Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Jómfrúræða Arndísar Jónsdóttur: Allir grunnskólar verði níu mánaða skólar 1990 Hér fer á eftir jómfrúræða Arndísar Jónsdóttur, varaþing’- manns Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, sem flutt var í sameinuðu þingi 17. mars síðastliðinn: Herra forseti. Ég hef nú lagt fram svohljóðandi tliögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að leita allra leiða til að jafna skólaskyldu, þannig að árið 1990 verði allir grunnskólar í landinu níu mánaða skólar. Enn- fremur, að ríkisstjómin undirbúi breytingar á grunnskólalögunum, sem nauðsynlegar kunna að vera til þess að ná þessu markmiði." Auknar kröfur Stöðugt gerum við auknar kröfur til skólanna í landinu. Þeir skipta miklu máli fyrir allai framfarir í nútímaþjóðfélagi. Þetta á ekki síst við um grunnskólann, þar sem lagð- ur er grundvöllur að öllu mennta- starfí komandi kynslóðar. Það varð- [©JPerstorp Vantar þig tilbreytingu? Af hverju ekki að lífga uppá gömlu innréttinguna? MEÐ PERSTORP HARÐ- PLASTI, BORÐPLÖTUM OG GÓLFEFNI. @DF.OFNASMHMAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI 7. S: 21220 pinrgainv í Kaupmannahöfn FÆST l BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI ar einmitt miklu, bæði fyrir ein- staklinga og samfélag, að vel takist til í starfí þessara skóla. Já, kröfumar aukast, og alltaf eru menn að koma auga á ný mál- efni, sem skólamir þyrftu að sinna. Á athyglisverðum ráðstefnum, sem haldnar hafa verið undanfarið, hef ég heyrt, að í skólunum þurfí að stórauka umhverfísfræðslu, náms- og starfsfræðslu, jafnréttisfræðslu, og flestum er ljóst, hvers heilbrigð- isyfírvöld vænta af skólakerfinu í sambandi við fíkniefni og ógnvekj- andi sjúkdóma. Raunar hvarflar það að kennara, þegar hann heyrir um þetta rætt, hvort ekki þurfí að bæta við skólatímann til að anna þessu. Ég er þess fullviss að öllu lengur verður ekki undan því vik- ist, að starfstími skólanna í landinu verði fullir 9 mánuðir. Misjafn skólatími Meirihluti grunnskólanemenda býr við níu mánaða skóla, 75,79%, samkvæmt upplýsingum mennta- málaráðuneytis. Hin 24,21 prósent- in búa við skemmri skólagöngu, frá 7 mánuðum upp í 8V2 mánuð. Þeir skólar, sem starfa skemur en 9 mánuði á ári, eru allir utan höfuð- borgarsvæðisins. Þetta fýrirkomu- lag styðst við 41. gr. grunnskólalag- anna, þar sem segir að reglulegur starfstími grunnskóla skuli vera 7 til 9 mánuðir, og að í þessu sam- bandi skuli taka sérstakt tillit til atvinnuhátta og aðstæðna í skóla- hverfínu. I skýrslu Efnahags- og þróunar- stofnunar, sem unnin var á vegum menntamálaráðuneytisins og út kom 1987, segir um þetta, með leyfí Talaðu við ofefeur um ofna SUNDABORG 1 S. 6885 88 -688589 forseta: „Skóladagurinn í mörgum sveitaskólum er fremur stuttur, og þar að auki víða kennt aðeins í 8 mánuði á ári og sumsstaðar jafnvel aðeins 7 mánuði. Til sveita stafar langt sumarfrí af þörfinni fyrir vinnuafl bama og unglinga á sumr- in. Þessi þörf fer nú þverrandi, og er því erfítt að koma auga á hvað réttlætir styttra skólaár í dreifbýli. Styttra skólaár getur ekki leitt til annars en að breikka bil, sem er á milli skóla í sveitum og bæjurn." Og þar segir enn: „Það er erfítt að réttlæta þann mikla mismun, sem er milli landshluta, hvað snertir skilyrði til menntunar, og mismunur þessi hlýtur að vera dreifbýlinu í óhag.“ Þama er talað um mismun, og ég tel að í þessu sé fóikinu á lands- byggðinni raunvemlega mismunað. Við verðum því miður að viður- kenna, að í könnunum sem gerðar hafa verið á námsárangri nemenda virðist vera fylgni milli árangurs og skólatíma, þó að þar komi auð- vitað fleira til greina. Hvemig á líka annað að vera, þegar við höfum samræmd próf samkvæmt 58. gr. grunnskólalaganna, en ósamræmi í skólastarfínu? Mótbárur Við höfum lengi talað um skóla- skyldu, en það orð er stundum mis- skilið. Skólaskylda felur ekki bara í sér kvöð, heldur felur hún einnig í sér mikilvæg réttindi einstaklinga til náms og þroska. Það er einmitt þess vegna, sem gera þarf öllum jafnt undir höfði í þessu tilliti. Oft heyrast þau rök fyrir styttri skólagöngu til sveita, að bömin' þurfí að vera við störf um sauð- burðinn og í réttunum og jafnvel í sláturtíðinni. Svipað hefur jafnvel heyrst um fískvinnslu í sjávarpláss- um. Ekki hef ég rekist á, að neinar athuganir hafí verið gerðar á gildi þessara fullyrðinga, enda er ekki víst, að margir vildu viðurkenna að undirstöðuatvinnuvegir okkar