess að erlend fyrirtæki rækju hér starf- semi án þess að íslendingar ættu þar nokkra aðild að. Þetta væri stórvarhugavert og bæri þvl að fella frumvarpið. Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk) sagði alþýðubandalagsmenn vara sérstaklega við því að þetta fmm- varp yrði samþykkt. Það væri alls ekki tímbært. Einnig spurði þing- maðurinn hvemig liði heildarendur- skoðun laga um hlutdeild erlendra aðila í íslenskum atvinnurekstri. Úrslit bjórfrum- varpsins ráðast í dag / 138 læknar senda Alþingi ályktun gegn bjórnum Bjórfrumvarpið kom til ann- arrar umræðu í neðri deild í gær og tókst að ljúka umræðunni. Það voru nær eingöngu andstæð- ingar bjórsins sem létu að sér kveða, m.a. las Friðjón Þórðar- son upp bréf frá 138 Iæknum sem mæla gegn samþykkt frumvarps- ins. Fyrr í vetur höfðu 133 lækn- ar sent Alþingi bréf þar sem mælt er með samþykkt. At- kvæðagreiðslu var frestað þang- að til í dag. l^ögjafnt er á mun- unum i neðri deild og munu því AIMAGI úrslit bjórfrumvarpsins líklega ráðast í þessari atkvæðagreiðslu 1 dag. Ólafur G. Einarsson (S/Rn) mælti fyrir áliti meirihluta allsher- jamefndar neðri deildar sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Friðjón Þórðarson (S/Vl) mælti fyrir áliti minnihluta allsheijar- nefndar en hann mynda ásamt Frið- jóni þeir Geir Gunnarsson (Abl/Rn) og Olafur Granz (B/Sl). Friðjón sagði að með fenginni reynslu ann- arra þjóða og öðrum sterkum rökum teldi minnihlutinn að það að leyfa sölu, bruggun og innflutning á áfengu öli myndi auka áfengis- neyslu i landinu og þar með áfengis- vandann. Þingmaðurinn kynnti einnig bréf undirritað af 138 lækn- um sem mæla gegn samþykkt frumvarpsins. Geir Gunnarsson (Abl/Rn) sagði að með frumvarpinu ykist hætta á vinnustaðadrykkju og auk- inni drykkju unglinga. Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) sagði það rétt sem heil- brigðisráðherra hefði sagt við fyrstu umræðu að Alþjóða heil- brigðismálastofnunin (WHO) mælti ekki með banni á einstaka tegund áfengis. Hinsvegar væri það algjör- lega ljóst að WHO hefði aldrei mælt með því að bæta nýrri áfeng- istegund við. Það væri líka rangt sem haldið hefði verið fram að WHO hefði í ritum sínum sagt að ný tegund yki ekki neysluna. Málmfríður Sigurðardóttir (Kvl/Ne) sagðist ekki hafa séð nein rök gegn því að áfengt öl myndi auka heildameyslu áfengis. Guðrún Halldórsdóttir (Kvl/Rvk) sagði það engum vafa undirorpið að drykkja myndi auk- Ólafur K. Magnússon Ólafur G. Einarsson, fyrsti flutn- ingsmaður bjórfrumvarpsins, en úrslit þess munu líklega ráðast á Alþingi í dag. ast. Þeir sem færu út í fíkniefna- neyslu tækju líka alltaf fyrsta skref- ið með sopa af áfengi. Einnig tóku til máls þeir Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) og ólafur Þ. Þórðarson (F/Nv). Þeir mæltu báð- ir gegn samþykkt frumvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.