Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Sir Richard Attenborough slappar af við upptökur á mynd- inní „Cry Freedom". Denzel Washington og Kevin Kiine. ATTENBOROUGH OG AÐSKILNAÐARSTEFNAN Markmiðið var skýrt. „í gegnum Biko vildi ég sýna hvernig er að vera svertingi f Suður-Afríku og í vissum tílfellum hvernig það er að vera hvítur. Það sem fyrir mér vaktí var að tryggja að enginn sem sæi myndina gætí látið sér standa á sama um ástandið í Suður-Afríku og hvetia fólk til að standa upp og segjæ Þetta er óþolandi!" Þannig fórust hinum 63 ára gamla breska leikstjóra og framleiðanda Sir Richard Atten- borough orð f viðtali við The New York Ti- mes þegar hann lýsti tilgangi sínum með gerð myndarinnar „Cry Freedom" (Hróp á frelsi), sem sýningar hófust á í Laugarásbíói um síðustu helgi og fjallar um aðskilnaðar- stefnuna í Suður-Afríku, örlög blökkumanna- leiðtogans Steve Bikos, sem lést í höndum öryggislögreglunnar og vináttu hans og rit- stjórans Donald Woods, sem flúði landið eftir dauða Bikos og hélt minningu hans á lofti með tveimur bókum, „Biko" og „Asking for Trouble", sem „Cry Freedom" byggir að nokkru leyti á. Donald Woods er staddur hér á landi í tilefni frumsýningar Laugarásbíós á myndinni. Ef marka má Sir Richard er myndin hans ekki bara dramatísk lýsing á vinskap Woods og Bikos eða um breýtinguna sem verður á Woods þegar hann kynnist aðbúnaði svert- ingjanna og ógninni sem þeim stafar af örygg- islögreglunni eða morðið á Biko eða flótta Woods í útlegð. Hún er, sagði Sir Richard, „áróður", tveggja og hálfstíma löng mynd sem á að hafa þau áhrif á áhorfendur að þeir gangi útúr bíóinu staðráðnir í að krefjast öflugri alþjóðlegra aðgerða gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Það var a.m.k. ætlunin. Útkoman varð önnur. Þótt myndin hafi yfirleitt fengið já- kvæða umfjöllun í Bandaríkjunum hefur hún ekki haft þessi áhrif sem Sir Richard talar um. Hann hefur m.a. verið gagnrýndur fyrir að hafa einfaldað ástandið í Suður-Afríku allmikið. „Cry Freedom" kostaði 21 milljón dollara í framleiðslu og var tekin í Zimbabwe og Kenýa árið 1986. Með aðalhlutverkin fara tveir bandarískir leikarar, þeir Kevin Kline sem leikur Donaid Woods og Denzel Was- hington sem leikur Biko. Sagan er þessi: Woods er frjálslyndur ritstjóri sem á fullorð- insárum kemst að hinu rétta eðli aðskilnaðar- stefnunnar og hve stjórnvöld eru tilbúin að ganga langt í að beita ofbeldi og grimmd gegn svertingjum. Helsti áhrifavaldurinn í þessum umskiptum Woods var ungur blökku- mannaleiðtogi, Steve Biko að nafni. Biko var þrítugur þegar hann var handtekinn og bar- inn til bana af hinni alræmdu öryggislögreglu á nokkrum dögum í september árið 1977. Stjórnvöld sögðu að hann hefði látist eftir hungurverkfall og Woods var handtekinn þeg- ar hann barðist fyrir því að lögreglumennim- ir yrðu látnir svara til saka. Hann var settur í stofufangelsi þaðan sem honum tókst að flýja °S samejnast fjölskyldu sinni í Lesotho. Þetta er alkunna. Árið 1982 leitaði Woods að manni til að gera kvikmynd eftir sögunni um Biko og sendi bók sina um blökkumannaleiðtogann ásamt eigin æfisögu til Sir Richards. Áhuginn kvikn- aði hjá