Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 44

Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Minninff: Gunnar Þorkell Jónsson sjómaður Fæddur 25. október 1964 Dáinn 14. mars 1988 í dag er til grafar borinn frá Víðistaðakirkju vinur okkar, Gunn- ar Þorkell Jónsson. Hann andaðist af slysförum í Rotterdam mánudag- inn 14. þ.m. aðeins 23 ára að aldri. Upp á síðkastið hafði hann stundað sjómennsku sem farmaður hjá Eim- skipafélagi íslands og skip hans var í slipp í Rotterdam þegar hann féll af landgangi skipsins fimmtán metra fall niður í skipakvína og mun hafa látist samstundis. Gunnar hafði verið vinur okkar í mörg ár. Við kynntumst honum fyrst, sumir okkar, í bamæsku þeg- ar hann bjó í sama fjölbýlishúsi og tveir af okkur. Eftir skamma dvöl þar fluttist hann í annað borgar- hverfí og skildu þá leiðir um sinn uns við, nokkrum árum síðar, tók- um upp þráðinn aftur. Þá vomm við komnir á unglingsaldur og eftir það skildu aldrei leiðir. Gunnar kom í hópinn sem einn af okkur og urð- um við sex félagar upp frá því nær óaðskiljanlegir þótt við byggjum ekki lengur í sama borgarhverfinu og leiðir okkar lægju ekki saman í námi og vinnu. Þótt ævi Gunnars hafi ekki verið löng hafði hann mætt mörgum erf- iðleikum. Komungur hafði hann lent í alvarlegu slysi í annarri heimsálfu. Þá var honum ekki hug- að líf en með hreysti sinni og bjart- sýni tókst honum að sigrast á þeim erfiðleikum. Fyrir röskum tveimur ámm síðan lenti Gunnar ásamt ein- um öðmm úr okkar hópi í miklum hrakningum á Mýrdalssandi. Á leið frá Höfn þar sem við höfðum verið á vertíð skall á okkur aftakaveður á Mýrdalssandi þar sem við vomm í bíl á leið til Reykjavíkur. Bifreiðin festist í snjó og ófærð og eftir að hafa dvalist í kulda og vosbúð í bifreiðinni um nokkra klukkustunda skeið lögðum við ásamt félaga okk- ar, sem með okkur var, af stað fót- gangandi í hríðinni áleiðis til Víkur. Þangað komumst við við illan leik eftir erfíða vegferð og mátti þá ekki miklu muna að verr færi. í þessum hrakningum, sem sagt var frá í fjölmiðlum, bar Gunnar sig best af okkur. Hann hvatti okkur áfram í ófærðinni og storminum og tók að sér að bijóta okkur braut í snjónum þegar við hinir vomm að niðurlotum komnir. Þannig hafði Gunnar náð mikilli líkamshreysti þrátt fyrir slysið, sem hann hafði orðið fyrir sem bam. Hið þriðja slysið, sem máttar- völdin lögðu Gunnari á herðar, var þeirra mest og frá því slysi slapp hann ekki lífs. Minningin um Gunnar er fersk í vitund okkar og verður það. Hann var einstaklega ljúfur og góður fé- lagi. Hann var ávallt glaður og kátur og skipti aldrei skapi. Öll þau ár, sem hann var í vinahópnum, sáum við hann aldrei reiðast og önuglyndi átti hann ekki til. Gunnar var hvers manns hugljúfí. Á sinni stuttu ævi hafði Gunnar víða haft viðkomu. Ungur byrjaði hann að vinna og hafði víða unnið. Á malbikunarstöð Reykjavíkur- borgar vann hann einna lengst, en einnig hafði hann starfað á Keflavíkurflugvelli, í Stálvík, við fískveiðar, við fískverkun á vertíð, sem dyravörður á skemmtistöðum með námi og víðar en nú síðast hafði hann stundað farmennsku og kunni því vel. Á öllum þessum vinnustöðum kom Gunnar sér mjög vel og var vel látinn enda átti hann fjölmarga vini og kunningja þótt tengslin við okkur félagana hafí mest verið. Fyrir nokkrum vikum höfðum við félagamir bundist fastmælum um að fara saman til útlanda í sumar. Við höfðum áformað að fara saman til Suður-Frakklands, leigja okkur þar bíl og bát og dveljast þar sam- an um nokkrra vikna skeið. Síðast, þegar Gunnar var heima — áður en hann lagði út í sína síðustu