Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Húsin Ég ætla í dag að fjalla um húsin svokölluðu. Eins og áhugamenn um stjömuspeki vita eru flórir þættir þýðing- armestir í stjömukortinu, stjömumerkin, plánetumar, húsin og afstöður milli plán- eta. Almennt er talið að stjömumerki og plánetur skipti mestu máli, þó erfitt sé að segja að eitt sé mikilvæg- ara en annað, þvl í raun gegn- ir hver þáttur sínu hlutverki. Hvernig og hvar 1 stuttu máli má segja að plán- etur séu táknrænar fyrir orkusvið, þ.e. Tunglið er til- finningaorka, Merkúr hugar- orka o.s.frv. Syömumerkin segja siðan til um það hvemig orkan er, en húsin segja til um það á hvaða sviði við get- um notað orkuna, þ.e.as. hvort þú beitir framkvæmda- orku þinni með bestum ár- angri út í þjóðfélaginu, t.d. í stjómmálum eða á sviði fjár- mála svo dæmi séu nefnd. Vandrœða hús Það má því með réttu segja að húsin séu mikilvæg. Það em hins vegar tvö atriði sem gera þau varasöm. Hið fyrra er að húsin em háð nákvæm- lega réttum fæðingarttma og em því röng ef tímanum skeikar lítiliega. Hið síðara er að til er flöldinn allur af húsakerfum, þannig að erfitt er að vita hvað kerfi er réttast. Rétturfœðingartimi Hvað varðar fæðingartímann þá þarf honum ekki að skeika nema um 5 mínútum og í sumum tilvikum um eina eða tvær mínútur til að pláneta geti færst á milli húsa. Undir- ritaður gieymir þvi aldrei þeg- ar hann var að byrja í stjömu- speki og hitti fólk sem hann hafði áður gert kort fyrir. „Heyrðu, ég var að frétta að ég er fæddur klukkan tíu um morgun en ekki tíu um kvöld,“ eða „ég er vist ekki fædd klukkan fimm heidur tíu minútur yfir fimm. Skiptir það máli?“ Auðvitað brá mér, þvi u.þ.b. heimingur af því sem ég hafði sagt átti ekki við. Villandi niðurstaöa Þetta varð þessi valdandi að undirritaður hætti mikið til að nota húsin. Ef styðjast ætti við hús og gera þau að atriði þá þýddi það að kort allra sem eru fæddir fyrir 1950 væru að miklu leyti ógild eða í óvissu, því fyrir þann tíma var ekki skylda að skrá niður fæðingartíma. Eftir 1950 er fæðingartíminn skráður, en þó er ekki víst að hann hafi verið skráður ná- kvæmlega niður fyrr en á síðustu árum, er hjúkrunar- fóik tók að gera sér grein fyrir mikilvægi rétts fæðing- artíma Hið stóra vandamál og það sem gerir húsin vara- söm er að þú getur gefið vill- andi upplýsingar, ef tíminn er ekki réttur. Það sem á að vera til leiðbeiningar og á að auka sjálfsþekkingu getur þvi haft þveröfug áhrif, getur ruglað I rfminu og beint inn á rangar brautir. Það er því ekki rétt að styðjast við húsin nema það sé vist að fæðing- artíminn sé réttur. Mörg húsakerfi Að lokum má stðan ítreka að f heiminum eru I notkun fjöl- mörg húsakerfi og oft hart um það deilt hvert sé hið rétta. Það er þvi oft álitamál hvort pláneta er t.d. i 4. eða 5. húsi. Þetta tvennt gerir að sumir stjömuspekingar hafa viljað leggja öll húsakerfi nið- ur, en aðrir og þar á meðal undirritaður fara milliveg og nota þau með fyrirvara. GARPUR GUUOÓR FÆR TVO OVÆNTA G£ST/,.. SKVL/VUR SKUTLfiR /VlAtJN! /NN T/L MNS- .. OG THALÍA, /CUENUSRA ] pRÁ þ/NÚR/U.' DÝRAGLENS SMÁFÓLK THE UJATER MAKE5 MV FEET COLC? ANP I HATE T0 6ET MV HAIR UJET... HEV, MARCIE, PO UJE \ HAVE ANV NON-UJET j 5UJIMMIN6? ----© 1987 Uniteð f*áture Syndicate, ln< Ég er með vandamál, frú. Mér verður kalt á fótunum í vatninu og mér er illa við að bleyta hárið ... Nú, lof mér að hugsa mál- ið___ Heyrðu, Magga, erum við með nokkuð þurrt sund? Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Legudísin hafði greinilega ætlað þremur gröndum að vinn- ast á spil NS — spaðinn liggur vel fyrir sagnhafa, hjarta vam- arinnar 4—4 og meira að segja laufið fellur. En vestri tókst að leysa vömina úr álögum legunn- ar með laglegri blekkingu. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ Á87 ♦ KG64 ♦ 642 ♦ G75 Norður ♦ D4 V Qft ♦ KG1098 ♦ ÁK83 Austur ♦ G9 ♦ D1053 ♦ D753 ♦ 1062 Suður ♦ K106432 VÁ72 ♦ Á ♦ D94 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Fjórir spaðar em betra geim og ættu að nást ef suður segir þijú hjörtu við þremur laufum. Spilið kom upp á bridshátfð í Búdapest nýlega og í vestur var þekktur spilari, Gza Szappanos. Szappanos kom út með litið hjarta. Austur lét drottninguna og spilaði tíunni til baka þegar suður dúkkaði. Suður gaf aftur, en þá tók Szappanos til sinna ráða. Hann yfirdrap tíu makkers og skipti yfir í iaufgosa!! Mjög sérkennileg vöm, sem ætlað var að sannfæra sagnhafa um að vestur ætti fimm hjörtu og hvergi innkomu. Sagnhafi trúði sfnum eigin augum og þótt- ist nú geta unnið spilið af ör- yggi. Hann drap slaginn á lauf- drottningu, tók tígulás, fór inn á blindan á laufhámann og sótti tfgulinn. Austur fékk á drottn- inguna og spilaði hjarta. En sagnhafi var sallarólegur. Hann henti laufi (niunda slagn- um!) niður í hjartaás og spilaði spaða. Það kom honum siðan sæmilega á óvart þegar vestur sýndi spaðaásinn og tók fimmta slag vamarinnar á hjarta. Umsjón Margeir Pétursson f keppni flögurra ungra stór- meistara og meistara við fjórar stigahæstu konur i heimi, fyrir áramótin, kom þessi staða upp í skák Nonu Gaprindashvili, sem hafði hvitt og átti leik gegn banda- rfska stórmeistaranum Maxim Dlugy. 20. Hxd5! og Dlugy varð að gef- ast upp, þvi 20. — exd5 er svarað með 21. Dg4 með hótununum 22. Dxg7 mát og 22. Rh6+. Niður- staðan varð jafntefli 16—16 eftir harða keppni. Konumar voru Chi- burdanidze (4'/2 v), Pia Cramling (3 v), Gaprindashvili (5 v) og Zsus- za Polgar (3 v). Andstæðingar þeirra, Dlugy, Lobron, W. Watson og Winants hlutu allir 4 vinninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.