Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 18
-fr 18 C MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ1988 Að stjórna fyrirtæki Erlendar bæfcur Guðmundur Heiðar Frímannsson Tom Peters: Thriving on Chaos, Macmillan 1988. Það fer ekki framhjá neinum, sem lesa fréttir, að miklar breyting- ar eiga sér stað um þessar mundir í atvinnu- og fjármálum víða um heimsbyggðina. Slíkar breytingar ganga ekki hljóðalaust fyrir sig vegna þess að miklir hagsmunir eru í húfi. En það er hins vegar ljóst, að eigi atvinnugreinar og fyrirtæki að standast samkeppni í nánustu framtíð, blómgast og dafna, þurfa þau að hafa vakandi auga á mark- aðinum, vera reiðubúin að gera sársaukafullar breytingar og grípa tækifærin, þegar þau gefast. Þetta eru auðvitað engin ný sannindi, en samt þarf sífellt að hamra á þeim. Hafi einstaklingar og fyrirtæki gert eitthvað nógu lengi, fer það að verða sjálfsagður hlutur. Því fylgir gjarnan stöðnun og, þegar verst lætur, sú skoðun að einhver skuldi manni lífsviðurværi, réttur til að halda áfram að starfa áfram við það sama og maður hefur gert árum jafnvel áratugum saman. Þegar svo er komið, er öllum öðrum ljóst að stutt er í að fyrirtækið fari á haus- inn eða verði gerbreytt. Allt þetta má sjá í breytingunum, sem eru að verða í þungaiðnaði Vesturlanda. Þúsundir manna verða atvinnulausar vegna þess að sams konar vöru eða þjónustu og þeir bjóða, má fá annars. staðar í lægra verði og sömu gæðum. Þessa sögu má segja um evrópskan og bandariskan stáliðnað, skipasmíða- iðnað í Vestur-Evrópu og fataiðnað. Stundum ná fyrirtækin að rétta sig við, yfirleitt eftir erfiðar breytingar, en stundum hverfa þau. Ef trúa má höfundi þessarar bók- ar, þá er langtímahneigðin í upp- byggingu fyrirtækja að þau verði smærri, gjarnan ekki mikið stærri en með 50 starfsmönnum. Ástæðan fyrir þessari þróun sé sú, að slík fyrirtæki eigi auðveldara með að laga sig að snöggum og róttækum breytingum, sem stærri fyrirtæki pÁm&ii •I Páskaegg og pepsi í kaupbæti með öllum mat. Við höfum opið skírdag 31. mars, laugardaginn 2. apríl og annan í páskum 4. apríl. SPRENGISANDUR geti ekki gert. Það sé einnig ljóst, að ekki sé hagur í stærðinni, eins og menn hafa jafnan talið. Chrysler til dæmis framleiðir sambærilega bíla og General Motors á lægra verði, sem nemur 500 dölum. Skýr- ingin á muninum er sú, að 70% af þeim hlutum, sem í bílinn fara hjá Crysler, eru keyptir frá öðrum fyrir- tækjum, en einungis 30% hjá GM. Allt þetta stuðlar að því að fyrir- tæki verði minni í framtíðinni. í þessari bók eru settar fram til- lögur um, hvernig bezt sé að stjórna fyrirtæki við þessar aðstæður. Það yrði löng saga að greina frá því í öllum atriðum, því að þessi bók er hálft sjötta hundrað síðna. En í sem allra styztu máli má segja að fyrsta markmið allra fyrirtækja til að lifa af þær róttæku breytingar, sem framundan séu, sé að bregðast vel og hratt við óskum neytenda. Til að ná þessu markmiði hefur hann tillögur í tíu liðutn, þar sem meðal annars er bent á að hlusta vel á hugmyndir viðskiptavina og auka gæði. í öðru lagi þarf að leggja áherzlu á nýjungar í rekstri. Til að ná því verður til dæmis að gefa starfsmönnum aukið vald og betra sé að gera takmarkaðar tilraunir með nýjungar en láta starfsmenn sífellt vera að gera tillögur. í þriðja lagi er nauðsynlegt að gera vel við starfsfólk og þjálfun þess. Að síðustu þurfi að fella þetta allt í skipulag, sem komi ekki í veg fyrir að þessum markmiðum sé náð. Þessi bók er stór í sniðum, fer vel yfir efnið, en mér finnst hún á stundum nokkuð fullyrðingasöm og varla nógu gagnrýnin á sum rökin, sem notuð eru. En hún ætti að vera nytsamleg flestum þeim, sem vilja átta sig á nýjum stjórnarháttum í fyrirtækjum framtíðarinnar. J*AXl +3 *$ " AGFA-f-3 Alltaf Gæðamyndir POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU VERÐI Allar RING bílaperur bera merkið (g) sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. RÝRÐU MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.