ferð — höfðum við gengið frá okkar málum í sambandi við ferðina og allir lagt fram þá fjármuni sem þurfti til þess að festa okkur ferð- ina. Gunnar var einna mestur hvatamaður okkar að þessari ferð og sagði, að þetta væri áreiðanlega okkar síðasta tækifæri til þess að fara saman til útlanda áður en við héldum hver í sína áttina. Nú er hann farinn í miklu lengri ferð — og fer einn. Það er e.t.v. táknrænt, að tveim- ur dögum áður en hann dó hringdi hann í okkur frá útlöndum og sagð- ist hlakka til að taka sér frí í næsta túr til þess að vera með okkur. Þannig kvaddi hann okkur. Svo undarlega sem það er mun hann einnig hafa hringt í aðra vini sína og ættingja um sama leyti, þ. á m. fólk sem hann hafði ekki hitt að máli lengi þannig að hann talaði við flesta þá, sem honum þótti vænst um og þótti vænst um hann rétt áður en hann dó. Nú er Gunnar vinur okkar horf- inn úr hópnum. Við sendum honum okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina og sendum móður hans, systur, föður og öðrum ætt- ingjum og þá ekki sízt ömmu hans, sem hann talaði mikið um, okkar einlægustu samúðarkveðjur. Björgvin, Óskar, Stefán, Ólafur og Guðmundur. Það er ekki hægt að segja annað en dauðinn sé nálægt okkur. Ungur, yndislegur drengur í blóma lífsins, nýbúinn að festa kaup á lítilli snoturri íbúð í miðbænum er kvaddur skyndilega á braut. Mig langar til, um leið og ég þakka honum fyrir yndislega vin- áttu, að segja frá kynnum okkar. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Bárugötu 37, lést í Landspítalanum 22. mars. Karvel Sigurgeirsson, Sigriður Karvelsdóttir, Jón Hilmar Jónsson, Þór Magnússon, Maria Heiðdal. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Kleppsvegi 68, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala 17. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Bára Norðfjörð Guðmundsdóttir, Alda Guðmundsdóttir, Ægir Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Sigurður Leifsson, Svanhildur Erlingsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær móöir okkar, amma og tengdamóðir, STEINUNN ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 40, lést á heimili sinu 14. mars. Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Nina H. Hjaltadóttir, Páll Stefánsson, Jón Hjaltason, Anna M. Arnold, Ágústa I. Arnold. ____» + Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, ÓLÖF KRISTBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR, Keldulandi 17, Reykjavík, andaðist á heimili sínu mánudaginn 21. mars siöastliöinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. mars kl. 13.30. Jóhanna Dóra Þorgilsdóttir, Eyþór Haraldur Ólafsson, Unnur Kjartansdóttlr, Guðrún Ólafsdóttlr, Hersir Oddsson, Einar Ólafsson, Guðrún Stefánsdóttir, Agnar Ólafsson, Erla Ásmundsdóttir og barnabörn. + GEORG SKÆRINGSSON, Skólavegi 32, Vestmannaeyjum, andaðist í Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 16. mars. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Sigurbára Sigurðardóttir. Útför + MARÍU JÓNSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30. Fyrir hönda vandamanna. Gréta S. Jónsdóttir, Þorgeir Jónsson, Bergur Felixson. + EYJÓLFUR BJARNASON, Langholtsvegi 79, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 24. mars kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda. Anna Pálsdóttir. + Frænka mín, HRAFNHILDUR HARALDSDÓTTIR BRIEM, er látin. Útförin fer fram frá nýju kapellunni, Fossvogi, fimmtudaginn 24. mars kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja, Andrés Reynir Kristjánsson. + Ástkær eiginmaður minn, SVEINN GUÐMUNDSSON fyrrverandi forstjóri, lést í Landakotsspítala 21. mars. