Morgunblaðið - 27.03.1988, Qupperneq 25
SVONA CERUM VIÐ ■ HLUTAFÉLAC SlA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988
25
V
—*
■
*
Gott fyrirtæki byggist
á traustum grunni
Allir byggingamenn vita að mikil mannvirki verða því
aðeins byggð að undirstaðan sé traust. Með þessa
vitneskju í huga horfa forráðamenn nýs
byggingavörufyrirtækis bjartsýnir til ffamtíðar.
Hin gamalgrónu fyrirtæki JL-byggingavörur og
Timburverslunin Völundur hafa runnið saman í nýtt
og öflugt fýrirtæki, JL Völund.
Timburverslunin Völundur hf. var stofhuð af 40
ffamsýnum mönnum árið 1904. Fyrirtækið varð strax
geysilega öflugt á sínu sviði og rak jöfhum höndum
timburverksmiðju, tunnugerð, húsgagnagerð og
verktakastarfsemi. Völundur byggði mörg af
þekktustu húsum landsins,
s.s. Landsbókasafhið við Hverfisgötu
og Iðnaðarmannahúsið við Tjörnina.
Og þá er ónefnt sjálft Völundarhúsið
við Klapparstíg sem mörgum
þótti jaíh sjálfsagt kennileiti
og sjálf Esjan.
Framkvæmdamaðurinn Jón Loftsson var ekki síður
stórhuga en þeir Völundarmenn og lagði sitt af
mörkum til þróunar í byggingariðnaði hér á landi.
Hann hóf vikurnám við rætur Snæfellsjökuls, byggði
stokk utan um heila á og flutti þannig vikurinn til skips.
Vestur á Hringbraut stóð svo verksmiðjan sem
ffamleiddi vikurplötur og mátsteina sem notaðir voru
til húsbygginga áratugum saman.
Það er á traustum grunni þessarar frumkvöðla sem
JLVölundur byggir framtíð sína. JL Völundur er alhliða
byggingavöruverslun sem starfar á tveimur stöðum.
Á Hringbraut 120 er ný verslun þar sem höfuðáhersla
er lögð á vandaðar og vel hannaðar
vörur til innréttinga og frágangs, en á
Viðarhöfða 4 er timbur, járn og annað
byggingarefni í endalausu úrvali.
JL Völundur býður alla þá sem vilja
betri byggingavörur velkomna í
viðskipti.
JLVölundur
Hringbraut 120, sími 28600 og
Viðarhöfða 4, sími 671100
______________ ' ________________