Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 23.03.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 31 Reuter Sprenging í Tókíó LögTegluþjónar rannsaka hér verksummerki eftir að sprengja hafði sprungið fyrir framan skrif- stofu saudi arabisks flugfélags í Tókíó í gær. Ekkert manntjón varð, en gluggar skrifstofunnar brotnuðu og nálægir bílar skemmdust. Önnur sprengja sprakk nálægt ísraelska sendiráðinu i Tókíó í gær. Sviss: Kjósendur eru beðnir leyfis um fjárveitingar Ziirich, frá Önnu BjamadAttur, fréttaritara Morgunblaðsins. VARLA líður sá mánuður að ekki sé kosið einhvers staðar í Sviss. Um síðustu helgi voru íbúar kantónunnar Graubunden til dæmis spurðir álits á ýmsum ráðagerðum sveitarfélaga og stjórnar kantón- unnar. Mesta athygli vakti að íbúar St. Moritz, sem er heims- frægur fjallabær, samþykktu með 739 atkvæðum gegn 608 að leyfa uppsetningu tækja sem búa til gervisnjó. Slík tæki eru að verða æ algengari á skíðasvæðum. Þau lengja skíðatímabilið og koma í veg fyrir snjóleysí á hlýjum, þurrum vetrum. íbúar St. Moritz sam- þykktu einnig að greiða 2,66 milljónir sv. franka (74,5 miUj. ísl. kr.) fyrir uppsetningu tækjanna úr bæjarsjóði. Aðeins 710 kjósenda voru þó hlynntir því og 645 á móti. Svisslendingar geta í almennum atkvæðagreiðslum haft bein áhrif á stjóm og stærri fjárútlát kantóna og sveitarfélaga sinna ef þeir kæra sig um. Fæstir þeirra hafa þó fyr- ir að greiða atkvæði nema eitthvað sérstakt liggi við. Aðeins 17% kjós- enda í Graubunden greiddu at- kvæði um málefni kantónunnar en 47,8% kjósenda í St. Moritz létu í ljós álit sitt á gervisnjóvélunum. Svissnesku kantónumar njóta sjálffæðis og erfítt er að alhæfa um þær en alls em þær 26 tals- ins. Sveitarfélögin, sem em yfír 3.000, njóta einnig þó nokkurs sjálfræðis. íbúamir stjóma mörg- um þeirra sjálfír og kjósa ekki full- trúa í sveitarstjóm. Pjármál ríkísins Sambandsstjómin í Bem sér um málefni sem snerta íbúa landsins alls, eins og utanríkismál, tolla, myntslátt, póst og síma- og vamar- mál. Sambandsþingið, sem kemur saman fjómm sinnum á ári í þijár vikur í senn, fylgist með íjármálum ríkisins og kjósendur hafa ekki bein afskipti af þeim. Það setur alríkislög, eins og umferðarlög, hegningarlög og lög um ellilífeyri, en kantónumar sjá um fram- kvæmd þeirra. Sambandsstjómin og kantónumar skipta með sér verkum á öðmm sviðum eins og í skattamálum, vegaframkvæmd- um, menntunar- og menningar- málum. Leyfi frá kjósendum Kantónur og sveitarfélög biðja kjósendur leyfís áður en lagt _er út í fjárfrekar framkvæmdir. íbúar verða til dæmis að gefa samþykki sitt áður en kantóna ræðst í bygg- ingu eða endumýjun sjúkrahúss. Kjósendur í stærri sveitarfélögum greiða atkvæði þegar háar fjár- hæðir em í húfí en íbúar smærri staða em iðulega spurðir álits um tiltölulega lágar upphæðir. íbúar Ziirich greiddu atkvæði um stækk- un borgarbókasafnsins í fyrra og nýlega vom þeir spurðir álits á stækkun tveggja elliheimila í borg- inni. Eitt sveitarfélag, þar sem íbú- amir taka ákvarðanir á opnum fundum í samkomuhúsinu, er klof- ið milli þeirra, sem vilja veita pen- ingum í gerð almannavamabyrgja og þeirra sem vilja byggja hátíð- arsal við skólahúsið. Og á minni stöðum er deilt um