Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 38
-& t RRPr ,vq»w r? qnrvAfT'mJiMT's wtA.fíIwiTOWW MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 F u Mikill sálarháski að afrækja kirkju sína Lítil kirkjusókn er mörgum áhyggjuef ni. Á sunnudögum er allur fjöldinn annars staðar en í messu. Þorlákur biskup Skúlason hafði einnig af því nokkrar áhyggjur á sinni tíð ef menn van- ræktu messur. E.t.v. eiga umvandanir kirkjuhöfð- ingjans ekki síður erindi til landsins barna í dag en árið 1645. Þverúðugar persónur Arið 1645 fengu sóknarmenn í Tjarnarsókn og Kirkjuhvamms- sókn á Vatnsnesi bréf frá bisk upi. „Látandi þá hér með vita að fyrir mig er komið, að þar skuli vera ein persóna eður tvær sem þverúðarlega afrækja kirkju sína og gegni ekki sóknarprestinum þó hann þar um vandi, hvar þeir munu í samvisku sinni, (ef þeir hafa nokkra þekkinga á Guði og hans orði) sjálfir dæma að vera hinn mesta sálarháska fyrir sjálfa sig og mesta hneyksli fyrir aðra . . ." „Yfir þvílíkum klagar drottinn, Esa. 30 cap., segjandi það er eitt óhlýðugt fólk og lygigjörn börn sem ekki vilja hlýða lögmáli drott- ins, heldur segja til þeirra sem kenna skulu, kenn þú oss ekki, og til umsjónarmannanna, gef engan gaum að oss með réttum lærdómi heldur predika oss mjúk- lega . . ." „Svo áminni ég nú áðursagða þyngjunauta eftir skyldu míns embættis hvort þeir eru einn, tveir eður fleiri að þeir ekki með af- ræki sinni við kirkjuna og Guðs orða heyrn, reiti Guð til reiði og safni sér hinum mesta sálarháska, en samkristnum náunga dauðlegt hneyksli. En vilji þeir ekki hér að gjöra og það bevísist að nokkrir af þeim séu - 3 helga daga í samt frá sóknarkirkju sinni þá embætt- að er, þá befala ég sóknarprestin- um, eftir upplesin þessi mín bréfs- orð og að gjörðum þremur áminn- ingum, að frávísa þvílíkum Guðs- orða forögturum frá heilögu sakramenti og Guðsbarna sam- neyti, eftir því sem stendur í skikkun sáluga Páls Stígssonar höfuðsmanns, góðrar minningar, vilji það og ekki hjálpa þá hlýt ég vegna Guðs vandlætingar að láta lesa yfir þeim kirkjunnar bann og forboð . . ." Forboð, bann hið minna, var í því fólgið að menn voru útilokaðir frá kirkjusókn og þjónustu presta. Bannsetning, bann hið meira, úti- lokaði menn frá samneyti við kristið fólk og útskúfaði þeim úr þjóðfélaginu. Bannfæring hélst áfram eftir siðaskipti, einkum bann hið minna eða forboð og var ekki numið úr lögum fyrr eh með konungsbréfi 1782. Röggsamur og réttlátur Þorlákur Skúlason fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal 24. ágúst 1597. Móðir hans, Stein- unn, var laundóttir Guðbrands biskups Þorlákssonar. Þorlákur ólst upp á Hólum hjá Guðbrandi afa sínum og nam í Hólaskóla. Hann vígðist til prests 1624 og var kjörinn Hólabiskup 1627. Heimildir benda til þess að hon- um hafi farið biskupsstjórnin vel úr hendi, röggsamur en þó réttlát- ur. Jón Halldórsson segir í Bisk- upasögum sínum: „Herra Þorlák- ur var mikill lánsmaður, vel lærð- ur gáfumaður, vandaði mjög alla sína embættisgerð og var í stórri gúnst hjá höfuðsmönnum hér á landi og einna mest ríxadmíral Hendrick Bjelke, vel látinn af prestum sínum sem öllum öðrum, því hann hélt alla æfi sína sama lítillæti, ljúflyndi, guðhræðslu, hýrlyndi, örlæti, siðprýði, guðs- þakkagirni og var því flestum harmdauði." Þorlákur var einnig hamingju- samur í einkalífi, hann kvæntist Kristínu, dóttur Gísla lögmanns Hákonarsonar. Þeim hjónum varð 6 barna auðið og urðu tveir son- anna biskupar, þeir Gísli og Þórð- Þorlákur biskup Skúlason. ur. Þorlákur biskup var lærdóms- maður og menningarfrömuður og studdi m.a. Björn Jónsson frá Skarðsá við annálaskrif hans. Einnig er talið að hann hafi í bisk- upstíð sinni látið prenta 30-40 bækur. Mest þessara bóka er Bi- blían, Þorláksbiblía svonefnd 1644. Þorlákur biskup andaðist 4. janúar 1656 eftir stutta banalegu. samapa 1500 Þegar hugað er að bílakaupum.vakna margar spumingar, m.a. hver er tilgangur bílsins, hverjar eru aðstæðurnar o.s.frv. Hér að neðan gefur að líta nokkrar staðreyndir um Lada Samara. Sem dæmi má nefna framúrskarandi fjöðrun, hátt undir lægsta punkt, kraftmikill og sparneytinn. Sé einhverjum spurningum ósvarað, ræddu þá við sölumenn okkar, sem gefa nánari upplýs- ingar um Lada Samara og ath. að verðið er engin spuming. Stærri vél, 1500. Einstök fjöðrun. Opið á laugardögum f rá kl. 10—16. Beinn sími í söludeild: 31236. Framdrif sbíll á hramúrifsbiiia |/r 04QAAA algjöru undraverði: ¦*¦ • 010,\)\)\)}1 BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14. Sími 681200. Umboðsaðilar: Bílás, Akranesi. S. 93-12622. Jóhannes Kristjánsson, Akureyri. S. 96-23630. Bílaleiga Húsavikur. S. 96-41888. 4-~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.