séu að nokkru háðir vinnuframlagi grunnskólanemenda um afkomu sína. Stundum er fullyrt, að lengd skólatíma sé enginn mælikvarði á árangur. Auðvitað er það ekki ein- hlítur mælikvarði. Viðhorf bæði kennara og nemenda tii menntunar skiptir þar miklu máli. Hins vegar er alveg ljóst, að ekki fer samn já- kvætt viðhorf til menntunar og áhugaleysi um skólastarf. Þegar hér er komið sögu, dettur einhverjum eflaust í hug, að ég viti nú ekki mikið um lífíð til sveita. Ég mundi þá svara því, að mér er fullljóst að lífíð til sveita og í minni sjávarplássum er háð ýmsum sveifl- um og óvæntum atvikum, sem erf- itt er að bregðast við. Ég álít líka, að það sé alveg rétt í slíkum tilfell- töflureiknir og grafík Fjölbreytt námskeiö um notkun áætlanagerðarforrita í viðskiptum og heima. Dagskrá: • Gnjndvallaratriöi Excel • Aætlanir og útreikningar • Notkun töflureikna í viöskiptum • Myndræn framsetning talna • Söfnun upplýsinga með Excel Dag og kvöldnámskelö Næsta námskeið hefst 5. apríl Halldór Kristjánsson verkfræöingur To’vu- og vBrkfræííþjtaustan Grensásvegi 16, sími 68 80 9Ö einnig um helgar Arndís Jónsdóttir um að sýna sveigjanleika í skóla- haldinu og jafnvel breyta skólatím- anum í staðinn fyrir að stytta hann. Til þess eru ýmsir möguleikar, og grunnskólalögin gera ráð fyrir því, að hluta skólans megi halda á sumr- in. Það er ekki sjálfgefið, að allir hafí jákvætt viðhorf til menntunar og skólastarfs. En það er hægt að vekja flesta upp af kæruleysi um þessi efni. Byggða- ogjafnréttismál Ýmsum finnst eflaust, að hér sé ekki um neitt stórmál að ræða, en sjálf lít ég svo á, að hér sé bæði um byggðamál og jafnréttismál að ræða. Þegar fólk hugsar til búsetu í byggðarlagi, eru kostir þess og gallar vegnir og metnir. Eitt af því, sem þá er spurt um, er ástand- ið í skólamálum byggðarlagsins. Góðir skólar gera byggðarlag byggilegra. Jafnréttismál er þetta líka, eins og ég fyrr kom að. Hér er um að ræða skref í átt til þess að ná því markmiði, sem ríkisstjóm- in setti sér í stjómarsáttmálanum um jafna aðstöðu allra til menntun- ar. Við sem búum úti á landi viljum ekki láta líta á okkur sem neitt öðra vísi fólk, og við vitum að mikil- vægur þáttur í því að varðveita ein- ingu svo lítillar þjóðar er, að allir fínni sig sitja við sama borð. Því óttast ég ekki að efni þessarar til- lögu verði illa tekið. Kostnaðarauki Kostnaður við að gera alla skóla að níu mánaða skplum er minni en margan granar. í kennaralaunum munar engu, nema þá á yfirvinnu- lið. Helsti kostnaðarauki felst í skólaakstri og í þeim þáttum í rekstri skólahúsnæðis, sem era breytilegir eftir því hvort skólinn er starfræktur eða ekki. Óhætt er að fullyrða að kennarar munu yfírleitt ekki leggja stein í götu slíkrar breytingar. Kennuram er hvatning í því, að fínna að störf þeirra séu metin og vonir bundnar við góðan árahgur skólastarfsins. Þeir munu líka í flestum tilfellum ekki hafa haft áhrif á lengd skóla- ársins, þar sem það er ekki í þeirra höndum að ákveða slíkt. Herra forseti. Ég hef nú lítillega reifað þetta einfalda mál, sem ég tel samt vera nokkurt réttlætismál og metnaðarmál margra. Ætla ég ekki að fjölyrða frekar um það að sinni, en legg það hér fram til málefnalegrar umíjöllunar og af- greiðslu. Morgunblaðið/Júlíus Aðstandendur Honda á Islandi við kynningu nýja bílsins, Honda Legend. Frá vinstri Geir Gunnarsson, Gunnar Bernhard og Gylfi Gunnarsson. Honda Legend á íslandi HONDA Legend, ný bifreið frá Honda verksmiðjunum, var kynnt í fyrsta sinn hér á landi um síðustu helgi. Að sögn Honda-umboðsins er Legend stærsti og best búni billinn, sem Honda selur og keppir við bíla á borð við BMW ’5, Volvo 760 og Benz 240/300. Honda Legend er framdrifinn með 173 hestafla V-6 vél. Bíllinn er með ýmsan tæknibúnað, má þar nefna tölvustýrða beina innspýt- ingu, aflstýri sem hefur breytilegt átak miðað við hraða, viðvöranar- kerfí, sjálfvirka hraðastillingu og loftkælingu. Hann fæst bæði bein- skiptur fímm gíra og með fjögurra gíra sjálfskiptingu. Honda Legend kostar hér á landi kr. 1.995.000. Sellótón- leikar í Fríkirkjunni TÓNLEIKAR verða í Fríkirkj- unni í Reykjavík fimmtudaginn 24. mars og hefjast kl. 20.30. Gunnar Bjömsson leikur þtjár einleikssvítur fyrir selló eftir Jo- hann Sebastian Bach, nr. 1 í G- dúr, nr. 2 í d-moll og nr. 3 í C-dúr. (Fréttatilkynning) Gunnar Björnsson leikur á selló á tónleikum í Fríkirkjunni annað kvöld, fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.