hvort það eigi að kaupa nýja saumavél fyrir handavinnukennslu eða ekki. Fjármál í góðu lagi Sviss er eitt af örfáum löndum þar sem ríkisfjármálin em í góðu lagi. Sjóðir sambandsstjórnarinn- ar, kantónanna og sveitarfélag- anna vom allir reknir með gróða 1986, en þó nokkur halli var á samanlögðum fjárlögum kantón- anna og sveitarfélaganna í fyrra. Reiknað er með að þessi halli minnki í ár og heildarhallinn verði ekki nema 581 milljón sv. franka (rúmir 16 milljarðar ísl. kr.). Heild- arvelta þjóðarbúskapsins alls er rúmlega 72 milljarðar sv. franka (um 2.016 milljarðar ísl. kr.) Eritrea: Þrír Sovét- menntílfanga Moskvu. Reuter. ÞRÍR sovéskir hernaðarráð- gjafar hafa fallið í hendur upp- reisnarmanna i Eritreu i Eþiópiu og þess fjórða er sakn- að. Gennadíj Gerasímov, tals- maður sovéska utanríkisráðu- neytisins, skýrði svo frá i gær. Gerasímov sagði, að 13 sové- skra sérfræðinga, sem verið hefðu eþíópska hemum til aðstoðar, hefði verið saknað eftir að upp- reisnarmenn náðu á sitt vald hluta umdeilds héraðs. „Níu skiluðu sér og uppreisnarmenn segjast hafa þijá á valdi sínu en ekkert er vitað um einn mann,“ sagði Gerasímöv. í útvarpsstöð, sem Frelsisfylk- ing Eritreu rekur, sagði, að þrír Sovétmenn hefðu fallið í hendur skæruliðum í Norður-Eþíópíu, þeir fyrstu síðan Sovétstjómin tók upp beina hemaðaraðstoð við marx- istastjómina í Addis Abeba árið 1977. Norður-Kóreustjóm segir hættu á stríði Tókíó, Reuter. SEX bandarísk herskip komu tíl Suður-Kóreu á mánudag til að taka þátt í sameiginlegum heræf- ingum Bandaríkjamanna og Suð- ur-Kóreumanna. Á sama tíma gerði Norður-Kóreustjóm öllum hersveitum sínum viðvart um að til bardaga kynni að koma og fordæmdi heræfingarnar í Suð- ur-Kóreu sem „afar hættulegar æfingar fyrir kjaraorkustríð." Um 140 þúsund suður-kóreskir og 60 þúsund bandarískir hermenn eiga að taka þátt í heræfmgunum, sem hefjast'seinna í þessum mán- uði og lýkur um miðjan apríl. Tals- maður Sameinuðu þjóðanna sagði að Norður-Kóreumönnum hefði ver- ið boðið að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með æfingunum, en þeir hefðu ekki tekið boðinu. I yfírlýsingu Norður-Kóreu6 stjómar segir að heræfingamar skapi afar alvarlegt ástand í Kóreu- -skaga og að stríð gæti brotist þar út hvenær sem væri. Stjómin hafí gert öllum hersveitum sínum að- vart, og það sé aðeins gert til að Norður-Kóreumenn geti „varið sig fyrir bandarískum heimsvaldasinn- um og suður-kóresku herklíkunni." Suður-kóresku og bandarísku hersveitimar, sem veija hlutlaust svæði við landamæri Norður- og Suður-Kóreu, lúta stjóm UNC, frið- argæslustofnunnar Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn hennar segja að Norður-Kóréustjóm hafí for- dæmt fyrri æfingar Bandaríkja- manna og Suður-Kóreumanna á svæðinu, og að í raun sé ekkert nýtt í yfírlýsingu hennar nú. Sendi- menn í Seoul segja hins vegar að ekki megi vanmeta reiði Norður- Kóreustjómar, því þótt orðalagið kunni að virðast klisjukennt sé sam- skipti Norður- og Suður-Kóreu á sérlega hættulegu stigi nú. ERLENT FERMINGARTILBOÐ 4 BUZZAHD Skíði Stærðir: 160-180 cm með GEZE skíðabindingum kr. 5.800.- NA hr 'Jfr jt jA <\ 1. útiUf Glæsibæ, sími 82922.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.