Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 35

Morgunblaðið - 23.03.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 35 Bjarni Ara heldur tónleika BJARNI Arason og hljómsveit hans, „Búningarnir", halda í dag, miðvikudag, sína fyrstu opinberu tónleika. Á tónleikunum verður frumflutt það efni sem þeir félagar verða með á ferð sinni um landið næsta sum- ar. Uppistaðan í dagskránni verður gömul og ný stuðlög. Þar verður m.a. frumflutt lag eftir Bubba Morthens. Tónleikarnir verða í Menntaskól- anum við Sund og hefjast kl. 20.30. Allir eru velkomnir og ekkert ald- urstakmark verður. (Fréttatilkynning) Á meðal atriða á Menningarvöku Suðurnesja eru tónleikar Tónlistarskólans í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudagskvöld og barnastarf á sunnudagsmorgun í kirkjunni. Menningarvaka Suðurnesja: Halldóri Laxness til- einkað fvrsta kvöldið Keflavík. t/ Bjarni Arason. Keflavík. MENNINGARVAKA Suðurnesja verður sett í kvöld og stendur hún til 4. april. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra setur vökuna sem hefst í Félagsbíói, en kvöldið í kvöld verður sérstaklega helgað Nób- elsverðlaunaskáldinu Halldóri Laxness. Félagar úr Leikfélagi Keflavíkur flytja atriði úr ís- landsklukkunni og Helgi Skúla- son leikari les úr Paradísar- heimt. Verður skáldinu afhent stytta sem er eftir Erling Jónsson listamann. Meðal gesta við opn- unarhátíðina verður forseti Is- Lögreglan lýsir eftir vitnum: Stolinni, óskráðri bif- reið ekið á ljósastanr EINHVER tók nýja Mazda-bifreið traustataki snemma á sunnudags- morgun, én tókst ekki betur til en svo að hann ók á ljósastaur við Miklubraut og stórskemmdi bifreiðina. Ökumaðurinn forðaði sér af vettvangi, en lögreglan i Reykjavík vill gjarnan tala við hann, eða einhvern þann sem gefið getur upplýsingar um málið. Það var um kl. 5.20 á sunnudags- skráningamúmer á hana, að morgun, sem lögreglunni var til- minnsta kosti að aftan. Það hefur kynnt að óskráðri bifreið hefði ver- hann síðan fjarlægt eftir árekstur- ið ekið á Ijósastaur á afreininni af Reykjanesbraut upp á Mikíubraut og væri hún nú mannlaus. Bifreið- in, sem er af gerðinni Mazda 626, svört að lit, stórskemmdist við áreksturinn. Ekki hafði henni verið ekið langan veg, því mælir í henni sýndi aðeins 27 kflómetra. Líkleg- ast þykir, að bifreiðinni hafi verið stolið frá Sigtúni, þar sem nýjar bifreiðar standa gjaman og bíða ryðvamar og skráningar. Ljóst er, að sá sem tók bifreiðina hefur bætt á hana bensíni og að öllum líkindum hefur hann sett mn. Þar sem staða bifreiðarinnar bendir til þess að ökumaðurinn hafi ætlað sér að aka upp Ártúnsbrekk- una þykir ekki ólíklegt að hann hafi stöðvað aðra bifreið og fengið far með henni. í þann mund sem maðurinn, sem tilkynnti atburðinn, kom á vettvang, sá hann tvær stúlk- ur aka á brott frá skemmdu bifreið- inni. Þær eru beðnar um að gefa sig fram við slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, sem og aðrir þeir, sem einhveijar upplýs- ingar geta veitt um málið. Bifreið af gerðinni Mazda 626, eins og sú óskráða sem var stolið snemma á sunnudagsmorgun og ekið á ljósastaur við Miklubraut. lands frú Vigdís Finnbogadóttir. Menningarvökunni verður síðan formlega slitið í Stóru-Vogaskóla með kynningu á Jóni Dan rithöf- undi sem verður heiðraður. Vökunni verður síðan fram hald-. ið á föstudagskvöldið kl. 20.30 með tónleikum Tónlistarskólans í Ytri- Njarðvíkurkirkju og verður aðgang- ur ókeypis. Þá verður sýning hjá Litla leikfélaginu í Garðinum á Allra meina bót og hefst sýningin kl. 23.30. Á laugardag verða popptón- leikar í Glaumbergi kl. 20.30 og Litla leikfélagið sýnir Allra meina bót í Garðinum kl. 21.00. Á sunnu- dag verður bamastarf í Ytri- og Innri-Njarðvíkurkirkjum kl. 11.00 og í Keflavíkurkirkju verður ferm- ingarguðþjónusta kl. 10.30. Leik- félag Keflavíkur sem nú hefur verið endurvakið verður síðan með fmm- sýningu á leikritinu Skemmtiferð á vígstöðvarnar eftir Arrabal á mánu- dagskvöldið kl. 21.00 í Glaumbergi og gefst sýningargestum kostur á að borða áður. Síðan verður haldið áfram með ýmsar uppákomur, íþróttir