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Anna Erlendsdóttir. Fyrst sá ég Gunnar þegar við byrj- uðum í félagsfræðitímum í Iðnskól- anum á vorönn ’87. Allir voru feimnir, eins og gengur og gerist, en þegar líða tók á veturinn tókust góð tengsl milli kennarans, vinkonu minnar, Gunnars og mín. Urðu oft fjörugar og skemmtilegar umræður í þessum tímum. Er mér minnis- stæður einn tími er Gunnar sagði sögur frá Ástralíu, en þar bjó hann á sínum yngri árum, með foreldrum sínum og Þóreyju systur sinni. Þá vissi ég ekki að ég ætti eftir að heyra fleiri ævintýri þaðan, sem og frá fleiri stöðum. En þær stundir komu, þegar líða tók á vorið, að ég kynntist Gunnari mínum sem persónu og vini. Þá komst ég að því hversu mikill íþróttamaður hann væri og líka mikill göngugarpur. Man ég eftir því þegar þeir félag- amir fóru í miklar gönguferðir, síðasta sumar, um óbyggðir Is- lands. Við Gunnar gengum líka mikið saman og þá hér um borg- ina, var hann óþreytandi að segja mér frá ýmsu sem fyrir augu bar. Ósjaldan lá leiðin niður að höfn, til að skoða lífið þar og bara til að fínna sjávarlyktina, þar var hann í essinu sínu. Það var líka alltaf gam- an að skoða gömul hús, og almennt hafði Gunnar gaman af að spá í og skoða hlutina. Þessir ánægju- legu göngutúrar enduðu oftast á einhveiju kaffíhúsinu, þar sem lífsins málum var velt fyrir sér. Svo það var margt sem við sáum, og eflaust væri ég ekki enn búin að sjá Landakotskirkju að innan, ef Gunnar vinur minn hefði ekki sýnt mér hana af sínum ákafa og hlýhug. En nú er Gunnar farinn í annan heim þar sem eru nýir hlutir til að skoða og spá í. Enn og aftur langar mig til að þakka honum fyrir allar yndislegar stundir sem hann gaf mér hlutdeild í. Eg votta foreldrum hans og systrum, svo og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Erla vinkona Ég vil með þér, Jesús, fæðast, ég vil þiggja líf og sátt, ég vil feginn fátækt klæðast, frelsari minn, og eiga bágt. Ég vil með þér, Jesús, fæðast, ég er bam og kann svo fátt. Ég vil með þér, Jesús, deyja. Ég? Ó, hvað er allt mitt hrós? Æ, ég vil mig bljúgur beygja, breysk og kalin vetrarrós. Ég vil með þér, Jesús, þreyja, ég er strá, en þú ert ljós. (Matth. Joc.) Með þessum ljóðlínum, kveðjum við vin okkar, Gunnar Þorkel Jóns- son, í hinsta sinn. Og viljum við votta foreldrum, systrum, ættingj- um og vinum hans okkar dýpstu samúð og vona að Guð gefí þeim styrk á þessum erfiðu tímamótum. Ingunn og Erla Gunnar og Hreiðar pabbi hans urðu hluti af lífí okkar fyrir u.þ.b. Qórum árum, þegar foreldrar okkar gengu í hjónaband. Við systumar áttum ekki mjög náið samband við Gunnar þó svo að við ættum sameiginlegt heimili. Bæði var að hann hafði búið í Reykjvík og átti þar sína vini og kunningja og var hann því ekki mikið hér heima í frítímum. Það var greinilegt að Gunnar lagði mikla rækt við vini sína, og var tilbúinn til að gefa af sér. Hann lagði oft mikið á sjálfan sig til að aðstoða þá sem áttu erfitt, og tók upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Okkur er sérstaklega minnis- stætt fyrsta árið eftir að þeir feðg- ar fluttust til okkar. Gunnar var lengi framan af mjög hlédrægur og vildi sem minnst láta fyrir sér fara. En það breyttist nú smátt og smátt og hann fór að hafa meiri samskipti við okkur. Gunnar var einstaklega blíðlynd- ur og einlægur, hann gat líka hrif- ist svo innilega, af hugmyndum, atburðum og fólki. í nóvember sl. urðu tímamót í lífi Gunnars, hann keypti sér litla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.