Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 30
30 -C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Nýr fundur risaeðlufóstra Vísindi Sverrir Ólafsson Risaeðlur settu sterkan svip á lífríki jarðarinnar á miðlífsöld sem nær yfir 160 milljón ár í jarðsögunni og hófst fyrir 225 milljón árum. Eðlustofninn var mjög fjöl- breyttur og lagði undir sig loft, láð og lög. Stærstu eðlur voru rúmlega þrjátíu metrar á lengd og fimmtíu tonn að þyngd, sumar voru jurtaætur, en aðrar grimm rándýr. Sú leynd sem hvílir yfir aldauða eðla og annarra líftegunda, sem átti sér stað fyrir 65 milljón árum, hefur um ára- tuga skeið valdið fræðimönnum miklum heilabrotum. Alhliða rannsóknir, sem miða að því að fá útskýringu á fyrirbærinu, hafa stóraukið almenna þekkingu á eðli og lífsvenjum þessara skepna. Nú í mars sögðu vísindamenn frá því að þeir hefðu fundið steinrunnin hreiður risaeðla sem hafa að geyma betur varð- veitt fóstur en hingað til hefur þekkst. Fundur þessi er stórmerkilegur og kemur til með að varpa nýju ljósí á ýmsa þættí er varða hátterni og eins líffæra- og þróun- arfræði eðla. Vísindamennirnir, Horner og Weishampel, fundu hreiðrin í 75 milljón ára gömlum setlögum í Montana í Banda- ríkjunum. Leyfar þessar tilheyra tveimur ættkvíslum risaeðla sem nefnast „Maia- saura" og „Orodromeus". Hvorar tveggju voru jurtaætur og tiltölulega smáar að vexti, ekki ósvipaðar öndum í laginu. Þær fyrrnefndu voru sem fullvaxin dýr u.þ.b. átta metra langar en þær síðarnefndu 2,5 metrar. Athuganir vísindamannanna sýna að risaeðlurnar hafa byggt hreiður sín í mikl- um varplöndúm, með reglulegu millibili og að hreiðrin hafa verið haugkennd og klædd með jurtum. Vegna þess hve skipu- lega hreiðrin eru byggð telja vísindamenn- irnir að dýrin hafi snúið aftur til sömu varplanda ár eftir ár og jafnvel kynslóð eftir kynslóð. Fundur þessi styður þá óhefðbundnu hugmynd að ákveðnar ættkvíslir eðla hafi verið blóðheitar og að samfélag þeirra hafi verið langtum flóknara og betur skipulagt en hingað til hefur verið gert ráð fyrir. Líklegt er að eðlurnar hafi hag- að sér svipað og fuglar um varptímann, þ.e. ungviði hefur dvalið í hreiðrunum og hafa foreldrarnir borið í það mat. Fóstur- Líkan af Orodromeus-f óstri sem f annst í 75 milljón ára setlögum í Montana. Eggið er 17 sm langt. leifarnar af Orodromeus-eðlunum fundust í haug af 19 óútunguðum eggjum en beina- leyfar af ungum Maiasaura-eðlum fundust á víð og dreif í einu hreiðri. Nákvæmar athuganir á leifunum gefa mikilvægar upplýsingar um líffæraþróun þessara lífvera, en samanbúrður á þróun °g byggingu einstakra líffæra er sérlega áhugaverður. Þær sýna að útlimir Oro- dromeus hafa verið betur þróaðir en útlim- ir jafnaldra þeirra af Maiasaura ætt. Vísindamennirnir telja því að Orodromeus, sem var minni, hafi verið bráðþroska og fljótlega stokkið um í leit að fæðu. Maia- saura, sem náðu allt að því 8 metra lengd, voru hins vegar seinþroskaðri og dvöldu iengur í hreiðrinu þar sem þeir nutu um- sjár foreldranna. Nýfundnar varpstöðvar risaeðla, sem hafa að geyma vel haldin hreiður, egg og fóstur, koma til með að varpa nýju Ijósi á þróunar- og líffærafræði þessara dýra og eins félagslegt hátterni þeirra. Teikningín sýnir Hadrosaur-eðlu að bera jurtir í hreiður. Myndin er af einum vísindamannanna við störf. eðlutegundum sem hafa verið smávaxnar. Þrátt fyrir þetta hafa á undanförnum árum nokkrir slíkir fundir verið kynntir, jafnvel þó telja megi víst að þessi síðasti sé sá markverðasti. Um mitt síðastliðið ár fundust 73 millj- ón ára gömul egg og fósturleifar við Al- berta í Kanada. Hér var um að ræða eðl- ur af gerðinni Hadrosaurs, sem voru einn- ig andarlegar í laginu og náðu allt að því 13 metra lengd og fjögurra til sex tonna þyngd, en það er sambærilegt við meðal ffl. Talið er að ungdýrin hafi rétt verið komin úr egginu þegar vatn flæddi yfir svæðið og drekkti þeim. Vatnið hefur leitt til myndunar þunnra setlaga sem hafa stuðlað að betri varðveislu eggjanna og unganna. Eggin sem fundust í Montana voru u.þ.b. 17 sentimetra löng, en þau sem fundust í Alberta náðu allt að því 21 senti- metra lengd. Vísindamenn telja að Had- rosaurs-eðlurnar hafi vaxið um tæpa þrjá metra á fyrsta ári, en margir eru þeirrar skoðunar að jafn hraður vöxtur bendi til þess að dýrin hafi framleitt eigin hita og því verið blóðheit. Brot úr skurn risaeðlueggja. Leifar af eðlufóstrum og ungdýrum eru mjög sjaldgæfar þar sem þær eyðast frek- ar en leifar fullorðinna dýra og skilja því síður eftir sig merki í jarðlögunum. Eins getur það verið erfiðleikum bundið að segja fyrir um það með algjörri vissu hvort ákveðin smábein eru af ungdýrum eða Páskaóratóría í Hallgrímskirkju eftírdr.