taka sinn skerf. Þar má nefna fimleika og fram fara unglingalandsleikir kvenna í körfuknattleik við Lúxem- borgara og Wales. Þá verður Út- varp Suðumesja starfrækt og hefj- ast útsendingar 31. mars, sent verð- ur út á FM 91,0 og verður sent út í 5 daga. Hugmyndina að menniningar- vökunni eiga þeir Hjálmar Ámason skólameistari og Magnús Gíslason formaður Verslunarmannafélags Suðumesja og hefur undirbúningur fyrir vökuna staðið yfir um nokkra hríð. Hjálmar sagði að áhugahópur hefði staðið að svipaðri vöku fyrir 8 ámm og hefðu þeir Magnús verið í þeim hópi. Þó hugmyndin væri þeirra að vökunni þá væri hún fyrst Fyrirlestur um líffræði hrognkelsa DR. JOHN Davenport sjávarlíf- fræðingur frá Sjávarrannsókna- stöð Háskólans í Wales i Menai Bridge heldur fyrirlestur um líffræði hrognkelsa. Fyrirlesturinn verður fimmtu-' daginn 24. mars kl. 15.15 í stofu G-6 í Líffræðistofnun Háskólans, Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn verður á ensku og era allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir, segir í frétt frá Líffræðistofnun Háskólans. og fremst verk hinna ýmsu hópa sem þar hefðu lagt hönd á plóginn. -BB Þjóðminjasafnið: Opnar sýningn á teikningum skólabama SÝNING á teikningum skóla- bama verður opnuð i Bogasal Þjóðminjasafns Islands á laugar- dag, 26. mars, kl. 14. Undanfarið hefur staðið yfir teiknisam- keppni í grunnskólum í tilefni 125 ára afmælis safnsins og bár- ust alls á annað þúsund myndir. I frétt frá Þjóðminjasafninu seg- ir, að því miður sé aðeins unnt að sýna lítinn hluta myndanna, en all- ar myndirnar verða varðveittar í safninu. Verðlaun verða veitt fyrir níu bestu myndimar og verður til- kynnt um verðlaunahafana við opn- un sýningarinnar. Nemendum grannskóla og aðstandendum þeirra er boðið að vera við opnun sýningarinnar, eftir því sem húsrúm leyfír, eða skoða hana við annað tækifæri. Þá era þeir, sem tóku þátt í keppninni, sérstaklega vel- komnir. Sýningin stendur fram í maí og er opin á venjulegum opnunartíma safnsins, þ.e. laugardaga, sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga kl: 13.30-16.00. Aðgangur er ókeypis. Sigurlag Sverris Stormskers, sungið af Stefáni Hilmarssyni verður eitt af níu þáttökulögunum á safnplötunni frá Steinum hf. Steinar hf.: Ný safnplata með 9 lögum úr Söngva- keppni sjónvarpsins STEINAR hf. munu gefa út safnplötu með 9 af þeim 10 lögum, sem kepptu til úrslita í Söngvakeppni sjónvarpsins 1988. Á plötunni verða einnig fimm önnur lög með íslenskum flytjendum, en platan ber heitið „ÞÚ og þeir og allir hinir nema einn“. Úrslitalögin níu sem era á plöt- unni era: „Þú og þeir“ eftir Sverri Stormsker sungið af Stefáni Hilm- arssyni, „Ástarævintýri (Á vetrar- braut)" eftir Eyjólf Kristjánsson og Inga Gunnar Jóhannsson í flutningi höfunda, „Mánaskin" eftir Guð- mund Ámason sungið af Eyjólfi Kristjánssyni og Sigrúnu Waage, „Látum sönginn hljóma" eftir Geir- mund Valtýsson í flutningi Stefáns Hilmarssonar, „í tangó“ eftir Gunn- ar Þórðarson sungið af Björgvin Halldórssyni, „Sólarsamba" etir Magnús Kjartansson í flutningi Bræðrabandalagsins, „í fyrrasum- ar“ eftir Grétar Örvarsson í flutn- ingi höfundar og Gígju Sigurðar- dóttur, „Dag eftir dag“ eftir Val- geir Skagfjörð sungið af Guðrúnu Gunnarsdóttur og „Eitt vor“ eftir Kristinn Svavarsson sungið af Pálma Gunnarssyni. Auk þess era á plötunni lögin „Jósteinn skósmiður" eftir Kristján V. Haraldsson og Sveinbjörn Gísla- son í flutningi Greifanna, „Morgun- gjöf‘ eftir Gunnar Þórðarson og Olaf Hauk Símonarson sungið af Jóhönnu Linnet, „Gleym mér mey“ eftir Sverri Stormsker í flutningi höfundar, „Hvers virði“ eftir Friðrik Karlsson, Eirík Hauksson og Gunn- laug Briem í flutningi Model og „í fylgd með fullorðnum“ eftir Bjartm- ar Guðlaugsson í flutningi höfund- ar. Útgáfudagur plötunnar er sam- kvæmt reglum keppninnar 31. mars, en leyfllegt er að hefja dreif- ingu %8. mars og mun því hljómplat- an og kasettan verða fáánleg í hljómplötuverslunum 30. mars. I aprílbyijun kemur svo út geisladisk- ur með lögunum. (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.