leikstjóranum og hann lagði í ferðalag til Suður-Afriku árið eftir með eiginkonu sinni Sheilu. Margt sem hann upplifði í þeirri heim- sókn skreytir myndina sem hann átti eftir að gera. Samstaða Sir Richards með andstæðingum aðskilnaðarstefnunnar áður en hann lagði í ferðalagið lýsti sér helst í því að hann forðað- ist að kaupa t.d. appelsínur frá Suður-Afríku og vonaði að þrýstingur utanfrá yrði til að stjórnvöld í landinu bættu hag svartra. En það var áður en hann heimsótti Winnie Mand- ela, áður en ríkissjónvarpið í Suður-Afríku lýsti honum sem kommúnista og áður en ungir, reiðir, hvítir menn sem horft höfðu á sjónvarpið, ógnuðu honum á salerni bensín- stöðvar þar sem leikstjórinn hafði áð. Það var áhætta fólgin í því fyrir Sir Ric- hard að fást við aðskilnaðarstefnuna. Fyrir það fyrsta fjallaði besta myndin hans, hin geysivinsæla „Gandhi", um sagnfræði og hetj- ur - eða andhetjur - sem áttu sér fastan stað í mannkynssögunni. í „Cry Freedom" fjallar hann um baráttu sem háð er enn í dag og í miðdepli myndarinnar stendur Biko, sem var tvíræður á margan hátt og lést alltof fljótt til að geta haft einhver afgerandi áhrif á framtfð lands síns. Það hlýtur að vera hverjum kvikmyndaleik- stjóra mikil ögrun að fjalla um hinar flóknu aðstæður í Suður-Afríku og gera úr þeim dramatf skt verk. Helsta vandamálið sem snéri að Sir Richard og handritshðfundi hans, John Briley, var hve ókunnugur Biko er utan síns heimalands. Það var Jeyst með þvf að skipta um þungamiðju; hápunkturinn - dauði og jarð- arfor Bikos - verður um miðbik myndarinnar og það sem á eftir kemur eru útistöður Wo- ods við stjórnvöld og flótti hans til Lesotho. Þeir sem þekktu Woods í Suður-Afríku, skrifar John F. Burns blaðamaður The New York Times í Suður-Afríku um það leyti sem Biko lést, efuðust aldrei um hugrekki hans. Sem blaðamaður hæddist hann að stjórnun og stjórnkerfi hvíta minnihlutans. Vikulegum dálkaskrifum hans var fagnað hvar sem and- stæðingar aðskilnaðarstefnunnar komu sam- an. Hann hikaði heldur ekki við að gerast pólitískt virkur þegar hann barðist fyrir því að lögreglumennirnir sem báru ábyrgð á dauða Bikos yrðu leiddir til saka. Hvort raunir hans eigi heima með raunum Bikos er annað mál. Sir Richard fannst eðli- legt að skipta myndinni á milli þeirra ef átti að tryggja myndinni gott gengi í bíóhúsunum og um leið að láta hana hafa pólitfsk áhrif f víðum skilningi; ná til fólks í löndum sem hægast eiga með að beita Suður-Afríku efna- hagslegum þrýstingi, fólks í löndum þar sem yfirgnæfandi meirihluti er hvítur. „Vegna þess hve stutt hann lifði," sagði Sir Richard, „gerðist ekki margt í lifi Bikos, að dauða hans undanskildum. Hann var held- ur ekki mjög þekktur utan Suður-Afríku." Samkvæmt því tóku leikstjórinn og handrits- höfundurinn Briley, hið svokallaða „Gand- hiteymi" en hinn bandariski handritshöfundur „Gandhis" hreppti Óskarinn fyrir besta hand- ritið árið 1983, þá ákvörðun að reyna að nota flótta Woods til að auka skemmtigildið og aðsóknina á myndina. Eins og áður sagði hefur Sir Richard verið legið það á hálsi að hafa einfaldað aðstæður í Suður-Afríku um of.I myndinni eru t.d. lög- reglumenn sem berja og skjóta á