Þór Jakobsson í Hállgrímskirkju á Skólavörðu- hæð í Reykjavík eru til sýnis ljós- myndir af tólf blaðsíðum í Passíu- sálmahandriti. Myndirnar eru stækkaðar og hanga í römmum á veggjum hins rúmgóða fordyris kirkjunnar. Áferðarfalleg rithönd höfundar kemur glöggt í ljós. Fyrir tilstilli nútímahugvits blasa þessar síður við augum kirkjugestsins á leið inn í kirkjuna, líkt og boðskort frá sálmaskáldinu. Sjaldan hafa gefist veglegri boðskort og vel þess virði að þiggja. Nú er Reykvíkingum og öllum hvaðanæva boðið að leggja leið sína í Hallgrímskirkju nk. laugar- dagskvöld 2. apríl 1988, daginn fyrir paskasunnudag. Klukkan níu hefst flutningur á nýju tón- og söngverki, Páskaóratóríu, nýsmíð. eins merkasta og lærðasta tón- skálds íslendinga, Þorkels Sigur- björnssonar. Þorkell samdi verkið fyrir Listvinafélag Hallgrímskirkju, sem vinnur að því að efla kirkjulist- ir í hinni nýju meginkirkju lands- ins: kirkjulega tónlist, myndlist, „En f rumflutningnr á Páskaóratóríu Þorkels Sigurbjörnssonar undir stjórn Harðar Áskels- sonar organista Hall- grímskirkju ætti vissu- lega að vekja áhuga allra, sem unnatónlist ogsöng." bókmenntir og leiklist. . En frumflutningur á Páskaóra- tóríu Þorkels Sigurbjörnssonar und- ir stjórn Harðar Áskelssonar organ- ista Hallgrímskirkju ætti vissulega að vekja áhuga allra, sem unna tónlist og söng. íslendingar hafa löngum verið hrifnir af óperunni og ekki síður hrifist af „óratórí- unni", en þessar frænkur tvær í heimi tónlistarinnar eiga sér sam- eiginlegt upphaf. Það er alltaf heillandi að heyra um sögulegar krókaleiðir menning- Hallgrímskirkja i Reykjavík. arfyrirbæra og hafa fróðir menn margt að segja um sögu óratóríunn- ar allt frá upphafínu í rómversk- kaþólsku messunum og helgileikj- um föstunnar fyrr á öldum. Vísast í alfræðibækur og listasögur mönn- um til fróðleiks og kemur þar í ljós sem annars staðar að skiptast á tímar ástundunar og deyfðar. Raunar rennur upp gullöld öðru hverju sem dregur úr sköpunar- dirfsku næstu kynslóð, en fyrr eða síðar dregur þó enn til tíðinda: Minningarathafnir einskærar full- nægja ekki lengur, jafnvel mestu jöfrar listasögunnar eiga ekki í fór- um sínum liti og tóna og orð, sem hæfa nýrri hugsun. Fjórða hefti Kirkjuritsins árið 1982 var helgað kirkjunni og tón- listinni. Birtust þar allmargar grein- ar um þetta efni og var höfundur fyrstu greinarinnar tónskáldið Þor- kell, höfundur Páskaóratóríu ársins 1988. Leyfi ég mér að klykkja út með lokaorðum Þorkels. Vænti ég þess að þau komi hér í réttu sam- hengi og megi hafa um farsæl víxláhrif hefðar og nýsköpunar. „Það er fráleitt að halda, að hægt sé að endurvekja eitthvað löngu gleymt og horfið. En viljinn til að reyna slíkt hefur oft áður í sögunni borið þroskamikinn árang- ur — til dæmis þegar menn héldu sig vera að endurreisa forn-gríska harmleikinn: og óperan/óratórían varð til." Undanfarið hafa fríðir flokkar söngvara og hljóðfæraleikara æft af kappi Páskaóratóríu Þorkels Sig- , urbjöfnssonar. Lesendum þessa pistils er nú boðið að koma og njóta aðfarakvölds páskadags í Hallgrímskirkju. Höfundur er formaður Listvinafé- íags Hallgrímskirkju. Flugmálastjóri: Aðeins bundíð slitlag útilok- ar aurbleytu „EKKERT efni til ofaníburðar er svo g-ott að það henti.við allar aðstæður," sagði Pétur Einars- son flugmálastjóri er borin var undir hann frétt blaðsins í gær um að lélegt efni til ofaníburðar síðastliðið haust hefði spillt Húsavíkurflugvelli v><£ valdið því að hann hefði lokast vegna aur- bleytu. „I raun getur ekkert komið í veg fyrir að þessir flugvellir lokist vegna aurbleytu annað en það að leggja þá bundnu slitlagi," sagði flugmála- stjóri. Hann sagði að meðal verk- efna flugmálaáætlunar næstu 10 ára væri að leggja alla áætlunar- flugvelli innanlands bundnu slitlagi en taldi að því verkefni yrði ekki hrint í framkvæmd fyrr en undir lok tímabilsins. Flugmálastjóri vísaði því á bug að efnið sem borið var ofan í Húsavíkurflugvöll væri lélegt eða gallað. „Við látum gera rannsóknir á kornastærð og eiginleikum allra þeirra efna sem notuð eru til ofaní- burðar en þekkjum einnig vel af fyrri reynslu hvaða efni henta best. Hjns vegar er undirlag flugvalla sjaldan það gljúpt að aurbleyta geti ekki myndast þegar hlánar," sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.