blökkumenn alltaf hvítir, en í raunveruleikanum eru blökkumenn stór hópur af lögregluliðinu. Það hefði verið„of ruglingslegt" að sýna svert- ingja skjóta á svertingja hafði The New York Times eftir Woods, nema tekinn hefði verið tími í að skýra hvernig bæði svertingjar og hvitir menn hafa orðið til að verja aðskilnaðar- stefnuna. Myndin fleytir sér einnig yfir þá atburði árið 1977 sem margir er urðu vitni að teija skipta höfuðmáli. Næstum ekkert er sýnt af hinu þriggja vikna tímabili sem Biko var í haldi og yfirheyrslunum sem leiddu til dauða hans. „Það var svo margt sem við vissum ekki," sagði Sir Richard, „og ef við hefðum sviðsett atburðina fengju andstæðingarnir höggstað á okkur og gætu sakað okkur um falsanir. Þar fyrir utan skipta smáatriði varð- andi dauða Bikos næstum ekki máli að þvf leyti að ef þú flækir þig of mikið í þau dreg- ur þú úr hryllingi þess sem gerðist." Sir Richard hefði helst kosið að fá afriskan svertingja til að fara með hlutverk Bikos og hann prófaði meira en 100 þeirra áður en hann valdi bandariska leikann Denzel Was- hington í hlutverkið. „Við reyndum leikara frá Nígeríu og frá Kanada og Þýskalandi og Bretlandi auðvitað; og í tveimur eða þremur tilvikum smygluðum við þeim frá Suður- Afríku." En á endanum skiptu hæfileikarnir mestu máli, eða eins og og Sir Richard sagði, „Það er sama hvað oft fólk á eftir að spyrja: Hey, hvar eru strákarnir úr svertingjabæjun- um í Suður-Afríku? ef leikararnir geta ekki staðið sig, eyðileggst myndin." í lok myndarinnar birtist listi yfir alla þá sem látist hafa í varðhaldi í Suður-Afríku. Nafn Bikos er númer 45 af meira en 80 nöfn- um. Hverju þeirra fylgir hin opinberi dauð- dagi - „rann í sturtu", „hengdi sig", „skotinn á flótta" og svo framvegis. Síðasta nafnið er skráð þann 26. mars á síðasta ári, sem minnir á hversu margt í Suður-Afríku helst óbreytt þrátt fyrir „umbætur" stjórnvalda síðasta áratuginn. Því hefur m.a. verið heitið að setja strangari reglur um störf öryggislögreglunn- ar. Eftirmáli Bikomálsins? Donald Woods lifír í útlegð í London og verður það sennilega þar til hvíti minnihlutinn setur völdin í hend- ur blökkumanna. Lögfræðingur Bikos, Shun Chetty, sem fyrstur sagði frá því að Biko hefði látist af höfuðáverkum, er einnig í út- legð og vinnur að hjálparstörfum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Khartoum. Ef það er einhver huggun þeim sem vildu að réttlætinu yrði framfylgt í Bikomálinu, þá er hún sú að ódæðismennirnir fengu um síðir að gjalda fyrir verk sitt. Nokkrir logreglu- menn sem viðriðnir voru málið voru lækkaðir í tign og fluttir til og ferill dómsmálaráð- herrans, James T. Krugers, Iagðist í rúst. Hann hafði sagt „Dauði Bikos hefur engin áhrif á mig" daginn eftir lát blökkumannaleið- togans og hló með manni sem hrósaði honum fyrir að leyfa blökkumannaleiðtoganum að njóta þeirra „lýðræðisréttinda sinna að svelta sig í hel". Kruger var neyddur til að láta af embætti ráðherra og lést snemma á síðasta ári. Áður hafði heyrst til hans þar sem hann sat á hótelbar f London og sagði: „Ag, mað- ur, Bikomálið var mesta hðrmungin á ferii mínum". -ai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.